Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1957, Síða 6

Íslendingur - 05.07.1957, Síða 6
6 ÍSLENDINGUR Föstudagur 5. júlí 1957 Kemur nt hvern föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag islendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Fjólug. 1. Siim 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. Prenlsmiðja Björns Jónssonar h.f. Tveir af hnndraði Þá hefir niðurjöfnunarskráin yfir útsvör borgaranna verið lögð fram, og þar sjáurn við svart á hvítu, að okkur er gert að greiða hálfa átjándu milljón króna í hæjarsjóð með útsvörunum ein- um saman, en það er nær tvöfalt hærri upphæð en við greiddum fyrir þremur árum síðan. Við erum ekkert óvanir háum útsvörum hér í bæ, og væri að sjálfsögðu fátt utn slíkt að segja, ef bærinn stæði í stórfelldum framkvæmdum til hagsbóta og þæginda fyrir borgarana, svo sem mikilli malbikun gatna. Svo er þó ekki. Göturnar lengjast að vísu ár frá ári um hið nýja „dreifbýli“ bæjarins, en þær batna ekki að sama skapi, enda er hverfandi litlu fé varið til að steypa eða malbika helztu um- ferðargöturnar. Megnið af því fé, sem varið er til vega og ræsa, og áætlað er á þessu ári 2 milljónir króna, fer í að leggja nýja vegi og holræsi um ný byggðahverfi, þótt mannfjölgun sé lítil sem eng- in í bænum, og verður vi?hald þessa óeðlilega langa vega- og holræsanets því annaðhvort lélegt eða dýrt, ef ekki hvorttveggja. En þetta er þó aðeins önnur hlið málsins. Hitt alriðið, sem er öllu alvarlegra, er sú staðreynd, að hér eru gjaldendurnir ekki jafnir fyrir útsvarsálögunum, sem byggist eins og kunnugt er á 36 ára gamalli sérréttindalöggj öf, löngu úreltri. Og með tilkomu veltuútsvaranna varð mismunun við útsvarsálögurnar gerð meiri en áður. Hér á Akureyri er samvinnu- reksturinn mun umfangsmeiri hlutfallslega en í nokkru öðru bæjarfélagi á landinu og fer jafnt og þétt vaxandi í verzlun og iðn- aði og fleiri greinum. Það fer því að vonum, að því meiri hlut, sem hann tekur af heildarverzlun og iðnaði í bænum, þeim mun þyngri verða útsvörin á einstakl- ingunum. Kaupfélag Eyfirðinga greiðir nú 350 þús. króna úfsvar, en það nemur 2% — fveimur af hundr- aði — af heildarupphæð úfsvar- anna. Ekki mun fjarri lagi að felja það fyrirfæki hafa um helm- ing verzlunar og verksmiðjufram- leiðslu í bænum, þeim atvinnu- rekstri, er í hverju bæjarfélagi sfendur undir meginþunga útsvar- anna. ffvernig mú slíkt vera? spyrja menn. Og það er von menn spyrji. Nýlega var skýrt frá því í blöð- um, að vörusala KEA sl. ár hefði numið 220 millj. króna. Af sölu þeirri er greitt frá 0.4.—0.75% Útsvörin 11,5 lilljónir kr. veltuútsvars, sé liún í höndum einstalclinga. Það mun ekki frek- iega áætlað, að meðalveltuálag nemi hér 0.6%, og hefðu því ein- staklingar orðið að greiða af slíkri verzlunarveltu 1.320.000.00 krónur, eða nærfellt milljón krón- um meira en allt útsvar KEA er. Þetta furðulega fyrirbæri er þannig til komið, að samvinnu- félögin hafa komizt undan álagn- ingu veltuútsvars á viðskipti við félagsmenn, en það þýðir, að meginhluti vörusölunnar sé und- anþeginn veltuútsvari. ojan á þau jríðindi, er sam- vinnulöggjöjin gatnla veitir jélögunum í útsvarsálagningu. Það er vegna þessa ástands í bæjunum, að eftirfarandi tillaga var samþykkt á kaupstaðaráð- stefnunni á Isafirði sl. haust: „Bæjarfélögum og sveitarfé- lögum, þar sem samvinnufélög eru staðsett, hcimilist að lcggja vcltuútsvör á rekstur samvinnu- félaga a sama hútt og rekstur einstakfinga og hlutafélaga." Ekkert hefir heyrzt um undir- tektir ríkisstjórnarinnar við þessa sanngjörnu og sjálfsögðu tillögu, en nauðsynlegt er, að taka þegar í stað upp baráttu fyrir því, að allir beri byrðarnar að sínum hluta. Þær forsendur, er á sínum tíma voru fyrir skattaívilnunum samvinnufélaganna eru löngu fallnar fyrir borð, eftir að íélög- in hafa safnað sér milljónasjóð- um og gerst „ríki í ríkinu“. Og sérstaklega verða Akureyringar að fylgja fast eftir þeirri kröfu, útsvarsgjaldendurnir, sem álög- urnar eru að sliga, meðan um helmingur verzlunar og iðnaðar- framleiðslu í bænum greiðir að- eins tvo af hundraði útsvarsupp- hæðarinnar. TOGARARNIR Kal.dbakur kom til Reykjavík- ur 19. júní og landaði þar 235 tonnum af ísvörðum fiski. Fór þar i slipp og aftur á veiðar 27. júní. Svalbakur kom til Ólafsfjarðar 26. júní og landaði þar 283 tonn- um af ísvörðum fiski. Fór aftur á veiðar 28. júni. Harðbakur kom til Akureyrar 1. júlí og landaði þar 180 tonn- um af saltfiski. Landaði á Sauð- árkróki í sömu ferð ca. 30—40 tonnum af karfa. Fór aftur á veið- ar 2. júlí. Sléttbakur fór á veiðar til Grænlands 26. maí. Veiðir í salt. Mun vera að ljúka við veiðina. Niðurjöfnun útsvara í Akur- eyrarkaupstað er nú lokið, og liggur skráin yfir gjaldendur og útsvarsupphæð hvers og eins frammi í skrifstofu bæjarins. Jafnað var að þessu sinni nið- ur kr. 17.490.200 á 2581 gjald- endur. (1 fyrra 13.6 millj.) Hefir útsvarsupphæðin á einu ári liækk- að um hartnær 4 millj. Niður- jöfnunarnefnd notaði sama álagn- ingarstiga og í fyrra. Þá varð hún að leggja 8% ofan á hann til að ná tilskilinni upphæð, en nú 10%. Að ekki þurfti meiri hækkun á stigann nú, stafar af því, að marg- ir gjaldendur hafa haft nokkru hærri tekjur að krónutölu árið 1956 en árið á undan (en það ár, 1955, var t. d. mánaðarverkfall hjá verkamönnum i bænum). Hér fer á eftir skrá yfir þá út- svarsgjaldendur, sein hafa kr. 20 þús. og þar yfir: Þás. kr. 350.900 132.000 130.900 108.400 81.100 63.400 55.100 , 52.450 51.400 48.950 47.300 i. 46.050 43.350 41.600 38.800 34.400 33.450 32.400 32.250 32.200 Kaupfélag Eyfirðinga Utgerðarfélag Ak. h.f. Samb. ísl. samvinnuf. Amaro-klæðagerð h.f. Súkkulaðiv. Linda h.f. Kafíibrennsla Ak. h.f. Byggingav. T. Bj. h.f. Kristján Kristjánsson Thorarensen, Oddur Laxdal, Bernharð Guðm. Jörundsson Atli véla- og plötusm. h, Slippstöðin h.f. Þórshamar h.f. Útgerðarfél. KEA h.í. Olíuverzlun Islands h.f. Kr. Jónsson Þingv.str. Valhöll h.f. Valbjörk h.f. Bernharð Stefánsson Sig. Jónsson Skólastíg 31.750 Brynj. Sveinsson Skólastíg 30.800 Bílasalan h.f. 30.600 Tómas Björnsson 29.400 Guðm. K. Pétursson 27.200 Jónas Traustason Asveg 26.950 Friðjón Skarphéðinsson 26.550 Jakoh Frímannsson 26.500 Helgi Skúlason 26.350 Valtýr Þorsteinsson 26.050 Herrabúðin s.f. 26.050 I. Brynjólfsson & Kvaran 25.750 Steinsteypuv.st. Ak. s.f. 25.750 Sigurður Ólason læknir 24.900 Steinsen, Steinn 24.500 Thorarensen, Ólafur 23.250 Hermann Stefánsson 23.100 Ragnars, Sverrir 23.100 Verzl. Eyjafjörður h.f. 22.800 Finnur Daníelsson Ng. 22.550 Oddi vélsmiðja h.f. 21.950 Tómas Steingrímsson 21.700 London h.f. 21.600 Sig. Sölvason Munkaþv. 21.550 Prentverk Odds Bj. h.f. 21.250 1 Friðrik Magnússon 21.100 Ásgeir Markússon 21.000 Vöruhúsið h.f. 21.000 Einar Sigurjónss. Aðalstr. 20.850 Vilh. Þorsteinsson Ránarg. 20.850 Laxdal, Anna 20.800 Einar Guðmundss. Klettab. 20.700 Netagerðin Oddi h.f. 20.650 Jónas Þorsteinsson Strg. 20.600 Skarphéðinn Ásgeirsson 20.600 Rafnar, Bjarni 20.550 Árni Árnason Lögm.hl. 20.400 Jóhann Þorkelsson 20.400 Otterstedt, Knut 20.350 Olíuf. Skeljungur h.í. 20.350 Klæðav. S. Guðm. 20.300 Steindór Jónsson Eyrarveg 20.300 I Nýja Bíó h.f. 20.150 i Jónas Snæbjörnsson kenn. 20.100 Eyþór Tómasson 20.000 NÝR FORMAÐUR L. A. Á aðalfundi Leikfélags Akur- eyrar, sem nýlega var haldinn, baðst formaður þess, Guðmund- ur Gunnarsson, eindregið undan endurkjöri, og var Jóhann Ög- mundsson kosinn í hans stað. Gjaldkeri baðst einnig undan end- urkjöri, en í stað hans var kjör- inn Einil Andersen. Að öðru leyti er stjórnin óbreytt. Vestur-íslendingar í hcimsókn Vestur-lslendingurinn Páll Guðmundsson frá Rjúpnafelli í Vopnafirði er nýkominn í orlofs- ferð heim til íslands og var stadd- ur bér á 70 ára afmæli sínu, 25. júní, á heimili bróður síns, Björgvins tónskálds, og var þar þá boð inni fyrir nokkra vini Páls. Páll fór vestur 1911 og hefir síðan aldrei komið heim fyrri en nú. Dvaldi hann fyrst í Winni- peg við trésmíðar en flutti síðan til Leslie Sask. árið 1915 og hef- ir stundað þar búskap af miklum inyndarskap síðan. Páll hefir tekið mikinn þátt í félagsinálum íslendinga vestra. Páll er ókvænt- ur. Hann er nú á ferð um æsku- stöðvarnar austanlands. Þá er stödd hér í bænum öldr- uð, vestur-íslenzk kona, Kristín Thorsteinsson frá Gimli, ekkja Guðna Þorsteinssonar póstmeist- ara á Gimli, sem var kunnur ís- lendingur vestra. Reglur um áiagningu útsvara á Akureyri 1957 Tekjur. Útsvarsskyldar tekjur eru hreinar tekjur til skatts, samkv. lögum nr. 46, 1954, um tekju- og eignaskatt, sbr. lög nr. 37, 1957. Hefir því við ákvörðun útsvara verið leyfður allur sá frádráttur, sem heimilaður er eftir þeim lög- um, þar með talinn fæðis- og hlífðarfatakostnaður sjómanna á fiskiskipum og aukafrádráttur sömu aðila, ferðakostnaður þeirra, er fara langferðir vegna atvinnu sinnar, kostnaður vegna heimilisaðstoðar, ef gift kona vinnur utan heimilis, kostnaður við stofnun heimilis og náms- kostnaður hjá gjaldanda. Til tekna eru ekki taldir, fremur en til skalls, vextir af skattfrjálsu sparifé né sá eignaauki, sem staf- ar af aukavinnu, sem einstakling- Siglir væntanlega með aflann til Esbj erg. Norðlendingur er væntanlegur af veiðum um helgina. Óákveðið hvar hann landar. ar leggja fram ulan venjulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin afnota. Persónufrádráttur til útsvars er kr. 5.000.00 fyrir konu og livert barn innan 16 ára aldurs, sem er á framfæri gjaldanda. Af tekjum eins og þær eru á- kvarðaðar samkv. ofanrituðu greiðast útsvör samkv. sama út- svarsstiga og í fyrra, að viðbættu 10% álagi, þó er þeiin gjaldanda veittur frekari frádráttur á út- svar, sem á hefir fallið kostnaður vegna veikinda eða slysa, enn- fremur ef starfsgeta þeirra er skert vegna aldurs eða örorku. Á barnalífeyri og meðlög hjá ein- stæðum mæðrum er ekki lagt út- svar. Ennfremur var foreldrum, sem kosta börn sín til framhalds- náms utanbæjar veittur frádrátt- ur í útsvari, ef nemendur höfðu ekki aflað verulegra tekna á ár- inu. Frá útsvari af tekjum giftra kvenna var dregið sem svarar 10% af tekjum konunnar, þó ekki yfir 2000.00 kr. Eign. Eign lil útsvars er skuldlaus eign til skatts samkv. 1. nr. 46, 1954, um tekju- og eignaskatt, að viðbættu þreföldu fasteignamati. Hlutafjáreign er ekki útsvarslögð hjá einstaklingum, heldur á hana lagt hjá viðkomandi hlutafélög- um. Félög. Útsvarsskyldar tekjur félaga eru hreinar tekjur til skatts. Lægstu tekjuútsvör eru kr. 550.00. — Af tekjum 20—200 þús. greiðast 4000 af 20 þús. og 25% af afgangi. Velfuúísvör. Gjaldendur, er hafa með hönd- um alvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er gert að greiða útsvar af heildarumsetningu, og voru reglur nefndarinnar um reksturs- útsvar þessar: 1. Útgerð, heildverzlun, kaffi- brennsla, kolaverzlun 0.4%. 2. Iðnaður 0.5%. 3. Af smásölu og annað ótalið 0.75%. 4. Akstur fólksbifreiða kr. 800.00 og vörubifreiða kr. 500.00 á bifreið. 5. Ennfremur voru lögð stofn- útsvör á þá aðila, sem liafa leyíi til að reka kvöld- verzlun, allt að kr. 5000.00. Á öll útsvör ákvörðuð samkv. framanskráðu var bætt 10% á- lagi.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.