Íslendingur - 05.07.1957, Qupperneq 7
Föstudagur 5. júlí 1957
ÍSLENDINGUR
7
f
Jakob Karl§§on
Jakob Karlsson er látinn. Hann
andaðist að heimili sínu á Akur-
eyri laugardaginn 22. júní sl., tæp
lega 72 ára að aldri. A dánar-
dægri hans skein sól í heiði allan
sólarhringinn, jörðin var að
klæðast sínu fegursta sumar-
skarti og athafnalíf til lands og
sjávar og í ríki náttúrunnar í al-
gleymingi.
Engum, er þekkti Jakob Karls-
son, mun hlandast hugur um, að
þar kvaddi einn af merkuslu
borgurum þessa hæjar, óvenju-
legur, hjartsýnn og réttsýnn at-
hafnamaður, drenglyndur, vin-
fastur og húinn ágætuslu mann-
kostum. Maður, sem jafn-
an var boðinn og búinn að rétta
hverju góðu málefni hjálpar-
liönd og styðja með ráðum og
dóðum allt það, er verða mætti
til menningar og hagsbóta. Það
munaði um J akob, hvar sem hann
lagðist á árina, því hann var
bæði fylginn sér og laginn að
þoka góðum mólum áleiðis, auk
þess sem hann naut almenns og
óskoraðs trausts.
Jakob var fæddur og uppalinn
á Akureyri og þar lifði hann og
starfaði alla sína æfi, fyrst fram-
an af við venjuleg verzlunar- og
skrifstofustörf, síðar við útgerð
og fiskverkun, er hann rak sjálf-
ur. Hann var umboðsmaður
landsverzlunar og Olíuverzlunar
íslands, en lengst mun hann þó
hafa starfað sem afgreiðslumað-
ur Eimskipafélags íslands og
ríkisskipa á Akureyri.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Jakob Karlssyni all-náið
og vera samstarfsmaður hans um
langt skeið í ýmsum félagsmál-
um, og tel ég liann hiklaust einna
fremstan í flokki þeirra manna,
er mér hefur verið virkilegur á-
vinningur að kynnast og starfa
með.
Þegar ég fyrst kynntist Jakoh
var hann fyrir löngu orðinn full-
orðinn og fullþroska maður og
átti að baki mörg og margháttuð
störf, er ég kann lítið frá að
greina, en um það hil urðu að
nokkru straumhvörf í lífi Jakobs
og athöfnum. Hann sneri, ef svo
má segja, að nokkru baki við sjó
og verzlun, en tók að beita áhuga
sínum að landbúnaði. Reisti
hann á þeim árum nýbýli ofan
við Akureyri og nefndi Lund.
Nýbýli þetta gerði hann með
miklum myndarhrag, hæði hvað
byggingar, ræktun og hústofn á-
lirærði, og rak þar í nær 30 ár
búskap, er var þá tvímælalaust
fyrirmynd að snyrtimennsku,
glæsibrag og allri reisn. Þó var
búskapur Jakobs aðeins auka-
starf, því aðalstörf hans voru, svo
sem kunnugt er, skipaafgreiðsla
og umhoðsverzlun, er hvort-
tveggja var ærið starf, en Jakob
var afkastamaður, er reis árla úr
rekkju og kom því miklu í verk
á degi hverjum, en kunni einnig
1 menn og kunni vel að meta þá.
Jakob var gerður heiðursfélagi
Ræktunarfélagsins árið 1953.
Þegar
þá list að velja sér aðstoðarmenn
og starfsfólk og var óvenju hjúa-
sæll.
Ég held mér sé óhætt að full-
yrða, að landhúnaðurinn haíi
verið Jakob hjartfólgnastur af
öllum þeim mörgu viðfangsefn-
um, er hann fékkst við um æfina:
Búfjáreldi og ræktun var í beztu
samræmi við skapandi gróand-
ann í sálu hans, og þótt hann eigi
hefði hlotið búnaðarlegt uppeldi,
var hann bóndi af lífi og sál og
rak búskapinn af þeim dugnaði
og kunnáttu, að athygli vakti
eigi aðeins innan héraðs heldur
víða um land. Þetta sýnir mæta-
vel, hve gjörhugull Jakob var og
hve sýnt honum var um að læra
af viðfangsefnunum. Hann þurfti
ekki að ganga í skóla til þess að
læra og ná tökum á þeim, og ein-
hvern tíma sagði hann mér það,
að sín bezta skólaganga í lífinu
hefðu verið þau tvö ár, er hann
vann sem skrifari hjá Guðlaugi
Guðmundssyni, sýslumanni.
Eftir að Jakob hóf landbúnað,
tók liann mikinn þátt í félagsmál-
um landbúnaðarins. Þegar hann
af eigin reynd hafði kynnzt rækt-
uninni og þýðingu hennar fyrir
landbúnaðinn, var honum það
kappsmál að efla ræktun almennt.
Hann gekkst þá fyrir stofnun
Þúfnabanafélags Akureyrar, og á
honum hvíldi meginþungi af
rekstri þess félags á meðan það
starfaði. Félagsskapur þessi varð
að vísu ekki langlífur, en starf-
aði þó nógu lengi til þess, að
hundruð hektara af nýju landi
voru numdir til ræktunar, og að
bændur víðs vegar um héraðið
komust í kynni við stórræktun og
þýðingu hennar.
Árið 1926 var Jakob kosinn í
stjórn Ræktunarfélags Norður-
lands og sat í henni óslitið til
1952, að hann sagði af sér stjórn-
arstörfum vegna heilsubrests.
Hafði hann þá verið formaður
félagsins frá 1943. Árið 1931 sat
Jakob á Búnaðarþingi sem full-
trúi félagsins í forföllum þóver-
andi formanns, Sigurðar E. Hlíð-
ar, dýralæknis. Halldór Vilhjálms-
son, skólastjóri, sat þá á Bún-
aðarþingi. Er mér minnis-
stætt, hve mikið álit Halldór hafði
á Jakob og hve vel þeir unnu
saman, en Halldór var manna
gleggstur á hæfileika- og atorku-
Búnaðarsamband Eyja-
fjarðar var stofnað 1932, var
Jakob Karlsson einn af forgöngu-
mönnum þess og í stjórn þess frá
upphafi til 1949, að hann baðst
eindregið undan endurkosningu.
Þetta ætti að nægja til að sýna,
hve mjög Jakob Karlsson kom
við sögu búnaðarmála, frá því
hann tók að gefa sig að landbún-
aði og 'þar til starfskraftar hans
þrutu, og hve eindregins trausts
hann naut til þeirra starfa, því
eigi sóttist Jakob eftir stjórnar-
ráðendur, prúð og broshýr börn,
glöð og dygg hjú.
Persónuleg kynni mín og sam-
skipti við hjónin í Lundi og sér í
lagi Jakob Karlsson verða eigi
rakin hér, en þess skal aðeins
getið, að mér er það fyllilega
ljóst, að í þeim viðskiptum var ég
alltaf þiggjandi. Það er eigi ætíð
notaleg tilfinning að vera sér þess
ineðvitandi, en Jakob Karlsson og
frú Kristín kunnu þá list flestum
betur að veita þannig, að nautn
og ánægja var að þiggja.
Jakob. Karlsson átti við mikið
heilsuleysi að stríða síðustu árin.
Þessi vanheilsa lamaði gersam-
lega starfsorku hans, og var það
þung þraut fyrir jafn áhugasam-
an eljumann. Þessi langvinni
sjúkleiki olli því, að andlát hans
kom hvorki vinum hans né vanda-
fólki á óvart. Það I sjálfu sér var
ekki svo mikið áfall úr því sem
komið var, og nú þegar ég minn-
störfum og mannaforráðum, því ist þessa ágæta manns látins, er
í eðli sínu var hann mjög hlé-
drægur og frábitinn slíku. Það
hygg ég þó, að honum hafi verið
ljúfara að starfa að félags
framfaramálum landbúnaðarins,
en að flestum öðrum opinberum
málum.
Það lætur að líkum, að jafn
mikilhæfur maður og Jakob
Karlsson komst ekki hjá því að
taka þátt í ýmsum störfum fyrir
bæjarfélagið. í bæjarstjórn var
hann 1923—’29 og aftur 1938—
’42, en í bæði skiptin mun hann
hafa neytt réttar síns, óðar og
hann sá sér fært, til þess að neita
endurkosningu. Þrátt fyrir það
gegndi hann um langt skeið ýms-
um störfum fyrir bæjarfélagið,
var t. d. lengi í hafnarnefnd,
sáttanefnd, sóknarnefnd og vafa-
laust fleiri trúnaðarstörfum, þótt
ég kunni ekki að nefna. En þótt
Jakob væri hlédrægur og sækti
eigi eftir vegtyllum, var hann öt-
ull stuðnings- og styrktarmaður
allra sannra menningarmála og son
veitti fleiri málum lið en almennl
mun kunnugt. Þau störf vann
hann í kyrrþey og vildi eigi að
þeim væri á lofti haldið. Þannig
lagði hann til dæmis grundvöll
að þeim vísi áð náttúrugripasafni,
er nú er hér á Akureyri, og spar-
aði til þess hvorki fé né fyrir-
höfn.
það ekki fyrst og fiemst söknuð-
urinn, sem fyllir huga minn, held-
ur miklu fremur ánægjulegar
o.1? minningar um góðan dreng og
alla þá ljósgeisla, er hann hefir
skilið eftir á lífsleið sinni, og 6em
halda áfram að lýsa urn nafn
hans og minningu.
Jakob Karlsson er látinn. Hann
liefir horfið sjónum okkar, er
eftir lifum um stundarsakir, inn
í „nóttlausa voraldarveröld“ hins
íslenzka hásumars. Hann var allt-
af maður vorsins og Ijóssins, gró-
andáns og athafnanna. Vera má,
að hann hafi nú náð heitasta tak-
marki lífs síns að rækta gullna
akra og græna velli í „lundi nýrra
skóga“
Ólafur Jónsson.
Magnúsar
Það er livorki hægt eða rétt að
minnast svo Jakobs Karlssonar,
að nefna eigi hina ágætu konu
hans, Kristínu Sigurðardóttur frá
Lundi í Fnjóskadal, sem andað-
ist sl. vetur. Einar skáld Benedikts
son segir í einu af ljóðum sínum:
„Maðurinn einn er ei nema
hálfur, með öðrum er hann
meiri en hann sjálfur.“ Og það
er víst, að húsfreyjan á Lundi átti
sinn þátt í að móta heimilið og
þær aðstæður, sem húsbóndinn
bjó við, svo störf hans nytu sín
sem bezt. Hún átti eigi síður en
Jakob í ríkulegum mæli þann
virðuleik, snyrtimennsku og
hjartablýju, er gerði heimilið á
Lundi aðlaðandi og gaf því hinn
sérstaka blæ fágunar og siðmenn-
ingar. Fór þar allt saman, prýði-
leg umgengni jafnt ytra sem
innra, virðulegir, aðlaðandi hús-
Jakob Karlsson var fæddur hér
á Akureyri 17. ágúst 1885. For-
eldrar hans voru Karl Kristjáns-
verzlunarmaður, bróðir
ráðherra, og Guðný
Jóhannsdóttir kona hans, en
dugnaður og mannkostir höfðu
einkennt ættir þær báðar, er að
honum stóðu.
Jakob missti föður sinn
mjög ungum aldri og ólst upp
með móður sinni. Innan við ferm
ingaraldur var hann farinn að
vinna fyrir sér við verzlunarstörf
hjá Magnúsi föðurbróður sínum,
en þar átti ekkjan og synir henn-
ar, Jakob og Kristján, góðan
liauk í horni. Starfaði Jakob hjá
frænda sínum til 25 ára aldurs,
en gerðist þá sýsluskrifari um
tveggja ára skeið hjá þáverandi
sýslumanni og bæjarfógeta, Guð-
laugi Guðmundssyni. Tveim ár-
um síðar stofnaði hann eigin
verzlun og tók jafnframt að reka
útgerð, fiskverkun og fiskverzlun.
Er Eimskipafélag íslands tók upp
siglingar til liafna norðanlands,
gerðist hann afgreiðslumaður fé
lagsins á Akureyri og síðar Skipa
útgerðar ríkisins jafnframt, og
hafði liann þau störf á hendi til
ársins 1952, er vanheilsa varnaði
honum umfangsmikilla starfa. Þá
var hann um langt skeið umboðs-
inaður Olíuverzlunar íslands °g
framkvæmdastjóri Landsverzlun-
arinnar á Norðurlandi, meðan
hún var rekin.
í minningargrein hér að framan
rekur nákominn vinur hans og
samstarfsmaður í ræktunarmál-
um störf hans í þágu landbúnað-
ar og ræktunar, og getur jafn-
framt ýmissa starfa hans í þágu
bæjarmála og félagsmála. Hér
skal ekki freistað að telja af ná
kvæmni öll þau störf, er Jakob
tókst á hendur, né öll þau mál,
er hann lagði lið og þokaði áleið-
is. Jakob var fyrst og fremst
rœktunarmaður, og það í tvenn-
um skilningi. Hann var mikill
jarðræktarmaður, en jafnframt
forgöngumaður um náttúruvernd
og dýravernd. Enginn maður mun
hafa átt meiri þátt í því en hann,
að Akureyrarhöfn var friðuð
fyrir skotum, og forgöngu mun
hann hafa haft um, að brekkurn-
ar nöktu ofan við Hafnarstræti
en neðan Eyrarlandsvegar voru
klæddar trjágróðri. Hann hafði
komið sér upp miklu safni af
eggjum og stoppuðum fuglum,
sem varð fyrsti vísir að Náttúru-
gripasafni fyrir Akureyrarbæ, og
hugmyndin um Andapollinn er
einnig frá honum komin. í heilsu-
hælismálum Norðurlands var
hann liðtækur og gjöfull, og yfir-
leitt má telja, að fáum menning-
armálum hafi verið fram komið
hér í bæ, sem Jakob Karlsson átti
ekki meiri og minni hlut að.
Jakob Karlsson og kona hans,
Kristín Sigurðardóttir frá Lundi
í Fnjóskadal, sem flutti fám mán-
uðum á undan honum yfir landa-
mæri lífs og dauða, eignuðust 4
dætur og einn son. Eina dóttur-
ina misstu þau barnunga og eina
soninn 9 ára gamlan á sviplegan
hátt. Eftir lifa þrjár dætur: Guð-
ný gift Jónasi H. Traustasyni af-
greiðslumanni Eimskipafélagsins
og Skipaútgerðar ríkisins, Berg-
Ijót, er stóð fyrir búi foreldra
sinna síðustu árin, eftir að kraft-
ar þeirra sjálfra voru þrotnir til
slíkrar umsýslu, og Kristbjörg,
gift Jóni Finnssyni lögfr. í Hafn-
arfirði. Fósturdóttir þeirra, Mar-
grét Jónsdóttir, er gift Ágúst
Jónssyni á Blönduósi.
Það mun mála sannast, að fáir
hafi sett meiri svip á Akureyrar-
bæ á undangengnum 4 áratugum
en Jakob Karlsson, þrátt fyrir
hógværð lians og hlédrægni.
Enga mun hann hafa eignast ó-
vildarmenn, og er það næsta fá-
títt um jafn mikla athafnamenn
og hann var. Það er bjart yfir
minningu Jakobs Karlssonar, og
Akureyrarbær mun lengi njóta
verka hans, þótt hljótt hafi verið
um mörg þeirra, meðan unnin
voru.
21 MARK GEGN 7
Þrír knattspyrnuflokkar héðan
úr bænum fóru í keppnisför til
Akraness um síðustu helgi. Akur-
nesingar unnu meistaraflokk með
12 gegn 1 ogTII. ílokk með 9:0.
En IV. flokkur Akureyringa
(drengir) rétti þenna áberandi
markamun nokkuð við, með því
að vinna sinn leik með 6:0.