Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1957, Side 8

Íslendingur - 05.07.1957, Side 8
8 Föstudagur 5. júlí 1957 Gírajfar í dýragarðinum í Hamborg. í boði Flugfélagsins Framhald af 1. siðu. Magasin de Nord, þar sem við máttum eyöa hartnær tveim klukkustundum, áður en við skyldum mæta á skrifstofu Flug- félagsins. Þangað náðum við svo í tæka tíð og nutum þar ágætrar gestrisni Birgis og konu hans, Önnu Snorradóttur frá Akureyri, en þau hjón fögnuðu okkur bæði sem nánum ættingjum. Þaðan var haldið á Hótel Európa og snæddur ríkulegur kvöldverður uppi á 17. hæð, og varð maður þar skjótt var hinnar þekktu mat- argerðar- og framreiðslukunnáttu Dana. Að veizlunni lokinni var okkur boðið upp á þak hótelsins, þar sem við blasti öll ljósadýrð borgarinnar við sundiö, enda þá orðið aldimmt. Þá var litið inn í Tívolí-garðinn og síðan inn á At- lantic Palace, og var þá liðið nær miðnætti. Fóru þaðan margir heim á hótel og tóku á sig náð- ir, en aðrir dvöldu lengur úti í borginni til að kynnast sem hezt töfrum hennar, — og því ekki að nota tímann til hins ýtrasta? Kronborgarkastalinn. Árla næsta morguns eru þau hjón, Anna og Birgir, komin með stóran farþegavagn að hótelinu, því nú skyldi aka út á Sjáland. Sumir eru svefnvana, en hverju skiptir það í slíkri ferð? Veðrið er enn hið fegursta, sólskin og 18 —20 stiga hiti. Því sem fyrir aug- un ber, verður ekki lýst í stuttri frásögn. Ekið er út á Helsingja- eyri og Kronborgarkastali skoð- aður. Fyrst ofanjarðar. Síðan farið í undirheima, þar sem flöktandi ljós olíulampans bregð- ur draugslegum blæ á kunn og ó- kunn andlit. Við öndum léttara, þegar aftur er komið út í sólskin- ið. í Boðið er til miðdegisverðar á nýtízku sumarhóteli, Kystens Per- le. Hver rétturinn af öðrum er borinn inn. Hvenær ætlar þessu að linna? Óhjákvæmilegt, að þjónarnir beri út meiri og minni leifar á diskum veizlugesta. Vafasamt að Þorsteinn matgogg ur hefði hroðið sinn disk, hefði liann verið blaðamaður í för þessari. Khöfn—Hamborg á 50 mínúfum. Héðan er ekiö beina leið á Kastrupflugvöll og sezt á ný upp í Gullfaxa. Hin ljúfmannlegu hjón, sem borið liöfðu okkur á höndum sér, meðan við dvöldum í Höfn, eru kvödd með innileik og þökkum. Gullfaxi, sem sagt var að hefði skroppið heim í gær til að fljúga með „miðnætursól- argesti“ norður yfir Grímsey, meðan við heimsóttum Tívólí í Höfn, hefur sig til flugs með okk- ur og hleypir okkur út á flugvell- inuin í Hamborg eftir 50 mínút- ur. Þaðan er ekið á Eden Hótel, nálægt miðborginni. Þar skyldum við sofa tvær síðari nætur ferð- arinnar erlendis. Nú verða snör liandtök. Rakstur, skyrtuskipti, þvottur o. s. frv. Um að gera að líta sæmilega út, þegar farið er út í milljónaborgina á laugardags- kveldi. Dvölin í Hamborg. Birgir Þorgilsson, umboðsmað- ur F. I. í Hamborg, tekur hér við fararstjórn ásamt með Sveini. Kvöldverður er etinn á fögrum veitingastaö í nánd við St. Pauli. Við fáum borð úti á veggsvölum, en í garðinum úti fyrir sitja hundruð manna yfir mat og miði eða öðrum hressingum. Inni er dansað milli borða. AS lokinni rikulegri máltíS, sem skolað hef- ir verið niður með rínarvínum eða öðrum enn mildari drykkjar- föngum, leiðir gestgjafinn hóp- inn um húsið og garðinn, rétt eins og þetta væri konungsheim- sókn. En svo er þó ekki. En hér eru umboðsmenn Flugfélags ís- lands með gesti sína, félagið, sem eignaðist fyrstu Viscount-flugvél- arnar á Norðurlöndum. Já, gjör- ið þið svo vel. Við höfum mikið að gera í kvöld, en þegar svona stendur á, þá .... Svo er það St. Pauli. Fyrst er hlýtt og horft á „vatnsorgelið“, undrafyrirbærið úr Þúsund og einni nótt, sem engin orð geta lýst og enginn málari náð á lér- eft. Þaöan er haldið á skemmti- stað, þar sem þúsundir manna troðast hver um annan að borð- um og kneyfa hinn fræga, þýzka bjór úr heljarmiklum „spilkom- um“. En þótt þröng sé mikil, verða engir árekstrar. Við erum líka staddir í Hamborg, qn ekki á skemmtistað heima á íslandi, þar sem „hljómsveit Ieikur“ á laug- ardagskvcldi. Við tínumst nú heim á Eden Hótel smált og smátt. Sumir rahba saman heima á herbergj- um, Akureyringur og Vestmanna- eyingur, sem ekki liafa sézt áð- ur. Nú megum við sofa frameft- ir, því við þurfum ekki að mæta í anddyri hótelsins fyrri en við förum til miðdegisverðar. Og þar koma allir til skila á sínum tíma. Sumir eftir stutta morgungöngu um nágrennið. Enn er veörið jafn íagurt og undanfarna daga. Við borðum í Ráðhúskjallaran- um, gamalli og traustri bygg- ingu. llún hefir staðizt ógnir síð- ustu styrjaldar. Aðeins rispuð af kúlum. Uppbyggingin hefir ann- ars verið hröð. Við sjáum að vísu húsarústir á stöku stað, sem byrj- að er að gróa yfir. En þær vekja ekki leijandi athygli innan um liinar reisulegu nýbyggingar. í dýragarði Hagenbeck's. Fararstjórar bjóða nú upp á skemmtisiglingu um höfnina í Saxelfi, eina hina meslu í Evrópu. Sumir fara þangað í leigubíl. Aðrir með neöanjaröarlest. Við leigjum okkur bát, og Sveinn far- arstjóri skýrir í liátalara frá öllu því inarkverðasta, sem fyrir aug- un ber í ferðinni. Þegar komið er I land, eigum við daginn til frjálsrar ráðslöfunar. Við megum fara heim á liótel og leggja okk- ur. Við getum farið í dýragarð- inn. Já, dýragaröinn! Því ekki það? Og þangað fóru svo allir. Þar var gengið um í 3 klukku- stundir eftir uppdrætti. En ekki vannst okkur tími til að sjá allar deildir hans, um 50 að tölu, áður en honum yrði lokað. Við förum því heim á hótel, hálf-þreyttir eft- ir nær 3ja tíma rölt, fáum okkur góðan kvöldverð og göngum síð- an til herbergja. Sumir vilja fara að sofa. Hér kemst enginn í búð- ir. Þær eru ekki opnar á helgi- dögum þar, fremur én heima. Við komumst þó inn í eina lyfjabúð. Þar kaupum við vatn á glösum, sem kennt er við borgina Köln. Konum kvað þykja góð lykt af því. Það er þó betra en ekkert. Okkur herbergisfélögunum þyk- ir heldur snemmt að fara að sofa, þótt við vitum, að við verðum vaktir kl. 5 að morgni. Okkur er ljóst, að hvergi er betra að sofa en í flugvél „ofar skýjum“. Og það verður mikið flogið á morg- un. Við köllum því í hina aðra starfsbræður okkar frá Akureyri og fáum þá til að koma með okk- ur yfir í næstu götu á Hotel Ev- ropa Ilof og reyna þar „biskupa- bjórinn“, sem er talinn bezta teg- undin þar í borg. Síðan er geng- ið lil náða. Til London. Klukkan fimm að morgni hringir síminn á lierbergjum okk- ar, og við snörumst fram úr. Við höfum gengið að mestu frá dóti okkar kvöldið áður og erum fljót- ir í heimanbúnaði. Við kveðjum hinn ágæta gestgjafa okkar, Birgi Þorgilsson, sem ekkert lét til spar- að, að við fengjum sem bezta yf- irsýn um lífið í Hamborg þessa stuttu dvalarstund þar. Á flugvell- inum stígum við upp í flugvél frá Luíthansa flugfélaginu, og er nú ferðinni heitið til London með viökomu í Diisseldorf. Á flugvell- inum í London tekur á móti okk- ur umboösmaður Flugfélagsins þar, Jóhann Sigurðsson frá Kefla- vík. Þaðan er klukkutíma akstur inn í hjarta Lundúnaborgar, þar sem F. I. hefir fengið hið ágæt- asta skrifstofurúm í samfélagi við Ferðaskrifstofu ríkisins o. fl. aðila. Er þar nýtízkulegur aug- lýsingagluggi, sem vegfarendum verður á að staldra við. Þaðan er haldið til miðdegisverðar á glæsi- legu veitingahúsi, sem rekið er með ítölsku sniði. Þar borðum við portúgalskar ostrur auk margra annarra rétta. En tíminn er naumur. Við megum ekki vera að því að skoða nein mannvirki, forn eða ný. Okkur er bent á Páls- kirkjuna, Big Ben, og annað markvert um leið og við ökum hjá. Og við stöldrum við hjá is- lenzka sendiráðinu, sem er bezt staðsett allra erlendra sendiráða í London og lítuin inn til dr. Kristins sendiráöherra. Hann tek- ur okkur með kostum. Við drekk- um með honum „hestaskálina“ og höldum svo frain íerðinni. Gull- faxi bíöur á ílugvellinum, og inn- an slundar er hver kominn í sæti sitl þar. Til Akureyrar að kveldi. Nú er lagt upp í síðasta áfang- ann, frá London til Reykjavíkur. Feröin er hafin kl. 16.35. Flug- stjóri er Gunnar Frederiksen. Þegar komið er upp fyrir þokuna og skýin, er flogið í 22500 feta hæð í 35 stiga frosti. Hraði 480 km. Margir halla sætunum aftur, fara úr jökkunum og fá sér síð- degisblund. Rísa aðeins upp til að eta. Við lendum í Reykjavík kl. um .9 að kveldi eftir 4% klst. flug. Þá er verið að kalla farþega út í flugvél til Vestmannaeyja. Ferðafélagarnir okkar þaðan bregða sér sumir beina leið um borð' í liana, svo að ekki vinnst tóin til að kveðja þ á. Sólfaxi á að fara til Akureyrar eftir klukku- stund. Við getum fengið far með honum norður og notum okkur það flestir. Þótt við séurn þenna mánudag komnir frá Ilamborg með nokkurra stunda viðkomu í London, náum við háttum heiin. Svo greiðar eru samgöngurnar þá orðnar hjá hinu tvítuga ílugfé- lagi, sem Akureyringar gengust á sínum tíma fyrir að stofna. Góðir „sendiherrar". Sá erindrekstur, sem Flugfélag Islands annast nú í ýmsum stór- borgum erlendis, hefir hlotið að kosta míkla uppbyggingu. Og að því er séð verður, hefir félagiö verið mjög heppið í starfsmanna- vali þar. Til skrifstofa Flugfé- lags íslands koma margir Islend- ingar með erindi sín, sem annars staðar er venja að ónáða ræðis- mannaskrifstofur með, en öllum er reynt að veita úrlausn og fyr- irgreiðslu eftir beztu getu. Skrif- stofur F. I. eru því eins konar auka-sendiráð íslands, hver á sínum stað, og hefir það að sjálf- sögðu ómetanlega þýðingu fyrir land og þjóð. Öll var skipulagning þessarar farar með miklum ágætum, og reyndist blaðafulltrúinn, Sveinn Sæmundsson, dugmikill og skemmtilegur fararstjóri. Lagði hann sig í framkróka um, að við hefðum sem bezt not fararinnar, jafnt til fróöleiks og skemmtun- ar, enda naut hann þar góðrar liöveizlu umboðsmannanna, Birg- is Þórhallssonar, Birgis Þorgils- sonar og Jóhanns SigurÖssonar. Farkostur og viðurgerningur var hinn bezti, er á varð kosið, og þótt hratt hafi verið farið yfir, öðluðust gestirnir ótrúlega góða yfirsýn um hag, háttu og menn- ingu . þjóÖanna, er við gistum þessar þrjár júnínætur. ___ — Molar — Heilög einfeldni, eða . . .? „Fundurinn fagnar því sam- starfi, sem upp var tekið með myndun núverandi ríkisstjórnar undir forustu Framsóknarmanna. Telur liann, að stjórnin hafi í engu brugðizt þeim fyrirheitum, sem gefin voru við myndun henn- ar ... . “ — (Úr Ávarpi til æsk- unnar frá aöalfundi stjórnar S. U. F.) Ný kenning ur þeirri ótt. „Ef þjóðinni vegnar vel, er það aukaatriði, livort það eru Pétur eða Páll, sem í stjórnarstólum sitja.“ — (Verkam. 28. júní.) Ilefði ritstjóri Verkam. og aðr- ir kommúnistar haft þessa skoð- un um áramót 1954—55, mundu þeir ekki hafa hrundiö þúsund- um verkamanna og kvenna út í 6 vikna verkfall, sem þjóðinni allri er nú að blæða fyrir. „En þeir íhaldskrummar, er góðri veiði hölva, verða jafnan til skammar og svívirðu. — Þeim má helzt líkja við ljótar lýs, sem skríða í fögru hári . .. .“ (Verka- maðurinn 28. júní.) Hvernig væri að tala ofurlítið ljósar, ritstjóri góður? Sólbirtugleraugu á hörn og fulloröna.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.