Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1957, Blaðsíða 10

Íslendingur - 05.07.1957, Blaðsíða 10
10 ÍSLENDINGUR Föstudagur 5. júlí 1957 es@se©@e©©©e©€ Cr §ka SauSárkróki á sólstöðudaginn 1957. Gognfræðaskóla (Miðskóla) Sauðórkróks var slitið 2. þ.m. — Skólinn hófst 2. okt., og prófi lokiS 31. maí. Skólastj óraskipti urSu á öndverSu skólaári. Sr. Helgi KonráSsson ])rófastur lét af skólastjórn eftir langt og lofsvert starf allt frá fyrsta ári skólans í þessu formi, og reyndar mikiS kennslustarf um mörg ár áSur viS skólann, meSan hann var í ungmenna- skólaformi. ViS skólastjórn tók (a. m. k. til bráSab.) FriSrik Margeirsson. Nemendur voru alls 62 í þre:n bekkjum: í 1. bekk 22; í 2. bekk 26, og í 3. bekk 14. MiSskóIapróf tóku 14. Þar af landspróf 8; 4 meS framhaldseinkunn. — Hæsta einkunn í 1. bekk hlaut Margrét Steingrímsdóttir 8.22, í 2. bekk Jósefína FriSriksdóttir 8,81, í 3. bekk SigurSur H. GuSmundsson 8,31. — Fengu öll þessi þrjú, bókaverSlaun frá Rotaryklúbb SauSárkróks, og afhenti þau for- seti klúbbsins, Ole Bang, meS ræSu. Skólastj óri flutti skólaslita- ræSu. ÞakkaSi sr. Helga KonráSs syni fyrir skólans hönd allt hans starf. Þá einnig öðrum kennur- um og starfsmönnum og kvaddi nemendur. Afhenti hann ein bók- arverSlaun frá skólanum Sigfúsi Helgasyni nemanda í 3. bekk bæSi fyrir lofsverSa ástundun náms og ýmis störf í þágu skóla- umsjár og félagslífs nemenda. Var allmargt fólk einkum úr flokki foreldra og annarra forsjár- manna nemenda mætt viS skóla- uppsögnina. gfajf irði Álmennur borgarafundur fyrir SauSárkrókskaupstaS var haldinn hér föstudaginn 14. júní um mikilvægt mál, er bæjarstjórn hefir haft meS höndum síSasta misseri og mjög unniS aS: Hvort kaupa skyldi hraSfrystihús til fiskvinnslu og f iskimj ölsverk- smiSju, er hvorttveggja hafSi veriS rekið af einstaklingi, en hafði nú stöSvast rekstur á, og þar með dregiS stórlega úr at- vinnu bæjarbúa. Voru nú eftir rækilega framsögu bæjarstjórnar- manna miklar umræSur um mál- ið og ýmsar allrösklegar, og skoðanir skiptar eins og gengur. Entu umræður með því, að sam- þykkt var með tæpum 80 atkv. gegn 9, að bærinn kaupi hús og áhöld beggja nefndra fyrirtækja að 4/5 hlutum. KaupverSiS er alls tæpar 7 milljónir króna auk allmikilla aðgerða og viðbótar, sem nauðsynlegar eru taldar af sérfróðum mönnum til að tryggja rekstur til frambúðar. Sé fyrir- tækið svo rekið sem ein heild undir nafninu „Fiskiðjuver Sauð- árkróks“, sem sameign bæjarins og fyrrverandi eiganda með hlut- föllunum 4/5 : 1/5. — VerSur nú hafin vinna á ný með fisk úr NorSlendingi, sem einmitt er nú í dag kominn inn með afla. Er hér að vísu annað fiskvinnsluhús starfandi. En talið er, aS hin brýnasta almenn atvinnunauðsyn sé á, að bæði fyrirtækin séu starf- andi, eins og séð verður af við- horfi fundarins til málsins. — Framkvæmdastjóri fyrirtækisins mun vera ráðinn Páll Þórðarson frá Flateyri. Sundlaug Sauðárkróks var tekin í notkun með hátíð- legri vígsluathöfn um náttmála- skeið þriðjudaginn 11. þ. m. — Laugin er staðsett hér á „FlæS- unum“ í suðvesturjaðri kaup- staðarins. Skammt frá íþróttavell- inum. Fer vel á því. — Við at- höfn þessa var fjöldi manns. Kirkj ukór Sauðárkróks undir stjórn Eyþórs Stefánssonar söng allmörg lög út yfir mannfjöldann í kyrrð kvöldsins. Ræður fluttu flestir hlulaðeigandi aðilar: For- maður íþróttanefndar, Guðión Ingimundarson, íþróttakennari, bæjarstjóri, Björgvin Bjarnason, íþróttafulltrúi, Þorsteinn Einars- son, forseti bæjarstjórnar, Pétur Hannesson, formaður ungmenna- félagsins „Tindastóll“, Kári Jónsson og bæjarfógeti, Sigurður SigurSsson. Var að öllu þessu skemmtan góð. — En virkastir vígsluaðilar voru þó tveir ungir sveinar og tvær ungmeyjar á barnaskólaaldri, öll í Adams og Evu klæðum einum saman. Renndu þau sér í laugina á sömu sekúndu og synlu hana samhliða frá enda til enda fram og aftur, og af svo miklum léttleika, leikni og fegurð, að yndi var (og eigi sízt fyrir gamla sundmenn) á að horfa. Þessir frumherjar voru: Brit Bieltvedt, Sigurbjörg Guð- jónsdóttir, Erling Pétursson og Bjarni Jónsson. Þannig var þá hin ’nýja sundlaug SauSárkróks vígS — fyrir sauðkrækska bernsku og æsku fyrst og fremst, en annars fyrir allan almenning, þeirra er meira meta heilbrigt mannlíf, og þar með meira íþrótt- ir en eiturnautnir. Sundlaugin eða sundstæðið í heild er allmikið mannvirki og fagurt, einkum laugin sjálf. Hún er 25 Xd m. að flatarmáli. Dýpt minnst tæpur metri en mest 3 m. Stigum, rennum og körmum er haganlega fyrir komið. Gangar eru neðanjarðar meðfram laugar- botni og nokkrir klefar, er heyra skulu íþróttavellinum til síðar, þegar byggð hefir verið allmikil tygging við austurgafl laugar- innar fyrir sundklefa og önnur herbergi þau, er með þurfa. — Heila vatnið til laugarinnar er vitanlega tekið úr hitaveitu bæj- arins. SmíSið hefir staðið yfir 2 —3 ár. Yfirsmiður Vilhjálmur Hallgrímsson. KostnaSur mun vera orðinn um 700 þús. kr. — GreiSir ríkissjóSur þar af %. Að öðru leyti hefir fé fengizt frá í- þróttasjóði (Vkem mtanaskattur) og með samskotum. AS lokum jafnar svo bæjarsjóður hallann. Ilér er mikill og gleðilegur sig- ur unninn í íþróttamálum vorum. Sú mikla gjöf, er gefist hefir, verður bezt þökkuð í verki, því verki að nota hana vel, með- höndla hana rétt með allri prúð- mennsku, hreinlæti og háttvísi. Gildir það um alla notendur allra slíkra hluta. — AS lokum skal sagt, að þarna var viðstaddur maður einn aldinn að árum og ó- virkur við vígsluna, að því er séð varð, maður sem bjó yfir mörg- um en þöglum minningum. Þess, er ungmennafélagið „Tindastóll“ einum áratug eftir aldamót hófst handa af áhuga einum saman og meS ungan skólastjóra staðarins í fararbroddi og tók að byggja sundstœði af eigin rammleik með sjálfboðavinnu einni saman. Hleyptu svo i það (er fullgjört var eftir marga daga) ísköldu fjallavatni, er Sauðáin flutti und- an hjarnsköflum MolduxaskarSs- ins. Iiófu þeir svo sundnám þarna - undir forustu sama manns - bæði börn og unglingar og full- orðnir (konur og karlar), þótt fátt væri í flokki hverjum og þótt tjaldvist væri köld í SáuSárgili og vatnið sjálft hið kaldasta, jafnvel á sólríkum dögum, því að laugin lak um botninn, þá var þó þessu íramhaldið vor eftir vor, allt frá 1911. Og stundum æft í sjónum (meðfram fjörunni auð- vitað) í lokin. Þarna var sýndur aðdáanlegur áhugi, er beinlínis gaf þrekraun í sjálfsfórn frá byrjun og hörðum sjálfsaga allt- af. Og reyndar varð árangurinn í sjálfri sundíþróttinni alveg furðulegur, þar sem ekki mátti að ósekju vera í vatninu nema fáar mínúlur í senn. Og þessir nemendur áttu sannarlega skiíið að sjá og eignast árangur. Þetta var eigið verk, eigið framtak, eigið átak. Enginn beðinn um eyris-hjálp, hvað þá krónu eða krónur, og því síður tugi, hundr- uð, þúsund né hundrað þúsund króna lijálp. Sannarlega hef- ir aðstaðan og allt við- horf breytzt. En svo kom stríðið 1914—1918, með öllum þeim glundroða og losi, er því fylgdi. Síðan jókst sundkennsla í heitu vatni, fyrst í SteinsstaSa-laug, síðan í VarmahlíS. — En sund- áhuginn var vakinn og lifði og hefir lifað síðan og iðkun sunds við vaxandi, betri og betri skil- yrði. — En sundíþróttasaga Sauðárkróks á þarna byrjun sína. Þelta vita fáir, er nú lifa. Og enn færri minnast, né þykir neitt máli skipta um litla hluti og „ómerkilega“, er skeðu fyrir hálfri öld. En máske sér hinn aldni og þögli þetta að einhverju leyti í bláma fjarlægðarinnar. En þó — þarna er rótin, er sund- laugin nýja og kynslóðin nýja geta látið vaxa upp af mikinn og fagran meið sundíþróttarinnar til næstu aldamóta og lengur — lengur! /. Þ. Bj.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.