Íslendingur


Íslendingur - 05.07.1957, Qupperneq 12

Íslendingur - 05.07.1957, Qupperneq 12
KAUPENDUa vinsamlega beðnir að tilkynna af- greiðslunni strax, ef vanskil eru á blaðinu. Föstudagur 5. júlí 1957 3. síðan: Málefni Eyfirðinga á Alþingi eftir Magnús Jónsson alþingism. ..... i ' ■ M.s. Iíristján frá Ólafsfirði kemur með fyrstu síld sumarsins að Krossanesverksmiðjunni. — Ljósm.: Gísli Olafsson. Siidveiðín I4< |é. mdl n tunsir Bræla á miðunum undanfarið og lítil veiði Kirkjan. Messað' á Akureyri næstk. sunnudag kl. 10.30 f. li. — Sálmar: 18 — 60 — 278 — 272 — 289. — K. R. — Messað í Lögmannshlíðarkirkju n. k. sunniulag kl. 2 e. h. Sálmar: 18 —- 60 — 290 — 278 - 282. — K. R. Iivöldjerðir F. R. og l’. F. A. Vagla- skógur, Goðafoss íöstudag 5. júlí kl. 0 e. li. — Upplysingar á Ferðaskrifstof- unni. Sími 1475. ííjúskapur. 29. júní sl. vorti gcfin saman í hjónaband ungfrú Asta Sigor- lásdóttir frá Vestmannaeyjutn og Gunn- ar Berg Gunnarsson, prentnemi. Heim- ili þeirra er að Grænugötu 8. — Ungu hjónin brugðu sér í hrúðkaupsferð til Spánar sl. mánudag. — 1. júlí voru ennfremur gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Guðbjörg Þórðardóttir og Stefán Magnús Jóns- son. Heimili þeirra er að GránufélSgs- götu 29. Leikjlokkur frá norska ríkisleikliús- inu sýnir Brúðuheimilið í leikhúsinu á Akureyri 11. og 12. júlí n. k. -— Að- göngumiða má panla í síma 1639. LúSrasveitamót. Landsmót íslenzkra lúðrasveita var háð hér á Akureyri um fyrri helgi. Sóttu mótið 8 lúðrasveitir víðs vegar af landinu og léku liver um sig og sameiginlega undir berum himni. Var hér um að ræða nýstárlega skemmtan, sem földi hæjarbúa naut á- nægju af., Málverkasýning. Benedikt Jónsson frístundamálari frá Húsavík hélt mál- verkasýningu í Verklýðshúsinu dagana 26.—29. júnf. Á sýningunni voru 50 myndir, aðallega vatnslita- og olíumál- verk auk þriggja teikninga. Mikið bar þar á landslagsmyndum víðs vegar að af landinu, en flestar voru þær úr Siiður-l’ingeyjarsýslu, frá Laxá, Mý- vatni, úr Aðaldalshrauni og Náma- skarði, en þar býður náttúran málar- anum upp á hin inargvíslegustu verk- efni. Það var bjart yfir þessari sýn- ingu, — ekkert dregið eftir reglustiku, og allmörg málverk voru keypt. Áður hafði Benedikt haldið sýningu á Ilúsa- vík, en flestar eru myndirnar frá síð- ustu árum. Aheit á Strandarkirkju, afhent af- greiðslu Morgunblaðsins kr. 200.00 írá N. N. Sextugur varð 3. þ. m. Jón Júl. Þor- steinsson kennari Byggðaveg 94 hér í bæ. Hjúskapur. 22. júní voru gefin sam- an í hjónaband’í Akureyrarkirkju ung- frú Edda Alice Kristjánsdóttir, Bjarma- stíg 9, Akureyri, og Sigursveinn Jó- hannes Jóhannesson, Básenda 14, Rvík. — Ennfremur ungfrú Gréta Halldórs, Eyrarlandsvegi 14, Akureyri, og Kristján Valdimarsson frá Skarði, Akureyri. — 23. júní voru gefin sant- an í hjónaband ungfrú Ingibjörg Gunnarsdóttir, Helgamagraslræti 40, Akureyri, og Guðmundur Karl Oskars- son, Ránargötu 2. Akureyri. Dánardœgur. Nýlega lézt í Fjórð- Uin 20. júní lagði íjöldi skipa út til síldveiða fyrir Norðurlandi og fékk fyrstu dagana allgóða veiði á vestursvæðinu. Vöknuðu þá vonir manna um ggtt síldar- sumar, enda þótti það góðu spá, að síldin var óvenju mögur. Afla- hrotan fyrsta stóð þó aðeins fáa daga, en í henni veiddust um 140 þús. mál. Fór sú síld mestmegnis í bræðslu. En frá því um 25. júní dró mjög úr veiðinni, og liefir bræla verið á miðum all-lengi undanfarið. Um síðustu helgi var heildar- aflinn orðinn 145600 mál og tunnur, er skiptist á 184 skip. Af þeirn höfðu 114 fengið yfir 500 mál og tunnur hvert. Fjögur norðlenzk skip höfðu þá fengið yfir 2 þús. mál, og var þeirra hæst Pétur Jónsson á Húsavík nteð 2371. ungssjúkrahúsinu Þorsteinn Þorkelsson frá Osbrekku í Ólafsfirði, 81 árs að aldri. Þorsteinn gegndi um áratugi margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir Ólafsfirðinga, var m. a. hreppstjóri utn 20 ára skeið, oddviti hreppsnefndar ár- um saman o. m. fl. Fiskimatsmaður var hann frá því að lög um fiskimat komu til íramkvæmda. Meðal barna hans eru Jón Júlíus, kennari við Barnaskólann á Akureyri og Krislinn, deildarstjóri hjá KEA. FUadeljía Lundargötu 12. Fimmtu- dag: almenn santkoma kl. 8.30. Sunnu- dag: alntenn santkoma kl. 8.30. Marg- ir ræðumcnn. Söngur og hljóðfæraslátt- ur. — Allir velkomnir. Afli norðlenzku skipanna var þá sem hér segir: Akureyri: Jörundur 2188, Snæ- fell 2174, Gylfi II 1636, Akraborg 1509, Súlan 1212, Garðar 1106, Stjarnan 935, Auður 712, Ingvar Guðjónsson 523 og Gunnar 514. Dalvík: Baldvin Þorvaldsson 2190, Hannes Hafstein 1952, Bjarmi 1680, Júlíus Björnsson 1487 og Baldur 1237. Ölajsfjörður: Kristján 1364, Stígandi 1120, Einar' Þveræing- ur 1119, Gunnólfur 929 og Sæ- valdur 790. Sigluf jörður: Særún 1668, Sig- urður 627. Húsavík: Pétur Jónsson 2371, Helga 1774, Stefán Þór 1578, Hagbarður 1509, Smári 1336, Helgi Flóventsson 1320. 8RÚARFOSS SELDUR Eimskipafélag Islands hefir selt e.s. Brúarfoss lil Liberiu fyrir 3.6 millj. króna (brúttó). Verður andvirði hans látið ganga upp í andvirði flutningaskipa, sem fé- lagið er nú að láta byggja erlend- is. Brúarfoss er 30 ára gamall, búinn góðu frystirúmi. __ ÍSLENDINGUR kemur ekki út næstu tvær vikur vegna sum- arleyfa í prentsmiðj- unni. — Næsta blað kemur væntanlega út föstudaginn 26. júlí. Islendingdr 116 - tair % stig íslendingar og Danir liáðu landskeppni í frjálsum íþróttum á íþróttavellinum í Reykjavík sl. mánu- og þriðjudag, er lauk með glæsilegasla sigri Islendinga, er þeir ltafa hlolið í slíkri keppni, 116:95 stigum, eða 21 sliga mun. Var þó keppni þessi talin tvísýn af báðuni aðilum. i keppninni náði Vilhjálmur Einarsson 7.46 metra langslökki (öðru 7.41), en það er nýtl ís- landsmet í þeirri grein. Eldra metið (7.32) átti Torli Bryn- geirsson. Þá bætti Kristján Jó- hannsson met sitt í 5000 metra hlaupi og hljóp nú fyrstur íslend- inga undir 15 mínúlum (14 mín 56.2 sek.). Daninn Tögesen setti vallarmet í 10 km. hlaupi á 30 mín 41.6 sek. Mörg önnur ágæt afrek voru unnin í keppni þess- ari. íslendingar lilutu tvöfaldan sigur í 100 m. hlaupi, 400 m. grindahlaupi, langstökki, kúlu- varpi og þrístökki og unnu bæði boðhlaupin. Danir voru harðastir í löngu hlaupunum og unnu tvö- faldan sigur í 10 og 5 km. hlaupi og 3000 m. hindrunarhlaupi. Ennfremur í sleggjukasti. Af 20 íþróttagreinum, sem keppt var í, unnu íslendingar 13 en Danir 7. ©©©©©©©©©©©©©©©©©©í^S^S^í ÁnnólB Islendings J ÚN í : Lík finnst við hafnargarð í Örfiris- ey. Reyhist vera af Þórarni Gnðmunds- syni í Reykjavík, er hvarf 7. marz í vetur. □ llóptir lslcndinga boðinn til Noregs að ferðast um þau fylki, cr Egill Skallagrímsson ltafði heimsótt á íerð- nm sínttm þangað. □ Ungur rnaður drukkr.ar í Þjórsá. Var hann þar að baða sig nteð félög- iiin sínum en lenti út í þungan streng, cr hreif liann nteð sér. Ilét Einar Hannesson úr Reykjavík. □ Bæjarhúsin að Stóra-Búrfelli í A.- Húnavatnssýslu brenna til kaldra kola. Bjuggu )tar tengdafeðgar, Daníel Þor- leifsson og Gísli Jónsson. Nokkuð af innbúi og fatnaði náðist. □ Þrír Bretar, þar af ein kona, ferðast um óbyggðir landsins á Austin-bíl og fara á kajökum niður straumharðar jökulsár. „Gullöldin okkar“, hin bráðfjöruga „revya“ llaraldar Á. Sigurðssonar og Guðmundar Sigurðssonar verðttr sýnd hér eftir hclgina (sjá augl. í blaðinu). Þar koma fram ntargir af snjöllustu gamanleikuruin höfuðstaðarins, ágætar söngkonur og dansendur. Meðal leik- aranna er Guðmundur Ágústsson, sem ofl licfir skemnit Akureyringtim áður á leiksviði. Vegna misskilnings var rangt skýrt frá sýningardögttm í síðasta blaði. Vegar i HerMMiiÉr Síðusfu torfærur yfirunnar um fyrri helgi. Því aðalverkefni Ferðafélags Akureyrar á þessu ári, að ryðja sæmilegan veg itm í Herðubreiðarlindar, er nú lokið, og má vegur- inn nú teljasþ sæmilegur fyrir jeppa og vörubifreiðir. Aður var sæmilega akfært inn í Grafarlönd, cn þar tók við um 3-4’ km. breiður hraunrimi. Þann kafla hefir Ferðafélagið rutl með handverkfærum í sjálfboðavinnu smátt og smátt. Illfært var nú orð- ið yfir Lindá vegna ágengni Jök- ulsár, er hafði brotið sig yfir í hana skammt framan við Eyvind- arkofa. Þangað fór Pétur Jóns- son vegaverkstjóri í Reynihlíð með jarðýtu dagana 14. og 15. júní og stíflaði fyrir Jökulsá með stórum garði. Síðan fór hann við 15. mann hinn 18. júní inn eftir og hafði þá m. a. loftpressu frá Akureyri, og lauk á 5 döguni að brjóta og malbera 1200 metra hraumima milli Ytri- og Syðri- Sandvíkur, svo að þar er nú gott vað yfir Lindá, og síðuslu tor- færunni rutl úr vegi á leið í lind- arnar. Um fyrri helgi fór 20 manna hópur frá Ferðafélagi Akureyrar í skemmtiferð þangað austur, og gengu þá þrír menn á Herðu- breið, þeir: Björn Baldursson, Haraldur Magnússon og Eiríkur Þorkelsson. Má óhætt fullyrða, að þessi vegagerð í „lindarnar“ verði til að auka ferðamanna- straum um hin tignarlegu Mý- vatnsöræfi. í þessari ferð var skýrður upp og merklur flugvöllur, sem liggur rétt við Grafarlönd. Ferðafélag Akureyrar hefir kostað þessa vegagerð að hálfu en notið við hana góðs skilnings og fyrirgreiðslu vegamálastjóra.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.