Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 2. ágúst 1957 ÁDAGSKRÁNNI Afmæiið, sem gleymdist — Svikin í varnarmálunum — Nýjar álögur — Meiri eyðsla ríkisins — Ohag- stæðari verzlunarjöfnuður — Ekkert gert í land- helgismálunum — Verkföll —Ömurleg niðurstaða. Afmæli gleymist. Fyrir skömmu síðan átti rikis- stjórnin eins árs afmæli. Stjórn- arblöðin j)ögðu vendilega um þennan atburð, og meira að segja „Tíminn“, sem ekki hefir látið neitt tækifæri ónotað til jjess að lofa stjórnarforingjann, sagðí ekki eitt aukatekið orð. Skýring- in ætti að vera öllum ljós. Frammistaða afmælisbarnsins hefir verið með þeim hætti á þessu eina ári, að nánustu vanda- menn telja sæmilegast, að því sé alveg gleymt. Margir spáðu illa fyrir ríkis- stjórninni, ekki sízt vegna svik- anna á yfirlýsingunni frægu, sem Haraldur Guðmundsson gaf í útvarpinu rétt fyrir kosninga- daginn, en fæstir munu þó hafa búizt við því, að útkoman yrði jafn aum og nú er komið á dag- inn. Svikin í varnarmálunum. Tafarlaus brottför varnarliðs- ins var helzta kosningamál Hræðslubandalagsins. Frambjóð- endur þess kepptust við komm- únista um að svívirða Sjálfstæðis flokkinn fyrir, að hann vildi hlýta uppsagnarákvæðum varnarsamn- ingsins, og töluðu á mannfundum um „gullna dollarahlekki“ og hetra væri að vanla brauð o. s. frv., sem frægt er orðið. Nú veit allur landslýður um ástæðuna fyrir stefnubreytingu Framsókn- ar- og Alþýðuflokksins í varnar- málunum rétt fyrir kosningar. Yfirlýsingu Alþingis um brottför varnarliðsins var aldrei ætlað annað en að vera plagg til þess að ginna auðtrúa kjósendur. Þessi loddoraieikur foringja Hræðslubandalagsins í viðkvæmu móli hefir orðið þeim sjólfum til vansæmdar, og sem verra er, þjóðinni til ólitshnekkis út ó við. Mun öll frammistaða þessara monna í mólinu verða sígilt en raunalegt dæmi um óvandaðan leik í kosningum og óafsakanlegt óbyrgðarleysi valdamanna. Nýjar álögur. Hermann Jónasson og Gylfi Þ. Gíslason lýstu efnahagsástandinu með ófögrum orðum fyrir kosn- ingar. Allt átti að vera komið í kaldakol, og auðvitað fyrir til- verknað Sjálfstæðismanna. Ey- steinn, Steingrímur og Hermann hefðu engu ráðið í ríkisstjórn- um með Sjálfstæðinu. Nú þyrfti að taka upp gerbreytta stefnu og stöðva „eyðimerkurgönguna". Efndirnar í hreystiyrðum þess- ara kappa hafa orðið þær, sem allir vita, að bæta við nýjum milljóna-sköttum ó neyzluvörur og hækka uppbætur. Það hefir orðið „nýja stefnan", sem lofað var að taka upp. Meiri eyðsla ríkisins. Þá átti að draga úr eyðslunni og koma öllum fjármálum ríkis- ins á öruggari grundvöll. Fram- sóknarmenn lögðu alveg sérstaka áherzlu á hallalausan ríkisbú- skap. Undir forsæti kommúnista í fjárveitinganefnd voru fjárlögin hækkuð um 150 milljónir króna, og jafnvel bjartsýnustu menn gera sér nú ekki vonir um að tekjurnar hrökkvi fyrir útgjöld- um. Þannig er þá fj ármálastj órn Eysteins og Karls Guðjónssonar. Óhagstaeðari verzlunarjöfnuður. Rétt fyrir skömmu var tilkynnt, að verzlunarjöfnuðurinn við út- lönd væri nú mun óhagsfæðari en ó sama tíma í fyrra. Þó er loforð stjórnarflokkanna um aS rétta við verzlunarhallann cinnig rokið út í veður og vind. Ekkert gert í landhelgismálunum. Kommúnistar deildu fast á fyrrv. ríkisstjórnir fyrir að friða ekki landgrunnið fyrir ágangi togara. Eftir að Lúðvík Jósefsson tók við sjávarútvegsmálunum hefir nákvæml. ekkert verið gert í þá áttina að færa út landhelg- ina. Til þess að sýnast kallaði hann í vetur saman ráðstefnu til þess að ræða friðunarmálin, en það þótti öllum kynlegt, að ráð- herrann forðaðist að koma sjálfur með nokkrar tillögur á fundin- um. En ráðherrann hefir verið liðugur við að veita mönnum leyfi til þess að veiða humar í landhelgi, sem frægt er orðið. Verkfall eftir verkfall. Það, sem einkum hefir ein- kennt valdatímabil ríkisstjórnar- innar eru vinnudeilur. Hvert stórverkfallið hefir skollið yfir af öðru, og mörg félög launþega liafa ýmist sagt upp samningum eða áskilið sér rétt til uppsagnar á næstunni. Ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hafa því ekki fallið í góðan jarðveg hjá launastéttun- um, og þeim fjölgar óðum, sem vantreysta henni til að ráða fram úr aðsteðjandi vandræðum. Forsætisróðherrann hcfir þvi orðið all óþyrmilega var við það, oð blóðblöndunin við kommúnista er ekki einhlit til þess að geta sagt „vinnustéttunum" fyrir verkum. Nýlega lauk keppninni um olíu bikarinn, sem er holukeppni. Til úrslita kepptu Hermann Ingi- marsson og Hafliði. Var keppnin ein hin harðasta, sem háð hefir verið um þenna bikar. Strax á fyrstu holu tók Hermann forust- una, komst tvisvar þrjár yfir, en Hafliði var ekki á því að gefa sig fyrri en í fulla hnefana og náði að jafna, er 31 hola var búin. Voru þeir þá jafnir um sinn, en 36. holu vinnur Hafliði og þar með keppnina. Nýlega fór fram keppni um „æfingabikarinn“, og sigraði Magnús Guðmundsson, mjög góð ur golfleikari, með hreinan og fallegan stíl. Vantar aðeins meira öryggi. Með góðri þjálfun gæti hann komizt í sérflokk meðal golfleikara. Annar varð Gestur Magnússon, en hann er að verða með sterkustu golfleikurum í klúbbnum. í fyrrakvöld var háð keppnin um „Stigabikarinn“, sem er for- gjafalaus. Sigurvegari varð Sig- tryggur Júlíusson í 79 höggum. 2. Hermann, 80 högg, 3.—4. Birgir Sigurðsson og Arni Ingi- mundar, 81 högg, 5. Gestur Magnússon, 82 högg. Sigtryggur er gamalkunnur golfleikari, en hefir slegið slöku við æfingar undanfarin 3—4 ár. Virðist nú aftur vera að komast í æfingu og lék einkar glæsilega í þessari keppni, fyrri hringinn í 37 högg- um. H. ÍSLANDSMÓT í GOLFI fór fram í Hveragerði og Reykjavík. íslandsmeistari í golfi að þessu sinni varð Sveinn Ár- sælsson frá Vestmannaeyjum, en í I. flokki varð hlutskarpastur Lárus bróðir hans. Næstur Sveini í meistara- keppninni varð Olafur Bjarki Ragnarsson Rvík, þriðji Ólafur Ág. Ólafsson Rvík, fjórði Her- mann Ingimarsson Akureyri. Annar í I. flokki varð Árni Ingi- mundarson Akureyri. Ömurleg niðurstaða. Það er sannarlega enginn glæsibragur yfir þessu eins órs afmæli ríkisstjórnarinnar. Alþýðu- flokks- og Framsóknarforingj- arnir sviku kjósendur sina með þvi að tylla kommúnistum í róð- herrastólana og styrkja þó til víðtækra valda i þjóðfélaginu. Aframhaldið hefir því miður ó öllum sviðum verið í samræmi við byrjunina og uppskeran mun verða eftir þvi. StúdentashdluiiAfinn loiili með sigrí Rússii Ungverskur skákmeistari neitar að fara heim Alþjóðaskákmót stúdenla, sem staðið hefir yfir í Reykjavík að undanförnu, lauk s. 1. laugardag. Alls tóku 14 þjóðir frá 3 heims- álfum þátt í mótinu, og unnu Rússar það með verulegum yfir- burðum. Hlutu alls 43% vinning og unnu allar keppnisþjóðir, nokkrar þeirra með öllum (4) vinningum. Að öðru Iéyti varð röðin þessi: Búlgaría 37 vinninga Tékkó-Slóvakía 36 — Ungverj aland 33% — Bandaríkin 31 — Rúmenía 29 — A.-Þýzkaland 28 — ísland 27 ' — England 23% — Danmörk 19 — Svíþjóð 16 — Equador 15% — Mongólía 14% — Finnland 9% — GÓÐ FRAMMISTAÐA ÍSLENDINGA Sterkasti skákmaðurinn á mót- inu var rússneski meistarinn Tal, tvítugur að aldri. Tefldi hann 10 skákir, og hafði 8% vinning, eða 85%. íslendingar náðu meirihluta vinninga, 27 af Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. í nýjum húsakynnum í auglýsingu í blaðinu í dag er skýrt frá því, að Skóverzl. M. H. Lyngdal & Co. opni á morgun verzlunina í Hafnarstræti 103, þar sem áður var Skóverzl. Pét- urs H. Lárussonar. Skóverzlun þessa stofnaði Magnús H. Lyngdal skósmíða- meistari árið 1910, og er hún því ein elzta sérverzlun á Akureyri. Var hún lengst til húsa í Hafnar- stræti 97, þar sem nú er Bókabúð Rikku, og var þar þá jafnframt rekið skósmíðaverkstæði. Um nokkur ár var verzlunin í húsa- kynnum Brynjólfs Sveinssonar h.f. við Skipagötu en síðast í Hafnarstræti 104. Framkvæmdastjóri skóverzlun- arinnar er Gunnar Árnason kaup maður. Hvað líður sameiningunni ? Erlend blöð hafa borið Hanni- bal Valdimarsson félagsmálaráð- herra fyrir því, að góðar vonir standi til, að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn mundu sam einast í einn flokk á næstunni. Mörgum leikur forvitni á að vita 52 mögulegum, og vann Friðrik Ólafsson, sem tefldi á 1. borði, með 54%, Guðmundur Pálmason á öðru borði með sama hlutfalli, Ingvar á 3. borði náði 58% og Þórir á 4. borði 46%. BAÐST LANDVISTAR SEM PÓLITÍSKUR FLÓTTAMAÐUR Ungverski skákmeistarinn Paul Benkö, sem var einn þáttakenda í stúdentaskákmótinu, sneri sér fljótt etfir komuna til Reykjavík- ur til framkvæmdastjóra Rauða- Krossins á Islandi með ósk um, að honum yrði veitt hér landvist- arleyfi sem pólitískum flótta- manni fram til haustsins, er hann hefði í hyggju að flytja til Banda ríkjanna. Dómsmálaráðuneytið brást vel við þeirri málaleitan og framlengdi dvalarleyfi hans hér til 1. nóvember. Benkö er tæplega þrítugur að aldri, og hefir stund- að nám í hagfræði við háskólann í Búdapest. Hefir hann setið í fangelsi í heimalandi sínu um 18 mánaða skeið vegna andstöðu við Marxismann. Paul Benkö tefldi á mótinu á 1. borði Ung- verja og náði 4. bezta árangri keppenda á mótinu, eða 63%. X Bdti dropi ór lofti í mánuð Ólafsfirði í gær. Hér gerði góða rigningu í byrjun vikunnar, sem kom sér vel fyrir jörðina, því hún var orðin mjög skrælnuð og vatnsból að þverra á bæjum. Hafði þá ekki komið hér dropi úr lofti um mánaðarskeið. En er rigningin loks kom, snjóaði talsvert í fjöll, og varð Siglufjarðarskarð þung- fært bifreiðum í fyrradag. Fiskveiði er hér lítil. Einn bát- ur, sem veiðir í salt og saltar um borð, hefir þó aflað vel. Síldar- söltun er sama og engin. Frystihúsið hér var orðið fullt af frosnum fiski, unz norskt skip kom hingað fyrir viku síðan og tók 5 þús. kassa. Rýmkaðist þá mikið. Nýiega lögðu reykvísku bæjar- togararnir Ingólfur Arnarson og Þorkell máni hér upp 20 tonn af karfa hvor. S. M. hvað þeim málum líður, og er þess hér með vænzt, að Alþýðu- maðurinn eða Verkamaðurinn (jafnvel báðir), gefi lesendum sínum kost á að fylgjast með, hvað þeim málum líður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.