Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 5

Íslendingur - 02.08.1957, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. ágúst 1957 ÍSLENDINGUR 5 Jón Sveinsson, ifyrrverandi bæjarstjóri MINNIN G ARORÐ eyri var í töluverSum vexti, Og bæjarbúar þá farnir að gera kröfur um margvíslegar fram- kvæmdir á vegum bæjarins, sem menn létu sér hægt um áður fyrr. Þá var ekki komin á sú verka- skipting, sem nú er alls stað'ar talin sjálfsögð. Sami maðurinn hlaut að skipta sér af öllu, og þurfti helzt að vera „þúsund- þjala-smiður“, ef hvergi átti að hlaupa snurða á þráðinn. Má segja, að Jón Sveinsson hafi að mörgu leyti verið vel til starfsins fallinn. Lagakunnátta er hentug fyrir oddvita fjölmenns sveitarfé- lags, og Jón kunni vel til þess að segja fyrir verkum úti við. í bæj- arstjóratíð hans var ráðist í marg ar stórframkvæmdir á vegum bæj arins, og grundvöllurinn lagður að öðrum. Þeir voru margir, sem leituðu til bæjarstjórans með vandræði sín, og er ekki ofmælt, að Jón hafi viljað veita öllum einhverja úrlausn. Þurfamönnum bæjarins reyndist hann sérstak- lega vel, og hafði næman skilning á högum þeirra og erfiðleikum. Jón Sveinsson gegndi fjölda- mörgum trúnaðarstörfum hér í bænum. Hann var formaður skattanefndar, í fasteignamats- nefnd, skólanefnd, niðurjöfnun- arnefnd og húsaleigunefnd. Bæj- arfulltrúi var hann árin 1934— 1938 og aftur 1942—1946. Hann átti sæti í stjórn Sparisjóðs Ak- ureyrar og var í stjórn sjúkra- samlagsins. Formaður byggingar- sjóðs verkamanna frá 1931 og til þess er sjóðirnir voru lagðir undir eina stjórn í Reykjavík. Veturinn 1924—1925 dvaldi hann á Norðurlöndum til að kynna sér skatta- og sveitarstjórn armál, og naut til þess nokkurs styrks frá Sáttmálasjóði og rík- inu. Vann hann nokkuð að undir- búningi útsvarslöggjafarinnar. Þegar Jón lét af störfum bæj- arstjóra opnaði hann lögfræði- skrifstofu á Akureyri. Fékkst hann mikið við margskonar lög- fræðistörf fyrstu árin á eftir, en varð að draga saman seglin á því sviði, er heilsan bilaði. Arið 1948 varð liann að ganga undir erfiða skurðaðgerð í Kaup- mannahöfn, en þótt hún tækist eftir öllum vonum, náði liann aldrei fullri heilsu. Það þarf töluvert áræði til þess að leggja út í það að gerast „praktiserandi“ lögfræðingur eftir að hafa gegnt embættisstarfi í 15 ár. En með dugnaði sínum tókst Jóni að sigrast á öllum erfiðleikum og tryggja sér góða afkomu. Einu sinni sagði hann mér, að þá fyrst hefði hann kom- ist úr skuldum og farið að efnast. Árið 1942 var Jón skipaður rannsóknardómari í skattamálum og gegndi því embætti þar til það var lagt niður með lögum. Jón Sveinsson var með mynd- arlegustu mönnum á velli og hlaut hvarvetna að vekja athygli. Á yngri árum var hann góður í- þróttamaður og fékk t. d. verð- laun fyrir glímuafrek. Hann var prýðilega vel gefinn, og einkar vel að sér í íslandssögu og forn- bókmenntum okkar. Yndi hafði hann af öllu þjóðlegu og sagði skemmtilega frá. Að sjálfsögðu hafði hann mikinn áhuga fyrir stjórnmálum, en fór stundum sín- ar eigin götur, og sagði hverjum og einum hispurslaust skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Hann var skapmaður, sjálfstæð- ur í hugsun og athöfnum. Verður hann því mörgum minnisstæður. Jón Sveinsson var kvæntur Fanneyju Jóhannesdóttur verzlun armanns Guðmundssonar á ísa- firði, hinni ágætustu konu. Allir kunnugir vita, liversu vel hún reyndist manni sínum í vanda- sömu starfi og veikindum. Börn þeirra hjóna eru: Sigríður, gift Jóni Halldórssyni, framkvæmdar stjóra í Reykjavík, Brynhildur, gift Ulfljóti Jónssyni, stýrimanni, og Svavar, sem jafnan hefir dval- ið í föðurhúsum. Sonur Jóns, sem hann eignaðist á skólaárun- um í Reykjavík, er Hrafn, bif- vélavirki, hinn mesti dugnaðar- og atorkumaður. Svipar honum í mörgu lil föður síns. Minningarathöfn um Jón Sveinsson fóór fram í Dómkirkj- unni í Reykjavík 23. f. m., en hann var jarðsettur frá Akureyr- arkirkju sl. laugardag. Vinir Jóns Sveinssonar og fjölskyldu senda konu hans, börnum og venzlamönnum, inni- legustu samúðarkveðj u sína. Jónas G. Rafnar. Dr. Jón Diiason: Kainslö^málið J ón Sveinsson, fyrrverandi bæjarstjóri okkar Akureyringa, andaðist á ferðalagi í Reykjavík þann 18. júlí sl. Banamein hans var hjartabilun. Jón var fæddur á Árnastöðum í Loðmundarfirði 25. nóvember árið 1889, sonur hjónanna, Sig- ríðar Árnadóttur, bónda á Árna- stöðum Jónssonar og Sveins Bjarnasonar, bónda á Stórabakka í Hróarstungu Jónssonar. Standa að Jóni kunnar austfirzkar ættir, myndar- og dugnaðarfólk. Fyrir skömmu síðan lét Jón Sveinsson frá sér fara bók, þar sem hann gerir grein fyrir ætt sinni og ýmsu fólki í Borgarfirði eystra. Er hún hin fróðlegasta og á köflum skemmtileg, enda skortir höfundinn ekki frásagnargáfuna. Er Jón var á barnsaldri, flutt- ust foreldrar hans tii Borgarfjarð ar og bjuggu þar síðan lengst af í Húsavík. Um íermingu réðist liann fjórmaður til Einars prests Þórðarsonar að Desjamýri. Stóð hann sig svo vel við fjárgeymsl- una, að Búnaðarfélagið veitti honum viðurkenningu fyrir. Mun það vera fátítt um jafn ungan mann. Frammistaðan við fjár- hirðinguna á Desjamýri sýnir, að Jón hefir snemma haft yndi af skepnum. Eftir að hann kom hing að til bæjarins hafði hann hér nokkurn búskap, og margar voru stundirnar, sem hann varði til þess að huga að kindum sínum. Er mér sérstaklega minnisstætt, hve hann hafði mikla ánægju af að koma í húsið til þessara mál- lausu vina sinna, og greip til þess hvert tækifæri, sem gafst. Hefði Jón Sveinsson fylgt dæmi feðra sinna og fengið sér staðfestu í sveit, er enginn minnsli vafi á því, að hann hefði orðið í tölu helztu bænda landsins. Á stóru búi við mikil umsvif hefðu hæfi- leikar hans fengið að njóta sín eins og bezt var á kosið. Oft mun hugur Jóns hafa hvarflað til íjár- geymsluóranna í Borgarfirði eystra. Tryggð sína við æsku- stöðvarnar sýndi hann í verki fyrir þremur árum síðan, er hann gaf Borgarfjarðarhreppi eign sína, hálft Bakkagerði, en í því landi hefir kauptúnið risið upp. Um það leyti, sem Jón Sveins- son var að alast upp, voru miklir vakningar- og umbrotatímar með rjóðinni. Unga fólkið sá alls staðar verkefnin umhverfis sig, og margur gáfaður sveinninn hélt bjartsýnn út á menntaveginn, þótt pyngjan væri létt. Jón Sveins son vildi slást í för þessara manna, enda skorti hann ekki vegarnestið, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Kom það bezt síðar fram á lífsleiðinni. Skóla- gönguna varð hann að kosta af sjálfsaflafé, og tókst svo vel, að á háskólaárunum var hann í hópi góðra félaga tíðast sá, sem veitti. Jón lauk lagaprófi við Háskóla íslands snemma sumars árið 1919. Fór hann þá til Akureyrar og tók þar við hinu nýstofnaða starfi bæjarstjóra. Gegndi hann því óslitið þar til í febrúar 1934. Þegar Jón Sveinsson var sex- tugur, minntist Jón Guðlaugsson, fyrrv. sparisjóðsstjóri, einn af mætustu borgurum þessa bæjar- félags, hans í blaðinu „íslend- ingi“, en þeir voru nánir sam- verkamenn í mörg ár. Um hæjar- stjóraferil hans segir Jón Guð- laugsson m. a.: „Þegar Jón tók við bæjarstjóra embættinu var bærinn í hálf- gerðri niðurníðslu, enda oddvita- starfið til þess tíma aðeins hjá- verkastarf. Þá voru hér engin skólpræsi í götum, engar gang- stéttir, ekkert rafmagn o. fl., o. fl. vantaði, svo að talist gæti sæm- andi í jafnstórum kaupstað. Urðu því þetta þau verkefni, ásamt öðru, sem Jón byrjaði á að beita sér fyrir að kæmust í fram- kvæmd. Eitt af fyrstu verkum Jóns, sem bæjarstjóra, var að semja og fá staðfestar ýmsar samþykktir og reglugerðir fyrir bæ og höfn. Hann beitti sér fyrir því, að bær- inn hætti að selja byggingarlóð- ir, en seldi þær aðeins á leigu. Aftur á móti lagði hann eindreg- ið til, að bærinn keypti lóðir og lönd, rriá þar til nefna Oddeyrar- kaupin, kaup á Bandagerði og Mýrarlóni o. fl. Þrátt fyrir mikl- ar framkvæmdir í bænum þau ár, sem Jón var bæjarstjóri, stóð hag ur bæjarins ætíð vel, og skuld- lausar eignir margfölduðust, enda þótt útsvör væru hlutfalls- lega lægri hér öll þau ár, en í flestum eða öllum öðrum kaup- stöðum landsins.“ Það hlýtur að hafa verið vandasamt verk að taka hér við framkvæmdastjórn bæjarfélags- ins, og í mörgu að snúast. Akur- Þetta siðalögmál Kainsaldar- innar hefir undanfarna áratugi valdið þjóð vorri sárum sviða og óbætanlegu tjóni, vegna hinnar hörðu, gyðinglegu stéttabaráttu, sem háð hefir verið hér á landi nokkra undanfarna áratugi. Asna- kjálkanum, þessu frumstæða drápstæki, sem eins og „bomm- erang“ hlýtur að lokum að hitta vegandann eða vegenduma sjálfa, hefir hvergi í Norðurálfu og lík- Iega hvergi í allri víðri veröld verið beitt jafnmiskunnarlaust í stéttabaráttu og hér á landi. Svo er nú komið á þessu Kainstíma- bili voru, að þeir sem ekki hafa haft stéttasamtök sér til varnar, hafa með siðalögmáli og valdi asnakjálkans verið öllu sviftir — eða svo til það. Þeir, sem áttu eignir hljóðandi upp á krónur, hafa verið nálega öllu sviftir, og sjómennirnir, sem eiga enga aðra lífsbjörg en handafla sinn, hafa verið sviftir öllum árangri síns erfiðis og meiru til. Og nú þegar sjómennirnir vilja ekki lengur erfiða kauplaust fyrir kaupkröfu- stéttirnar, sjá þær sig og þjóðfé- lagið statt í hinum mesta vanda. En þetta er ekki allt. Menn hafa ekki aðeins fótum troðið allt rétt- læti og velsæmi í skipting þjóðar- teknanna og rænt næstum því allri samansparaðri vinnu, þ. e. auðæfum, þar sem þau lágu óvar- in, en menn hafa einnig algerlega gleyml sœmd landsins og lieill og heiðri þjóðarinnar. Og skal ég hér benda á átakanlegasta dæmið um það: andvaraleysið í Grœn- landsmálinu. Hafi Islendingar eignast þenna hólma með námi, þá hafa þeir með enn meira rétti eignast Grænland, meginlandið, sem hann lá við, með landnámi sínu þar, því þegar forfeður vorir komu til íslands, fundu þeir þar fyrir menn, Papana, sem raunar vildu þó ekki byggja landið, heldur að- eins nota það sem sj álfpíningar- stöð og eyðimörk. En þegar for- feður vorir fundu og námu Græn- land, voru þar alls engir menn sunnan jökla, þ. e. sunnan 70° nbr. á Austur-Grænlandi eða sunnan 76° nbr. á vesturströnd- inni. Og norðan jöklanna fundu forfeður vorir þá heldur ekki nokkra menn né vísbending um, að þeir væru þar, heldur aðeins holur í jörðina, keiplahrot og steinsmíði það, er af því mætti skynja, að þar hefði sú þjóð far- ið er Grænlendingar kalla Skræl- ingja. Sumarið 1266 fundust fyrstu minjar um nærveru Skræl- ingja sunnan jökla á Grænlandi, en þó ekki þeir sjálfir. En eftir- komendur þessara Skrælingja byggja enn þenna stað, nyrzt í Upernivik-héraði, að vísu mjög blandaðir Evrópumönnum, en samt gerólíkir öðrum Grænlend- ingum, sem eru afkomendur þeirra íslendinga, er fyrstir manna stigu fæti á Grænland. Svo gersamlega hafa stétta- klíkurnar og stéttabarátfeuflokk- arnir vanrækt heill og heiður ísl. þjóðarinnar síðan lýðveldið var stofnað, að þeir hafa um meira en heilan áratug látið það við- gangast óátalið, að erlend of- beldis- og rangindaþjóð, sem vér Islendingar höfum fengið alltof náin kynni af og eigum fátt gott að launa, hefir setið einvöld yfir rétti Islendinga á Grænlandi, fyrirmunað þeim þar alla bjarg- ræðisútvegi og því sem næst öll mannréttindi, en kúgað og féflelt afkomendur Islendinga á Græn- landi á miskunnarlausari og ó- drengilegri hátt en dæmi eru til um harðstjóra nokkurrar þræla- nýlendu. Og svo djúpt er jafnvel ein klíkan sokkin í þetta hálf- danska ósæmdarfen, að Kristján Albertsson hafði þau orð um Dani í Morgunblaðinu seint á ár- inu 1954, að Danir væru einasta þjóðin, sem sýnt hefði Grænlend-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.