Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1957, Page 4

Íslendingur - 02.08.1957, Page 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudagur 2. ágúst 1957 5 Mimr hofe öildst réttindi til oh fijóge Vistountvélum Kemur út hvern föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag Íslendings. Ritetjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Simi 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Dráttarbrautin og þýðing hennar Nú, þegar vonir standa til, eftir nokkurra mánaða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, að hraðfrysti- hús Útgerðarférags Akureyringa h.f. taki senn til starfa á Oddeyr- artanga, verður huganum hvarfl- að að næsta aðkallandi verkefni í atvinnumálum bæjarins, en það er bygging dráttarbrautar fyrir togara. Það mál hefir verið alllengi á dagskrá meðal bæjarbúa, og munu þeir allir á einu máli um, að togaradráttarbraut á Akureyri hafi mjög verulega þýðingu fyrir atvinnulífið í bænum og útgerð togaranna hér. Þar sem aðeins ein slík braut hefir hingað til ver- ið fyrir hendi, leiðir það af sjálfu sér, að þörfin fyrir nýja braut er orðin ærið brýn, enda hefir það valdið meiri og minni rekstrar- truflun fyrir Akureyrartogarana að bíða dögum eða jafnvel vik- um saman eftir afgreiðslu í þess- ari einu togarabraut. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, hefir mál þetta verið í at- hugun hjá hafnarnefnd að und- anförnu, og ennfremur hjá Vita- málaskrifstofunni. Bæjarstjórn Akureyrar hefir þegar tekið upp á fjárhagsáætlun % millj. kr. byrjunarframlag til brautarinnar og Alþingi veitt til hennar á þessa árs fjárlögum kr. 300 þúsund, en í síðasta blaði var gerður sam- anburður á útsvarsálögum á al- menning í tveim stærstu bæjum landsins, — Reykjavík og Akur- eyri, og var þar leitt í ljós, að út- svarsþunginn á Akureyri er drjúgum meiri á hvern einstakl- ing en í höfuðstaðnum, og skort- ir þó ekki á, að vinstri blöðin suður þar fjargviðrist yfir óhæfi- legum álögum Reykjavíkurbæjar. Skýringin á þessu fyrirbæri er augljós öllum, sem um þessi mál hugsa. Þar sem verzlunarfyrir- tæki, er hefir í höndum sér nálega helming allrar verzlunar og iðn- aðarframleiðslu bæjarins og sel- ur fyrir 220 milljónir á ári, ber aðeins tvo af hundraði af öllum útsvarsþunganum, getur ekki hjá því farið, að einstaklingunum verði ofþyngt með gjöldum til bæjarins. Enda er það ekkert launungarmál, að ein höfuðástæð- an fyrir því, að fólk leitar héðan á brott, eru óbærilegar álögur bæj arfélagsins. Með samvinnulögunum var á sínum tíma verið að létta undir samkvæmt venju um greiðslu kostnaðar við slík mannvirki ber ríkissjóði að greiða 2/6 hluta hans. Á öndverðum vetri 1956 átti þáverandi þingmaður bæjarins, Jónas G. Rafnar, tal við banka- stjóra Framkvæmdabankans um möguleika á því, að bankinn veitti lán til byggingar togara- dráttarbrautar á Akureyri. Taldi bankastjórinn sennilegt, að bank- inn mundi aðstoða við stofnun slíkt fyrirtækis, þegar fé og önn- ur skilyrði yrðu fyrir hendi. Eft- ir það mun hafnarnefnd hafa afl- að sér erlendra tilboða í braut- ina, án þess að enn hafi komið til nokkurrar ákvörðunar af hennar hendi. Utan Reykjavíkur mun hvergi vera fyrir hendi ókjósanlegri skil- yrði til byggingar togaradróttar- brautar en hér á Akureyri. Ber þar fyrst að nefna óvenjulega góð hafnarskilyrði en í öðru lagi til- tölulega fjölmenna og vel mennt- aSa stétt jórniðnaðarmanna, á- samt 2—3 velbúnum vélsmiðj- um. Mætti þvi ætla, að hér væri hin hagstæðasta aðstaða til að sinna þörfum norðlenzku togar- anna um „klössun" og viðgerðir, þegar dróttarbrautin væri upp komin. Að þvi ber nú að vinna einum huga. með nýj um, févana verzlunarsam- tökum almennings. Þegar þeim óx fiskur um hrygg í skjóli þeirr- ar aðstoðar ríkisvaldsins, er í lögunum fólust, tóku þau að færa út kvíarnar og efna til nýrra at- vinnugreina, svo sem iðnaðar- framleiðslu, skipaútgerðar, gisti- húsareksturs o. fl. Einstaklingur- inn (og hlutafélög) urðu eftir sem áður að greiða gjöld sín til bæja- og sveitafélaga að venju- legum hætti, meðan samvinnufé- lögin komust undan hliðstæðum álögum í skjóli samvinnulaganna. Og því meiri hlutdeild, sem sam- vinnufélagsskapurinn á í verzlun og öðrum atvinnugreinum eins bæjarfélags, þeim mun þyngri verða byrðar binna opinberu gjalda á einstaklingsrekstrinum. Og eftir að veltuútsvörin komu til, með undanþágunni á félags- verzlun samvinnufélaganna, breikkaði enn bilið í þessum efn- um. Það er því engin furða, þótt forráðamenn aðþrengdra bæjar- félaga samþykktu á sl. hausti að óska þess, að jeh/Atf'jprx j 'S v. i VlJl áf Enn um aðgöngumiðaverð — Lítill áhugi almennings hér fyrir frjálsum íþróttum — Ofþurrkar á grasblettum — Alþjóðaskákmót stúdenta — I SIÐASTA pistli mínum ræddi ég um verð á aðgöngumiðum að dans- leikjum í hinum nýju félagsheimilum, sem virðist vera ærið breytilegt og stundum hærra en að nokkrum öðrum skemmtunum. I tilefni af því hefir mér verið tjáð, að kvöldið sem aðgangurinn kostaði 50 krónur að dansleik í Frey- vangi, hafi dægurlagasöngvari haft húsið á leigu og sjálfur ráðið verð- laginu. Venjulega sé aðgangur að dansleikjum í heimilinu seldur á 30 krónur, en ef fengnar eru hljómsveitir frá Reykjavík, er verð aðgöngumiða kr. 40.00. Tel ég rétt, að þetta komi fram, enda skiptir talsverðu máli, hvort aðgangur að einum dansleik kostar 30 eða 50 krónur. ÍIÉR FÓR FRAM um síðustu helgi í sólskini og blíðskaparveðri tugþraut- arkeppni í meistaraflokki í frjálsum íþróttum. Eftir að lokið var tveim fyrstu greinunum mátti telja fullorðið fólk á áhorfendasvæðinu á fingrum sér. Hinsvegar var þar mikið af hörn- um, sem gerðu sér til dundurs að bera santan nýslegið gras úr brekkunni eða kasta því hvert í annað (og jafnvel yfir þá fáu fullorðnu menn, sem reyndu að fylgjast með keppninni). Hér var sem sagt um svonefndar „frjálsíþróttir" að ræða, — ekki knattspyrnu, en hún dregur alltaf flesta áhorfendur að. Að sjálfsögðu hefir góða veðrið dregið margan borgarann burtu úr hænum um þessa helgi, og er ekkert við því að segja. En ekki man ég eftir svo fáu fullorðnu fólki við íþróttakeppni hér. Grasvöllurinn á íþróttasvæðinu lítur ekki eins vel út og undanfarin sumur, þótt lítið hafi verið um kappleiki á honum í sumar. í stað hins fagurgræna litar, sem hann hefir borið undanfarin sumur, er ltann nú litföróttur, með hrúnum skellum og gulum, og virðist auðsætt, að þar sé um vatnsskort að ræða í hinum langvarandi þurrkum framan af sumrinu. Virðist ekki hafa verið lögð nógsamleg rækt við að vökva hann, og kann það að hafa verið crfiðleikum hundið vegna vatnsskorts, Framhald á 6. síðu. bæjarfélögum og sveitarfélögum, þar sem samvinnufélög eru sfað- seff, heimilist aS leggja veltuút- svör á rekstur samvinnufélaga ó soma hótt og rekstur cinstaklinga og hlutafélaga. Hér á Akureyri mundi þessi útsvarsálagning nema nálægt einni milljón króna, og rná nærri geta, að almenning munar um minni uppbæðir í opinberum gjöldum. Er Flugfélag íslands réðist í kaup á hinum nýju Vickers- Viscount-flugvélum á vori síðast- liðnu, voru jafnhliða ráðnir þrír brezkir flugstjórar til þess að annast stjórn flugvélanna þar til íslenzkir flugmenn hefðu lokið tilskildu nárni og flugtíma til þess að taka stjórn vélanna í sínar hendur. Einnig var yfirmanni brezku flugstjóranna, Evans höf- uðsmanni, falin yfirumsjón með þjálfun íslenzku áhafnanna. Alls fóru tólf flugmenn Flugfélags Islands á skóla í Bretlandi og liafa fimm þeirra hlotið flug- stjórnarréttindi á hinar nýju flug- vélar og hinir aðstoðarflugrétt- indi. Ennfremur fóru fjórir flug- leiðsögumenn félagsins til Bret- lands til þjálfunar og til þess að kynna sér hin nýju tæki. Þeir, sem hlotið hafa flug- stjórnarréltindi á Viscountvélarn- ar eru þessir: Jóhannes R. Snorra son, Hörður Sigurjónsson, Gunn- ar Frederiksen, Anton G. Axels- son og Sverrir Jónsson. Evans höfuðsmaður, sem eins og fyrr er sagt annaðist umsjón með þjálfun íslenzku áhafnanna, fór héðan 10. júní. Þrem dögum áður hafði Jóhannes R. Snorra- son farið fyrstu ferðina sem flug- stjóri á Viscountflugvél og næstu daga fóru hinir íslenzku flug- stjórarnir sínar fyrstu ferðir, svo nú hafa hinar nýju flugvélar Flugfélagsins verið undir ís- lenzkri stjórn í rúmlega mánað- artíma. Jóhannes R. Snorrason er fædd ur á Flateyri 26. júlí 1917. Hann stundaði nám í Menntaskóla Ak- ureyrar en fór í stríðsbyrjun vestur um haf og hóf flugnám hjá Konna Jóhannessyni í Winni- peg. Eftir nokkurt nám þar, réðst hann til kanadiska flughersins og lauk þar prófi atvinnuflugmanns og blindflugsprófi. Starfaði síð- an við flutninga og flugkennslu og kennslu í sprengjuvarpi fram á árið 1943 er hann var ráðinn til Flugfélags Islands. Hann hóf störf sem flugmaður hjá félaginu 15. október 1943. Jóhannes hefir verið yfirflugstjóri félagsins síð- an 1946. Hörður Sigurjónsson er Reyk- víkingur, fæddur 26. júlí 1921. Hann stundaði flugnám í Spartan Aeronautical School í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjunum og lauk þaðan prófi atvinnuflug- manna og blindflugsprófi. Hörð- ur gerðist flugmaður hjá F. í. 1. júlí 1945 og hefir verið það síðan að undanskildum nokkrum mánuðum fyrsta veturinn, er hann stundaði flugkennslu. Gunnar Frederiksen er fæddur í Reykjavík 25. júlí 1922. Hann stundaði nám í Samvinnuskólan- um en fór vorið 1944 til Kanada og hóf flugnám í Flugskóla Konna Jóhannessonar. Þar sem loftferðasamningur milli íslands og Kanada var ekki fyrir hendi eftir sambandsslitin við Dani, varð Gunnar að fara til Banda- ríkjanna til þess að ljúka þrófum. Hann hélt því til Tulsa í Okla- homa og lauk flugmannsprófi frá Spartan Aeronautical School, en að því Ioknu stundaði hann blind- flugsnám í Eire í Pennsilvania og lauk þaðan prófi. Gunnar var ráðinn flugmaður hjá Flugfélagi Islands 1. apríl 1946. Anton G. Axelsson er Reykvík- ingur, 36 ára gamall. Eins og Gunnar stundaði liann flugnám hjá Konna Jóhannessyni í Winni- peg, en fór til Spartan Aeronaut- ical School í Bandaríkjunum og lauk þaðan flugmannsprófi. Að því búnu stundaði hann nám í blindflugi við skóla í Erie. Anton gerðist flugmaður hjá F. í. 1. okt. 1947. Auk þeirra, er hér eru taldir að ofan og þegar hafa flogið um tíma sem flugstjórar á Viscount- flugvélunum, hafa sjö flugmenn aðrir lokið tilskildum prófum og þjálfun í Bretlandi og eru nú starfandi aðstoðarflugmenn á liinum nýju flugvélum. Þeir eru: Jón Jónsson, Skúli Magnússon, Bragi Norðdahl, Jón R. Stein- dórsson, Viktor Aðalsteinsson, Magnús Guðbrandsson og Pétur Pétursson. Fjórir leiðsögumenn hafa starfað á Viscountflugvélunum síðan að þær hófu hér áætlunar- ferðir, þeir Rafn Sigurvinsson, Orn Eiríksson, Júlíus Jóhannes- son og Gunnar Skaftason. Þjálfun flugmanna í meðferð hinna nýju flugvéla var mjög ýtarleg. Nokkrir þeirra stunduðu nám hjá flugfélaginu B.E.A., sem lengst allra flugfélaga hefir flog- ið Viscount-flugvélum á áætlun- arleiðum. Aðrir gengu á skóla hjá framleiðanda hreyflanna, Rolls-Royce, í tvær vikur og síðar á þriggja vikna námskeið hjá flugvélaverksmiðjunni Vickers- Armstrong. Allur hópurinn stund aði síðan námskeið, sem haldið var á vegum loftferðaeftirlitsins brezka og lauk þaðan prófum. Slík próf veitir nokkurn hluta réttinda til flugstjórnar á allar gerðir flugvéla, sem knúnar eru hverfihreyflum, en til fullkom- inna flugstjórnarréttinda þarf nokkurt sérnám á hverja tegund. AKUREYRINGAR! Munið samnorrænu sundkcppnina. Munar um minna en milljón

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.