Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1957, Blaðsíða 2

Íslendingur - 09.08.1957, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 9. ágúst 1957 Kemur út hvem föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson. Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354. Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. 11-___________________________________________........-------------------------------—---------- Hugsunairhátfuir, sem haína ber Hugsunarháttur, sem hafna ber Kommúnistar hafa sem kunn- ugt er hreiðrað um sig í ríkis- stjórn íslands og unnið það til að svíkja næstum hvert einasta kosningaloforð, er þeir gáfu vor- ið 1956, enda verður því ekki neitað, að þeir hafa fengið tals- vert í staðinn, svo sem alþingis- forseta, formann f j árveitinga- nefndar Alþingis, fulltrúa á þing SÞ og síðast en ekki sízt ríkulega aðild að stjórn lánastofnana í landinu, auk margra minniháttar embætta og trúnaðarstarfa. Kommúnistar voru orðnir iang þreyttir á því að vera í stjórnar- andstöðu, og gerðu þeir snemma á árinu 1955 tilraun til að hrekja þáverandi ríkisstjórn frá völdum með því að koma á lengstu og harðvítugustu vinnudeilum, sem um getur hér á landi frá upphafi verklýðshreyfingarinnar, — deil- um, sem síðar leiddu af sér lítt vinsælar aðgerðir í efnahagsmál- unum og enn nýjar vinnudeilur, svo sem öllum er kunnugt. Jafnframt því, sem kommúnist- ar hafa leynt og ljóst reynt að grafa undan lýðræðinu og þing- ræðinu, senda þeir ýmsum lýð- ræðisflokkum hvert samfylking- artilboðið á fætur öðru. Það á að leggja öll ágreiningsmál á hilluna um sinh, aðeins vinna markvisst að því að ná ríkis- stjórninni í hendur hinni sam- einuðu fylkingu, hvort sem hún nefnist Sameiningarflokkur al- þýðu. Alþýðufylking eða Alþýðu bandalag. Meðal hinna þroskaðri lýð- ræðisþjóða í Evrópu hefir komm únistum lítt orðið ágengt í þessu samfylkingarbrölti. Þar sjá ráða- mennirnir og fólkið sjálft í gegh- um blekkinguna, og kommúnistar eru fáliðaðir og valdalausir í fé- lagsskap alþýðunnar. Hér á landi hefir hinsvegar samfylkingarbrölt þeirra borið nokkurn árangur, fyrst er Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósialistaflokkurinn — var stofnaður, — og síðar, er Al- þýðubandalagið var fundið upp. Allir glöggir menn vissu og skildu, að flokkurinn var hinn sami og áður og þjónaði sömu herrum, en talsverður hluti Al- þýðuflokksins gein við blekking- unni, gekk í flokkinn með nýja heitinu og veitti honum nýtt blóð. En blóðtakan úr Alþýðu- flokknum var orðin svo geigvæn- leg fyrir hann, að við sjálft lá, að hann þurrkaðist út af Al- þingi, unz honum kom aðstoð úr annarri átt til að framlengja líf sitt. Þá hefir Framsóknarflokkur- inn búið við það hlutskipti árum saman, að hafa í formannssessi mann, er mjög hefir lagt eyru við samfylkingartilboðum kommún- ista, og mun það allra ætlan, að hann hafi átt drýgstan þátt í því, að kommúnistar sitja nú í ís- lenzkri ríkisstjórn og senda full- trúa á þing SÞ, öllum öðrum iýðræðisþjóðum til hinnar mestu undrunar og okkur til álitshnekk- is. Só hugsunorhóttur er hverri lýð- ræðisþjóð hættulegur og getur orðið henni örlagaríkur, að heiðra beri skólkinn svo hann skoði mann ekki. Því er mól til komið, að íslenzkir kjósendur stingi við fótum og krefjist þess, að flokks- foringjar, sem fullyrða fyrir kosn- ingar, að ekki skuli unnið með kommúnisíum, lóti ekki sitja við orðin tóm. ísiendirtgar þurfa ekki að yænia þess, að' þeir endurheimfi virðingu ann arra iýðræðisþjóða fyrri en kommúnisfar eru á bak og brauf úr sfjórn ríkisins. Að berjast við vindmyllur Flestir kannast við spænska riddarann Don Q, er barðist við vindmyllur, og þóttist með því vera að ráða niðurlögum hættu- legra óvina. Líkt er blöðum ríkis- stjórnarinnar farið um þessar mundir. Eftir að árangurinn af „nýju leiðum“ stjórnarinnar í efnahagsmálum tók að koma í ljós í margvíslegum verðhækkun- um, fóru ýms stéttarfélög að ó- kyrrast og vildu fá verðhækkan- irnar bættar í launahækkunum. Leiddi óánægjan oft til vinnu- stöðvana og nú síðast farmanna- verkfallsins, sem er alvarlegasta verkfallið síðustu tvö árin. Stjórnarblöðin geta ekki feng- ið sig til að viðurkenna hinar eðliiegu orsakir þessara vinnu- deilna og hafa því gripið þann kostirm að telja þær verk vondra manna, og þau voru furðu fljót að fara að dæmi Don Q. Ilér fekyldi stjórnarandstaðan, Sjálf- stæðisflokkurinn, vera að verki. Hann vildi koma á verkföllum og vann að því öllum árum, bara til að gera stj órninni bölvun (!), segja aumingja blöðin. Síðast í gær segir Dagur, að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins hafi „espað í upphafi til þessa verkfalls (þ. e. farmanna) og allra annarra verk- falla í tíð núverandi ríkisstjórn- Nýr appelsínusafi Ávexíir í dósum. QGrgardGlan Z/ RÁÐHÚSTORG / SÍMt HOO UNGLINGUR EÐA ELDRI MAÐUR getur fengið vinnu við innheimtu og önnur létt störf nokkra tíma á viku næstu 2—2!4 mánuð. — Uppl. á afgreiðslunni. Kviftanahefí-i Frumbækur Reikningseyðublöð TVÖ HERBERGI til leigu í Skipagötu 12. — Sernja ber við EYÞÓR lf. TÓMASSON. Sólbirtugleraugu á börn og fullorðna. ar“(!) En málið er ekki svo ein- falt. Eftir að kaupbindingarlögin voru sctt ó s. I. hausti voru laun starfsmanna SIS hækkuð um 8%. Ekki unnu SjúlfstæSismcnn aö þvi, og vart mun sú hækkun hafa farið fram hjó rikisstjórninni, þar sem fjórmálaróðhcrrann cr vara- formaður í stjórn SIS. Nokkurra daga flugmannaverkfall eftir ára- mótin leysti sjálf ríkisstjórnin með 30—40% hækkun, og voru þó flugmenn ekki neinir lág- launamcnn. Um líkt leyti hældi sjávarútvegsmálaráðherra sjálfr- ar ríkisstjórnarinnar sér af þvi, að hækkaður hefði verið verulega hlutur sjómanna á vefrarvertíð. Litlu síðar samdi stjórnin við há- seta og fleiri starfsmenn á far- skipunum um ca. 10% hækkun. Hefir ríkisstjórnin þannig æ ofan i æ og skjólstæðingar hennar ýmist haft forgöngu um launa- hækkanir eða verið fljótir til að fallast á kröfur um þær. Og enn er vitað, að í mörgum félögum, sem kommúnistar hafa öll ráð i, hefir verið samið um verulegar kjarabætur. Það er því íyllilega tilgangs- laust íyrir stjórnarblöðin að temja sér hætti Don Q, bregða sverði sínu út í loftið og þykjast þar vera að leggja höfuðóvininn í gegn. Iláværar ásakanir á aðra geta e. t. v. í bili deyft þá sektar- tilfinningu, sem svikin loforð og meðfæddur vanmáttur valda, en fyrr eða síðar hljóta augu ríkis- stjórnarinnar að opnast fyrir hinum réttu orsökum þeirrar óá- nægju fólksins, er fálm hennar og tiltektir hafa vakið um land allt. Innilegar þakkir færum við öllum nær og fjær, sem sýndu okkur hlýhug, samúð og margvíslega hjálp við andlát dóttur okkar og systur Valborgar. / Jarðarförin hefir farið fram. Gunnhildur, Balduin Ryel og systkinin. Konan mín, Gunnlaug Kristjónsdóttir, Eyrarlandsveg 20, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, miðvikudaginn 7. þ. m. — Jarðarförin fer íram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 2 e. h. Jóhannes Jónasson. Nr. 20/1957. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á benzíni og gasolíu, og gildir verðið hvar sem er á landinu. 1. Benzín hver lítri ....... kr. 2.27 2. Gasolía: a. Heildsöluverð, hver smálest .... — 870.00 b. Smásöluverð úr geymi, hver lítri — 0.87 Heimilit er að reikna 3 aura á líter af gasolíu fyrir út- keyrslu. Ileimilt er einnig að reikna 12 aura á líter af gasolíu í af- greiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía og benzín afhent í tunnum má verðið vera 2þ£ eyri hærra hver olíulítri og 3 aurum liærra hver benzínlílri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. ágúst 1957. Reykajvík, 31. júlí 1957. Verðlagsstjórinn. Hý sindBánskeié hefjasl á mánudaginn kl. 9,30 árd. Nú er síðasta tækifærið til að skrá hörn sín á námskeið Sundhallarinnar á þessu sumri. Lœrið að synda. — Sundhöllin er opin frá kl. 8 árd. til 10 síðd. Einnig í matartímum. Allar upplýsingar gefnar í síma 2260. Verzlunarstjóri Vantar góða afgreiðslustúlku, sem einnig gæti tekið að sér stjórn og innkaup, í verzlun hér í bænum. Mjög æski- legt, að hún hafi góða reynslu og þekkingu á verzlunarsviði. GoLt kaup og sjálfstæð vinna. Tilboðum sé skilað í lokuðu bréfi til blaðsins fyrir 25. þ. m., merkt „verzlunarstjóri“. Handboltar Plastregnhettur Plast blómapottahlífar Gúmmíhanzkar Gúmmísvampar Grossvampar. i'ír' Xtji jölttlurninn (y !■> S fV' u /fX A/’ O. C. THOR«r:ÚN;5gb HAjFN AK{STRAlT! IQH 's iMÍ .32

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.