Íslendingur - 09.08.1957, Blaðsíða 6
Cr HEIMAIIÖGIM
»oooooooeoóooo«ðoooeooo«
Kirhjan. Messað í Akureyrarkirkju
n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar:
429 — 578 — 413 — 669 — 687. —
K. R.
Hjáskapur. Sunnudaginn 4. ágúst
voru gefin saman í hjónaband í Ak-
ureyrarkirkju ungfrú Eva Gerður
Steindórsdóttir og Jóhann Due Axel
Björnsson, starfsmaður hjá Rafmagns-
veitum ríkisins.
Dánardœgur. I fyrradag lézt í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu frú Gunnlaug
Kristjánsdóttir Eyrarlandsveg 20, kona
Jóhannesar Jónassonar verkstjóra. Hún
var 62 ára að aldri og hafði lengi átt
við vanheilsu að stríða.
Vegna ólokinna suinarleyfa hjá hlað-
inu, verður þetta blað og 1—2 næstu
blöð ekki af fullri stærð.
Kórœjing. Mjög áríðandi sameigin-
leg æfing Karlakórs Akureyrar og
Geysis verður í Lóni næstk. mánudag
kl. 20.30.
Til litlu stúlkunnar, sem missti
hendina, áheit kr. 300.00 frá S. Á.
Hjónaejni. Nýlega opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Hólmfríður Þór-
hallsdóttir Reykjavík og Sverrir
Skarphéðinsson símvirki frá Akureyri.
Lestrarsalurinn lokaður um skeið.
Lestrarsalur Islenzk-Amerískafélagsins,
sem er til húsa að Geislagötu 5, verð-
ur Iokaður yfir mánuðina ágúst-sept-
ember. Salurinn verður opnaður aftur
í októbermánuði næstk. og er öllum,
sem áhuga hafa, heimilt að fá þar að
láni bækur og tímarit. Ekki er nauð-
synlegt, að fólk gerist meðlimir fé-
lagsins né heldur þarf það að greiða
fyrir slik lán. Félagið vonast til þess,
að geta vcitt viðskiptavinum sínum
sömu þjónustu og fyrirgreiðslu og áð-
ur, er lestrarsalurinn verður opnaður
aftur.
Sundnámskeið fyrir börn hefjast að
nýju í sundlaug bæjarins n.k. mánu-
dag. Reynt er að greiða fyrir því, að
bæjarbúar geti notað sundlaugina,
með því m. a. að hafa hana opna í
báðum matmálstímum, ef einhverjir
hefðu aðstöðu til að sækja hana á
þeim tímum fremur en öðrum. — Senn
líður að hausti, og er því ekki seinna
vænna að láta hörnin læra að synda,
ef þau eiga að gera það á þessu ári.
Þátttakan í norrænu sundkeppninni
þarf einnig að aukast verulega hér, cf
Akureyringar vilja halda hlut sínuni
gagnvart öðrum bæja- og sveitafélög-
um á landinu, eftir því sem blaðið
hefir frétt.
75 ára varð 4. þ. m. Gísli R. Magn-
ússon bókhaldari hjá afgreiðslu Eim-
skips hér í bæ.
Síldveiðin
hefir verið mjög treg undan-
farið. Um helgina síðustu nam
heildaraflinn 493 þús. málum í
bræðslu og 114,5 þús. tunnum í
salt. Aflahæstur var þá v.b. Víð-
ir II frá Garði með 8107 mál.
I fyrrinótt komu um 20 þús. mál
til Raufarhafnar, og var þar þá
búið að taka á móti 93 þús. mál-
um í bræðslu og 57600 tunnum
af söltunarsíld. Horfur um veiði
voru því heldur bjartari í fyrri-
nótt, en nú orðið má heita að
síldin veiðist nær eingöngu fyrir
austan land.
%___
AfOKElíS IBÍRIISt Í
teröypn bítt
&
Þann 6. ágúst 1907 vann Lár-
us J. Rist þá sundraun að synda
yfir Oddeyrarál, frá innstu
bryggjunni á Tanganum, og
lagði hann af stað í fullum sjó-
klæðum með hatt á höfði bund-
inn undir kverk. Losaði hann sig
við hverja spjör á sundinu,
sokka og nærföt sem annað, og
tókst allt vel.
Sl. þriðjudag voru 50 ár liðin
frá þessum atburði. Þann dag
var Lárus Rist, sem er 78 ára
gamall, nýkominn úr ferðalagi
inn um öræfi. Hann brá sér þó til
Hveragerðis og synti sína 200
metra í sundlauginni í Lauga-
skarði og vildi með því á verð-
ugan hátt minnast þessa sund-
afmælis síns.
En eftir liggur enn hlutur
Handknattle ikslið
Framhald af 1. síðu.
Hingað kom flokkurinn á þriðju-
daginn, og hefir ÍBA ýmist farið
eða mun fara með hann um Eyja-
fjörð, Mývatnssveit og Skaga-
fjörð. Dvelur flokkurinn hér
nyrðra um eina viku, en fer síð-
an landleiðina suður í Borgar-
fjörð og dvelur þar 2 daga í
sumarbústað.
Góðar viðtökur,
segir fararstjórinn.
— Enginn keppendanna hefir
komið til íslands áður, segir
Sigurður fararstjóri, — en við-
tökurnar hafa allar verið ljóm-
andi góðar og stúlkurnar okkar
hrifizt af mörgu, er þeim hefir
verið sýnt hér.
Svo spyrjum við hann um
íjjróttalíf í Færeyjum, og kveður
hann knattleiki, bæði handknatt-
leik og knattspyrnu, vera mikið
æft og frjálsar íjjróttir nokkuð.
Knattleikirnir eingöngu æfðir
utanhúss. Nokkuð hefir verið
skipzt á knattspyrnuheimsóknum
við nágrannaþjóðir. Kom knatt-
spyrnulið til Færeyja í sumar frá
Setlandseyjum og von á íslenzku
liði í sumar (frá Suðurnesjum).
Þá fór lið frá Klakksvík í sumar í
keppnisför til Danmerkur.
Færeyski flokkurinn lék kapp-
leik við Akureyrarliðið í gær-
kvöldi, en ekki var þá ráðið,
hvenær næsti leikur yrði.
margra yngri manna í 200 metra
sundinu, þótt furðulegt megi
teljast.
Fjölmenn héraösmöt
SjdlfstϚismanna
fóru fram um síðustu helgi á
Sauðárkróki og Egilsstöðum, í
samkomuhúsinu Bifröst á Sauð-
árkróki á laugardagskvöld en í
Egilsstaðaskógi á sunnudaginn.
Á Sauðárkróki fluttu ræður
Bjarni Benediktsson alþm. og'sr.
Gunnar Gíslason í Glaumbæ, en
í Egilsstaðaskógi Jóhann Haf-
stein alþ.m. og sr. Sigurður Ein-
arsson í Holti. Meðal skemmti-
atriða á Sauðárkróki var söng-
leikur eftir Offenbach, er þrír
landskunnir söngvarar fluttu, en
á Egilsstöðum skennntu Ævar
Kvaran leikari, Hjálmar Gíslason
leikari o. fl.
Húsfyllir var á Sauðárkróki og
fór mótið hið bezta fram. I Egils-
staðaskógi var gífurlegur mann-
fjöldi víðsvegar af landinu, og
neðan af fjörðunum eystra komu
heilar fjölskyldur, og kváðu
mörg hús hafa staðið þar mann-
laus um daginn vegna aðsóknar
að mótinu í Egilsstaðaskógi.
Rómuðu viðstaddir mjög bæði
þessi héraðsmót.
-----□-----
Sumarslátrun hefst með
fyrra móti
Að því er heyrst hefir, er lík-
legt, að sumarslátrun dilka byrji
nú með fyrra móti, a. m. k. sunn-
anlands, og ber þar hvorttveggja
til, að dilkum hefir farið óvenju
vel fram á hinu ágæta sumri, og
vegna góðrar heyskapartíðar,
munu annir við heyskapinn
verða minni en fyrr er líður á
sumarið. Þá eru horfur á, að öll
kjötframleiðslan frá fyrra ári
verði seld fyrir haustið.
NÝJA BÍÓ
í kvöld kl. 9:
Svarti kötturinn
I.augardag kl. 9 og
sunnudag kl. 5 og 9:
FALL BABYLONAR,
Amerisk stórmynd frá Colum-
bia, tekin í teiknikolor.
Aðalhlutverk:
Richard Conte,
Linda Christian,
Maurice Schuiarts
o. fl.
Eftir helgina:
HÆTTULEGT FRELSI
Spennandi og raunsæ sænsk
mynd um æsku á glapstigum.
Aðalhlutverk:
Arne Ragneborn
og
Maj-Hritt Lindhohn.
— Bönnuð innan 16 ára —
Annáll íslendings
Eldur kviknar í korkfarmi á vöru-
bifreið vestur í Miðfirði. Magnaðist
eldurinn svo fljótt, að allur farmurinn
eyðilagðist, og ennfremur brann pallur
og afturhjól bifreiðarinnar.
Ungur maður barinn í höfuðið við
höfnina í Reykjavík, svo að hann fell-
ur í götuna og andast skömmu síðar í
sjúkrahúsi, án þess að koma til með-
vitundar.
Ovenjulegt annríki í innanlands-
flugi. Fara flugvélar F. í. m. a. 17
ferðir á einum degi með þjóðhátíðar-
gesti til Vestmannaeyja.
Eitt sterkasta knattspyrnulið Rússa,
Dynamo, kemur í heimsókn til Reykja
víkur og keppir við félög þar. Vinnur
fyrsta leikinn með 10 mörkum gegn 1.
Togararnir
Kaldbakur: Fór á veiðar 31.
júlí. Veiðir í ís. Var með 80 tonn
í fyrradag.
Svalbakur: Fór á veiðar frá
Reykjavík 30. júlí. Veiðir í ís.
Var með 80 tonn á þriðjudaginn.
HarSbakur: Fór á veiðar 20.
júlí. Veiðir í salt.
Sléttbakur: Kom frá Cuxhaven
1. ágúst. Landaði í Esbjerg 270
tonnum af saltfiski veiddum á
Grænlandsmiðum. Fór þaðan í
slipp til Cuxhaven. Fór á veiðar
í gærmorgun.
Norðlendingur: Væntanlegur
til Olafsfjarðar í dag með ca.
270 tonn af karfa.
BORGARBÍÓ
Sími 1500
RAUÐA HÁRIÐ
Ensk úrvalsmynd í eðlilegum
litum. Aðalhlutverk: MORA
SHEARER, er hlaut heims-
frægð fyrir dans og leik í
myndinni „Rauðu skórnir“ og
„Ævintýri Hoffmanns“. —
1 þessari mynd dansar hún
„Þyrnirósu-ballettinn“. „Ein-
hver sú bezta gamanmynd og
skemmtilegasta, er ég hefi séð
um langt skeið.“ Ego.
Danskur texti.
TARANTULA
(Risa-Köngulóin)
Mjög spennandi og hrollvekj-
andi, ný, amerísk ævintýra-
mynd. — Ekki fyrir tauga-
veiklað fólk.
JOHN AGAR
MARA CORDAY
— Bönnuð yngri en 16 ára —
Flugeldasýning í Wasliington á þjóðhátíðardegi Bandarikjanna, 4.
júlí. Byggingarnar á myndinni eru þinghúsið, minnismerki Georgs
Washingtons (eindrangurinn) og Abrahams Lincoln.