Íslendingur - 11.10.1957, Page 1
Vaxandi safnaðarlíi í
Bandaríkjnnum
Passíusálmar Hallgríms þýddir
á ungversku
Séra Pétur Sigurgeirsson segir fró för til
Vesturheims.
l'au hjónin, frú Solveig Ásgeirsdóttir og séra Pétur Sigurgeirsson
eru nýlega komin heim úr þriggja mánaSa kynnisför um Bandarík-
in og Canada. Náði íslendingur tali af séra Pétri fyrir nokkrum
dögum og bað hann segja lesendum eitthvað frá ferðalaginu. Var
það auðsótl mál.
í boSi lútherska
heimssambandsins.
— I Iwaða tilgangi var þessi
jör farin?
— Hún var þannig til komin,
að biskupinn, herra Ásmundur
Guðmundsson, íór þess á leit við
mig, að ég tæki boði lútherska
heimssambandsins og lúlhersku
kirkjudeildanna í Bandaríkjunum
að takast á liendur kynnisför til
Ameríku ásamt öðrum fulltrúum
frá 12 þjóðum auk lslands.
Við hjónin lögðuin af stað í
förina með flugvél Loftleiða 14.
júní. Var flogið til New York
með viðkomu á Ganderfiugvelli á
Nýfundnalandi, og tók öll ferðin
15 klukkustundir. Er við komum
lil New-York, voru þar óvenju
miklir hitar fyrstu dagana, og
liöfðu aðeins 4 sinnum áður ver-
ið svo miklir í sögu borgarinnar.
Heimsóknir
til kirkjudeilda.
— Þann 19. júní hófst kynnis-
för með sameiginlegri guðsþjón-
ustu fulltrúa í kirkju rétt hjá New
York, en síðan dreiíðust þeir og
ferðuðust á vegum hinna ýmsu
lúthersku kirkjudeilda. Ég var á
vegum Sameinuðu iúthersku
kirkjunnar, en laún telur 2 Yi
milljón manna í söfnuðum sínum
víðs vegar um Bandaríkin. Fyrsta
ferðin var farin um nokkur ríki á
austurströndinni, og dvaldi kon-
an mín á meðan í Minneapolis.
Fyrst heimsótti ég söfnuð í
Mount Kisco í New-York ríki.
Dvaldi þar bæði á heimili organ-
istans og prestsins. Ennfremur
heimsótti ég sunnudagaskóla
lians og kynntist hinu kirkjulega
starfi.
Allt fríkirkjur.
— Hvernig er lárkjiimálum
háttað vestur þar?
— Allar kirkjudeildir í Banda-
ríkjunum eru fríkirkjur, þ. e. hið
opinbera styður þær ekki að
neinu leyti. Það þýðir jafnframt,
að söfnuðirnir verða sjálfir að
borga sínum presti, byggja kirkj-
urnar og sjá um hina fjárhags-
legu hlið starfsins að öllu leyti.
Meðalútgjöld hvers safnaðarmeð-
lims til kirkjunnar eru 45 dollar-
ar á ári, og ef við reiknum doll-
arann á 20 íslenzkar krónur, sam-
svarar þetta 900 krónum hér.
Sú greiðsla fer þannig fram,
Séra Pétur Sigurgcirsson.
að hver safnaðarmeðlimur fær
sérstök urnslög, sem liann setur
framlag sitt í á hverjum sunnu-
degi við guðsþjónustuna, en áð-
ur hefir hann jaínað því niður á
alla sunnudaga ársins. Eru þessi
samskol fastur liður í hverri
guðsþjónustu, og ákveðnir menn
hafa þann starfa að ganga um
meðal kirkjugesta og taka við
framlögum þeirra og gjöfum.
Séu utansafnaðarmenn staddir í
kirkjunni, láta þeir alltaf eitlhvað
af mörkum. Verður því sá, sem
tekur þáll í guðsþjónustu, ætíð
að muna eftir því að hafa ein-
hverja aura meðferðis í kirkj-
una. Þessi siður er ekki einungis
viðhafður í Bandaríkjunum,
heldur má lieita svo, að hann sé
jafníramt þar, sem J)j óðkirkj u-
fyrirkomulagið ríkir, t.d. á Norð-
urlöndum.
70% sækja kirkjuna.
— Er kirkjusóhn góð í söjn-
uðunum?
— Já. Gestir, sem koma til
Bandaríkjanna og Canada veita
því fljótt athygli, að kirkjulíf er
þar með miklum blóma. Má
lieila, að kringum 70% af þeim,
sem kirkjudeildinni tilheyra, séu
slöðugir kirkj ugestir. Var ég oft
spurður um slærð safnaðarins
hér á Akureyri, og eftir þeirra
mælikvarða, ættu hér að sækja
kirkju um 5 Jiúsund manns á
hverjum sunnudegi. Sýnir Jielta
m. a., hve safnaðarlíf þar er vak-
andi meðal almennings.
Æskulýðsstarfsemi.
— Heldur kirkjan uppi starj-
semi jyrir œ.skulýðinn?
-— Já. Hér um bil hver kirkja
hefir sitt æskulýðsfélag fyrir
unglinga á aldrinum 13—20 ára.
í sambandi æskulýðsfélaga Jjess-
arar kirkjudeildar eru 56 Jjúsund
unglingar, en hún er ein af 16
kirkj udeildum, er telja sig lút-
// flugvellinum hjá Machinac-eyjunni. Frá hœgri: biskupinn, lierra
Ásmundur Guðmundsson, frú Solveig Ásgeirsdóttir og Hreinn Jón-
asson frá Akureyri.
M gretðir TMhMiiii
í ðtsvir hér!
Gerir sjálí ráð fyrir 2,75 millj. kr.
í iitsvarsgreiðslur
í sumar var á það bent hér í
blaðinu, að Olíufélagið h.f. væri
ekki sérstakur útsvarsgreiðandi
hér í bæ eins og í öðrum bæjar-
félögum, heldur væri útsvar Jress
innifalið í útsvari KEA. í fram-
haldi af því hafa margir skatt-
greiðendur í bænum velt því fyr-
ir sér, hvaða útsvar einkasölurn-
ar Tóbakseinkasalan og Við-
tækjaverzlunin beri hér, en hvor-
ug þeirra er hér sjálfstæður út-
svarsgreiðandi. Kaupfélag Ey-
firðinga hefir eitt söluumboð hér
um slóðir á vörum þeirra, og
verður því enn að álykta, að út-
svarshlutur bæjarins af söluhagn-
aði þessara tveggja einkasala hér,
sé einnig innifalinn í útsvari
KEA.
Áfengisverzlun ríkisins hefir
greitt til Akureyrarbæjar vegna
hagnaðar af útsölu hér 250—300
þús. krónur í útsvar. Á fjárlögum
fyrir yfirstandandi ár er hagnað-
ur af Áfengisverzlun ríkisins á-
ætlaður brúttó nál. 97 millj. kr.
en Tóbakseinkasölunnar 67,2
millj. (og Viðtækjaverzlunar
1.56 millj.). Á hinum sömu fjár-
lögum er gert ráð fyrir 2.75
millj. kr. útsvarsgreiðslum hjá
Tóbakseinkasölunni og 3,8 millj.
hjá ÁVR.
Sölusvæði fyrir áfengi og tó-
bak liér mun vera næstum hið
sama, og er því augljóst, að
tóbakssalan nemur hér milljónum
króna. Ef útsvar af þeirri veltu
er innifalið í útsvari KEA auk
veltu Olíufélagsins h.f., hve hár
mun þá hlutur KEA í útsvörun-
um af þess eigin verzlun, iðnaði,
gistihúsa- og frystihúsarekstri o.
s. frv.?
Gervitung:l á íerðalagi
umliverfis jörðina
Sl. föstudagskvöld skutu rúss-
neskir visindamenn gervihnetti
út í himingeiminn frá norður-
strönd Kaspíhafs með flugskeyti.
llnöttur þessi er aðeins 58 sm.
að þvermáli og 83.6 kg. að
þyngd. Er hann útbúinn sendi-
tækjum, er senda á 15 og 7.5 m.
bylgjulengd. Hraði hnattarins er
8 km. á sekúndu, og fer hann á
rúml. 1% klst. umhverfis jörð-
ina. Fyrst fór hann í 900 km.
fjarlægð frá jörðu, en síðan hef-
ir hann færst nær. Er gert ráð
fyrir, að hann eyðist smám sam-
herskar. Sátum við hjónin 62.
J)ing Jipssara æskulýðsfélaga, sem
haldið var í háskóla Kansas-ríkis,
og voru Jiar saman komnir uin
2000 fulltrúar frá hinum ýmsu
deildum. Eitt af J)ví markverð-
asla fyrir okkur var það, að inn í
þetla samband voru tekin 2 æsku-
lýðsfélög Vestur-íslendinga frá
Mounlain og Garðar í Norður-
Dakota. Voru liinir ungu fulltrú-
ar þaðan færir um að skilja —
og tala lítillega íslenzka tungu.
Æskulýðsfélögin kallast á
enskri tungu Luther Leaque og
eru ómissandi þáttur í starfinu.
Gleðilegt var að sjá ])ann áhuga,
Framhald á 7. síðu.
an, eftir því sem innar kemur í
gufuhvolfið.
Radió-merki frá gervitunglinu
hafa heyrst í Gufunesi, og er tal-
ið hugsanlegt, að J)að geti sézt
héðan með berum augum, en
það fer tvisvar á nóttu yfir ís-
land og eitt skipti rétt sunnan við
landið. Menn hafa jafnvel talið
sig sjá það frá Reykjavík og
Suðurnesjum.
Vísindamenn um allan heim
fylgjast af áhuga með þessari
fyrstu „geiinför“, enda er hér uin
að ræða einstæðan viðburð.
Húsfylllr á fyrsta
spilakvöldinn
Fyrsta spilakvöld Sjálfstæðis-
félaganna á Jiessu hausti var hald-
ið að llótel KEA fimmtudaginn
3V þessa mánaðar.
Spilastjóri var Karl Friðriks-
son.
Var aðsókn mjög góð og spil-
að á nær 50 borðum. Kvöldverð-
laun fyrir hæstan slagafjölda
hlutu Jónas H. Traustason og frú
Halldóra Ingimarsdóttir. Dansað
var af miklu fjöri til kl. 1 e. m. n.
Næsta spilakvöld verður á
fimmtudaginn kemur, 17. okt.