Íslendingur - 11.10.1957, Side 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 11. október 1957
Kemur út
hvern föstudag.
Útgefandi: ÍJtgájufélag Islendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob U. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4. Sími 1354.
Opin kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum 10—12.
Prentsmiðja lijörns Jónssonar li.f.
Samræmið við íyrri yfirlýsingar
Að því er Dagur og Tíminn
skýra frá, á Eysteinn Jónsson
fjármálaráðherra að halda því
fram á flokksfundum, að mynd-
un núverandi ríkisstjórnar með
aðild kommúnista hafi verið í
„samræmi við fyrri yfirlýsingar“,
og leggur Tírninn einkum áherzlu
á að sannfæra menn um, að Ey-
steinn Jónsson hafi aldrei gefið
út neinar yfirlýsingar, er komið
gætu í hága við samstarf hans og
kommúnista.
Hvort Eysteinn Jónsson hefir
gefið eða gefið ekki slíkar yfir-
lýsingar persónulega, skiptir ekki
aðalmáli. Hitt er skjalfest, að
slíkar yfirlýsingar voru gefnar af
hálfu Hræðslubandalagsins rétt
fyrir síðustu kosningar. Nægir
þar að henda á yfirlýsingu Har-
aldar Guðmundssonar í útvarps-
umræðunum fyrir kosningarnar,
sem Dagur skýrir svo frá daginn
fyrir kosningar:
„Haraldur Guðmundsson lýsti
því skilmerkilega yfir í lok út-
varpsumræðnanna s. I. miðviku-
dagskvöld, að hver sem úrslit
kosninganna á morgun annars
kunna að verða, komi það þó
ALDREI TIL MÁLA, AÐ UM-
BÓTAFLOKKARNIR, ALÞÝÐU-
FLOKKUR OG FRAMSÓKNAR-
FLOKKUR, MUNI SEMJA VIÐ
KOMMÚNISTA (Ibr. hér), hvaða
nafni sem þeir annars kunna oð
nefnast á hverjum tíma, né eiga
nokkra aðild oð samstarfi við þó
eftir kosningar."
Og við þessa yfirlýsingu bætir
Dagur sjólfur:
„Þjóðin mun vissulega hafa
fagnað þessari skýlausu yfirlýs-
ingu."
Flestir munu hafa litið svo á,
að þessi yfirlýsing annars aðal-
ráðamanns Ilræðslubandalagsins
væri gefin með samþykki og vit-
und forráðamanna þess í heild,
og því væri stjórnarmyndun þess
með kommúnistum ekki í sam-
ræmi við hana. Tíminn hefir nú
síðar fært fram þá afsökun, að
„engar yfirlýsingar af hendi Ey-
steins Jónssonar eða Hermanns
Jónassonar, sem útilokuðu sam-
starf við Alþýðubandalagið“,
hafi verið gefnar, og iná vel vera,
að þeir hafi ekki gefið þær form-
lega. Eigi að síður skýrir Tíminn
svo frá í byrjun kosningabarátt-
unnar í fyrra, að Eysteinn Jóns-
son hafi sagt á fundi í Borgar-
nesi:
„Sérhagsmunaöflin verði sett
til hliðar, og kreddutrúarmenn
kommúnista gerðir óhrifalausir,
þvi oS það er einnig nauðsynleg-
ur liður í viðreisn þeirri sem
verða þarf."
í „samræmi“ við þessa „yfir-
lýsingu“ og yfirlýsingu Haraldar
Guðmundssonar setur Hræðslu-
bandalagið „kreddutrúarmenn
kommúnista“ við hlið sér við
myndun ríkisstjórnar (til að gera
þá áhrifalausa?), afhendir þeim
forsetatign á Alþingi, formennsku
í fjárveitinganefnd o. fl. o. fl.
íslenzkum kjósendum er því
alls ekki láandi, þótt þeir taki
fullyrðingum og yfirlýsingum
slíkra manna með hæfileguin fyr-
irvara.
Ótnurleg lýsing. — Tíminn kyss-
ir á vöndinn. — Vel luggin fœða,
eða hvað? — Meira útvarp jrá
Þjóðleikhúsinu.
Logi skrifar:
„ÉG VAR AÐ LESA í Degi írá 2.
þ. m. fréttir í stuttu ináli, sem þcir
kalla þar, og er ritstjórinn þar að gefa
lýsingu á „glæpalýff höfuðstaffarins
samanlögðum“. Segir svo orðrétt:
„Er þó af nógu að taka þar og
engin vöntun á þjófum og mein-
særismönnum, skjalafölsurum, op-
inberum rónum, eiturlyfjasölum,
kynvillingum og álitlegum hópi
glæpa- og vandræðamanna í öðrum
greinum.“(!)
Ég þykist vera nokkuð kunnugur í
höfuðstaðnum, og mér cr næst að
halda, að meinsærismenn, eiturlyfja-
sglar og kynvillingar séu ekki sérlega
fjölmennar stéttir þar og dreg mjög í
efa, að ritstjóri Dags liafi lent í klóm
þeirra né lesið sér til um mál þeirra í
dómabókuin. Þó skal maður ekkert
fortaka.
EN TlLEFNf þessa lesturs er það,
að manni skilst, að sunnanblöð hefðu
verið að segja frá ungum manni að
norðan, er sloppið hefði út úr illa
mannheldum fangahúsum syðra. Og
rétt er það, að fám dögum áður en
pistill þessi er skrifaður, segja dag-
blöðin frá livarfi tveggja fanga frá
Litla-Hrauni. Ég hef íarið í gegnum
frásagnir þriggja dagblaða af þeim at-
burði, en aðeins eitt þeirra gcrir til-
raun til að kynna annan fangann. En
það blað er Tíminn. Fyrir því kom
mér undarlega fyrir sjónir, er Tíminn
tekur upp reiðilestur Dags, sem beint
er gegn lionunt sjálfum. Mig minnir
að slíkt væri kallað að „kyssa á vönd-
Annað hljóð
Eítir að kommúnistar höíðu
verið leiddir til sætis í ráðherra-
stólana árið 1956, breyttist
tungutak Framsóknarhlaðanna
mjög í þeirra garð. Nú sést vart
styggðaryrði beint til þeirra í
Degi. Allt öfugstreymi í efna-
hagsmálum á nú að vera Sjálf-
stæðismönnum að kenna, - þeim
er gefin höfuðsök á þróun dýr-
tíðarinnar á undanförnutn árutn,
— á rofnum vinnufriði og öllu,
sem aflaga fer í þjóðfélaginu.
Kommúnistar eru nú skyndilega
orðnir að hvítum englum, sem
ritstjóri Dags sér varla sólina fyr-
ir.
1 dálkum Dags hefir orðið
mikil breyling, síðan hinu póli-
tíska verkfalli kommúnisla og
KraLa lauk vorið 1955. Að af-
stöðnu þvx verkfalli skrifar Dag-
ur á þessa leið:.
„Sannleikurinn er só, að úrslit
verkfallsins, sem voru fengin
í strokknum
með valdbeitingu en ekki skyn-
samlegum samningum, urðu til
þess að raska jafnvægi í þjóðar-
búskapnum og hleypa af stað
þeirri dýrtiðarskriðu, sem við
sjóum enn ekki fyrir endann á."
Og mánuði síðar segir sama
blað í forystugrein:
„Þegar sáningin hófst undir
verkstjórn kommúnista, virtust
ýmsir gera sér vonir um, að
haustverkin mundu verða með
öðrum hætti, og hirtu þá ekkert
um veðurspár. En í stað sólskins-
ins, sem kommúnistar lofuðu,
hafa stórrigningar dunið yfir.
Dýrtíð flæðir á ný yfir landið
og sópar með sér því, sem menn
héldu að þeir gætu hirt í hlöðu
fyrir sig. Þannig Iilaut líka leik-
ur þessi að enda, og engum mun
hafa verið það Ijósara en komm-
únistum. Enda réðu þeir mestu í
því pólitíska glæfraspili, að nota
þörf lægst launuðu verkamann-
Sami skrifar:
„ÉG VAR AÐ LESA í Samvinnunni
nýjustu grein eltir Sigurð frá Brún, er
hann nefnir Tíundasvik, og finnst niér
hún vera eins konar kjarnorkukveð-
skapur í óbundnu niáli. Segir þar ni.a.
„.... Saga hans og margra ann-
arra stórerfingja virðist benda til
þess, að oftrú ríkra fjölskyldna á
Framhald á 5. síðu.
anna lil þess að hleypa af stað
kauphækkunarskriðu handa öll-
um stéttum. Sú pólitík var utan
og ofan við efnahagsgetu þjóðfé-
lagsins, og því er nú komið, sem
komið er.“
Fyrir þann-verknað, sem Dag-
ur lýsir í nefndri grein, hafa
kommúnisfar nú hlotið fulla fyr-
irgcfningu og umbun. Framsókn
hcfir kastað öllum þcirra synd-
um bak við sig og leitt þó til
vegs og virðingar, öllum lýðræð-
isþjóðum hins frjólsa heims til
forundrunar.
Hau§threiug:erDÍn^iii
Flestar húsmæður gera hreint
á haustin, og þó að sú hreingern-
ing verði aldrei eins umfangs-
mikil og erfið og vorhreingern-
ingin, þá er hún eigi að síður
mikilvæg og nauðsynleg. Á sumr-
in eru gluggar og hurðir meira
opið en aðra tíma ársins, og inn
kemur ryk og flugur og setja sín
merki á flest, sem inni er. Það er
enganveginn nauðsynlegt að setja
allt heimilið á annan endann, Jjó
maður geri dálítið hreint að
haustinu. Það er til dæmis hægt
að laka eitl herbergi vel í gegn á
þeim tíma, sem notaður er, til
þess að gera hina vikulegu hrein-
gerningu á allri ibúðinni, og fara
])á aðeins lauslega yfir hinn hluta
íbúðarinnar í Jiað skipti. En
hvernig sem við högum hrein-
gerningunni, getur alltaf komið
sér vel að hafa við hendina ráð-
leggingar varðandi hreinsun ein-
stakra hluta, svo sem gólfteppa,
myndaramma, parkettgólfa og
fleira, og fer hér á eftir nokkuð,
sem að gagni mætti koma.
Myndaramma er bezt að ryk-
soga sérstaklega, ef þeir eru út-
skornir eða ósléttir. Ef J)að er
ekki hægt, eru þeir Jjurrkaðir vel
með íundnum afþurrkunarklút
og síðan burstaðir með mjúkum
bursta, séu þeir útskornir. Gyllta
ramma er gott að hreinsa upp úr
blöndu, sem er 1 hluti af vatni og
1 af ediki. Flugnablettum má oft
ná með því að nudda rammann
með sundurskornum lauk. Á
póleraða ramma er borið hús-
gagnabón og þeir fægðir á eftir
með hreinum klút. Glerið í
römmunum hreinsað með
brennslusprilti, eða þvegið úr
vatni með örlitlu af sulfojjvolta-
legi t'. Afþurrkunarklútinn eða
klútana, sem notaðir eru bæði
daglega og við hreingerningar, er
bezt að hafa íundna, þ. e. a. s.,
að eftir hvern Jivott eru klútarnir
undnir upp úr efni, sem gerir það
að verkum, að laust ryk festist
við þá, í stað þess að þyrlast út í
loftið, til Jiess eins að setjast á
húsgögnin aflur, ef við handfjötl-
um ekki klútana með ýtrustu var-
úð, þegar við Jjurrkum af. Til
Jjess að vinda klúlana upp úr, er
gott að láta 1 msk. glyserin í 1
llr. vatns.
Lampaskermar eru rygsogaðir,
burstaðir eða Jxvegnir eftir J)ví úr
hverju Jreir eru, ljósakrónur og
lampastæði ryksoguð eða J)urrk-
uð með íundnum klút, en munið
að taka ekki bwði á ryksugunni
og Ijósastœðinu í einu.
Gólfteppin er bezt að viðra úti,
sé þess kostur. Þó er J)að ekki
nauðsynlegt, sé til góð ryksuga.
Þá er teppið ryksogað vel á rétt-
unni, síðan vafið upp og ryksog-
að á röngunni jafnóðum. Áður
en teppið er vafið saman, er hægt
að hreinsa það með kvillajaberki.
Það er gert á þann hátt, að 125
gr. af berki er soðið í 2 I. af vatni
í 15 mín., vökvinn síaður frá og
notaður til þess að þvo málaða
fleti í hlutfallinu 2 dl. í 1 litla
fötu af vatni. Berkinuin stráð á
teppið (nota má meiri börk ef
þarf) og það síðan burstað með
honum. Ef mölur er í húsinu,
þarf að viðra allt, sem hann get-
ur farið í, sem allra bezt, einnig
að ryksoga. Munið, að það er
aldrci hægt að viðra of mikið, ef
mölur hefir komizt í íbúðina. Á
bókakili, sem eru' upplitaðir, er
gott að bera agnarlítið bón. Það
verður að gerast mjög fljótt, ])ví
ella verða kilirnir flekkóttir.
Parkett gólf (harðviðar gólf) er
hreinsað með terpentínu til þess
að ná af því gömlu bóni og blett-
um. Nýtt bón borið á, en ekki of
þykkt, og munið að bera alltaf
lítið á út í hornin, og þar sem
lítið er gengið. Korkgólf eru
annaðhvort bónuð eða lökkuð.
Venjulega er stroléið yfir ])au
með klút, undnum úr hreinu
vatni en í stór hreingerningu má
bursta þau upp úr vægu sápu-
valni með mjúkum hreingerninga
bursta, ekki hörðum gólfskrubb,
skoluð með hreinu vatni á eftir.
Gúmmídúkar eru helzt aðeins
þvegnir úr köldu vatni, og munið
að bóna aldrei gúmdúka.
Fægingu á kopar- og messing-
hlutum er hægt að spara sér með
því að lakka þá með zaponlakki,
þegar eftir fægingu. Þá þarf að-
eins að þurrka þá með þurrum
klút, en ekki að fægja í langan
tíma á eftir. Fari lakkið að slitna
af á bletlum, má ná því, sem eft-
ir er, með acetone, fægja síðan
og bera á nýtt lag af lakki.
Niðursoðið brúnkól.
llafi mikið af hvítkálinu
sprungið, er það ekki nothæft til
J)ess að hengja það upp eða
geynta í lengri tíma. Þá er mjög
hentugl að búa lil úr Jjví brún-
kál og sjóða J)að niður. í það er
haft: 2 kg. hvítkál, 100 gr. smjör-
líki, salt og pipar, 1 til 2 dl. vatn.
Hvítkálið er hreinsað og skorið í
jafnar ræmur, smjörlíkið brúnað
og kálið brúnað þar í, þar til það
cr jafn brúnt og farið að minnka
á pönnunni, sett í pott. Þegar bú-
ið er að brúna allt kálið, er sall,
pipar og vatn sett á og soðið í 2
mín. Sett í vel hrein niðursuðu-
glös. Þau mega ekki vera of full.
Lokað og soðið í 15 mín. Næsta
dag eru glösin soðin aftur í 10
mín. Svona kál er mjög gott með
alls konar kjötréttum.
Kolfinna.
ÍSLENDINGUR
fæst í lausasölu:
í Blaðasölunni.
í Borgarsölunni.
í Blaða- og sælgætissölunni.
í Eddu.
í Verzluninni Hofi.
í Villabúð.
i