Íslendingur - 11.10.1957, Síða 6
6
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 11. október 1957
Miioioméður
BMur Pétursdéttur
Farþegatjöldi »Lottleiða« jókst
verulega s.l. ár
Vetraráætlun félagsins gengur í gildi 15. október.
1. nóv. lækka fargjöld ó leiðinni Island—Banda-
ríkin.
Vetraráœtlun LoftleiSa gengur
í gildi 15. október n. k. og gildir
til 17. maí 1958. Á þessum tíma
verða farnar 8 ferðir í viku um
Reykjavík jnilli Bandaríkjanna
og meginlands Evrópu eða Bret-
lands. Vikulegar ferðir verða til
Lundúna, Gautaborgar, Glasgow
og Stafangurs, tvœr ferðir í viku
til Hamborgar og Oslóar, en
þrjár til Kaupmannahafnar.
Frá Reykjavík munu flugvél-
arnar fara austur á bóginn
nokkru fyrr en í sumar eða kl.
hálfníu að morgni, en brottfarar-
tíminn til Bandaríkjanna verður
svipaður og í sumar, kl. átta að
kvöldi.
Lækkuð fargjöld.
A tímabilinu frá 1. nóvember
til 1. apríl lækka fargjöld Loft-
leiða mjög á flugleiðinni milli
Islands og Bandaríkjanna, en
Loftleiðir munu vera eina flugfé-
lagið, þeirra er heldur uppi föst-
um áætlunarferðum yfir Norður-
Atlantshafið, sem býður þessi
sérstöku fargjöld. Nemur lækkun
þessi rúmum 700 krónum fyrir
hvern þann farseðil, sem keyptur
er fyrir flugfar fram og til baka
milli New York og Reykjavíkur
og kostar hann því ekki nema
rúmar 4 þúsund krónur á þessu
tímabili.
Fjölskyídufargjöld.
Þá munu Loftleiðir einnig
halda áfram að bjóða hin lágu
fjölskyldufargjöld, er í gildi
verða sömu vetrarmánuði og hin
lágu almennu fargjöld.
Helztu reglur um fjölskyldu-
fargjöld eru þær, að fyrirsvars-
maður fjölskyldu greiðir fullt
gjald fyrir farmiða sinn, en frá
andvirði hvers farmiða, sem
hann kaupir að auki fyrir börn
eða maka, dregst jafnvirði 160
Bandaríkjadala, sé farið fram og
aftur milli New York og stöðva
Loflleiða í Evrópu.
1 fyrravetur varð reyndin sú,
að margar fjölskyldur völdu
tímabil þessara lágu fargjalda til
ferðalaga milli Bandaríkjanna og
Evrópu, en í því sambandi má t.
d. geta þess, að þau gjöld, sem
Loftleiðir gera hjónum með tvö
uppkomin börn að greiða fyrir
farið fram og aftur milli Islands
og Ameríku, eru ekki nema rúm-
ar 10 þúsund krónur.
Mikið annríki.
Mikið annríki hefir verið hjá
Loftleiðum í sumar og var far-
þegatalan í s. 1. ágústlok orðin
rúmlega þrem þúsundum hærri
en á sama tíma í fyrra, en það
samsvarar rúmlega 20% aukn-
ingu.
Þessi aukning, ásamt hinum
mörgu bréfum, er stjórn félags-
ins berst jafnan frá farþegum, er
rórna fyrirgreiðslu alla, sannar
að Loftleiðir eiga nú mjög vax-
andi vinsældir að fagna í hinni
hörðu samkeppni á flugleiðunum
yfir Norður-Atlantshafið.
IttrtMa íiuglRois !M
Nær 100% aukning í ufanlandsfluginu í júlí
miðað við síðasta ór.
Um þetta leyti árs verða nokkur þáttaskipti í starfi Flugfélags ís-
lands, er sumaráætlun lýkur og vetrarstarfið tekur við. Suinaráætl-
un innanlandsflugs lauk 30. sept., en sumaráætlun ulanlandsflugs
lauk 5. okt. Sumarstarfið hefir að þessu sinni gengið mjög vel. Veð-
ur hefir verið hagstætt til flugs mestan hluta sumars, enda tafir fá-
tíðar. Sumaráætlunin hófst að þessu sinni 1. maí. Flogið var til og
frá tuttugu stöðum innanlands.
Farþegafjöldinn á tímabilinu
1. maí lil 30. sept. var í innan-
landsfluginu 41.643, en var á
sama tíma í fyrra 37.436, svo að
aukning er 9 af hundraði. Sýna
þessar tölur greinilega hve geysi
þýðingarmikill þáttur innanlands-
flugið er.
Með vetraráætlun, sem hófst 1.
okt. fækkar ferðum nokkuð frá
því sem var á sumaráætluninni.
Vetraróætlunin.
Til Akureyrar verða tvær ferð-
ir á dag, þrjá daga vikunnar, en
ein ferð alla aðra daga. Til Vest-
mannaeyja verður flogið alla
daga. Til ísafjarðar er flogið alla
daga nema sunnudaga og þriðju-
daga. Til Egilsstaða er flogið alla
daga nema sunnudaga og mið-
vikudaga út október en frá 1.
nóv. verður flogið þangað á
þriðj udögum, fimmtudögum og
laugardögum. Náðst hefir sam-
komulag um bílferðir í sambandi
við komu flugvélanna á Egils-
staðaflugvelli, þannig að eftir
komu flugvélanna á mánudögum
og fösludögum, verða bílferðir
til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og
Norðfjarðar. Þannig verður
þessu hagað út októbermánuð en
eftir 1. nóvember falla þessar
ferðir niður en í stað þeirra verð-
ur sams konar ferð alla fimmtu-
daga.
Til Þingeyrar og Flateyrar
verður flogið á þriðjudögum. Til
Bjargey Pétursdóttir, eigandi
Sportvöru- og hljóðfæraverzlunar
Akureyrar, var ein af þeim ungu
konum, sem settu svip á bæinn,
með starfi sínu og broshýru við-
móti, enda var hún mjög vin-
sæl.
Bjargey Pétursdóttir og Anna
Snorradóttir, sem báðar voru
Zontakonur, áttu mestan þátt í
því, að Zontaklúbbur Akureyrar
eignaðist Nonnahús — bernsku-
heimili pater Jóns Sveinssonar.
Nú er iangt komið lagfæringu
á húsinu og stendur til, að safn-
ið með verkum hans o. fl. verði
opnað núna 16. nóv., á hundrað
ára afmæli Nonna.
Um síðustu áramót, er Bjargey
hvarf til æðri heima, stofnaði
Zontaklúbbur Akureyrar minn-
ingarsjóð með hennar nafni, til
styrktar þeim menningarmálum,
sem Z. A. liefir áhuga á, á hverj-
um tíma, en sem í náinni fram-
líð mun verða bundið Nonna-
safni.
Minningarspjöldin, sem talin
eru mjög smekkleg, verða til
sölu í Hannyrðaverzlun Ragn-
heiðar 0. Björnsson í Hafnar-
stræti 103, Akureyri.
Zonlaklúbbur Akureyrar.
Patreksfjarðar og Bíldadals á
fimmtudögum og til Siglufjarðar
Sauðárkróks þriðjudaga og laug-
ardaga og til Fagurhólsmýrar og
Hornafjarðar mánudaga og
föstudaga. Til Kirkjubæjarklaust-
urs er flogið á föstudögum.
Rétt er að vekja athygli á því
að brottfarartími fiugvéla breyt-
ist með vetraráætluninni.
Millilandaflugið.
Sumaráætlunin í millilanda-
fluginu hófst einnig 1. maí. Dag-
inn eftir komu hinnar nýju Vis-
count miliilandaflugvélar til
landsins og hóf önnur þeirra þeg-
ar áætlunarflug en hin var notuð
til þjálfunar flugmanna í mánað-
artíma. Frá 1. júní hafa þær svo
annast millilandaflugið.
íslendingar hafa sýnt það í
sumar að þeir, ekki síður en aðr-
ir, kunna að meta kosti Viscount
flugvélanna því farþegafjöldi hef-
ir farið fram úr því sem bjart-
sýnustu menn gerðu sér vonir um
í vor. Þess má geta í þessu sam-
bandi að í júlí flutti Gullfaxi og
Hrímfaxi 4171 farþega inilli
landa. A sama tíma í fyrra voru
millilandafarþegar 2187, svo
aukning er hér 90.71%.
Með vetraráætluninni milli
landa fækkar ferðum nokkuð.
í’arnar verða fimm ferðir fram
og til baka vikulega. Til Kaup-
mannahafnar eru fjórar ferðir.
Tvær um Glasgow og tvær um
Osló. Ein ferð vikulega lil Lon-
don og komið við í Glasgow i
heimleiðinni. Til Hamborgar
verða tvær ferðir í viku um Osló
og Kaupmannahöfn.
JÓN SVEINSSON (Nonni) :
Glæfrareið
(Ur sögusafninu Á Skipalóni)
„Jæja, en hvað voruð þið að vilja yfir ána, Nonni?“
„Gatan lá beint yfir hana, og þetta var vaðið. Og við ætluðum að
skoða okkur dálítið um á eynni úti í ánni. Þar var svo mikið af
fuglum, bæði svönum og gæsum og öndum, og við höfðum aldrei
komið þangað fyrr.“
„Það cr fallegt þar, og ég hef ekkert á móti því, að þið skoðið
ykkur um. En þið verðið að fara varlega yfir vötnin.“
„Við fórum varlega og gættum eins vel að öllu og við gátum. En
hesturinn var svo viljugur. Það var allt honum að kenna.“
„En þú máttir vita það, að Bleikur var viljugur, og það verður
að vara sig á því. Það er vissasl að velja sér hest, sem ekki er ólm-
ur, og gæta vel að öllu. En hvernig stóð á því, að þú skyldir detta
af baki?“
„Nonni komst aldrei alveg á bak,“ greip Manni fram í, „og þegar
Bleikur tók sprettinn, datt hann af honum.“
„Já“, sagði ég. „Ég komst ekki á bak til fulls, og svo datt ég,
þegar hann stökk með Manna út í ána.“
„Þú áttir að vara þig á því, Nonni, úr því að hesturinn var svona
viljugur. Þú hefir verið alltof nærri ánni, þegar þú varst að reyna
að komast á bak.“
„Já, mamma, það sá ég allt á eftir.“
„Og hvernig stóð annars á því, að Manni skyldi detta í ána?“
spurði mamma nú.
„Þegar Bleikur var kominn út í miðja á,“ svaraði Manni, „fleygði
hann sér allt í einu á hliðina, og þá datt ég af honum.“
„Hvernig stóð á því, að hann skyldi fleygja sér á hliðina?“
„Það veit ég ekki,“ sagði Manni.
„Tókst þú í tauminn á honum?“
„Já“, svaraði Manni. „Hann sneri allt í einu upp í strauminn,
eins og hann ætlaði að vaða upp eftir álnum, í staðinn fyrir að
halda áfram yfir að bakkanum. Þá tók ég í snærið til þess að stýra
honum að landi. En þá lagðist hann allt í einu á hliðina.“
„Það áttir þú ekki að gera, Manni,“ sagði mamma. „Hesturinn
hefir snúið sér upp í strauminn til þess að standast betur á móti
honum. Og þá má ekki taka í tauminn. Það verður að láta hestinn
ráða sér sjálfan í vatninu.“
„Ef ég hefði vitað það,“ sagði Manni og kippti í eyrnasnepilinn.
„Þið farið varlegar næst, drengir, og látið ykkur þetta víti að
varnaði verða.“
„Það ætlum við að gera,“ sögðum við báðir.
„Ég veit að þið gerið það“, svaraði mamma. „Guð hefir haldið
verndarhendi sinni yfir ykkur í þessari hættu eins og ævinlega ann-
ars. Og þið megið ekki gleyma að þakka honum fyrir það.“
„Við skulum gera það í kvöld, þegar við lesum bænirnar okkar,“
sagði Manni.
„En báðuð þið ekki til guðs í hættunni?“
„Jú“, svaraði ég. „Þegar ég sá Manna detta í ána, bað ég guð
um hjálp. Og þegar við vorum úr allri hættu, þökkuðum við guði
fyrir.“
„Og þegar ég datl í ána,“ sagði Manni, „þá kallaði ég: Guð minn
góður hjálpi mér. En meira gat ég ekki sagt, af því að ég sökk á
kaf. En ég hélt mér fast í toppinn á hestinum. Þá komst ég aftur
með höfuðið upp úr.“
Mamrna sagði ekki neitt, en þrýsti drengnum að hjarta sér..
Nú setlist ég hjá henni og sagði: „Okkur hefur alltaf gengið vel
í allri hættu hingað til. Guð hcfur alltaf verndað okkur, eins og
þú sagðir áðan.“
„Já, og alveg eins var það, þegar við fórum hérna út á höfnina
og Frakkar björugu okkur. Og eins var það uppi í fjöllunum, þegar
Halldór Helgason hafði okkur í hellinum hjá sér,“ bætti Manni
við.
„Það er satt, drengir, ykkur hefir alltaf farnast vel hingað til. En
einu megið þið ekki gleyma, menn mega ekki freista guðs. Hann
vill, að við förum eins varlega og skynsamlega og okkur er auðið.
Aðeins ef það er gert, getum við reitl okkur á hjálp hans.“
„Við skulum alltaf gera það, mamma. En þá þarft þú ekki að
vera hrædd um okkur, þegar við erum úti,“ sagði Manni.
Mamma brosti og strauk hendinni um hár hans. Því næst sagði
hún: „Það er rélt hjá þér, Manni. Ég vona, að guð annist okkur
öll.“
„Já, það gerir hann áreiðanlega," kallaði Manni. „Og þú mátt þá
aldrei vera hrædd um okkur.“
„Það er ég heldur ekki, góði minn,“ sagði mamma og reis á fæt-
ur, „á meðan þið eruð góðir og guðhræddir drengir, verð ég aldrei
hrædd um ykkur, og banna ykkur ckki að fara og vera hvar sem
þið vilj ið.“
Nú koin Gunna inn og sagði, að kvöldmaturinn væri tilbúinn.
„Það er gott, Gunna,“ sagði mamma. „Við komum undir eins.
Viltu ekki hita tvo bolla af mjólk handa drengjunum?“