Íslendingur - 10.01.1958, Blaðsíða 8
Kaupendur
vinsamlega beðnir að tilkynna af-
greiðslunni strax, ef vanskil eru á
blaðinu.
Föstudagur 10. janúar 1958
íslendingur kemur næst
út miðvikudaginn 15.
janúar.
GAMLIR GRIPIR.
Ljósmynd þessa tók Gísli Ólafsson í byggðasafninu í Glaumbæ.
Þar sjást nokkrir gamlir munir, sem nú eru vart lengur til á einka-
heimilum. Gripirnir eru: askur, tréskór, snældustóll, skrín, brenni-
vínskútur og halasnælda.
Happdrættislán Flngfélags fslands
Úr heimahögum
>0000000000000000000000«
Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju
á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h. Sálm-
ar: 4 — 201 — 105 — 59 — 584. —
P. S. — Messað í Lögmannshlíðar-
kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e.h. —
K. R.
Fundur í drengjadeild
kl. 10.30 f. h. á sunnu-
daginn. — Silfurhnappa-
og Ljósberasveitir sjá
um fundinn. 14 og 15 ára drengir vel-
komnir. — Fundur í stúlknadeild í
kapellunni n.k. sunnudag kl. 5 e.h. —
Eyrarrósasveitin sér um fundarefni.
I.O.O.F. — 139H08V2 —
HULD, — 59581157 — VI — 2 : :
Fcrmingarbörn. Börn, sem eiga að
fermast í Akureyrarkirkju á komandi
vori, eru beðin að koma til viðtals í
kirkjukapellunni sem hér segir: Til
séra Kristjáns Róbertssonar jjriðjudag-
inn 14. jan. kl. 5 e.h. Til séra Péturs
Sigurgeirssonar miðvikudaginn 15. jan.
kl. 5 e.h.
Karlakór Akureyrar fer ineð sam-
söng sinn og Luciuhátíð að'Freyvangi
n. k. laugardag, ef veður og færi leyfa.
Skemmtiskráin mun óbreytt frá því
sem var hér á Akureyri fyrir jólin. Má
vænta þess að héraðsbúar sæti færi og
njóti góðrar skemmtunar. Söngskemmt-
unin mun byrja kl. 9, en dansleikurinn
siðan um kl. 11.
Slysavarnarkonur Akureyri. Hinn ár-
legi söfnunardagur deildarinnar er 2.
febrúar. Þá eru deildarkonur einnig
vinsamlega beðnar að borga árgjöldin
sem fyrst í Skóverzlun Hvannbergs-
bræðra. — Stjórnin.
Ikviknun. Laugardaginn milli jóla
og riýárs var slökkviliðið kvatt upp að
Lögmannshlíð, þar sem kviknað hafði
í miðstöðvarklefa. Eldurinn varð
slökktur, áður liann næði að breiðast
út, og urðu þar ekki verulegar
skemmdir.
Nœturvörzlu hœtt í lyjjabúðum. —
Eins. og auglýst er f blaðinu í dag,
hættu lyfjabúðir bæjarins um síðast-
liðin áramót að hafa næturvörzlu, og
er sá siður víða kominn á erlendis.
Verða þær hér eftir opnar frá kl. 9 að
morgni til kl. 10 að kveldi. Hafa land-
læknir og Læknafélag bæjarins sam-
þykkt þessa breytingu. Næturlæknir
mun þó framvegis hafa samband við
lyfjafræðing, er afgreiðir nauðsynleg
lyf eftir forsögn hans.
Skíðaráð Akureyrar. Mótaskrá fyrir
árið 1958. 12. jan. Stórhríðarmót. Svig
allir flokkar. — 19. jan. Stórhríðarmót.
Stökk allir flokkar. — 26. jan, Her-
mannsmót. Svig allir flokkar. — 9.
febr. Skíðamót Akureyrar. Svig allir
flokkar. — 16. febr. Sama. Stórsvig
allir flokkar. — 23. febr. Sama. Brun
allir flokkar. — 2. marz. Sama. Stökk
allir flokkar. — 16. marz. Firmakeppni.
Svig. — 20. marz. 20 ára afmælismót
Skíðaráðs Akureyrar. Svig. — Skíða-
ráðið áskilur sér rétt til breytinga á
mótskránni, ef þurfa þykir.
Á þessu ári byrjaði Flugfélag
íslands bið þýðingarmikla en
kostnaðarsama starf að endur-
nýja flugvélakost sinn. Síðast lið-
ið vor festi félagið kaup á tveim-
ur nýjum millilandaflugvélum af
fullkomnustu gerð, sem, ásamt
nauðsynlegum varahlutum, þjálf-
un áhafna og öðrum tilkostnaði,
kostuðu um 48 milljónir króna.
Flugvélar þessar hafa reynzt mjög
vel og hafa flutningar félagsins
milii landa stóraukizt með til-
komu þeirra.
Til þess að geta ráðist í þessi
kaup, varð félagið að taka tvö
stórlán erlendis alls að upphæð
um 33 milljónir króna, en það fé,
sem þurfti til viðbótar, hugðist
félagið fá með því að selja þrjár
af eldri flugvélum sínum þ.e.a.s.
tvær Dakota flugvélar og aðra
Skymasterflugvélina. Auk þess
var ráðgert að selja Skymaster-
flugvélina „Sólfaxa“ á næsta ári.
Önnur Dakotaflugvélin var seld
á s.l. vori en Skymasterflugvélin
„Gullfaxi“ er enn óseld og fyrir-
sjáanlegt að söluverð hennar
verður mun lægra en áætlað
Frá Austjirðingajélaginu. Austfirð-
ingamótið verður væntanlega haldið 1.
marz n. k. Nánar auglýst síðar.
Guðspekistúkan Systkinabandið. —
Fundur verður haldinn þriðjudaginn
14. janúar kl. 8.30 síðdegis. — Erindi.
Kvenjélagið Hlíf heldur fund mánu-
daginn 13. jan. n.k. kl. 9 e.h. í Varð-
borg. — Dagskrá: Kosning nefnda. —
Onnur mál. — Skemmtiatriði. — Kon-
ur taki með sér kaffi. — Stjórnin.
Happdrœtti N.L.F.I. — Þessi númer
komu upp: 15421, 29318, 8456, 9219,
6176, 2758, 1200, 2070.
Bœjarjógeti hefir beðið blaðið að
geta þess, að í ráði sé að halda nám-
skeið fyrir lögreglumcnn í kaupstöð-
um, í Reykjavík í vetur og hefst það
15__20. janúar n.k. Nánari upplýsingar
um þetta geta menn fengið hjá bæjar-
fógeta og yfirlögregluþjóni hér.
hafði verið, og stafar það af stór-
auknu framboði slíkra flugvéla á
heimsmarkaðnum.
Vegna stöðugrar aukningar á
innanlandsflugi félagsins, er nú
Ijóst orðið, að félaginu er mikil
nauðsyn að geta haldið annarri
Dakotaflugvélinni, sem ætlunin
var að selja, og sömuleiðis að
ekki þurfi að koma til sölu á
Skymasterflugvélinni „Sólfaxa“,
sem í vaxandi mæli hefir verið
notuð til flugferðanna innan-
lands. Sú flugvél hefir einnig ver-
ið mikið notuð til flutninga milli
Danmerkur og Grænlands fyrir
erlenda leigutaka og þannig aflað
þjóðinni gjaldeyris.
Til þess að úr þessum fyrirætl-
unum félagsins geti orðið, þarf
það nú mjög á auknu fjármagni
að halda — að öðrum kosti mun
ekki hjá því komizt að selja verði
flugvélar, sem nauðsynlegar eru
ef félagið á að geta rækt þjón-
ustuhlutverk sitt við þjóðina í
þeim mæli, sem til er stofnað.
Félagið efnir nú, að fengnu
leyfi Alþingis og ríkisstjórnar, til
sölu happdrættisskuldabréfa, alls
að upphæð 10 milljónir króna,
sem endurgreidd verða að sex ár-
um liðnum með 5% vöxtum og
vaxtavöxtum. Til þess að gera
sem flestum Iandsmönnum kleift
að veita félaginu stuðning, verð-
ur láni þessu skipt í eitt hundrað
þúsund hluti, hver að upphæð
100 krónur. Hvert skuldabréf
kostar því í dag 100 krónur, en
að sex árum Jiðnum verður það
endurgreitt með 134 krónum.
Auk þess að greiddir verða 5%
vextir og vaxtavextir, eins og áð-
ur er getið, gildir sérhvert skulda-
bréfanna sem happdrættismiði og
eru vinningarnir för með flugvél-
um félagsins, eða afslættir af
flugförum. Heildar verðmæti
vinninga nemur kr. 300.000.00 á
ári og verður dregið um þá í
april mánuði ár hvert.
Fé fennir í
Grímsey
Þann 16. des. s. 1. gerði aftaka-
veður í Grímsey með mikilli fann-
komu. Allt fé var úti og fennti
það unnvörpum. Voru menn lengi
dags að draga það úr fönn, og
drápust nokkrar kindur. Elzti
innfæddi Grímseyingurinn kveðst
ekki muna til þess, að fé hafi
fennt þar, enda festir þar sjaldan
mikinn snjó.
Engir Grímseyingar fara að
þessu sinni suður á vertíð eins og
venja hefir verið.
FraœlioDiii d ioreyri
í síðasta blaði var skýrt frá
framboðum Sjlfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins til bæjar-
stjórnarkosninganna hér á Akur-
eyri. Framsóknarflokkurinn hefir
[birt lista sinn, og eru þessir 5
menn í efstu sætum: Jakob Frí-
mannsson kaupfélagsstjóri, Guð-
mundur Guðlaugsson framkv.stj.,
Stefán Reykjalín byggingameist-
ari, Gísli Konráðsson, framkvslj.
og Sigurður Oli Brynjólfsson,
kennari.
Á lista kommúnista, er nú
bjóða fram í nafni Alþýðubanda-
lagsins, eru þessir 5 menn efstir:
Björn Jónsson alþm., Jón B.
Rögnvaldsson bifreiðarstjóri, Jón
Ingimarsson, bifreiðarstjóri, Þor-
steinn Jónatansson, ritstjóri og
Tryggvi Helgason útgerðarmað-
ur.
Þjóðvarnarflokkurinn býður
ekki fram hér að þessu sinni, og
er blaðinu ekki kunnugt um
framboð hjá honum nema í
Reykjavík.
x D-listinn.
AnnálS íslendings
JANÚAR 1958.
Ibúðarhúsið að Draghálsi í Svínadal
Borgarfjarðarsýslu brennur á áramót-
um. Bóndinn, Sveinbjörn Benteinsson
var staddur í Reykjavík, en hjón með
ungt barn gættu búsins. Nokkuð bjarg-
aðist af inr.anstokksmunum.
Miklar skemmdir urðu hjá Gólf-
teppagerðinni í Reykjavík, er bragga-
samstæða, þar sem hún hafði starfsemi
sína, brann innan ásamt munum og
hráefnum, er þar voru inni.
Fjárhúskofi brennur í Reykjavík og
þar með 15 kindur, er gamall maður
átti. Hafði hann skilið eftir gasljós í
kofanum, meðan hann sótti vatn, en
kom aftur að kofanum logandi. Tókst
honum að bjarga tveim hrútum, er
voru í stíu næst dyrum.
Elzti borgari Húsavíkur, Sigurlaug
Sigurjónsdóttir, andast, 101 árs að
aldri.
Kosiitsig'ar
I I)ag:§Rmfiii
Stjórnarkjör fer fram í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún í
Reykjavík dagana 18.—19. þ. m.
Bera lýðræðisflokkarnir fram
sameiginlegan lista gegn komm-
únistum, sem ráðið hafa stjórn
þessa stærsta verklýðsfélags
landsins mörg undanfarin ár.
Hafa lýðræðissinnar fullan hug á
að hnekkja valdi kommanna þar,
sem þeir hafa misnotað á áber-
andi hátt í hagsmunaskyni fyrir
hinn fjarstýrða flokk, sem geng-
ið hefir undir ýmsum nöfnum við
allar kosningar en lýtur ætíð fyr-
irmælum Kreml-búa, hverju
nafni sem hann nefnist.
Sjdlfstdtiíslélag Ahurejrrar
heldur fund n. k. sunnudag, 12. janúar, í
Landsbankasalnum, er hefst kl. 16 (4 síðd.)
Fundarefni: Fjúrhagsáætlun bæjarins.
Frummælandi Jón G. Sólnes, bæjar-
fulltrúi.
í næstu viku verður sameiginlegur fundur
Sjálfstæðisfélaganna um bæjarmál og bæjar-
stjórnarkosningarnar, og verður hann nánar
auglýstur í næsta blaði. er út kemur miðviku-
daginn 15. janúar.
Stjórnin.