Íslendingur


Íslendingur - 28.11.1958, Side 1

Íslendingur - 28.11.1958, Side 1
»Rétt 5por« eða »víta- verð mistök« Tveir stjórnarsinnar segja álit sitt á bjargráðunum Stjórnmálayfirlýsing Hræðslu- bandalagsins vorið 1956 hófst á þessum orðum: „Mikill vandi steðjar nú að íslenzku þjóðinni. — Höfuðatvinnuvegum lands- manna er haldið uppi með bein- um styrkjum af opinberu fé og gífurlegu álagi á neyzluvörur al- mennings.“ Og síðar í sömu ályktun segir: „Nú verður að brjóta blað í ís- lenzkum stjórnmálum. Ef ekki verður gripið fast í taumana, mun skapast algjört öngþveiti í efna- hags- og fjármálalífi þjóðarinn- ar. Af því hlytist stöðvun fram- kvæmda, atvinnuleysi og upp- lausn, sem reynast myndi gróða- mönnum og einræðissinnum hinn bezti jarðvegur fyrir stefnu sína. Þess vegna ber nú brýna nauð- syn til þess, að tekin sé upp ný stefna í efnahagsmálum þjóðar- innar.“ Þannig söng í tálknum þeirra fyrir 2^2 ári, sem síðan hafa far- ið með stjórn landsins. „Nýja" stefnan. Þar sem höfuðatvinnuvegunum var haldið uppi með beinum styrkjum af opinberu fé og „gíf- urlegu álagi“ á neyzluvörur al- mennings bar brýna nauðsyn til að taka upp nýja stefnu í efna- hagsmálunum. En í hverju hefir hin nýja stefna birzt? Er búið að afnema styrkina til atvinnuveganna eða lækka þá? Hefir hið gífurlega álag á neyzluvörur almennings verið lækkað eða afnumið? Mun ekki sönnu nær, að styrk- irnir hafi aukizt og að hinar gíf- urlegu álögur á neyzluvörur hafi verið stórlega hækkaðar, ekki einu sinni, heldur tvisvar? Erlendir sérfræðingar hafa ver- ið fengnir til að gera „úttekt á þjóðarbúinu“. En sú úttekt hefir ekki verið birt, þrátt fyrir ein- dregnar áskoranir. Stofnaður hefir verið nýr „rík- issjóður“, sem ber nafnið Út- flutningssjóður. í hann er dreg- inn bróðurparturinn af kaupverði „neyzluvöru almennings“, en síð- an greiðir hann útflutningsat- vinnuvegunum „uppbætur“ til að lialda þeim á floti. Vísitalan tekur risastökk á fám mánuðum. Neyzluvörur hækka í verði um 30 ■—50 af hundraði, og síðan laun manria. Dýrtíðardraugurinn fitn- ar eins og púkinn á fjósbitanum. Tæpt á tillögum. Ríkisstjórnin fær ekki við neitt ráðið. Efnahagsmálin, sem hún ætlaði að taka nýjum, föstum tök- um, hafa aldrei verið í meira öngþveiti en í dag. Blöð hennar bollaleggja um, hvað beri að gera. Sum ympra á því, að kom- ið geti til greina að skera niður fjárlögin og greiða dýrtíðina nio- ur með því, sem við það sparast. Strika út gjaldaliði til landbún- aðar, vega, brúa, hafnargerða, lendingarbóta o. s. frv. Stöðva verklegar framkvæmdir á vegum ríkissjóðs. Onnur tala um niður- skurð á vísitölunni, kaupgjald- inu og afurðaverðinu. En ríkis- stj órnin hefst ekki að. Alþingi hefir setið verklítið vikum sam- an. Haldið 5—10 mínútna fundi um lítilsverð mál. Ríkisstjórnin bíður. Það er sagt, að hún bíði eftir tillögum Alþýðusambands- þings, sem nú situr að störfum. En hví leggur ekki ríkisstj órnin SÍNAR tillögur fyrir þing alþýðu- samtakanna? Á það e. t. v. að búa ríkisstjórn og Alþingi tillögurnar í hendur? Hvað sagði þingmaðurinn? Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins flutli ræðu í hófi Framsóknarmanna hér í bæ s. !. laugardag. Rekur Dagur efni hennar í fyrradag. Þegar tal þing- mannsins barst að efnahagsmál- unum, á hann m. a. að liafa sagt: „Á síðastliðnu vori var stigið Framhald á 5. síðu. í sumar var hafin bygging fyrstu raðhúsanna hér í bœnum á túnunum fyrir ofan Húsmœðraskólann. — liér getur að líta eitt þeirra, en í húsunum eru 6—7 íbúðir. — Ljósmynd: vig. Sjötugur: Jón Pálmason alþingismaður. Heilmjölsvinnsla i Kroisanesi í dag er Jón Pálmason bóndi og alþingismaður á Akri sjötug- ur. Borinn er hann og barnfæddur að Ytri-Löngumýri í Austur- Húnavatnssýslu og hefir alið all- an aldur sinn í sýslunni. Eftir bú- fræðinám að Hólum hóf hann bú- skap á föðurleifð sinni um 8 ára skeið. Tvö ár bjó hann að Mörk í Laxárdal en óslitið að Akri frá árinu 1923, en þá jörð hefir hann gert að höfuðbóli. Jón var snemma kjörinn til margvíslegra trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, og 1933 var hann kjörinn alþingis- maður Austur-Húnvetninga, og það hefir hann verið óslitið síðan um aldarfjórðungsskeið. Á Al- þingi hefir hann notið mikils trausts. Gegndi um árabil æðsta virðingarstarfi þingsins, forseta- starfi Sameinaðs Alþingis og hefir frá 1937 verið yfirskoðunarmað- ur landsreikninga. Þá var hann landbúnaðar- og samgöngumála- ráðherra í þeirri ríkisstjórn, er Ólafur Thors myndaði í desember 1949, um langt skeið í fjárveit- inganefnd og á sæti í Bankaráði Búnaðarbankans og Nýbýla- stjórn. Jón á Akri er höfðingi í lund og raun og hrókur alls fagnaðar á Afköst verksmiðjunnar jafnframt aukin. Fyrir dyrum standa nú breyt- ingar og endurbætur á síldarverk smiðju bæjarins í Krossanesi með heilmj ölvinnslu að takmarki, og verður verksmiðjan við breyting- una fær um að taka á móti 3500 málum síldar á sólarhring (í stað 2500—3000 áður), og síldarsoð- ið, sem áður fór forgörðum, nýt- ist jafnframt við heilmjölsvinnsl- una. Það er Vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík, sem tekur verkið að sér og er þegar byrjuð á smíði hinna nýju véla, er til þurfa, en samningur um verkið var undir- ritaður í vikunni sem leið. Búizt er við að heildarkostnaður verði um eða yfir 2 millj. króna. Með tilkomu hraðfrystihúss Ú. A. hafa afkomuskilyrði Krossa- nesverksmiðjunnar mjög batnað. Á þessu ári hefir hún fengið það- an til vinnslu 9238 tonn af úr- gangsfiski, og úr því hráefni hefir hún unnið 10107 sekki af karfa- mjöli, 7495 sekki af fiskimjöli og 356 af ufsamjöli. Auk þess hefir verksmiðjan unnið 8207 sekki af síldarmjöli úr 28587 málum af hafsíld og smásíld og 663 tonn af lýsi. Foreldradagurinn í Barnaskólanum gaf mjög góða raun Föstudaginn 21. nóvember var haldinn svonefndur foreldradag- ur í Barnaskóla Akureyrar. Hann var með þeim hætti, að öll kennsla í skólanum var felld niður þenn- an dag, en í stað þess var foreldr- um skólabarnanna boðið að koma í skólann og ræða við kennara barna sinna. Þar sem þetta er ný- lunda hér, þótti kennurum senni- legt, að þetta myndi verða róleg- ur dagur, en voru þó allir á einu máli um að reyna þetta. Kennarar voru svo til viðtals í skólastofum sínum frá 9—12 og 1—4 síðdegis. Heimsóknir for- mannfundum. Hagmæltur í bezta lagi og liefir unun af kveðskap og lestri góðra bóka. Hann er einn af skeleggustu málafylgjumönnum Sjálfstæðisflokksins og hefir oft reitt hirtingarvöndinn hátt í við- ureign við andstæðinga á Alþingi. íslendingur árnar honum allra heilla. eldra voru ekki mjög örar árdeg- is, en því fleiri síðdegis, svo að alltaf þurftu einhverjir að bíða, og sumir nokkuð lengi. Þótt viðtalstími kennara væri ekki auglýstur nema til kl. 4 síð- degis, fór þó svo, að sumir kenn- arar höfðu ekki lokið viðtölum fyrr en kl. 5 og jafnvel kl. 6 síð- degis. Alls mættu þarna til viðtals á fjórða hundrað foreldrar, og er það miklu meira en nokkur bjóst við. Skólastjóri og kennarar eru mjög ánægðir með þennan for- eldradag og þykir sem þessi til- raun hafi tekizt afburða vel.. Þeir eru foreldrum mjög þakklátir fyr- ir kornuna og alla góðvild í garð skólans, er þarna kom fram. Eru kennarar á einu máli um, að þess- um degi hafi verið vel varið, þótt hann væri strangari en þeir bjuggust við.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.