Íslendingur


Íslendingur - 20.03.1959, Qupperneq 2

Íslendingur - 20.03.1959, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 20. marz 1959 SJ ÖTUG : Frú Elinborg Jónsdóttir Frú Elinborg Jónsdóttir, Munka- þverárstræti 38 hér í bæ varð sjö- tug í fyrradag. Elinborg er fædd og uppalin í Eyjafirði fram, og dvaldist þar til fullorðinsára. En hingað til bæj- arins fluttist hún fyrir hér um bil 40 árum með manni sínum, Sig- urði Sölvasyni trésmið, sem um árabil hefir verið einn af þekkt- ustu byggingameisturum bæjar- ins. Frú Elinborg hlaut í vöggugjöf góðar gáfur og listasmekk. Hún var — og er — tónelsk og Ijóð- elsk, og setti á æskuárum sínum svip á kirkjukór Grundarkirkj u, en að Grund dvaldi hún um nokk- ur ár, áður en leið hennar lá til Akureyrar. Hér í bænum hefir frú Elinborg komið flestra kvenna mest við sögu mannúðar- og líknarmála, og verður sú saga ekki rakin í fám orðum. Hún hefir árum saman verið formaður Kvenfélagsins Hlífar, og var á sínum tíma þar að auki í bygginganefnd félagsins að barnaheimilinu Pálmholti. Vinna hennar, manns hennar og önnur framlög þeirra í þágu þess heim- ilis verða seint tölum talin, né að fé metin. Þá hefir frú Elinborg lagt kristniboðsmálum mikið lið, og fleira mundi telja mega, ef fara ætti orðum um öll hennar störf, umsvif og annir. En þrátt fyrir allt er Elinborg þó fyrst og fremst móðir og húsfreyja. Þau hjón, Elinborg og Sigurð- ur, hafa eignazt og komið upp 4 börnum, sem erft hafa gáfur og mannkosti foreldra sinna. Sjálfur vil ég að lokum þakka frú Elinborgu gömul og góð kynni frá bernskuárunum frammi í Eyjafirðinum okkar og síðan hér í bænum, og jafnframt árna henni, manni hennar og börnum allrar blessunar. J. Ó. P. -------□-------- ÍSLENDINGUR kemur næst út mið- vikudag 25. marz. Utanfilr, sem oldrei vor lyrírhuðui Finnur Björnsson útvegsbóndi að Ytri-Á í Ólafsfirði lenti nýlega í sjaldgæfu ævintýri, er hann ætl- að að fljúga frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Á sömu stundu og Akur- eyrarflugvélin skyldi halda norð- ur var Viscount-vélin Hrímfaxi að halda til Kaupmannahafnar um Glasgow. Vegna einhvers mis- skilnings fór Finnur um borð i Hrímfaxa og áttaði sig ekki á mis- tökunum fyrri en komið var nokk- uð út yfir haf. Mun honum þá hafa verið gefinn kostur á að flugvélin sneri við með hann, en annars að halda til Hafnar í boöi Flugfélagsins. Valdi Finnur hinn síðari kostinn, þar sem honum var ekkert að vanbúnaði og lá ekki á að komast heim þenna dag frek- ar en verkast vildi. í Kaupmannahöfn voru Finni sýndir ýmsir merkisstaðir, meðan flugvélin stanzaði þar, og kom hann síðan heim til Reykjavíkur með vélinni að morgni næsta dags og flaug stundu síðar norður. í viðtölum við blaðamenn lét Einn- Séra Sigurður Stefánsson prófastur á- varpar gesti kirkjuvikunnar. — Ljósm. Hermann Ingimarsson. ur mjög vel yfir þessari óvæntu utanlandsreisu, enda hafði hann ekki komið út fyrir ,,pollinn“ áð- ur>- ---------□--------- Akureyrarniót í körfuknattleik er nýlokið. Akur- eyrarmeistarar urðu KA (a-lið). Úrslit leikjanna: Þór 46 stig. MA b-lið 30 stig. MA a-lið 27 stig. KA b-lið 28 stig. KA a-lið 54 stig. KA b-lið 39 stig. Þór 59 stig. MA a-lið 43 stig. KA a-Iið 52 stig. MA b-lið 26 stig. KA b-lið 38 stig. Þór 27 stig. KA a-lið 72 stig. MA a-lið 38 stig. KA b-lið 36 stig. MA b-lið 17 stig. MA a-lið 43 stig. MA b-lið 34 stig. KA a-Lið 109 stig. Þór 26 stig. Þór sá um mótið. ------X-------- Frá stariinu i Zion Stórmyndin Marteinn Lúther verður sýnd á laugardagskvöldið kl. 9. Er hér um að ræða mestu og frægustu kvikmynd, sem gerð hefir verið um kirkjusögulegt efni. Börn fá ekki aðgang, þar sem myndin er full löng og þung- skilin fyrir þau. Aðgangur er ó- keypis. Á krislniboðssamkomunni á pálmasunnudag, kl. 8.30 síðdeg- is, talar Ólafur Ólafsson kristni- boði. í upphafi samkomunnar verður sýnd litkvikmynd frá Konsó. Tekið á móti gjöfum til kristniboðs. Endurbœtt rukarostofu í vikunni sem leið komu rit- stjórar Akureyrarblaðanna saman á rakarastofu Jóns Eðvarðs við Skipagötu, er hún var opnuð á ný eftir gagngerðar endurbætur. Auk þess sem stofan var máluð, hafði lýsingu verið breytt til mikilla bóta og nýir stólar settir þar nið- ur. Eru þeir eftir allra nýjustu tízku og einkar þægilegir jafnt fyrir viðskiptavininn sem rakar- ann. Jón Eðvarð hefir rekið rakara- stofu hér í bæ síðan árið 1937. —- Á myndinni sjást feðgarnir Jón og Reynir vinna að iðn sinni. — Ljósmyndina tók Sigtryggur Ilelgason. •----------------® Dragtir N Ý SENDING. Markaðurinn Sími 1261. •----------------• Valhnetur NÝKOMNAR. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibúin. Döimiiu féfbu0iðl Skórnir frá Feldinum koma nú með hverri ferð. VOR- og SUMARTÍZKAN. Póstsendum. Skóverzlun M. II. Lyngdal & Co. h.f. PdrÉeppni Iridf- fdogsins loi Firmakeppni í undir- búningi Síðastliðinn þriðjudag lauk parakeppni Bridgefélags Akureyr- ar, og urðu úrslit þessi: 1. Margrét Ingimarsdóltir — Baldur Árnason 363 stig. 2. Elínborg Einarsdóttir — Magnús Tryggvason 339 stig 3. -4. Sigrún Bergvinsdóttir — Þórður Björnsson 338 stig. 3.-4. Dísa Pétursdóttir — Guð- jón Jónsson 338 stig. 5. Rósa Sigurðardóttir — Þor- valdur Jónsson 326 stig. 6. Margrét Jónsdóttir — Ragn- ar Skjóldal 322 stig. 7. Guðbjörg Ólsen — Þor- steinn Halldórsson 321 stig. 8. Soffía Guðinundsdóttir — Björn Einarsson 314 stig. Alls tóku 14 þátt í keppninni. Verið er að undirbúa firma- Landhelgisgæzla Utanríkismála- og landhelgis- nefnd á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins flutti eftirfarandi álykt- un, er samþykkt var samhljóða: Landsfundurinn þakkar varð- skipsmönnum og öðrum starfs- mönnum landhelgisgæzlunnar ár- vekni og ötulleik í hinni vanda- sömu vörn þeirra undanfarna mánuði gegn erlendri valdbeit- ingu. Jafnframt vítir fundurinn, að óhæfilega var látið dragast að hefjast handa um smíði nýs, hraðskreiðs varðskips, þvert ofan í samþykkt Alþingis vorið 1956, enda er auðsæ þörf á stöðugri endurnýjun og aukningu tækja landhelgisgæzlunnar, eftir því sem til hennar eru gerðar meiri kröfur. -----X------ keppni og virðist þátttaka ætla að verða mikil.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.