Íslendingur


Íslendingur - 20.03.1959, Page 5

Íslendingur - 20.03.1959, Page 5
Föstudagur 20. marz 1959 ÍSLENDINGUR 5 Noklcrir fulltrúar Akureyringa og Þingeyinga á 13. landsjundi Sjálfstœðisjlokksins. 13. Land§ííundair SJálfstæðisflokksins Framhald af 1. síðu. þar sem liann lét í ljós ánægju sína yfir þeim einhug, er á fund- inum ríkti og þakkaði fulltrúum hina ágætu fundarsókn og árnaði þeim og flokknum allra heilla. Taldi hann, að hinir hlýju straum- ar, sem um sig hefðu leikið á þess um 13. Landsfundi flokksins væru sér ógleymanlegir, og vænti hann þess, að nú, með vaknandi vori mætti vorhugur ríkja í hugum landsmanna. Kynningarhóf. A sunnudagskvöldið héidu full- trúar fundarins skilnaðarhóf í Sjálfstæðishúsinu, Hótel Borg og veitingahúsinu Lido, og var það tækifæri notað til kynningar milli fulltrúa úr hinum ýmsu landshlut- um, en fundinn sóttu konur og menn úr hverju kjördæmi lands- ins. 011 gistihús höfuðstaðarins voru yíirfull þessa daga, því að auk landsfundarins liélt Fram- sóknarflokkurinn þing sitt á sama tíma. Fundarstjórar Landsfundarins voru: Bjarni Benediktsson, Ás- mundur Olsen Patreksfirði, Sveinn jónsson Egilsstöðum, Karl Friðriksson Akureyri, María Maack Reykjavík, Stefán Stefáns- son Svalbarði, Páll Kolka Blöndu- ósi, Þorgrímur Eyjólfsson Kefla- vík, Guðlaugur Gíslason Vest- mannaeyjum, og Pétur Ottesen Akranesi. Ánægjulegur fundur. Þessi 13. landsfundur Sjálf- stæðisflokksins var einkar á- nægjulegur, en svo er komið með hinum öra vexti flokksins og regl- um þeim, er g.ilda um fulltrúakjör þangað, að nægilegt húsrými er ekki lengur finnanlegt í sjálfum höfuðstaðnum fyrir fundina, og virðist þá ekki annað fyrir liendi en að hreyta reglunum um kjör fulltrúa, þannig að fleiri félagar Sjálfstæðisfélaganna verði að haki hverjum fulllrúa en liingað til hefir verið. St j órnmálaályktunin Framh. af 1. síðu lifir þriðjungur landsins barna. Þó blasa þar við miklu stærri og voldugri verkefni og möguleikar, þegar þjóðin fær hagnýtt hina miklu orku í elfum lands og iðrum jarðar. Bjargræðisvegina þarf að efla af megni og hagnýta þeim til handa hin nýjuslu vísindi, tæki og tækni. Almannavaldið þarf að gjöra tvennt jafnsnemma: Forð- ast fjötra um atvinnulífið og gæta hófs um álögur. Orva þarf framtak og athafnaþrá, freniur en úr að draga, og tryggja jafnrétti og réttlæti um opinber gjöld og alla aðstöðu, svo að allir sitji við sama borð. Til þess að traustir séu hornsteinar efnahags og fjármála, þarf fjárveitingavald ríkisins að sýna gott fordæmi: Hag- sýni, hagsýslu og aðgát um útgjöld, enda er mikilsverður sparnaður mögulegur á mörgum sviðum, svo sem með ein- faldari skipan toll- og skattheimtu, afnámi ýmissa nefnda, ráða og skriffinnsku. Og sjálfsagt er, að ríkisstjórn og Al- þingi gangi á undan um milljónasparnað fyrir stórfellda styttingu þingtímans á ári hverju með betri undirbúningi þingmála. Enn á ný vill Sjálfstæðisflokkurinn benda landsmönnum öllum á nauðsyn þess að bera sáttarorð milli fólksins í sveit og við sjó. Þó að hver stétt og hver sveit vilji sín mál fram, verður sérhver íslendingur að halda augum sínum opnum fyrir alþjóðarheill, sem ávallt verður að sitja í fyrirrúmi. Skilningur og samúð milli stétta og héraða er lífakkeri ís- lenzkri þjóð. Um leið og taka ber tillit til samtaka stéttanna og hafa við þau vingott samstarf, verður úrslitavald um meðferð allra þjóðmála að vera í höndum handhafa ríkisvaldsins: Alþingis, stjórnar og dómstóla. Sjálfstæðismenn leggja nú sem fyrr ríka áherzlu á sam- stöðu íslands og annarra vestrænna lýðræðisþjóða. Það er sjálfsagt, að íslendingar eigi vinsamleg skipti við allar þjóðir, en nánast verður samstarfið að vera við þær þjóðir, sem búa við lýðræðislega stjórnarhætti og standa trúan vörð um hugsjónir lýðfrelsis og mannréttinda. ísland er að fornu og nýju lýðræðisland. En lýðræðið krefst þess, að löggjafarþingin sýni rétta mynd af vilja fólks- ins. Þar sem mjög skortir á, að svo sé hér, er það nú höfuð- nauðsyn að jafna kosningaréttinn. Ný kjördæmaskipun þarf að komast á, sem gerir það allt í senn, að ganga til móts við þarfir þéttbýlisins, að tryggja slrjálbýlinu í heild fleiri fulltrúa en áður, að tryggja rétt- læti og jöfnuð milli stjórnmálaflokka í landinu, að veita meiri hlutanum hans óumdeilda rétt til að ráða, og að ,/Við IjóbnlwAn' ný kvæðabók eftir prófessor Richard Beck í Grand Forks. RICHARD BECK prófessor er löngu þjóðkunnur rithöfundur. Enda þótt hann hafi einkum feng- izt v.ið fræðistörf og ritverk hans séu að mestu leyti um þau efni, hefir hann frá unga aldri fengizt við ljóðagerð að gömlum og góð- um íslenzkum sið. Ljóð eftir hann hafa víða birzt í blöðum og tíma- ritum, og dálítið ljóðakver, Ljóð- mál, gaf hann út 1929. Hann hefir nú safnað saman og gefið út úrval kvæða sinna, prent- aðra og óprentaðra og kemur sú bók á markaðinn eftir nokkra daga, undir nafninu VIÐ LJÓÐA- LINDIR. Er hún alls 132 bls. þétt- prentaðar, og hefir minnstur hluti hennar áður birzt á prenti hér heima. — Ljóð Richards Beck eru lipur og smekkvíslega kveðin. Bera þau vitni mannúð og hlýjum tilfinningum höfundar, en dýpst og innilegust eru þau ljóðin, þar sem hann minnist íslands eða manna af islenzkum stofni. Má segja, að kvæðabókin sé ástaróð- ur höfundar til íslands, en hann hefir nú um áratugi verið einn skeleggasti útvörður íslenzkrar menningar í Vestur-heimi. Afgreiðsla bókarinnar er hjá Árna Bjarnarsyni Akureyri, sími 1852. X- Lnðvík XVI. í setningarræðu sinni ó Lands- fundi Sjólfstæðisflokksins vék Ól- afur Thors að loforði vinstri stjórnqrinnar um 15 nýja togara. Vitnaði honn í upplýsingar Þjóð- viljans fró 16. febrúar í fyrra, þor sem skýrt er fró því, að þessir 15 stóru togarar verði smiðaðir i Bretlandi og Vcstur-Þýxkalandi og nefnd sé farin utan til að ganga fró samningum. I fram- haldi of þessu sogði Ólafur Thors: „Ég skýt því hér inn til gamans, að í siðustu róðherratið ótti ég þótt í að grciða fyrir byggingu tveggja nýrra togara, þ. ó. m. eins til Norðfjarðar, og ó ég þokkarskeyti fró flokksbræðrum Lúðvíks Jósefssonar fyrir góðan stuðning við öflun þcssa ógæta skips. Afrek mín eru litil i þess- um efnum. Þó eru tveir mcira en enginn, þótt ekki þurfi af þvi að leiða, að ég sé meiri en Lúðvik, hvorki í grobbinu né öðru. Ég skal svo ekki miklast af hinum 32 ný- sköpunartogurum, sem fyrir frum- kvæði okkar Sjólfstæðismanna voru byggðir fyrir íslendinga. Lúðvik „tryggði" kaup ó 15 togurum. Nú er spurt: Hvernig tryggði Lúðvík þetto? Hvar eru þessir 15 stóru togaror Lúðvíks? Enn vito menn ekki til, að Lúð- vík I. sé kominn, hvað þó Lúðvik XV. Ofan ó bætist svo só mikli þjóðarskaði, að fallöxi örlaganna hefir i bili höggvið róðherrastól- inn undan Lúðvik XVI.". ---------□----------- Hent á lofti Alþýðublaðið hendir gaman að óheppilegri prentvillu í einu dag- blaði höfuðstaðarins (Alþbl. 17. febr.), þar sem stafur hafði fallið úr orði, svo að þar stóð „veitinga- saur“ f. „veitingasalur“. En þrem dögum áður hefst forustugrein Al- þýðublaðsins svo: „Dagblöð í togarahöfnum Freta (lbr. hér) og nágrenni þeirra hafa gert sér tíðrætt um dóminn yfir skipstjóranum á Valafelli ....“ Hvorug er villan svo sem góð! tryggja um leið viss réttindi minni lilutans, en það er einn meginkostur hlutfallskosninga. Til enn frekari tryggingar þessum umbótum í lýðræðis- átt þarf við fyrsta tækifæri að ákveða í stjórnarskránni, að dómstólar landsins, en ekki þingið sjálft, skuli dæma um lögmæti alþingiskosninga. íslendingar: Stöndum saman um þau stefnumál, sem hér hefir lýst verið, og þau framfara- og menningarmál önnur, sem lands- fundurinn hefir gert ályktanir um. En fyrst og fremst setja Sjálfstæðismenn traust sitt á æsku þessa lands, sem með góðum gáfum, djörfung og dug sækja fram til vaxandi vel- megunar og menningar með frelsi og framtak að leiðar- stjörnum.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.