Íslendingur


Íslendingur - 20.03.1959, Blaðsíða 8

Íslendingur - 20.03.1959, Blaðsíða 8
ÍSLENDINtiUR fæst í Sölutuminum Hverf- isgötu 1, Reykjavík. Föstudagur 20. marz 1959 AUGLÝSINGAR, sem birtast eiga í blaðinu, þurfa aS ber- ast afgreiSslunni eSa prentsmiSjunni fyrir hádegi daginn fyrir útkomudag blaSsins, þar sem blaSiS er prentaS aS fullu þann dag. Frá setningu 13. landsfundar SjálfstœSisflokksins í Gamla Bíó Reykjavík 11. marz. \erwA ii imrineiin á Akur eyri opna §krif§tofu Verzlunarmannaíélagið á Akur- eyri mun á næstunni opna skrif- stofu í húsnæði sínu við Gránu- félagsgötu. Á skrifstofunni er ætlað að frammi liggi allar upplýsingar, sem félaginu berast, bæði að heiman og erlendis frá. Þar á meðal eru launasamningar, reglu- gerðir um verðlag, verzlunar- samningar milli ríkja, svo og ýmsar tilkynningar, sem því kunna að berast frá Verzlunarráði íslands. Félagið hefir ákveðið að hafa sem nánast samband við meðlimi sina meðal annars með því að senda út dreifibréf um málefni sem snerta verzlun og hagsmuna- mál verzlunarmanna. Núverandi stjórn Verzlunar- mannafélags Akureyrar skipa: Tómas Steingrímsson stórkaupm., Gunnar H. Kristjánsson kaupm., Helgi Pálsson framkvstj., Ólafur Benediktsson frkvstj. og Jón E. Sigurðsson verksmiðjueigandi. -------□-------- Mildur vetur Færð á vegum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum er víða sem á vordegi. Bílfært er um allar sveit- ir, og áætlunarbílar koma nú tvisvar í viku frá Reykjavík. Fært er einnig í Möðrudal á Fjöllum, um Tjörnes og mestalla Norður- Þingeyjarsýslu. Samkvæmt sam- tali við Grímsstaði á Fjöllum, telja elztu menn þar veturinn einn þann bezta í manna minnum. Mjög er orðið snjólítið og jörð kemur græn undan snjónum. — Mikið jökulhlaup varð í Jökulsá fyrir nokkrum dögum síðan og flæddi áin yfir nokkurn hluta veg- arins vestan brúarinnar. t STEFÁN JÓNSSON (frá Brimnesi) sparisjóðsstjóri á Dalvík er ný- lega látinn 74 ára gamall. Þessa mæta manns verður minnst hér í blaðinu síðar. --------□-------- BmslMeniintUiii& Nemendur Barnaskóla Akureyr- ar héldu ársskemmtun sína um síðustu helgi. Var hún fjölsótt og mjög vel úr garði gerð. Þar var til skemmtunar: Skólakórinn söng nokkur lög undir stjórn Ás- kels Jónssonar og var hann ó- venju fjölmennur, fiðlusveit skól- ans lék undir stjórn Gígju Jó- hannsdóttur, lúðrasveit lék undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, leik- rit og samtöl, upplestrar, dans, píanóleikur og fiðlusamleikur. Hafi börnin þökk fyrir góða skemmtun. --------□-------- SÍLDIN LEITAR í LJÓSIÐ Steinþór Helgason útgerðarm. hefir að undanförnu verið að gera tilraunir til að fá smásíldina í Eyjafirði til að vaða. Hefir hann búið út vatnsþétt ljósker og sökkt þeim niður í sjóinn. Báru tilraun- irnar strax þann árangur, að lóðn- ingar komu fram á dýptarmadi meiri en áður. Ljósaperurnar, sem Steinþór notaði voru 40 og 100 kerla, og þeim sökkt niður á nokk- urra faðma dýpi. Tilraunir þessar eru allrar at- hygli verðar. Jtn Moinússon Jormoínr Bloðomonnojél. íslonds Blaðamannafélag íslands hélt aðalfund sinn í veitingahúsinu Nausti í Reykjavík s. 1. sunnudag. Fráfarandi formaður, Sigurður Bjarnason, stjórnaði fundinum og flutti skýrslu stjórnarinnar. Skýrði hann m. a. frá hinu norræna blaðamannamóti, sem háð var í Reykjavík s. 1. sumar og samningum, sem stæðu yfir milli blaðaútgefenda og blaðamanna um stofnun lífeyrissjóðs fyrir blaðamenn. Þá voru tveir blaðamenn heiðr- aðir á fundinum með „Penna B. í.“, þeir Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, sem unnið hefir mikið fyrir samtök íslenzkra blaðamanna og Jón Bjarnason fréttaritstjóri Þjóðviljans, sem árum saman hefir átt sæti í stjórn B. í. — en þeir áttu báð.ir merkis- afmæli á liðnu starfsári. Þá mætti á fundinum Skúli Skúlason rit- stjóri, sem undanfarin ár hefir verið búsettur í Noregi, en var nú staddur í Reykjavík. Flutti hann í fundarlok ávarp til íslenzkra blaðamanna. Við stjórnarkjör var Jón Magn- ússon fréttastjóri Ríkisútvarpsins kjörinn formaður félagsins fyrir næsta ár, en með honum í stjórn: Atli Steinarsson (Morgunbk), Andrés Kristjánsson (Tíminn), Jón Bjarnason (Þjóðv.) og Gísli Ástþórsson (Alþbl.). 8 blaðamenn voru teknir inn í félagið á þessum aðalfundi. -------------□----:---- Karlakór Ak. minntist 29. ára afmælis síns s. 1. laugardag, með veglegu hófi í Al- þýðuhúsinu. Formaður kórsins, Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirki, setti hófið, Daníel Kristinsson, verzlunarmaður flutti ferðaþátt, að nokkru í ljóðum, úr söngför kórsins til Suðurlandsins á síðast- liðnu vori, Páll Helgason, skrif- stofumaður las upp mergjaða draugasögu, og voru Ijós slökkt í salnum að mestu á meðan og Sig- urveig Jónsdóttir söng gamanvís- ur með undirleik Áskels Jónsson- ar, söngstjóra. Þá söng Jóhann Konráðsson einsöng. — Milli skemmtiþálta var almennur söng- ur. Að borðhaldi loknu söng Karlakórinn nokkur lög, en að Iokum var stíginn dans til kl. 3 um nóttina. Hóf þetta fór í alla staði prýðilega fram. Var það persónufylgi? I mjög furðulcgri ritsmið, sem Jón á Yztafelli skrifar nýlcga i Timann um kjördæmamólið, scg- ir m. a.: „Einmenningskjördæmin knýja menn til að finna sér frambjóð- endur og siðan þingmenn, sem þcir þekkja persónulega og treysta." Það er crfitt að ótta sig ó, hvað Jón ó við með þessum orð- um. Telur hann það líklegt eða jafnvel sjólfsagt, að Framsóknar- menn í Austur-Húnavatnssýslu hafi verið svo hrifnir af PERSÓNU Braga Sigurjónssonar fró Akur- eyri vorið 1956, að þeir þess vegna kysu hann allir? Eða krat- arnir a Patreksfirði hefðu af per- sónuiegum óstæðum kosið Sigur- vin Einarsson? Eða að Framsókn- armenn ó Siglufirði hafi svo snögglcga fengið óhuga fyrir PERSÓNU Áka Jakobssonar, að ekki kæmi annað til móla en koma honum ó þing? Nei, —- í kosningunum 1956 var Framsókn — eða Hræðslu- bandalagið í heild — ekki að spyrja um pcrsónur. Þar rikti það flokkavald, sem Jón ó Yztafelli óttast að magnist við breytingu ó kjördæmaskipuninni, í þvi AL- MÆTTI, að lengra verður ekki komizt. Enda er það staðreynd, oð sé nokkurt flokkavald til, þó er það hjó Framsóknarflokknum, sem um tugi óra hefir heimtað að fó oð sitja yfir annarra hlut. Verður Akureyri svipt þingmanni sínum? „Samvinnublaðið" Dagur spyr að því í fyrradag, hvort það verði ekki „ókaflega ónægjulegt, ef svo fer, að Akureyri verður lagt niður sem sérstakt kjördæmi". Akureyri hefir hingað til haft einn þingmann. Með tillögum Sjólfstæðisflokksins í kjördæma- mólinu er gert róð fyrir, oð Akur- eyri, Eyjuf jarðarsýsla og Þing- eyjarsýslur myndi eitt samcigin- legt kjördæmi með 7 ÞING- MÖNNUM, ÞAR SEM FIMM HAFA VERIÐ AÐUR. Þessi fjölg- un þingmanna í Nor6-Austur- landskjördæmi er cingöngu til komin vcgna vaxtar Akureyrar. Hitt er svo annað mól, hvort Dag- ur vill telja hlut Akureyringa, Ey- firðinga og Þingcyinga minni en óður, cf þcir fó 7 þingmenn ■ stað 5. ----------□---------- Akureyrarmeistarar í körfuknatfleik Frá vinstri: Hermann, Axel, Skjöldur, Jón, Hörður, GarSar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.