Íslendingur - 08.05.1959, Blaðsíða 6
6
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 8. mhí 1959
ffædsi Mi*. Jon^oiiai'
Framh. af 5. síðu.
5 þingmenn eða jafnmargir og nú
eru.
Norðausturlandskjördæmi nær
yfir Eyjafjarðarsýslu, Akureyrar-
kaupstað og Þingeyjarsýslur báð-
ar. í þessu kjördæmi á að kjósa
6 þingmenn eða einum fleira en
nú er.
Austurlandskjördæmi nær yfir
Múlasýslur báðar, Seyðisfjörð og
Austur-Skaftafellssýslu. í þessu
kjördæmi eru kosnir 5 menn eða
einum færra en nú er.
Suðurlandskjördæmi nær yfir
Vestur-Skaftafellssýslu, Vest-
mannaeyjar, Rangárvalla- og Ár-
nessýslu. Þar á að kjósa 6 þing-
menn eða jafnmarga og nú eru.
Reykjaneskjördæmi nær yfir
Gullbringu- og Kjósarsýslu og
Hafnarfjörð. í þessu kjördæmi
eru kosnir 5 þingmenn og eru það
3 þingmönnum fleira en nú er.
Reykjavíkurkjördæmi. Þar eru
kosnir 12 þingmenn í stað 8.
Þá er sú breyting gerð frá því
sem áður var, að tala landskjör-
inna þingmanna er fastákveðin
og ákvæði um landslista falla
burt.
Þetta er í meginatriðum efni
þess stjórnlagafrumvarps, sem
þrír stærstu stjórnmálaflokkarnir
hafa komið sér saman um, og þar
með tryggt að verði samþykkt á
Alþingi.
Þing verður svo rofið nú áður
en langt um líður og kosningar
fara fram í júní n. k. og gefst þá
þjóðinni kostur á, að láta sitt álit
í ljós með atkvæði sínu við kjör-
borðið.
Það hefði vissulega verið á-
kjósanlegast, að algerð samstaða
hefði náðst milli allra flokka um
þetta stórmál, en Framsóknar-
flokkurinn hefir ekki viljað ganga
til samkomulags og hafið hat-
ramma baráttu gegn þessari fyrir-.
huguðu kjördæmaskipan. Að rök-
semdum þeim, er hann færir fram,
vík ég síðar.
Hugmynd
Hannesar Hafstein.
Þetta kjördæmafrumvarp, sem
nú liggur fyrir Alþingi boðar eng-
ar nýjar eða áður óþekktar breyt-
ingar. Hugmyndin um að skipta
landinu í fá en stór kjördæmi kom
fram laust eftir aldamótin og er
höfundur hennar Hannes Haf-
stein. 'y
Auk þessara tillagna, sem nú
efu fram settar i lagaformi, hafa
komið fram'tillögur um að gera
•V \
landið allt að einu kjördæmi og
óinriig að, skipta því eingöngu í
'Ceinft}enriingsk.jördæmi. \
Sú hpgmynd að gera allt land-
ið að einu kjÖrdæmi þlaut aldrei
Aneíft. fýigi og er- ástæðulaust að
rhjða hana. Hfnu er svo ekki að
neita’. að ejnro.enningskjördæmin
hafa .átt nokkru fylgi að fagna, þ.
á. rii. innan Sjálfstæðisflokksins.
Þegar breyta þarf kjördæma-
skipuninni og enginn einn flokkur
hefir meirihluta á þingi þarf að
ná samstöðu við aðra stjórnmála-
flokka og verða þeir þá að sjálf-
sögðu að samræma sjónarmiðin
og finna lausn sem allir geta unað i
við.
Ég skal fúslega játa, að fyrst er
ég fór að hugleiða þessi mál var
ég einn af þeim, sem aðhylltust
frekar einmenningskjördæmi en
fá og stór kjördæmi. En við nán-j
ari íhugun þessara mála og í ljósi.
þeirrar reynslu, sem þegar er
fengin, virðast mér gallar ein-
menningskjördæmanna svo aug-
ljósir, að fá en stór kjördæmi séu
miklu farsælli lausn þessara mála.
|
Það virðist alveg auglj óst mál
að sama kosningafyrirkomulag
verður að gilda um allt landið. Ef
einmenningskjördæmi eru rétt-
lætanleg í dreifbýlinu, þá eru þau
það alveg eins í þéttbýlinu. Einn
höfuðgalli einmenningskj ördæm-
anna er sá, að svo getur farið, að
gífurlegt ósamræmi myndist milli
atkvæðamagns og þingmanna-
fjölda, svo að meira en helmingur
þjóðarinnar ætti engan fulltrúa á
þingi. Slíkt óréttlæti mundi stór
minnihluti aldrei þola til lengdar
og grípa til einhverra örþrifaráða
lil að rétta hluta sinn. Þing, sem
væri þannig skipað i algerðu ó-
samræmi við vilja meirihluta
þjóðarinnar yrði máttlaust og
hælt við að vald þingsins færðist
þá úr höndum þess til einhvers
konar nefnda og ráða í þjóðfélag-
inu.
Illvíg póliíík.
Þá eru kjördæmin hér á landi
svo lítil að hver veit um stjórn-
málaskoðun annars og leiðir það
til þess að barizt er einkum um
vafaatkvæðin og þá hægt, ef vilji
er til að beila óvöldum meðulum.
Það er einnig alkunnugt, að í litl-
um kjördæmum er kosningabar-
áttan miklu harðari og illvígari
og finnst víst flestum nóg fyrir af
slíku í íslenzkri pólitík.
Þegar úrslit kosninga velta á
örfáum vafasömum atkvæðum, er
hægt fyrir kjósendur að beita
þingmennina þvingunum, svo að
varla er hægt að segja, að þeir séu
sjálfráðir gerða sinna, ef þeim er
í mun að halda kjördæminu.
Þetta kemur varla til greina í stór-
um kjördæmum. Ýmislegt fleira
mætti telja sem mælir á móti ein-
menningskjördæmum en hér er
ekki tími til þess.
Með stórum og fáum kjördæm-
um og hlutfallskosningu um allt
land munu allir stjórnmálaflokk-
ar, sem eitthvert verulegt fylgi
hafa fá sem réttastan fulltrúa-
fjöldaa hlutfalli við kjósenda-
fjölda sinn og jafnrétti kjósenda
hvar sem er á landinu aukast að
miklum mun, og það er einkum
þetta sjónarmið, sem ráðið hefur
því að samstaða hefur náðst um
kjördæinamálið.
Réttlát kjördæmaskipan hlýtur
alltaf að byggjast á því að allir
menn hafi sem jafnastan kosninga
rétt í hvaða flokki sem þeir eru og
hvar sem þeir eru búsettir á land-
inu.
Eitt liið mesta vandamál í sam-
bandi við breytingu á kjördæma-
skipaninni er að finna réttlátt
hlutfall milli áhrifavalds dreifbýl-
isins og þéttbýlisins á skipan
þingsins.
011 sanngirni mælir með því að
dreifbýlið fái fleiri þingmenn en
þéttbýlið, svo ólíkt betri er að-
staða þeirra, sem í þéttbýlinu búa
til að koma fram málum sínum.
Þess vegna hefur sú leið verið
farin að fækka ekki þingmönnum
dreifbýlisins frá því sem nú er,
en fjölga heldur þingmönnum.
Með þessu er hlulur dreifbýlis-
ins tryggður og rétLur þess til á-
hrifa á skipan þingsins á engan
hátt skertur frá því sem nú er
hvað þingmannafjölda viðkemur.
Eins og ég gat um áðan hóf
Framsóknarílokkurinn harða bar-
áttu gegn þessari kjördæmabreyt-
ingu og fann henni æði margt til
foráttu.
Framhald í nœsta blaði.
-------X--------
Raddir kvenna
Framhald af 4. sícfu.
fínt mulinni krít. Á húsgögn úr
tekki er borin sérstök lekkolía eða
línolía. Reyrfléttur í stólum eru
ryksogaðar og síðan hreinsaðar
með spritti.
Munið að ryksoga aldrei sessur,
kodda eða rúmfatnað með dún
eða fiðri í. Munið einnig að
bleyta ekki skúffur mikið að utan,
því að þá þrútna þær í fölsunum.
Ef skúffur eru stirðar, má bera
kertavax eða talkúm á brúnirnar.
Fyrir nokkuð löngu síðan var
minnst hér í þættinum á það, að
gott væri að lakka koparmuni
með sérstöku lakki, sem heitir
zaponlakk, til þess að spara sér
fægingar. Fólk hafði spurt eftir
(lakkinu hér í verzlunuin en fengið
litla fyrirgreiðslu aðra en þá, að
^ það fengist alls ekki hér, ef það
þá væri á annað borð til. Þetta
lakk var fáanlegt fyrir nokkrum
| árum, en einhverra hluta vegna
var hætt að flytja það inn, en það
J er ekki framleitt hér á landi, og er
. það því ófáanlegt. í stað þess má
með góðum árangri nota glært
celluloselakk, að minnsta kosti á
muni, sem notaðir eru innan húss.
Munirnir eru fyrst fægðir mjög
vel og síðan lakkaðir. Þegar lakk-
ið fer að slitna, er það sem eftir er
af því leyst upp með aceton, hlut-
urinn fægður á ný og síðan lakk-
aður.
Kolfinna.
Leikfélag Akureyrar:
og
Leikstjóri Baldvin Halldórsson fró Þjóðieikhúsinu.
Leikfélag Akureyrar frum-
sýndi sl. laugardagskvöld 4. verk-
efni sitt á yfirstandandi leikári:
Vakið og syngið eftir bandaríska
leikritahöfundinn Clifford Odets,
sem m. a. hefir skrifað leikritin
Brúna til mánans og Vetrarferð.
Þjóðleikhúsið sýndi L. A. þá
vinsemd að ljá því einn af leikur-
um sínum og leikstjórum, Baldvin
Halldórsson, til að setja þenna
leik á svið, og á það þakkir skild-
ar fyrir.
Leikur þessi gerist :í Bandaríkj-
unum á dögum heimskreppunnar,
og eru leikendur 9 talsins: Berg-
ers-fjölskyldan, heimilisvinir og
ættingjar.
Myron Berger, eiginmann hinn-
ar taugaveikluðu og geðríku konu
Bessie, leikur Jóhann Ogmunds-
son. Fer hann snoturlega með það
hlutverk og er í öllu samkvæmur
sjálfum sér, en frúna leikur frú
Matthildur Sveinsdóttir. Tekst
henni vel að sýna hina taugaæstu
konu, sem allir verða að sitja og
standa fyrir, jafnt eiginmaður,
börn og fjarskyldari ættingjar.
Frú Matthildur er löngu orðin
sviðvön og hefir sýnt margt vel á
undanförnum árum, en leikur
hennar í hlutverki Bessie mun
vera með því bezta, er hún hefir
sýnt.
Júlíus Oddsson leikur föður
liennar, Jakob, mann sem er orð-
inn aldinn að árum, en skilur þó
æskuna og vill veg hennar sem
beztan. Mann, sem hefir daðrað
viðtýMarxismann og hyggur hann
kuuna lausn á vanda þjóðfélags-
málanna. Júlíus leikur hlutverk
sitt af alúð og skilningi.
Dóttur Bergers-hjónanna leikur
nýlið.i, Bryndís Kristinsdóttir.
Þetta er all-örðugt hlutverk fyrir
byrjendur, — langar, þegjandi
„senur“, og kemst hún furðu vel
frá hlutverkinu. Má ætla, að hún
geti orðið liðtækur leikkraftur, er
stundir líða.
Soninn, Ralph Berger, leikur
Ilálfdán Helgason, sem einnig er
nýliði á sviði hér. Leikur hans er
daufur og þróttlítill, en hlutverk-
ið gefur lilefni til nokkurra átaka
í orðuni og fasi. Sama má segja
um leik annars nýliða, Gunnars
Berg. En þar er e. t. v. ekki þörf
skerpu í leik, þar sem manngerðin
er rola af höfundarins hálfu. .
Þá fer Jón Kristinsson með
hlutverk heimilisvinarins, Axel-
rod. Þetta er nokkuð óvenjuleg
persóna, að íslenzkum skilningi,
og skal því ósagt látið, livort
túlkun hennar er eins og hún á að
vera. En margt segir Jón vel, enda
skýr og góð framsögn.
Þá leikur Emil Andersen Morty
fraénda, purkunarlausan féhyggju-
mann. Fer hann dáindis laglega
ineð hlutverkið og ininnir nokkuð
á íslenzka fjármálamenn, sem við
höfum áður litið. Loks leik-
ur Jón Ingimarsson vinnumann
hússins, lítið hlutverk, sem ekki
verður gert mikið úr, en við það
hefir hann lagt talsverða rækt, svo
að hann hverfur síður en svo í
skugga fyrir hinum, sem lengur
eru á sviðinu.
Leikur þessi, eins og margir
aðrir amerískir leikir, fellur ekki
sem bezt að íslenzkum hugsunar-
liætli og staðháttum. Þó er víst,
að hann hefir nokkurn boðskap
að flytja, sem vekur mann til um-
hugsunar, er frá líður. Sviðsetn-
ing hefir tekizt vel, og leiktjalda-
teikningar Magnúsar Pálssonar
falla vel við efni leiksins. Þýðing-
una á leikritinu gerð.i Ásgeir
Hjartarson, og er hún snurðulítil.
Að lokinni frumsýningu var
mikið klappað fyrir leikendum og
þeim færðir blómvendir. Þá var
leikstjórinn kallaður fram, en for-
maður Leikfélagsins, Jóhann Og-
mundsson, ávarpaði hann og
þakkaði honum áhuga og dugnað
í starfi sínu hér. Leikstj órinn,
Baldvin Ilalldórsson, ávarpaði
síðan leikhúsgesti nokkrum orð-
um og lýsti ánægju sinni yfir sam-
starfinu við leikendur.
#-------------------------m
Pey§ur
úr uli og ban-Ion, í miklu úrvali.
Blúsiur
meS ersnum og errr.aSausar.
Markaðurinn