Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1959, Blaðsíða 5

Íslendingur - 08.05.1959, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. maí 1959 í SLENDINGUR F'yrir nokkrum kvöldum var kjördœmamálið tekið til um- ræðu á fundi í Stúdentafélagi Akureyrar. Framsögu í málinu hafði Kristján Jónsson fulltrúi. Hefir hann góðfúslega leyft m inu, skyldu þeir kosnir hlutfalls- Islendingi að birta erindið, og , . T, . , . , ,, . ° kosnmgu. Pessi skipan helzt svo fer fyrri hluti þess hér á eftir: Kj ördæmaskipan og kosningar til þjóðþinga hafa verið, um allan hinn menntaða heim, sígilt vanda- mál, sem þjóðirnar liafa glímt við að leysa á sem réttlátastan hátt. Segja má að kosningafyrir- komulag og kjördæmaskipan hverrar þjóðar sé táknræn um menningu hennar, stjórnmála- þroska og réttlætiskennd. Við íslendingar höfum, ekki síður en aðrar þjóðir, átt við þetta sama vandamál að stríða. Um kjördæmaskipan okkar hafa ætíð staðið harðar deilur frá því fyrsta, enda lætur það að lík- um, að því máli hafi ekki upphaf- lega frekar en öðrum verið þann- ig ráðið að allir gætu vel við un- að. SíÖan við fengum okkar fyrstu stjórnarskrá, árið 1874, hefur kjördæmaskipunin verið felld inn í stjórnarskrána og verður því ekki breytt, nema eftir sömu regl- um og venjulegri stjórnarskrár- breytingu, þ. e. a. s. breytinguna þarf að samþykkja, á tveim þing- um með þingrofi og kosningum á milli. Ég vil nú í örstuttu máli gera grein fyrir helztu breytingum, sem gerðar hafa verið á kjör- dæmaskipan okkar síðan alþingi var endurreist. Breytingar, sem gerðar hafa verið. Eins og kunnugt er var alþingi endurreist, með konunglegri til- skipun, 8. marz 1843 en kom þó ekki saman fyrr en 1. júlí 1845. Þingiö hafði þá aðeins ráðgef- andi atkvæði um löggjafarmál, þar sem landið hafði þá ekki feng- ið forræði í sérmálum sínum. Þingmenn voru þá 20 þjóðkjörnir í einmenningskj ördæmum og 6 konungkjörnir. Ekki undu lands- menn vel við þessa skipan, því að á fyrsta þinginu komu fram 17 bænaskrár til konungs um breyt- ingu á alþingisskipuninni. Kjördæmaskipunin var svo óbreytt til 1933. Þá var þing- mönnum í Reykjavík fjölgað og bætt var við allt að 11 svokölluð- um landskjörnum þingmönnum til jöfnunar milli þingflokka. Árið 1942 var enn breytt til og hlutfallskosning tekin upp í tví- menningskj ördæmunum. ræðum breytingar á kjördæma- fjörð, Austur-Skaftafellssýslu og skipuninni. Svo virðist sem allir Dalasýslu með samtals 1984 kjós- væru á einu máli um það, að kjör- endum á kjörskrá þá. dæmaskipuninni þyrfti að breyta, \ Milli stjórnmálaflokkanna kem- en deildu um leiðir þær, er fara ur fram, ekki síður, ósamræmi og skyldi og ekkert varð úr fram- ringulreið. kvæmdum. I Við kosningarnar 1956 | þingmannatala flokkanna og at Skipan Alþingis nú. Samkvæmt þessu er Alþingi nú þannig skipað, að þar eiga sæti allt að 52 þjóðkjörnir þingmenn, þar af: 1. Átta þingmenn fyrir Reykja- vík, kosnir hlutbundnum kosn- ingum og jafnmargir til vara. 2. Sex þingmenn í eftirgreindum kaupstöðum, einn fyrir hvern kaupstaÖ: Hafnarfjörð, ísa- Fyrri hluti fuiltr., ræðu Kristjáns Jónssonar, flutt á stúdentafundi fjörð, Siglufjörð, Akureyri, Seyðisfjörð og Vestmanna- eyjar. 3. Tuttugu og sjö þingmenn kosn- ir í einmennings- og tvímenn- ingskjördæmum, þeim sem nú eru, öðrum en kaupstöðum, og hlutbundin kosning í tvímenn- ingskj ördæmum eins og áður segir. Síðan allt að 11 þing- menn til jöfnunar milli þing- flokka. Þingmenn eru þannig jkosnir með fernu móti: 1. Nokkrir kosnir í einmennings- kjördæmum meirihlutakosn- ingu. 2. AÖrir kosnir hlutfallskosningu í tvímenningskjördæmum. 3. Enn aörir kosnir hlutfallskosn- ingu í áttmenningskjördæmi, þ. e. í Reykjavík. 4. Og loks eru svo 11 uppbótar- þingmenn, kosnir eftir flókn- um reglum, til jöfnunar milli flokkanna. Þetta mismunandi kosninga- fyrirkomulag þekkist víst hvergi í Gallað skipulag. En eftir því sem tímar liðu fram, og byggð færðist til í land- inu, komu gallar núverandi kjör- dæmaskipunar svo glöggt í ljós, að sýnt þótti að breyting var ó- kvæði á hvern þingmann með uppbótarþingmönnum sem hér segir, samkv. skýrslum Hagstofu lslands: Sjálfstæðisflokkur 19 þing- menn. Atkvæðamagn á þingmann 1843 10/19. Framsóknarflokkur 17 þing- menn. Atkvæöamagn á þingmann 760 5/17. Alþýöubandalag 8 þingmenn. Atkvæðamagn á þingmann 1982 3/8. Alþýðuflokkur 8 þingmenn. At- kvæðamagn á þingmann 1894 11/8. Ef halda hefði átt áfram að út- hluta uppbótarþingmönnum þar lil fenginn væri sem mestur jöfn- uður fyrir alla þingflokka, þá hefði orðiö að úthluta 49 þing- sætum til viðbótar eða alls 60 uppbótarþingsætum. Af þessum upphótarþingsætum hefðu farið 26 til Sjálfstæðis- flokksins, 11 til Alþýðuflokksins og 12 til Alþýðubandalagsins. Þá hefur það einnig komið rúml. 30% atkvæða. Þetta handa- lag, sem hlaut nafnið Hræðslu- bandalag, og öllum er í fersku minni, afhjúpaði svo augljóslega hið gallaða kosningafyrirkomu- lag, sem við nú búum við, að jafn vel þessir sömu flokkar, er þeir síðar mynduðu stjórn með Al- þýöubandalaginu tóku upp í stjórnarsáttmála sinn ákvæði um það, að kjördæmaskipunin skyldi lagfærð, þó að efndir yrðu engar var þar á. Þetta, sem ég hefi nú talið fram, þó að mörgu mætti viö bæta, nægir til að sýna, að kjör- dæmaskipunin er svo gölluö, að breyting á henni þolir enga hið. Þegar fyrrverandi ríkisstj órn sagði af sér í des. s. 1. urðu Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn ásáttir um að beita sér fyrir hreytingu á kjördæmaskipuninni. Síðar kom svo í ljós að Alþýðu- bandalagið átti samleiö með þess- um flokkum, og hafa nú þessir þrír flokkar lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á kjör- dæmaskipuninni. Þessi breyting er nú öllum kunn, en þó þykir mér rétt að rifja hana upp í aðaldrátt- um. hjákvæmileg, þar sem ekkert var lengur í kjósenda- 'í05 að ekki l5arf nema rúmk 100 samræmi tölu bak við livern þingmann. Ef litið er á nokkur einmennings- atkvæða tilfærslu í vissum kjör dæmum til þess að t. d. Sj álfstæð- kjördæmi, eru nú á Seyðisfirði | Eflokkurinn lengi hreinan meiii- 426 kjósendur á kjörskrá, bak við j kiuta a þingi ut a lúml. 42% at- einn þingmann, en í Gullbringu- kvæða' og Kjósarsýslu eru 7515. Á Akur- eyri frv. 4640, í Dalasýslu 703 o. s. Þá hefur' einnig komið í ljós að uppbótarþingsæti koma æði handahófslega niður. í kosningunum 1949 komu sex þingmenn að uppbótarþingmönn- um meötöldum á þrjú minnstu einmenningskjördæmin, Seyðis- Hræðslubandalag. Árið 1956 skeði svo það, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu flokkurinn mynduðu með sér kosningabandalag og skipuleggja á nákvæman hátt hvernig skipta þurfi atkvæðum á milli flokkanna þannig að þessir flokkar fengju hreinan meirihluta á þingi út á Tillögur, sem nú ligga fyrir. Landinu skaf skipt í 8 kj ördæmi með hlutfallskosningu. Þingmenn verða 49 kj ördæmakosnir og 11 landskjörnir. Kjördæmin verða þessi: Miövesturlandskj ördæmi nær yfir Borgarfjarðarsýslu, Akra neskaupstað, Mýrasýslu, Snæfells- 1 og Hnappadalssýslu og Dalasýslu. í þessu kjördæmi skulu kosnir 5 þingmenn, en nú eru í þessum fjórum sýslum kosnir 4 þing- menn. Vestfjarðakjördæmi nær yfir Barðastrandasýslu, ísafjarðar- sýslur báðar, ísafjarðarkaupstað og Strandasýslu. í þessu kjör- dæmi verði kosnir 5 þingmenn eða jafnmargir og nú eru. Norðurlandskjördæmi nær yfir Húnavatnssýslur báðar, Skaga- fjarðarsýslu og Siglufjarðarkaup- stað. í þessu kjördæmi eru kosnir Framhald á 6. síðu. rædd á flestum þingum fram til heiminum nema hér og hefur ver- 1874 þó að til breytinga kæmi iS m3°g umdeilt ekki. Þegar landið fékk stjórnar- ÞeSar 1ýSveldi var stofnaS á ís' skrá 1874 var sú breyting gerð, landi áriS 1944 voru strax "PP1 að þjóðkjörnum þingmönnum var háværar raddir um> aS setfa hinu fjölgað upp í 30 og sum kjördæm- nýstofnaöa lýðveldi nýja stjórnar- in gerð að tvímenningskjördæm- skrá °S bar Þá hæzt f Þeim um’ um, en meirihlutakosning höfð , , , ■ . .___ eftir sem áður. Þessi skipan helzt svo að mestu óbreytt þar til ný stjórnarskrá var sett 1920. Þar var svo fyrir mælt að í Reykjavík skyldi kjósa 4 þingmenn og enn- fremur gerð sú breyting, að í stað þess að viðhafa meirihlutakosn- ingu eins og annars staðar á land-j^ Þótt vorið sé komið cru grund- irnor ekki enn teknor að gróo og heldur er kuldalegt að líta okkar fagra Eyjofjörð. Myndin er tekin fyrir tveimur dögum og sér yfir Pollinn fram til Eyjafjarðarfjalla.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.