Íslendingur


Íslendingur - 18.09.1959, Blaðsíða 1

Íslendingur - 18.09.1959, Blaðsíða 1
XLV. árg. Föstudagur 18. september 1959 34. tbl. i Ddgs siimpldr Sjdlfstœ5tsmenn ínnen sðBTimfilimM sem shemmdarverhamenn oð (ettjortailuiro Er oísóknarherferð að hefjast ? Allt fró þvi, að samvinnuhreyfing- in náði fótfestu, hafa menn af öllum flokkum verið meðlimir hennar og unnið henni gagn án tillits til þess, hvar i flokki þcir hafa staðið. Þús- undir Sjálfstæðismanna um allt land cru þannig mcðlimir samvinnufélag- anna, og þó að það sé ekki til siðs i Kaupfélagi Eyfirðinga að kjósa þá i stjórn og trúnaðarstöður, þá gegna Sjálfstæöismcnn trúnaðarstörfum innan samvinnufélaga viða um land og hafa ekki reynzt lakari félags- mcnn en aðrir. Lcngi hefir þó Fram- sóknarf lokkurinn viljað telja sam- vinnufélögin einkafyrirtæki sín, og hafa Framsóknarmenn reynt að bola þar frá trúnaði fylgismönnum ann- arra flokka og utanflokkamönnum, svo sem dæmin sanna. Alkunnugt er, hvernig sjóðir samvinnufélaganna eru notcðir til þess að halda uppi á- róðri fyrir Framsóknarftokkinn með því aö styðja málgögn hans með aug- lýsingum, hvenær scm óskað er eftir Nú þykir þetta ekki nóg. Ritstjóri Dags skrifar í leiðara síðasta tölu- blaðs furðuleg orð, scm tekin eru upp orðrétt annars staðar hér i blað- inu i dag, en ritstjórinn ber það blá- kolt fram, að við Sjálfstæðismönnum innan samvinnufélaganna beri að gjalda varhug og likir þeim við skemmdarverkamenn og þjóðsvikara. Og þá ber að svipta öllum trúnaði innan félaganna. Verður ekki annað séð en hér sé beinlínis að því stefnt að hrekja fylgismenn annarra flokka en Framsóknar — svo og utanflokka- menn — úr samvinnufélögunum — og geta menn hugleitt, hvort það muni veikja þau eða styrkja, svo sem nánar er að vikið í lciðara blaðsins. Óliklegt er, að ritstjóri Dags skrifi þessi orð án þcss að hafa að bak- hjarii valdamenn Framsóknarflokks- ins, en skýrara þarf ekki að tala. Ofsóknarherferð skal hafin inn- an samvinnufélaganna gegn öllum þeim þúsundum Sjálfstæðismanna, sem þar eru meðlimir eða starfs- menn, þeir skulu sviptir öllum trúnaði og stimplaðir sem skcmmdarvcrkamcnn og svikarar. Þessi ummæli verða enn eftirtekt- arverðari nú, þegar þess er gætt, að Bjartmar Guðmundsson, þingeyski bóndinn sem skipar baráttusætið á lista Sjálfstæðismanna i Norðurlands- kjördæmi eystra, hefir haft mikinn trúnað þingeyskra samvinnumanna eg er nú stjórnarmeðlimur Kaupfél. Þingeyinga. 'Nú kcmur „Dag"-skip- unin frá Framsóknarforingjunum á Akureyri til Þingeyinga: Sviptið Bjartmar Guðmundsson öllum trún- aði innan K. Þ., af þvi að hann hefir gerzt svo djarfur að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þessi furðuiegu ofstækisskrif munu raunor hafa þveröfug áhrif við það. sem til er ætlazt, og þingeyskir sam- vinnumenn, sem gert hafa Bjartmar Guðmundsson að trúnaðarmanni sin- um vegna mannkosta hans og góðra starfa innan samvinnuhreyfingarinn- ar, munu kunna að svara fyrir sig, enda berast nú þær fréttir, að hann muni verulcga efla fylgi Sjálfstæðis- flokksins í Þingeyjarsýslu, svo að sókn flokksins þar verður ekki minni en í öðrum hlutum Norðurlandskjör- dæmis eystra. Það er fullkomið clvörumál fyrir samvinnuhreyfinguna, ef Framsókn- armönnum á að takast með ofsókn- um að hrekja þaðan fylgismenn allra annarra flokka og gera samvinnufé- lögin að hreinum flokksfyrirtækjum. Þing Fjórðungssamb. ungra Sjálf- stæðismanna haldið á Blönduósi Leifur Tómasson kosinn formaður sambandins Síðastliðinn laugardag var hald- ið á Blönduósi áttunda þing FjórSungssambands ungra Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi, en í sambandinu eru nú 7 félög. Þing- forseti var kjörinn Stefán Á. Jónsson, KagaSarhóli A.-Hún. og þingritari Arngrímur Isberg, Blönduósi. Sigmundur Magnús- son, Hjalteyri, flutti skýrslu frá- farandi stjórnar, og formenn hinna einstöku félaga fluttu skýrslur um starfsemi félaga sinna á liðnu ári. Þingið sátu sem gestir Magnús Oskarsson og Þór Vil- hjálmsson varaformenn Sambands ungra SjálfstæSismanna. Nefndastörf og álykfanir. Á þinginu störfuðu fjórar nefndir, stjórnmálanefnd, atvinnu- málanefnd, skipulagsmálanefnd og kjörnefnd. LögSu þær fyrir þingfund ályktunartillögur, sem samþykktar voru, og verða þær birtar á öðrum stað. Úr garði frú Guðlaugar Þorsteinsdóttur og Gests Olafssonar kenn- ara Goðabyggð 1, er hlaut verðlaun Fegrunarfélagsins í sumar. — Ljósm.: Gísli Ólafsson. Fcgursti g'arður bæjarins vid Cjoðub^g’gð 1 SíðastliSiS föstudagskvöld efndi stjórn Fegrunarfélags Akur- eyrar til hófs aS Hótel KEA, þar sem skýrt var frá starfsemi félags- ins á sumrinu og framtíðarverk- efnum þess, og verðlaun og við- urkenningarskjöl vóru afhent fyr- ir fegurstu hirðingu garða og lóða í bænum. Formaður félags- ins, Jón Kristjánsson, stjórnaði hófinu og afhenti verðlaun og viðurkenningarskj öl. Garðurinn viS Goða- byggð 1 hlaut verðlaun. Verðlaunagarðurinn að þessu sinni var við húsið Goðabyggð 1, eigendur hjónin Guðlaug Þor- steinsdóttir og Gestur Ólafsson kennar.i. Voru verðlaunin stór blómavasi, fylltur hinum fegurstu blómum. ViSurkenningarskjöl fyrir góSa hirðingu garða hlutu ennfremur: Þorsteinn Davíðsson, Brekkugötu 41, hjónin Margrét Ingimarsdótt- ir og Vilhjálmur Jóhannesson, Ægisgötu 27, hjónin ValgerSur Kristjánsdóttir og Júlíus Oddsson, Sólvöllum 9 og hjónin ASalheiS- ur Gunnarsdóttir og Hallur Sig- urbjörnsson skattstj. ÁsabyggS 2. Dómnefndina skipuðu: Árni Jónsson tilraunastj óri, Jón Rögn- valdsson garðyrkjuráðunautur og Helgi Steinarr verkstjóri. Njólinn versti óvinurinn. framsöguræðu formanns veitt- Framhald á 2. síðu. Stjórnarkjör og þingslit. Sigmundur Magnússon lýsti til- lögum kj örnefndar. í stjórn fjúrð- ungssambandsins voru kosin: Formaður: Leifur Tómasson (Akureyri). ASalstjórn: Stefán Friðbjarnarson (SiglufirSi), Guð mundur Þór (Ólafsfirði), Kári Leifur Tómasson. Hallgrímsdóttir (Blönduósi), Magnús Stefánsson (Fagraskógi, Eyjafjarðarsýslu), Páll Þór Krist- insson (Ilúsavík). Varastjórn: Jón Björnsson, (Skagafirði), Bjarni Sveinsson (Akureyri), Árni Guðmundsson, (SauSárkróki), Þórarinn Þor- valdsson (Þóroddsstöðum, Vest- ur-Húnav.s.), Magnús Stefánsson (Ólafsfirði). AS stjórnarkjöri loknu fluttu þeir Sigmundur Magnússon og Stefán Á. Jónsson stutt ávörp, en Leifur Tómasson þakkaði f. h. hinnar nýkjörnu stjórnar og minntist starfa Sigmundar Magn- ússonar í þágu fjórðungssam- bandsins. Á laugardagskvöldið bauS sljórn fjórðungssambandsins og stjórn F. U. S. Jörundar þingfull- trúum og nokkrum öðrum gest- um til kvöldverðar. Veizlustjóri Jónsson (Sauðárkróki), Gerður var Stefán Á. Jónsson. Tweir vitnisbnrðir Ritstjóri Dags, Erlingur Davíðsson. „— — hljóta samvinnumenn að gjalda varhuga við Sjálfstæð- isflokknum og mcðhjálpurum hans. Sá, sem vill vera heilsteypt- ur samvinnumaður, gctur ekki stutt þann flokk með atkvæði sinu. Sjálfstæðismaður getur hins vcgar verið í samvinnufélagi og notið hagnaðarins af því. Þetta getur hann af þvi að samvinnufé- lögin eru ekki „auðhringur", eins og boðberar Sjálfstæðisflokksins básúna, heldur fjöldasamtök, sem standa öllum opin til þátttöku. Hins vegar er siikur maður ó- heill samvinnustefnunni og ófær til að verðskulda trúnað hennar — álika óheill og ísendingur væri þjóð sinni, ef hann veitti Bretum stuðning til hcrnaðar á miðunum okkar." (Dagur, 16. sept. 1959.) Frv. forstj. KEA og SÍS, Vilhjálmur Þór. „— Hvað segið þér um það, á ekki samvinnuhreyfingin að vera ópóiitiskur félagsskapur? — Jú, auðvitað. Eg hef cldrei verið mjög pólitiskur maður og taldi það bæði æskiiegt og nauð- synlegt, meðan ég var forstjóri S. I. S., að hafa ekki afskipti af stjórnmálum. Eg vildi t. d. ekki fara í framboð á þeim árum. Sam- vinnufélögin eiga að vera opin öllum, hvar í flokki sem þeir standa. Þau eiga að vera ópólitisk. Ef póiitikin nær undirtökunum í samvinnufélögunum, cru þau sjálf i mikilli hættu. — Þér álitið sem sagt ekki nauðsynlegt að vera Framsóknar- maður til að vera samvinnumaður eða forstjóri i kaupfélagi? — Nei, auðvitað ekki." Úr afmælisviðtali Matthías- ar Jóhannessen, ritstjóra, við Vilhjálm Þór sextugan. (Morgunbl. 1. sept. 1959.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.