Íslendingur


Íslendingur - 18.09.1959, Page 2

Íslendingur - 18.09.1959, Page 2
2 ÍSLENDINCUR Fösludagur 18. septemLer 1959 pór vestur ún ftess nð s»©fefeiins t©nd© |»ar Raksf þor þó á fjarskylda ættingja. Árni Brandson fró Hnausum í heimsókn á íslandi. Meðal margra Vestur-íslend- inga, sem lagt hafa leið sína „heim“ í sumar, er Árni Brand- son frá Hnausum, Manitoha, og náði fréttamaður hlaðsins nýlega tali af lionum. Árni kom hingað heim 18. júní sl. og fer aftur vest- ur um n. k. mánaðamót. Hefir hann iengst af dvalið í Reykjavík, á Patreksfirði og Akureyri, að undanteknum 10 dögum, er hann hrá sér í för til Norðurlanda. Við innum Árna eftir ætt lians og uppruna. — Eg er fæddur að Ilnjóti í Orlygshöfn við Patreksfjörð 21. júlí 1890, svarar Árni. Foreldrar mínir voru Brandur Árnason og Sigþrúður Einarsdóttir, er þá bjuggu þar búi sínu. Faðir minn dó, áður en ég varð tveggja ára. Nítján ára gamall fór ég einn míns liðs vestur urn haf, alger- lega ókunnur þar og þekkti þar engan nákominn ættingja. Ég settist að í Winnipeg. — Og komst fljótt í atvinnu? — Já. Fyrsta sumarið vann ég alla algenga vinnu en næsta vetur í fiskiveri á Winnipegvatni á vegum Magnúsar Magnússonar frá Patreksfirði, og kom þá í ljós, að við vorum fjórmenningar að frændsemi. Fór þá aftur til Winni- peg og stundaði þar bygginga- vinnu fram til 1930. Þá hófst kreppan, og flutlist ég þá að Ilnausum í Nýja-íslandi og hef átt þar heima síðan. Stundaði þar fiskiveiðar í Winnipegvatni og húsabyggingar jöfnum höndum. Vann þar á tímabili hjá Kanada- stjórn sem eftirlitsmaður við bryggjugerðir við Winnipegvatn. — En fjölskyldulíf? — Eg kvæntist Kristbjörgu Sigurbjörnsdóttur Einarsson. Hún var af Norður-þingeyskum ætt- um, en fædd vestra. Við eignuð- umst 2 dætur, sem báðar eru gift- ar Islendingum. Er annar bóndi í grennd við Árborg, en hinn í Winnipeg. Konu mína missti ég fyrir 3 árum. — Hvernig h'kar þér að koma heim? — Ágætlega. Allt fólk, sem ég hef mætt hér og kynnzt, hefir ver- ið mjög elskulegt, gestrisni nær ó- takmörkuð, og tel ég mig þó ekki eiga sérstakt atlæti skilið, sem hvarf svo ungur að heiman. Ég hef tvisvar komið heim áður, síð- ast 1948, en þá voru liðin yf.ir 30 ár frá fyrri heimkomu. — Og hjá hverjum hefir þú dvalið hér heima? — í Reykjavík hélt ég til hjá frænku minni, Halldóru Halldórs- dóttur Bólstaðarhlíð 28, og hér á Akureyri hjá mági mínum og hálfsystur, Helga Tryggvasyni og Kristínu Jóhannsdóttur Þing- vallastræti 4. Þá var ég 16 daga í heimsókn hjá vinum og ættingjum á Patreksfirði og hélt íil hjá þeim frændum mínum Árna Magnús- syni og Ólafi Magnússyni á Hnjóti. Vil ég biðja þig að flylja gestgjöfum m'ínum kveðju og þakkir, en þeir hafa allt viljað fyrir mig gera. Einnig hafa þeir Árni Bjarnarson og Gísli Ólafs- son á Akureyri greitt götu mína eftir beztu getu, og er ég þeim innilega þakklátur. Geri ég mér litlar vonir um að koma oftar heim, þólt viljinn til þess sé fyrir hendi. Við röbbum nokkru lengur við Árna, þótt hér verði það ekki frekar rakið, — komumst að því, að hann hefir starfað talsvert í íé- lagssamtökum íanda vestra, svo Arni Brandson. sem lestrarfélögum og Þjóðrækn- isfélaginu og verið skólaróðsfor- maður um 10 ára skeið. Engin leið er að merkja af máli hans og framburði, að hann hafi frá því um tvítugsaldur dvalizt í annarri heimsólfu, og aðeins tvívegis kom- ið í stutta heimsókn til föður- landsins. Við árnum honum góðrar ferð- ar vestur yfir hafið að lokinni þriðju heimsókn sinni á Islandi. oor i or Hér á Akureyri hófst slátrun hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í gær og stendur yfir einn mánuð. Alls á að slátra hér 32920 fjár, á Grenivík 3000 og á Dalvík 7520, eða samtals hjá KEA 43440 fjár. Er það nokkru minn,i slátrun en í fyrra, og stafar það vafalaust af góðum heyfeng bænda í Eyja- firði, svo að þeir liafa liug á að setja fleira sauðfé á vetur. Við sláturhúsið hér vinna um 100 manns. Á SvalbarSseyri hófst slátrun einnig í gær hjá Kaupfélagi Sval- barðseyrar. Verður þar slátrað II þús. fjár. Stendur slátrunin yf- ir tæpan mánuð, og vinna að henni 55—60 manns. Á Húsavík er slátrun hafin hjá K. Þ. Tala sláturfjár 32500, þar af verður slátrað 4500 að Ófeigs- stöðum í Köldukinn. Slátrun mun standa yfir tæpan mánuð. Á Kópaskeri hófst slátrun hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga á þriðjudaginn og er tala sláturfjár þar áætluð 23300. Lýkur slátrun 17. okt. Að henni vinna rúmlega 70 manns. Samkvæmt frásögn framkvæmdastjórans, Þórhalls Björnssonar, virðast dilkar vera rýrir. Á Sanðárkróki hófst slátrun á miðv.ikudag. Tala sláturfjár um 32 þúsund eða 1400 á dag. Lýkur slátrun um 15. okt., og vinna að henni um 100 manns. Sláturhús- stjórinn þar telur, að dilkar virð- ist vera rýrir. Ekki er ósennilegt, að nokkur slátrun verði einnig hjá Verzlunarfélagi Skagfirðinga, sem sótt mun hafa um sláturleyfi. Áætluð sláturfjártala þess er um 5 þúsund. Á Hofsósi hefst slátrun n. k. mánudag hjá Kaupfélagi Austur- Skagfirðinga, og verður þar slátrað 7400 fjár. Stendur yfir í 3 vikur. Starfsfólk 25. I Ilaganesvík slátrar Samvinnu- félag Fljótamanna 5500 fjár. Hefst slátrun í næstu viku og mun standa yfir 3 vikur. Hjá Kaupfélagi Olafsfjarðar hefst slátrun úr 20. þ. m. og lýkur um n. k. mánaðamót. Slátra verð- ur 1500 fjár, sem 10—12 menn vinna að í 10 daga. -------X--------- TÍÐARFAR það sem af er þessari viku hef- ir verið betra en nokkru sinni fyrr á sumrinu, stillt veður og allt að 20 stiga hiti. Loftið hefir verið mistrað af hitanum, og sólskin því dauft. Heima er bezf, 9. hefti þessa árgangs hefst á rit- stjórnargrein „Að höfuðdegi“. Þá er grein um Sigurð A. Magnússon rithöfund og blaðamann e. Matth- ias Johannessen, Veðurstöðin í Ósfjöllum, frásögn e. Halldór Stefánsson, Norskur piltur í heim- sókn e. St. Std., Á Urðarhlíð (nið- urlag) e. Bergsvein Skúlason, Erf- iður fiskiróður e. Árna Árnason, framh. af æviminn.ingum Bjargar Dahlman, Þóttur æskunnar (Frá byggðum Borgarfjarðar), dægur- lagaþáttur, framhaldssögurnar o. fl. Forsíðumyndin er af Sigurði A. Magnússyni, en Kristján Kristj- ánsson teiknar kápu. Ur Skagalirði Sauðárkróki 13. sept. Hingað sigld.i inn í dag nýtt fiskiskip (togari), sem hefir lilot- ið nafnið Skagfirðingur SK 1. Skipið er nýtt, smíðað í Austur- Þýzkalandi. Það er talið um 250 smálestir. Ganghraði í reynsluför 12.67 sjómílur. Aðalvél þess er „Mannheim“ dieselvél. Skipið er talið búið fullkomnum siglinga- og fiskileitartækjum og aðbúð skipverja mjög góð. -— Eigandi skipsins er Sauðárkrókur þ.e.a.s.: Aðilar að eigninni eru ailir stað- settir á Sauðárkróki: 1. Frystihús- fyrirtækið Fiskiver, sem er eign bæjarfélagsins, er talið eigandi að þremur fimmtu. 2. Frystihúsfyrir- tækið Fiskiðja — einuni fjórða, en það er eign K. S., sem á hér heimili. 3. Bæjarsjóður er talinn eigandi að rúmum sjöttungi. — Illutafélagið Skagfirðingur h.f. er þannig sauðkrækst fyr.irtæki. Skipstjórinn, er sigldi skipinu heim er Guðmundur Grettir Jós- efsson, 1. stýrimaður Jóhann Ad- ólfsson og 1. vélstjóri Guðmund- ur Jónasson. En skipshöfn mun alls vera 14 manns. -------X------- Siprfcjðn Bjiriðioi kjörirðn formaður Bridge- félags Akureyrar Síðastliðið þriðjudagskvöld var haldinn aðalfundur Bridgefélags Akureyrar í Landsbankasalnum. Fráfarandi formaður, Ármann Helgason, gaf yfirlit um starfsemi félagsins sl. ár, og hefir hún ver- ið fjölþætt, og hagur félagsins góður á árinu. Á fundinum voru veitt verðlaun fyrir unnin afrek sl. vetur. Sveit Mikaels Jónssonar vann til eigpar bikar meistara- flokkskeppninnar, sem sveitin hef- ir sigrað í 5 sinnum alls. í fyrsta flokki sigraði kvennasveit Mar- grétar Jónsdóttur, og er það í fyrsta sinn, að konur komast í meistaraflokk félagsins, og var því sérstaklega fagnað. Sigurvegarar í tvímennings- keppni voru Mikael Jónsson og Þórir Leifsson, í parakeppni Bald- ur Árnason og Margrét Ingi- marsdóttir og einmenningsmeist- ari Knútur Otterstedt. Úr stjórn félagsins gengu nú formaður Ármann Helgason og gjaldker.i Knútur Otterstedt. For- maður var kjörinn Sigurbjörn Bjarnason og í stjórn til tveggja ára Jónas Stefánsson og Mikael Jónsson. Fyrir voru í stjórninni Halldór Helgason og Gísli Jóns- son. Vetrarstarfsemi félagsins mun hefjast af fullum krafti upp úr mánaðamótunum. Formaður hlutafélagsstjórnar Skagfirðingur h.f. Árni Þor- björnsson lögfræðingur. Og gert er ráð fyrir að framkvæmdastjóri verði Páll Þórðarson, sem er framkvæmdastjóri Fiskivers h.f. á Sauðárkróki. Skagfirðingur liggur nú hér við hafnargarðinn, fánum og skraut- veifum skrýddur. Mun hann leggja út héðan í fyrstu veiðiför undir vikulokin. Vonandi mun óskhyggja allra ábyrgra aðstand- enda endast honum til mikillar hlítar. J. Þ. Bj. ---------□--------- Feginíi ðfirðurieii Framhald af 1. síðu. ist hann sérstaklega að illgresinu njólanum, sem virð.ist liafa num- ið óþarflega mikið land í bæn- um, og ræddi nokkuð möguleika á að sigrast áhonum, og var tekið undir það af öðrum, sem til máls tóku í hófinu. Töldu flestir, að njólagróðurinn væri versti óvin- ur þeirra, er v.inna vildu að fegr- un bæjarins, en jafnframt var upplýst, að húsbyggjendur á Ak- ureyri væru fljótari til að ganga frá snyrtilegum lóðum én víðast þekkisl annars staðar. Þá var minnzt á hinn nýja grasgarð í Lystigarði Akureyrar, sem mundi nú vera hinn fullkomnasti á land- inu, m. a. var upplýst, að einn af félögum F. A. hefði far,ið utan á sl. sumri og haft heim með sér urn 100 nýjar plöntur í grasgarðinn. Bærinn nýtur góðs af. Það kofn fram í umræðum í hófi þessu, að garðeigandinn er ekki einungis að fegra umhverfið fyrir sjálfan sig, þótt liann kunni að hafa það fyrst og fremst í huga, heldur er hann jafnframt að fegra bæinn. Fyrir því hefir Fegr- unarfélag Akureyrar lagt á það sérstaka áherzlu allt frá stofnun þess, að veita verðlaun eða viður- kenningar fyrir bezt hirtu lóðirn- ar og garðana. Formaður gat þess í lokaræðu sinni, að það ætti að vera Akureyringum metnaðarmál að hirða vel lóðir sínar og garða til þess að það orð mætti fara af Akureyri, sem hún hefir þegar á- unnið sér, að hún væri þrifalegur bær og snyrtilegur. Góð hirðing garðanna veitir okkur sjálfum á- nægju og gerir okkur að betri mönnum, sagði Jón formaður að lokum. Fegrunarfélag Akureyrar vinn- ur gott verk og mætti því njóta fyllsta skilnings og fulltingis allra þeirra borgara, sem vilja fegurð og þrif bæjarins sem mest.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.