Íslendingur - 18.09.1959, Side 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 18. september 1959
Kemur út hvern
föstudag.
Útgefandi: Útgáfufélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, sími 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Iiafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. —
Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kl. 10—12.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j.
Er það fyrirboði hreinsunar?
í forustugrein Dags í fyrradag
gefur að líta hið nakta ofstæki
Frmasóknar í garð þeirra, sem
ekki aðhyllast stefnu hennar og
fylkja sér því undir merki ann-
arra flokka.
Heiti forustugreinarinnar er:
Hvers vegna eru heilsteyptir sam-
vinnumenn Framsóknarmenn? En
allt inntak greinarinnar er tilraun
til að telja lesendum trú um, að
til þess að vera samvinnumaður
þurfi sá hinn sami jafnframt að
vera Framsóknarmaður. Hér er
raunar ekki um nýlundu að ræða
í kenningunni, en framsetningin
er með þeim eindæmum, að rétt er
að hirta hér sýnishorn af henni:
Og gefum þá ritstjóra Dags orð-
ið:
„. . . . hljóta samvinnumenn
að gjalda varhuga við Sjálf-
stæðisflokknum og meðhjálp-
urum hans. Sá sem vill vera
heilsteyptur samvinnumaður,
getur ekki stutt þann flokk með
atkvæði sínu.
Hins vegar er slíkur maður
(þ. e. Sjálfstæðismaður) ó-
heill samvinnustefnunni og ó-
fœr til aS verSskulda tránaS
hennar — álíka óheill og ís-
lendingur vœri þjóS sinni, ef
hann veitti Bretum sluSning til
hernaSar á miSunum okkar.“
(Lbr. hér.)
Hér er hraustlega skirpt. Sá
fjöldi Sjálfstæðiskjósenda, sem
fyllir samvinnufélögin um land
allt, er landráðalýður innan félag-
anna, er vinnur þar hliðstætt verk
og að hjálpa erlendri þjóð til rán-
skapar á fiskimiðum landsins!
Slíku fólki má ekki veita trúnað
innan félaganna, því það er „ó-
fært til að verðskulda“ hann.
Slíkt taumlaust ofstæki í mál-
flutningi verður engum góðum
málstað til framdráttar. Allir þeir,
sem kunnugir eru sögu samvinnu-
hreyfingarinnar, vita, að meðal
mætustu forvígismanna margra
samvinnufélaga voru og eru Sjálf-
stæðismenn, enda þótt þeim hafi
annars staðar þegar verið holað
frá öllum trúnaðarstörfum, og þá
einkum í þeim félögum, þar sem
Framsóknarmenn þafa getað beitt
flokksstyrk sínum til þess. En þar
hefir ekki legið að baki vantraust
á hæfni viðkomandi manna til
trúnaðarstarfs í félaginu, heldur
hefir Framsókn með þeim hætti
átt auðveldara með að beita fé-
lögunum fyrir flokkseyki sitt og
veita blóði þeirra um æðar flokks-
hlaðanna í auglýsingafé, svo sem
víða blasir við auga.
Allir kannast við rússnesku
hreinsanirnar. Ofstækisskrif Dags
verða vart skilin á annan hátt en
þann, að
þau boði fyrirhugoða hreinsun á
fylgismönnum Sjólfstæðisflokks-
ins úr sérhverju trúnaðarstarfi hjú
samvinnufélögum, og geta menn
svo sjúlfir huglcitt, hvort slik
hreinsun myndi veikja félögin eða
styrkja.
Fyrsta reynslan
Meðan Framsóknarflokkurinn
hamaðist gegn nýrri kjördæma-
skipan á sl. vori, var ein röksemd
hans sú, að með stækkun kjör-
dæmanna mundu verða miklir
erfiðleikar á að ná samkomulagi
innan þeirra um framboðslista
flokkanna. Mundu þá miðstjórnir
koma til skjalanna og ganga frá
listunum eftir sínu höfði. Yrði
þetta til þess að draga valdið úr
höndum kjósenda heima í héruð-
um og efla vald flokksforustunnar
í höfuðstaðnum.
Það fór ekki hjá því, við stækk-
un kjördæmanna, að breyta þyrfti
skipulagi á stjórn flokkanna inn-
an þeirra. En það mun hafa geng-
ið fljótt og vel. Trúnaðarmenn
flokkanna í kjördæminu ásamt
þar til kjörnum nefndum hafa nú
gengið frá framboðslistum flokka
sinna, og virðist það oftast hafa
gengið hæði fljótt og vel.
Það sem einkennir framboðs-
listana og þá einkum lista Sjálf-
stæðismanna, er hve mjög þeir
eru skipaðir heimamönnum. Þar
eru vart aðrar undantekningar en
þar sem um núverandi þingmenn
er að ræða, búsetta utan kjör-
dæmis. Listarnir hafa verið settir
upp heima íkjördæminu, án sam-
ráðs við miðstjórnir, og verður
ekki annað séð en auðveldara sé
að ganga frá framboðum í stór-
um kjördæmum en litlum, t.d ein-
menningskjördæmum, þar sem
stundum hefir þurft að skera úr
um, hvor tveggja manna skuli
fara fram, ef báðir hafa verið til
þess fúsir. Þá hafa að sjálfsögðu
stór kjördæmi um fleiri dugmikil
þingmannsefni að velja en lítil.
Hrakspór Framsóknar um erf-
iðleika við framboð i stórum kjör-
dæmum hafa því við lítið að styðj-
ast.
OlagiS á kirkjuklukkunni. — Ein-
okunin í sölu landbúnaSarafurSa.
— AtburSirnir á „Vellinum“.
OFT HEFIR VERIÐ KVARTAÐ yf-
ir því, hve lítil hirða sé um, að kirkju-
klukkan gangi rétt og segi rétt til um
tímann, en þar hefir stundum í sumar
munað allt að 10 mínútum. Þetta er hin
mesta óhæfa og á sér hvergi stað svo
vitað sé, þar sem slíkar almennings-
klukkur eru reknar. Felst í þessu móðg-
un við hinn höfðinglega gefanda og
móðgun við alla þá, er hyggja sig geta
treyst klukkunni. Hafa ýmsir ferða-
menn, einkum erlendir, látið í ljós
furðu sína yfir þessu fyrirbæri.
YFIRSTJÓRN KIRKJUNNAR hér
verður að vakna til skilning á þessu og
ráða „fagmann" til að líta eftir klukk-
unni, því að það er hrein bæjarskömm,
ef svo heldur áfram. Hér er um dýran
grip að ræða, sem fróðir menn hafa
reiknað út, að kosta mundi í dag um
hálfa milljón króna með núverandi toll-
um og álögum á slíka gripi. Og mér er
vel ljóst, að gefandanum er ekki sárs-
aukalaust að vita þessa vanhirðu um
gjöf hans.
MIKIL ÓÁNÆGJA hefir komið
fram yfir sívaxandi einokun í sölu ým-
issa landbúnaðarafurða, einkum eftir
að eggjasamlög og smjör- og ostasala
voru stofnuð og girtu fyrir, að neytend-
ur gætu beðið um ákveðna vöru, er
þeim hafði reynzt góð, svo sem þing-
eyskt smjör og Brakanda-egg. Mér er
sagt, að ekki þýði að biðja um slíkt
lengur. Nú er það aðeins „gæðasmjör",
samhnoðað úr smjöri frá ýmsum fram-
leiðendum, sem menn eiga völ á (í Rvk
a.m.k.), og hefir þetta nýja fyrirkomu-
lag vakið ugg um, að framleiðendur
geti ætíð komið út vöru sinni án tillits
lil vöndunar, og að hið nýja sölukerfi
verki þannig, að vandvirkni í fram-
leiðslu njóti ekki lengur þeirrar um-
bunar, er greið sala veitti.
AFURÐASÖLULÖGGJÖFIN, sem
sett var fyrir 25 árum, var að sjálf-
sögðu nauðsynleg, að því er varðaði
mjólkur- og kjötframleiðslu. En full-
kontið afnám þeirrar rótgrónu venju,
að hönd selji hendi milliliðalaust, er
ekki vinsæl, svo sem að framan getur,
enda munu Islendingar hafa gengið þar
á undan öllum öðrum þjóðum. Hér er
ekki til neitt markaðstorg, þar sem
neytandinn getur skoðað framleiðslu-
vörur og valið það, er honum lízt hezt
á. Santkeppni um sölu hefir um alla
tíð hvatt framleiðendur til vöruvöndun-
ar, og er það miður farið, ef slíka sam-
keppni á að útiloka með öllu á öllum
sviðum.
Vísnabálkur
Á mesta annatíma ársins, með-
an bændurnir afla heyja og sjó-
mennirnir elta „siffur hafsins“ á
miðunum fyr.ir Norðurlandi, fæð-
ast fáar stökur. Hefir þáttur okk-
ar ekki farið varhluta af þessari
„lægð“ nú í sumar, svo sem vinir
hans hafa að sjálfsögðu fundið.
En heldur en að leggja hann alveg
til, skal hér lítillega rætt um eina
merkilega hók í „albúms“-broti,
er kom út snemrna á þessu ári og
nefnist Rímnavaka. Til hennar
hefir safnað hinn þjóðkunni hag-
yrðingur og sjálfmenntaði brag-
fræðingur Sveinbjörn Benteins-
son á Draghálsi.
I bók þessari eru yfir 30 rím-
ur ortar á 20. öld, og bendir það
til, að rímurnar séu ekki aldauða
hjá okkur, en þær yljuðu mörgum
á tveim síðustu öldum á köldurn
vetrarkvöldum, þar sem ekki var
önnur upphitun en kýr undir palli.
Meðal rímnahöfunda í Rímna-
vöku eru mörg þekkt skáld þjóð-
ar.innar, og vil ég þar til nefna
Jakob Jóh. Smára, Guðmund
Böðvarsson, Jóhannes úr Kötlum,
Kristján frá Djúpalæk, Stein
Steinarr og Halldór Helgason frá
Ásbjarnarstöðum.
Efnið er margþætt og oft í gam-
antón. Þar eru stjórnmálarímur,
afmælisrímur, mansöngvar og
biblíurímur. Nokkur sýnishorn
leyfi ég mér að taka að útgefanda
forspurðum.
Úr ríniu eftir Vilhjálm Ólafs-
son:
Þá var öngum leiðin löng,
leiðin tengd við Rangárþing,
skeifan söng, en gljúfragöng
glumdu lengi allt í kring.
Úr stjórnmálarímu Jósefs Hún-
fjörð:
Skuldahrannir skullu á lýð,
skapraun hrann í eldi,
frónskra manna studdi stríð
stigamannaveldi.
Úr afmælisrímu til Jóns Rafns-
sonar eftir Jóhannes úr Kötlum:
Sætan teyga Suttungsmjöð,
saman eiga stefin glöð,
leggja mega í Lofnar kvöð
lótussveiga og ennishlöð.
TVEIR ALVARLEGIR ATBURÐIR
hafa nýlega gerzt á Keflavíkurflugvelli.
1 fyrra skiptið hindraði vopnuð varnar-
liðssveit íslenzka lögreglumenn í að
gegna skyldu sinni. í síðara skiptið
beittu vopnaðir varnarliðsmenn íslend-
inga að skyldustörfum ofbeldi á svo
dólgslegan hátt, að eindæmi munu vera.
Flestum hefir skilizt, að dvöl varnar-
liðsins hér væri ekki hugsuð sem yfir-
gangur við Islendinga, og fari svo fram,
að illa valinn lýður innan liðsins brjóli
allar reglur og velsæmi þar, verður það
eingöngu til að gefa því fólki byr í segl,
sem vill hafa landið varnarlaust.
En Jón svarar Jóhannesi í ann-
arri afmælisrímu:
Norðurslóðir teitur tróð
törgurjóður góður.
Styrjarskrjóða önnin óð
undir Glóðafeyki stóð.
Úr Jesú-rímu Tryggva Magnús-
sonar:
Kölski girnist Kristi að náð,
kjafti firnaljótum brá,
fölskum glyrnum gaurinn sá
gaut einbirni Drottins á.
Úr Svipurímu Kristjáns frá
Djúpalæk:
Ilúsbændanna hún var löngum
höfuðstyrkur.
Þá gat unnið þrælaskarinn,
þegar hann var nógu barinn.
Úr GySjurímu Sveinbjarnar
Benteinssonar:
Ljóss þíns undur oft mig dreymdi,
enn á fund þinn vildi ná,
bæði stund og stað ég gleymdi,
sterkri bundinn hugarþrá.
Úr rímu Guðmundar Böðvars-
sonar skálds:
Yfir.hljóðar heimskautslendur
hugurinn reikar næturskeið,
vegamóður, vængjabrenndur,
vökubleikur heim á leið.
Og jafnvel unglingarnir í M. A.
innan við tvítugt bregða fyrir sig
rímnagerð, sbr. rímu Ara Jósefs-
sonar og Halldórs Blöndal:
Slógu fírar fljótt til sanns
fyrir spíra saman.
Kyssa gírugt físu fans
finnst þeim dýrlegt gaman.
Og svo látum við þessu lokið að
sinni.
fjölsótt héroösDiót
Sjdlfstœðjsmaitiii
Síðastliðið föstudagskvöld var
haldið héraðsmót Sj álfstæðis-
rnanna í Ólafsfirði. Mótinu stjórn-
aði Jakob Agústsson rafveitustj.
Ólafsfirði, en ræður fluttu alþing-
ismennirnir Jónas Rafnar og
Magnús Jónsson.
Sömu ræðumenn mættu einnig
á héraðsmótinu á Dalvík, sem
haldið var kvöldið eftir, en þeirri
samkomu stjórnaði Egill Júlíus-
son útgerðarmaður.
Á sunnudagskvöld var svo hald-
ið héraðsmót á Akureyri, og töl-
uðu þar Bjartmar GuSmundsson
bóndi á Sandi og Gísli Jónsson
menntaskólakennari. Á öllum
þessum samkomum skemmtu leik-
ararnir Bessi Bjarnason, Knútur
Magnússon og Steindór Hjörleifs-
son og að lokum var dansað.
Aðsókn var góð á öllum mót-
unum, og undirtektir mótsgesta
v.ið mál ræðumanna hinar ágæt-
ustu. Er nú mikill sóknarhugur í
Sjálfstæðismönnum í Norður-
landskjördæmi eystra, enda bend-
ir margt til þess, að þrír menn af
lista flokksins hljóti þingsæti í
kosningunum í haust.