Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1960, Page 1

Íslendingur - 08.01.1960, Page 1
XLVI. árg. Föstudagur 8. janúar 1960 1. tbl. lÉoihiir prentorí frd los Angeles i stuttri heimsihn Bömin hans sjá hér snjó í íyrsta sinn Á mánudaginn hitti blaðið að máli hér í bænum Eyjólf Eiríks- son prentara í Los Angeles, en hann er nú staddur hér heima í sumarleyfi ásamt fjölskyldu, konu og þrem börnum. Skrapp hann hingað norður að heimsækja leik- bróður sinn úr bernsku og síðan starfs- og stéttarbróður, Karl Jónasson prentsmiðjustjóra, en mun bráðlega halda aftur vestur um haf. Eyjólfur er fæddur og uppalinn í Reykjavík og nam ungur prent- iðn. Vann fyrst í Acta og síðar í Eddu nokkur ár, en auk þess í Víkingsprenti, Gutenberg og Fé- lagsprentsmiðjunni. Hér vann hann í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar á árunum 1946—47. Á árunum 1941-44 dvaldi Eyj- ólfur í San Francisko við prent- störf. Kynnti sér þá einkum lit- prentun. Var síðan í skóla í Tenn- essee, sem prentarafélög í Norð- ur-Ameríku eiga og reka. Eftir heimkomuna þá vann hann jöfn- um höndum að verzlu'n og prent- iðn. Vér spurðum Eyjólf um vestur- för hans og störf vestra. — Það var árið 1950, sem ég fluttist vestur, segir Eyjólfur. — Var ég fyrst við ýmis störf í San Diego, en árið eftir fluttist ég til Los Angeles og hef unnið þar síðan hjá Burrough Corporation, en það er reikni- og bókhaldsvéla- firma, er rekur prentsmiðjur víða í Bandaríkjunum, þ. á. m. í Los Angeles og Rochester. í prent- smiðjunni sem ég vinn í, vinna um 600 manns, en alls vinna á vegum fyrirtækisins milli 40 og 50 þúsund. — Hvað /com þér til að flytja veslur? — O, kannske einhvers konar ævintýraþrá, löngun til að breyta um atvinnu og dvalarstað. Ég hafði kynnzt konu minni fyrst á leið milli Danmerkur og íslands árið 1946, og fórum við bæði j vestur með stuttu millibili. Við giftum okkur í Los Angeles eftir að ég kom þangað og höfum búið þar síðan. — llver er kona þín, og hve :stor er fjölskyldan orðin? — Kona mín heitir Rut, fædd .Jensen, og er uppalin í Kaup- mannahöfn. Börnin eru þrjú: Karl, sex ára, og tvíburarnir Elísa- het og Marianne fjögurra ára. Nöfnin skrifuð á íslenzku og dönsku, og þykir skrítið þar vestra. — Hvernig láta börnin yfir Jerðinni hingað? — All-vel. Þau sjá hér margt nýstárlegt, t. d. snjóinn, enda finnst þeim í kaldasta lagi. Lítið geta þau talað við börnin hér heima, þótt þau kunni nokkur orð í íslenzku. En heima hjá sér um- gangast þau aðeins enskumælandi börn og tala því ekki á öðrum tungum. Við hjónin tölum saman á íslenzku, ef við viljum ekki láta börnin fylgjast með umtalsefn- inu. — Hvernig eru kjör prentara vestra? — Þau eru mjög viðunandi. Sjálfur fékk ég í upphafi sérstök kjör, eða betri laun en þar tíðk- ast. Yfirleitt má telja kjörin góð. Að vísu hafa aðrar iðnstéttir, svo sem pípulagningamenn og múr- arar hærra tímakaup, en þeir hafa oft stopula vinnu og bera því gjarna minna úr býtum en við prentararnir, sem vinnum fasta vinnu allt árið. — Eru ekki fleiri íslendingar en þú í Los Angeles? — Jú, biddu fyrir þér. Það munu vera milli 5 og 6 hundruð Islendingar í Los Angeles og næsta nágrenni. Hafa þeir með sér félagsskap og koma saman á 2ja til 3ja mánaða fresti og gefa út eigið fréttablað. Formaður fé- lagsins nú er Hal Linker kvik- myndatökumaður, kvæntur ís- lenzkri konu, og munu flestir Is- lendingar kannast við þau af við- tölum og frásögnum í blöðum. Margir íslendingar þar vestra fá blöðin að heiman. Ég hef t. d. alltaf fengið Morgunblaðið og Tímann reglulega vestur, og fylg- ist því all-vel með því, sem hér gerist hverju sinni. — Dveljið þið lengi hér heima að þessu sinni? — Nei, það getur ekki orðið. Okkur langaði til að skreppa til Hafnar um leið í heimsókn til ættingja og kunningja konu minn- ar, en af því getur ekki orðið, I þótt ég tæki tveggja ára saman- lagt sumarfrí til ferðarinnar. 15 millj. kr. lán til íbuöabygginga Ríkisstjórninni hefir tekizt að útvega 15 millj. kr. bráðahirgða- lán hjá Seðlabankanum vegna Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Fékkst lánið fyrir jólin, og er út- hlutun þessa fjár nú í undirbún- ingi. Er þessi lántaka byggð á þvi ákvæði í stefnuyfirlýsingu stjórn- arinnar að greiða fyr.ir auknum lánveitingum til íbúðabygginga. »Vörðer« heldur stjórnmdlendntsheið Vörður, Fél. ungra Sjólfstæðis- manna, gengst fyrir stjórnmóla- nómskeiði í vetur, svo sem hann hefir gert oft ó undanförnum ór- um. Hefst það n. k. mónudag, 11. janúar, og eru væntanlegir þótt- takendur beðnir að gefa sig þegar fram við formann Varðar, Leif Tómasson, símar 2280 og 1352. BREYTTUR LOKUNARTÍMI Lokunartími sölubúða breytt- ist nú um áramótin. Verður verzlunum lokað kl. 1 á laugar- dögum til 30. apríl, en opnar verða þœr á sama tíma á föstu- dögum til kl. 7 síðdegis. Nýr bankastjóri Nú um áramótin var Júlíus Jónsson gjaldkeri við Utvegs- bankaútibúið hér í bæ skipaður bankastjóri þess, en hann hefir gegnt bankastjórastarfi við útibú- ið síðan Svavar Guðmundsson flutti brott héðan í fyrra. Júlíus er fæddur hér á Akur- eyri 31. maí 1915 og tók ungur gagnfræðapróf við Menntaskól- Júlíus Jónsson. ann hér. Dvaldi síðan 1 vetur við nám í verzlunarskóla í Bristol. Litlu síðar gerðist hann starfs- maður við útibú Útvegsbankans hér, fyrst í Hafnarstræti 88, en síðan útibúið var flutt í Hafnar- stræti 107 fyrir tveim áratugum hefir hann starfað þar og verið gjaldkeri síðastliðin 16 ár. Júlíus er öllum sem til hans þekkja kunnur að góðu einu, lip- urmenni hið mesta og drengur góður. Er hann eftir langa þjón- ustu við útibúið orðinn gagn- kunnugur bankastarfsemi, og mun því þykja vel ráðin skipun hans til starfsins. ■ Eyjólfur Eiríksson prentari og fjölskylda (sjá viðtal). Myndin tekin liér í bœnum í fyrradag. Frcinsnr um iíriimoíin Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var götulífið hér í bæ rólegra nú um áramótin en oft áð- ur, og gekk umferð hindrunar- laust. Lítið var um sprengjur, enda sala á þeim bönnuð, og tók lögreglan í sínar vörslur það, sem til spurðist af þeim, m. a. í einni verzlun. Skemmdarverk voru hverfandi, — þó brotin stór rúða í sýningarglugga Yöruhússins, en það mál mun upplýst. Nokkuð bar á ölvun á áramóta- fögnuðum og á götunum að þeim loknum. Voru 8 menn teknir úr umferð á nýársnótt vegna ölvun- ar, en þar sem lögreglan getur að- eins hýst 3 samtímis, varð að fiytja nokkra heim til sín. Sex áramótabrennur voru haldnar á gamlárskvöld með sam- þykki lögreglunnar. Veður var gott, en þó fremur lítil umferð á götum úti. Mikið flugeldaflóð var yfir bænum á miðnætti, og horfðu bæjarbúar á það úr gluggum húsa sinna. Kaiipfélögiii mjélknð í ,si>ilkomu‘ FraiiiNÓknar Látin bera kostnað' af blöðum flokksins. Eins og oft hefir veriS bent ó hér í blaðinu, eru samvinnufélög- in freklega notuð til framdráttar pólitískum óróðri Framsóknar- flokksins með því að láta auglýs- ingar frá þeim bera uppi kostnað- inn við útgáfu flokksblaðanna. Þegar á þetta er bent, gera blöðin hvorki að játa né ncita en bregða gjarna fyrir sig þeim rökum, að Framsóknarflokkurinn sé hinn eini verndari samvinnufélaganna og þvi eðlilegt, að samvinnuhreyf- ingin og flokkurinn styðji hvort við bakið á öðru! Flestir aðrir eru þeirrar skoðunar, að þar sem sam- vinnuhreyfingin sé að uppruna og EIGI AÐ VERA óháð pólitisk- um flokkum, hafi forráðamenn cinstakra samvinnufélaga, sem skipuð cru almcnningi úr öllum stjórnmálaflokkum, enga sið- fcrðilcga heimild til að mjólka þau í fötu einstakra pólitiskra flokka. Vilji menn sjá, hvernig farið cr að þvi að láta samvinnufélög bera uppi málgagn Framsóknarflokks- ins hér i bæ, þarf ekki annað en lita yfir blaðið Dag í desember sl. Komu út af honum sérstök aug- lýsingablöð, mestmegnis með aug- lýsingum frá samvinnufélögum. I einu slíku 8 siðu blaði voru 511 síður þaktar slikum auglýsingum, en þær gera eftir núgildandi aug- lýsingaverði Akureyrarblaðanna ca. 12 þúsund krónur. Samkvæmt mælingum og mið- að við venjulegt auglýsingaverð hér hafa samvinnufélög og sam- vinnustofnanir auglýst i Degi í desembermánuði einum fyrir kr. 48000.00 — FJÖRUTÍU OG ÁTTA ÞÚSUND KRÓNUR og eru þó ekki meðtaldar jólakveðjur einstakra félagsdeilda eða til— kynningar, sem venjulega birtast í öllum bæjarblöðunum. Má af þcssu nokkuð ráða, hve purkunar- laust samvinnufélög almennings eru mjólkuð i „spilkomu" Fram- sóknarf lokksins.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.