Íslendingur


Íslendingur - 19.02.1960, Qupperneq 2

Íslendingur - 19.02.1960, Qupperneq 2
ÍSLENDINGUR Föstudagur 19. febrúar 1960 2 Kemur út hvern föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, sfmi 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. — Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kL 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Hvít bók um efnahagsmál Ríkisstjórnin hefir gefið út svo- nefnda „hvíta bók“ um efnahags- málin, sem orðið hefir um all- hörð rimma á Alþingi. Hafa stjórnarandstæðingar líkt útgáfu hennar við „frímerkjaþjófnað“ og önnur slík afbrot. Þessi hvíta bók hefir að geyma hagfræðilega greinargerð fyrir þeirri þróun, — eða öllu heldur öfugþróun, sem efnahagsmál þjóðarinnar hafa verið háð á und- anförnum árum með liinu al- ræmda styrkja- og uppbótakerfi og jafnframt þeim aðgerðum, sein nú er gert ráð fyrir í frumvarpi stjórnarinnar um efnahagsmál. Eftir að rakin hefir verið í bók- inni forsaga hinna væntanlegu aðgerða segir þar svo: „í Ijósi þess, sem sagt hefir verið hér að framan, telur rík- isstjórnin það ekki álitamál, að nauðsynlegt sé að afnema bóta- og gjaldakerfið og leið- rétta gengisskráninguna að fullu. Hitt er ríkisstjórninni vel ljóst, að þetta verður ekki gert nema með víðtækum breyting- um í öllu efnahagslífinu. Þess- ar breytingar eru erfiðar í framkvæmd, vegna þess hve víðtækar þær eru, og hversu mjög þær snerta hagsmuni allra stétta þjóðfélagsins. Eng- in ríkisstjórn myndi gera til- lögur um slíkar breytingar að óþörfu. Það er vegna þess, að ríkisstjórnin er sannfærð um, að þjóðarvoði sé fyrir dyrum, ef slíkar ráðstafanir séu ekki gerðar, að hún gerir nú tillög- ur um víðtækari ráðstafanir í efnahagsmálum en gerðar hafa verið hér á landi síðasta ára- tuginn að minnsta kosti.“ Svo sem kunnugt er orðið, er tilgangur ríkisstjórnarinnar sá með tillögunum, að samræma hið margvíslega gengi íslenzku krón- unnar, draga úr styrkja- og upp- bótakerfinu og gera allt hagkerfi þjóðarinnar einfaldara í vöfum og framkvæmd en verið hefir hin síðustu ár. Með sérstökum mótað- gerðum leitast hún við að láta þessar aðgerðir koma sem jafn- ast niður á þeim, sem bök hafa til að bera óþægindin. 1 heild telja hagfræðingar, að aðgerðir svari til ca. 3% rýrnunar lífskjara. Þeir, sem áður hafa búið við skarðastan hlut, svo sem gamal- menni við rýr elliiaun og rýrnandi verðmæti samansafnaðs spari- fjár, eiga að fá hlut sinn að fullu bœttan í hækkuðum eliilaunum og hækkuðum vöxtum af sparifé. Ör- yrkjar og f j ölskyldumenn í hækk- uðum bótum frá Almannatrygg- ingum. Sú kjararýrnun, sem vænta má að hin nýja gengisskráning ísl. krónu hafi í för með sér, kemur að sjáifsögðu að einhverju leyti við alla þegna þjóðfélagsins og hiýtur svo að verða hjá hverri þeirri þjóð, er miðar lífskjör sín við hærri „gráðu“ en hún má og getur. Islendingar hafa um aldir búið við meira erfiði en aðrar þjóðir og lélegri kjör vegna legu og staðhátta landsins, og þótt ný tækni létti mörgum starf og 6trit, þurfum við aldrei að ætla okkur þann hlut að geta lifað áhyggju- lausu og áreynslulausu lífi. Harð- býlt land hlýtur ætíð að krefjast þess af íbúum sínum, að þeir þurfi meira fyrir lífinu að hafa en íbúar þeirra landa, er öll skilyrði eiga til að lifa áhyggjulitlu og rólegu lífi. En þótt við lifum á „mörkum hins byggilega heims“, eins og einhver spakur maður hefir að orði komizt, þá eigum v.ið ótæmandi möguleika til að gera landið jafn byggilegt og önn- ur lönd. Það votta hinir miklu » möguleikar okkar til nýtingar jarðhita, orkubeizlunar fallvatna og auðæfa hafsins, meðan þau eru ekki ónýtt af ránsmönnum. En ekki fæst allt unnið á einum degi. Ilver sá heimilisfaðir, sem sjá vill fjölskyldu sinni farboða, gætir þess jafnan, að tekjur og gjöld heimilisins standist á. Þessi sjálfsagða regla hefir ekki verið í heiðri höfð á þjóðarheimilinu nokkur síðustu árin. En nú vilja menn taka hana upp. Jafnvel stjórnarandstæðingar, þó að þeir segi annað. Er þetta árás á æskuna? Þess hefir orðið vart í stjórnar- andstöðublöðunum, að með fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum sé verið að krenkja æsku landsins. Slíkt er hin mesta bábilja. V.ið getum ekki ár eftir ár eða áratug eftir áratug blekkt unga fólkið með því, að hér sé það Gósenland, sem það geti erjað um langa framtíð áhyggju- laust og erfiðislaust. Ekki vitum við, nema að æskumenn okkar mundu rísa upp að fám árum liðnum, eða þegar þeir eiga að taka við rekstri þjóðarbúsins, og við hefðum í engu hagað okkur eftir aðstæðum og horfst í augu við veruleikann, — og sagt við okkur: — Hví voruð þið, feður okkar og mæður, að blekkja okkur? Þið sögðuð okkur, að hér væri allt í lagi, — við skyldum lifa og leika okkur eins og við gætum, — og svo hrellið þið okkur með því, um leið og þið afhendið okkur þjóðarbúið, að á því hvíli skuldir, sem okkur beri að greiða. Þetta var okkur áfall, og þið hefðuð bcfur gcrf oð scgja okkur sannleikann ■ stað þess að blekkja okkur. I tommu hœlarnir. — Skautasvellið. OFT ER RÆTT um umferðamálin og hættu þá, sem skapazt í sambandi við umferðina, og þá ekki sízt, hve mik- ið skortir enn á, að fótgangandi menn sýni nauðsynlega varkárni í umferð- inni. Yfirleitt eru bílstjórar hér í hæ varkárir í akstri, og þá einkum leigu- bílstjórar, og má furðu sæta, hve sjald- an verða hér umferðaslys. Víða eru hættuleg gatnamót, og má þar fyrst nefna gatnamótin Geislagata, Glerár- gata, Eiðsvallagata, svo og Smáragata, I en þarna er alls staðar tvístefnuakstur.! Með því að gera Geislagötu og Glerár- götu að einstefnugötum, mætti veru- lega draga úr hættunni á þessum víð- áttumiklu vegamótum. EN ÞAÐ var annað, sem ég vildi vekja máis á eftir ábendingu frá öku- manni. Sums staðar í bænum, og þá sér í lagi við Ilelga-magra stræti, eru járnhlið á lóðum, sem opnast jöfnum höndum út á götu og inn í garð. Oft vill það til, að barn hleypur á hlið- grindina innan frá, hrindir henni út á götuna og hleypur fram á veginn, án þess að liuga að uinferð. Ef öll þessi hlið opnuðust inn á lóð, væri hættan tiltölulega lítil. Þá verða börnin fyrst að draga grindina að sér, áður en hlaupið er út á götuna. ÉG SÁ í einhverju sunnanblaði ný- lega útreikning á því, hve mikiJl þungi kæmi á livern fersentimetra af mjóu 6 tommu-hælunum, sem kvenfólkið viJI nota nú til dags, og mér krossbrá. Það er út af fyrir sig að fá þessa hæla ofan í ristina í dansi, sem alltaf getur komið fyrir, þar sem þröngt er. Hætt er við, að hællinn gangi þá í gegn og þurfi að reka liann með hamri eða sleggju til baka. En sýnilega verður ekki með töl- utn talið, hvert tjón þessir hælar vinna á gólfteppum og jafnvel gólfdúkum, — ég tala nú ekki um, hvernig þeir fara með göturnar. Malbikið spænist upp, svo að nýjar malbikunarvélar fá þar ekki rönd við reist, — svo að maður tali nú ekki um skemmdir á grónum lendum, þar sem gengið er á nöglum þessum. íÞRÓTTABANDALAGIÐ hefir sýnt lofsverða viðleitni að viðhalda skauta- svelli á íþróttasvæðinu undanfarna vet- ur, og eins og vitað er, sótti fjöldi fólks á svellið dag hvern meðan það hélzt nú fyrir nokkrum vikum. Síðan kom hlák- an og eyðilagði svellið. Nú hefir skipt um og hörkufrost hafa verið marga undanfarna daga. — Vilja forráðamenn IBA nú ekki ganga fram í því, að vatni verði sprautað aftur á svæðið, svo að áframhald megi verða á iðkun skauta- íþróttarinnar, meðan tíð leyfir. --------x---------- Leiðrélting. Sú villa varð í grein á 2. síðu blaðsins 12. febrúar á 2. dálki, að þar stóð: „Samkvæmt binni nýju geng- isskráningu mundi íslenzk króna fram- vegis jafngilda 38 dollurum", en átti að sjálfsögðu að vera: að 38 íslenzkar kr. jafngiltu bandarískum dollar. Frá Húsavík, 12. febr. Síðastliðiö ár var Húsvíking- um fremur hagstætt. Atvinna yfir- leitt næg og jafnvel skortur á v.innuafli yfir sumarmánuðina. — Byggingar voru með mesta móti, svo að um áramót var um 40 íbúðarhúsum og öðrum viðbótar- byggingum ýmist lokið eða kom- ið nokkuð á veg. Síidarsöltun var minni en vonir stóðu til, eða um 6000 tunnur — olli þar um aðallega tvennt — síldarafli lítill á miðveiðisvæð- inu og síldarbræðslan algjörlega ófullnægjandi. Um fyrra atriðið verður við engan deilt, en stækk- un síldarverksmiðjunnar er í at- hugun. Fiskafli var lítill s. 1. vor, kom ekkert vorhlaup, en er leið á sumarið glæddist aflinn, og haustvertíð var góð, svo heildar- afli var svipaður og árið áður. Frá höfninni. Sjósett var eitt 15 m. kar og komið fyrir á sínum stað og ann- að var fullsmíðað, er ganga skal frá í sumar. Er þá lokið lengingu hafnargarðsins a. m. k. í bili. Byggð var á s. 1. vori staura- bryggja utan á hafnarbryggjuna til athafna fyrir smærri báta. Er nú þessa dagana unnið að leng- ingu þessa mannvirkis og verður þegar lokið er tæpir 60 metrar. Verkstjórn og umsjón með þess- um framkvæmdum hefir Sveinn Júlíusson haft. Dýpkunarskipið Grettir gerði hér í sumar tilrauna- dýpkun í höfninni, til að fá úr því skorið, hvort dýpkun væri möguleg. Var tilraunin jákvæð. Landbúnaður. Heyskapur var mikill og góður, og feitt kom fé af fjöllum í haust. Ilúsvíkingar eru fjármargir, — Vísnabálknr Morgunn við Astjörn. Morgunn fagur rís úr rúmi, rekur brottu þögla nótt, sviptir burtu svölu húmi, sveipar Ijóshjúp jörðu fljótt. Sól á tindum, sól á fjöllum, sól á hóli og úti um sæ, sól á grundum, sól á völlum, sól í dal, á hverjum bæ. Hefja fuglar hvellan róminn, hendast, sendast grein af grein. Sólin vermir blessuð blómin, bakar rakan sand og stein. Golan vex, og báran bláa bökkum tjarnar gjálfrar hjá. Ondin leiðir unga smáa út á vatnið, landi frá. Kvöld við Astjörn. Sólarlagið sindrar eldi sanda, strendur, fjöll og sæ, reifar himin rósafeldi, rauðum, gullnum töfrahlæ. Bjarkagreinum blærinn vaggar, bærir lauf í skógarhlíð, grasið væta dropar daggar, drúpa höfði blómin íríð. Söngur fagur þrasta þrotnar, þungur ymur vatna gnýr, annars kyrrðin einvöld droltnar, ys og þys á brottu flýr. Sœmundur G. Jóhannesson. ári kannske um of, finnst þeim, er enga eiga ána og þurfa að víg- girða lóðir sínar og garða fyrir ágang.i búfjár. Einnig eru bænd- ur hér í kring ekkert hýrir yfir fjárbúskap Húsvíkinga, er herjar lönd þeirra. Stendur þar um styr, og finnst sitt hverjum. Gott er að eiga von í lambi, en stór fjárbú- skapur á ekki við inni í bæjum. Vert er að geta þess, að sand- græðslan gerði hér í vor tilraun með dreifingu fræs og áburðar úr flugvél. Mátti sjá, er leið á sumarið, græna geira um mela og börð hér í kring, svo ekki er um að villast árangur. Þó að sumir væru ekki ánægðir með hvar dreift var, fyndist fara of mikið á tún nágrannans, þá er þetta starf, sem sýnilega ber ávöxt. Húsavíkurbær 10 ára. Húsavík hélt upp á 10 ára af- mæli sitt sem kaupstaður þann 30. des. sl. Var boðið til samsætis að Hótel Húsavík um 50—60 manns, bæjarfulltrúum, varabæjarfull- trúum, starfsmönnum bæjarins o. fl. Hófinu stjórnaði varaforseti bæjarstjórnar, Jóhann Iiermanns- son. Ekki verður sagt um Húsvík- inga, að þeir liafi verið við eina fjölina felldir, því þeir hafa hald- ið við fjóra bæjarstjóra á þessum 10 árum. Þeir eru: Karl Kristjáns son, er var oddviti Húsavíkur- hrepps, hann var bæjarstjóri um eins árs skeið. Þá tók við Frið- finnur Árnason, síðan Páll Þór Kristinsson, og núverandi bæjar- stjóri er Áskell Einarsson. Hér hefir verið stiklað á stóru með annál ársins 1959 — mörgu gleymt og öðru gerð ófullnægj- andi skil. Joðge. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1959, hefir blaðinu borizt. Flytur það þetta efni: Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri: Fólksfjölgun og framtíðarnytjar lands, — Sögu- leg mynd, — Skjólgrindur, — Minnzt látinna skógræktarmanna, — Starf Skógræktar ríkisins 1958. Arngr. Fr. Bjarnason: Stórar hug- sjónir þurfa miklar fórnir, Eyþór Einarsson: Gróðurathuganir í Hallormsstað, í Vaglaskógi og Haukadal, Skógrækt í Nordlands- fylki, skýrslur skógræktarfélag- anna 1957—58, o. fl. ------o------ Heima er bezt, 2. hefti, 10. árg. flytur m.a. þetta efni: Hafmey og hakakrossar, rit- stj óraspj all; Jón Tómasson, tón- skáld eftir Pál Halldórsson; Tæpt í klettum fyrir nær 60 árum eftir Björn Guðmundsson; Jólaþankar farkennarans, smásaga eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur; Þokuvilla á Hágangaheiði eftir Hólmstein Helgason; Eyðibýlið Pálssel eftir Jóh. Ásgeirsson; Vísur og smá- kvæði eftir Auðun Br. Sveinsson; framhald Æviminninga Bjargar Dahlmann; framhaldssögurnar og þáttinn Hvað ungur nemur; Bókahillan; Myndasagan o. fl. --------------□--------- . liðnu

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.