Íslendingur


Íslendingur - 29.04.1960, Blaðsíða 3

Íslendingur - 29.04.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. apríl 1960 ÍSLENDINGUR 3 Furðuleg blaðaskrif komm- únista um landheigfsmálið Afsfaða þeirra markasf af annarlegum sjónarmiðum. I. Meðan kommúnistar sátu í vinstri stjórninni, miðuðu þeir allar aðgerðir sínar í landhelg- ismálinu við tvennt: AÐ sjá svo um, að liugsan- leg „lausn“ yrði til þess að hœgt yrði að sprengja Island út úr Atlantshafsbandalaginu, enda hefðu þeir þá ekki þurft að ejast um viðurkenningu og ríkuleg laun yfirboðara sinna í austri. AÐ leiða athygli þjóðarinn- ar frá getuleysi vinstri stjórn- arinnar i efnahagsmálunum. II. Hér skal ekki ralcin óheilla- meðferðin á landhelgismálinu, meðan kommúnistar réðu sjáv- arútvegsmálunum, né heldur rœtt um þá lausn, sem þá mátti fá hagstœðasta, en vekja verð- ur athygli á stórfurðulegum blaðaskrifum kommúnista, meðan lokaþáttur Genfarráð- stefnunnar stóð yfir. 23. apríl lýgur Þjóðviljinn því hreinlega upp, að „andstœðingar“ okkar liafi fallizt á breytingartillögu fslands gegn því að við greidd- um atkvœði með tillögu Kana- da og Bandaríkjanna og liefðu Bjarni Benediktsson og Guð- mundur I. Guðmundsson lýst yfir stuðningi við liana. Komið er á daginn, að þetta er allt uppspuni frá rótum, og mun leitun' á jafnsvívirðilegum blaðalygum um svo viðkvæmt og mikilvœgt utanríkismál. — Gefur þetta glögga mynd af málflutningi kommúnista und- anfarið. III. Sunnudagsblað Þjóðviljans kemur upp um, hverra hags- munum kommúnistar þjóna í landhelgismálinu. Þeim var ó- bœrileg tilhugsun, að lsland fengi 12 mílna FISKVEIÐI- LÖGSÖGU, ef Rússar og fylgi- ríki þeirra fengju ekki þegar í stað 12 mílna LANDHELGI, sem einkum er miðuð við hernaðarþarfir. Ef það fengist ekki, gilti þá einu um, þó hag- stœðustu lausn fyrir ísland yrði að hafna og málið skilið eftir í sjálfheldu. Kommúnista- ríkin í Austur-Evrópu kallar Þjóðviljinn bandamenn okkar í landhelgismálinu. Slíkt tal er út í hött, þeirra hagsmunir eru aðrir í verulegum atriðum, enda reyndust þessi ríki, að undantekinni Júgóslavíu, sem ekki lýtur Moskvu, ekki meiri bandamenn okkar en svo, að HVORUGA íslenzku tillöguna fengust þau til að styðja. En íslenzkir kommúnistar eru jafnhvikulir bandamcnn þcssara rikja i landhelgismálinu sem öðru, og skiptir j>á að sjálfsögðu ekki máli, þó sum þeirra liggi hvergi að sjó. Það má nærri geta, hvilik hugraun islenxkum komm- únistum þoð væri, ef t. d. vinur þeirra og skoðanabróðir Janos Kadar gæti ekki fært „landhelg- ina" fyrir Dónárbökkum út i 12 mílur þcgar i stað! Afmœlishonsert Mkórs Akureyrnr í tilefni af 30 ára afmæli Karlakórs Akureyrar í vetur, efndi kórinn lil tveggja söng- kvölda í Nýja Bíó um síðustu helgi. A söngskránni voru 17 lög, innlend og erlend. Voru þrjú hinna íslenzku laga eftir Áskel Snorrason, og sljórnaði höfundur söng þeirra. Að öðru leyti stjórn- aði Askell Jónsson söngnum. Und- irleikari var Kristinn Gestsson. Einsöngvarar voru bræðurnir Jóhann og Jósteinn Konráðssynir. Söng Jóhann einsöng í „Dísu“ eftir Þórarin Guðmundsson og „Um sumardag“ eftir Abt, en Jósteinn í íslands lagi Björgvins Guðmundssonar. 011 þau lög voru tvítekin og mörg önnur, og að lok- um söng kórinn aukalög. Bárust söngstjóra og undirleikara blóm, en áheyrendur, sem fylltu húsið háða dagana, hylllu kórinn með innilegu lófataki. í Karlakórnum syngja nú um eða yfir 40 menn, ungir og roskn- ir. Hafa sumir þeirra sungið með kórnum frá upphafi, en nýir kraft- ar bætast honum með hverju ári. Kórinn er í all-góðri þjálfun og á við margar góðar raddir að búa. Sérstaklega er bassa-sveit hans vel skipuð. Ó. Fyrsta stjórn U. M. F. Svarfdœla var skipuð þessum mönnum (talið frá vinstri): Þórarinn Kr. Eldjárn, Snorri Sigfússon, Sigurður P. lónsson, en hann átti sjötugsafmœli 22. þ. m., er ungmennafélag lians minntist hálfrar aldar ajmœlis síns. UHF. SvorfM SO dn Síðastliðið laugardagskvöld minntist UMF Svarfdæla hálfrar aldar afmælis með kaffisamsæti .á Dalvík, þar sem margt manna var saman komið, m. a. allir fyrstu stjórnendur félagsins. Félagið var stofnað 30. des. 1909, og voru stofnendur 48. Félagið hefir beitt sér fyrir ýmsum framfara- og menningar- málum í héraðinu, svo sem skóg- ræktar- og íþróttamálurp, bygg- ingu samkomuhúss á Dalvík, byggingu sundlaugarinnar í Svarfaðardal o. fl. og vinnur nú að undirbúningi að byggingu fé- lagsheimilis. Núverandi stjórn þess skipa: Ingólfur Jónsson formaður, Arni Oskarsson ritari og Baldvin Magn- ússon gjaldkeri. Félagar eru nú 110. UMF Æskan 50 ára Ungmennafélagið Æskan á Sval- barðsströnd minntist 50 ára af- mælis síns sl. laugardag, með veg- legu hófi í samkomuhúsi sveitar- innar. Formaður félagsins, Haukur Berg, Svalbarðseyri, rakti sögu fé- lagsins frá upphafi, en auk hans tóku margir fleiri til máls. Stóð liófið lil morguns. U. M. F. Æskan er formlega stofnuð 7. marz 1910, og voru helztu hvatamenn að stofnuninni þeir bræðurnir Tryggvi og Ferd- inand Kristjánssynir á Meyjar- hóli og Aðalsteinn Halldórsson, Geldingsá. Aður hafði þó starfað í sveitinni félag, sem nefndi sig Unglingafélagið Æskan, stofnað 1903, en starfssvið þess náði að- eins yfir 4 fremstu bæi sveitarinn- ar. Félagar þess urðu 21, og þau 7 ár, sem það starfaði hélt það 30 fundi. Upp af rótum þessa ungl- ingafélags má segja, að hið nýja ungmennafélag hafi síðan verið stofnað, sem náði að sjálfsögðu yfir alla sveitina. Þegar á fyrstu starfsárum sín- um beitti Æskan sér fyrir marg- háttuðum menningar- og fram- faramálum, svo sem byggingu samkomuhúss og lagði fram hluta kostnaðar, skógarreit við samkomuhúsið, stofnun spari- sjóðs 1914 eftir tillögu frú Helgu Laxdal í Tungu, og var hann rek- inn á vegum félagsins í meira en 20 ár. Var þá gerður að sjálf- stæðri stofnun með stjórn og á- byrgð 12 manna. Rak íþróttastarf- semi, sérstaklega glímu og sund og hefir mörg hin síðari ár haft íþróttanámskeið. Fyrsta sund- kennsla í sveitinni fór fram í köldu vatni, en 1931 stóð U. M. F. Æskan ásamt fleiri aðilum að byggingu yfirbyggðrar sundlaug- ar við heita uppsprettu í Sval- barðslandi, og hófst þar svo kennsla 1932. Sveitablöð liafa verið gefin út, sérstaklega á fyrri árum, Búkolla, Hrímfaxi og síðast Hvöt. Barna- deild hefir lengi starfað innan vé- banda félagsins, og var sú starf- semi fléttuð saman af fram- kvæmdum, námi og leik. Félagið rak um tíma heyforða- búr til að mæta erfiðleikum í harðindum. Komu félagsmenn þá venjulega saman um helgar um heyskapartímann og heyjuðu. •— Framh. á 9. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.