Íslendingur


Íslendingur - 29.04.1960, Síða 5

Íslendingur - 29.04.1960, Síða 5
rsir* i. Föstudagur 29. apríl 1960 ÍSLENDINGUR 5 TILKYNNING U M MÆÐRALAUN Samkvæmt lögum nr. 13, 31. marz 1960 breytast ákvæði 18. gr. almannatrygginga- laganna um bætur einstæðra mæðra frá 1. febrúar sl. Með áorðnum breytingum er greinin nú sem hér segir: „Mæðralaun skulu greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem hafa eitt eða fleiri börn undir 16 ára aldri á framfæri sínu. Arleg mæðralaun skulu vera sem hér segir: 1. verðlagssv. 2. verðlagssv. kr. 1.050.00 — 5.400.00 — 10.800.00 Með einu barni.............. kr. 1.400.00 Með tveimur börnum ......... — 7.200.00 Með þremur börnum eða fleirum — 14.400.00 Tryggingastofnuninni er heimilt að lækka mæðralaunin eða láta þau falla niður, ef efnahagsástæður móðurinnar eru svo góðar, að hún þurfi þeirra ekki með.“ Áður hafa einstæðar mæður með tvö börn eða fleiri á framfæri notið mæðra- launa. Mæðralaun þeirra verða nú hækkuð til samræmis við lagabreytinguna frá 1. febrúar sl. Þurfa þær einstæðar mæður, er nú njóta mæðralauna, ekki að senda umsóknir. Einstæðar mæður, sem hafa eitt barn undir 16 ára aldri á framfæri, eiga nú eftir lagabreytinguna einnig rétt til mæðralauna. Þurfa þær sem hér eiga hlut að máli og vilja neyta þessa réttar, að sækja um mæðralaun, í Reykjavík til lífeyrisdeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins, en annars staðar til bæjarfógeta og sýslumanna, sem eru um- boðsmenn stofnunarinnar hver á sínum stað. Eyðublöð fyrir umsóknir fást á sömu stöðum. Æskilegt er að umsóknir berist sem fyrst. Reykjavík, 20. apríl 1960. Tryggigasfofnun ríkisins. ATVINNA! Umsjónarmannsstarfið við í- þróttavöll bæjarins er laust til umsóknar. — Upplýsing- ar um kjör og störf gefur Tryggvi Þorsteinsson Munka- þverárstr. 5, sími 1281. Um- sóknarfrestur til 10. maí. Vallarráð. Lögregluþjónsstarl Staða eins lögregluþjóns á Ak- ureyri er laus til umsóknar, laun samkvæmt launasamþykkt bæjar- ins. — Starfið verður veitt frá 1. júní nk. Umsóknum skal skilað til undirritaðs eigi síðar en 12. maí. Bœjarfógetinn á Akureyri. KAUPUM HREINAR LÉREFTSTUSKUR Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. íöQSOÖSSQQa STCAKT XET Útgerðarmenn STUART-netin hafa á undanförnum vertíðum reynzt afburða veiðin og endingargóð. * Við erum nú vel birgir af hinum viðurkenndu Stuart-Hercules Brand Nælon- ýsu- og þorskanetum, möskvadýpt 26 •— 30 — 36 — 40 og 45. MARGIR LITIR OG MÖSKVASTÆRÐIR KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H. F. Sími 24120 — Reykjavík. Útgáfufélag íslendings beldur AÐALFUND í skrifstofu blaðsins nk. þriðjudag, 3. maí, klukkan 8.30 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. S t j ó r n i n . Fa§teig:n tiB §ölu Húseignin Eiðsvallagata 24, Akureyri er til sölu — aðalhæð og rishæð. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. EgiEI Tómasson, Ferðaskrifstofunni, Akureyri. Ahurcyrinaor - mersvcitamenn Höfum opnað sameiginlega rakarastofu að Hafnar- stræti 105 (áður Rakarastofa Valda og Bigga). — Fljót og góð afgreiðsla. SIGVALDI SIGURÐSSON. ' INGVI FLOSASON. HARALDUR ÓLAFSSON.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.