Íslendingur


Íslendingur - 23.09.1960, Side 4

Íslendingur - 23.09.1960, Side 4
4 ÍSLENDINGUR Kemur út hvern föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag fslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pctursson, Fjólugötu 1, sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. — Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kL 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Vafiftdiim ekki le^tufi9 án §kerðing;ar líf§kjara í Morgunblaðinu 15. þ. m. birt- ist álitsgerð Per Dragland hag- fræðings Alþýðusambands Nor- egs á efnahagsaðgerðum íslenzku ríkisstjórnarinnar, en athugun á þeim gerði hagfræðingurinn að tilmælum Samstarfsnefndar laun- þegasamtakanna á íslandi. Álits- gerð þessi er langt mál, svo að ekki eru nein tök á að birta hana í liflu vikublaði, en kommúnistar fengu því framgengt í Samstarfs- nefnd launþegasamtakanna, að dagblöð og útvarp yrðu að birta álitsgerðina í heild en ekki hluta úr henni. Hafa því Þjóðviljinn og Tíminn vikið sér undan birtingu hennar á þeim grundvelli, að blöð- in hafi ekki rúm fyrir hana, en báðum þeim blöðum er meinilla við álit hagfræðingsins og reyna að gera það tortryggilegt á þeim rökum, að Dragland hafi aðeins talað við Jónas Haralz og dr. Jó- hannes Nordal og ekki dvalið hér nema 3 vikur. Hitt er þó mála sannast, að norski hagfræðingur- inn studdist mikið við upplýsing- ar Torfa Ásgeirssonar hagfræð- ings, sem verið hefir ráðunautur Alþýðusambands íslands um efnahagsmál, og átti viðræður við ýmsa forustumenn launþegasam- taka, m. a. Alþýðusambands ís- lands. Verður blöðum stjórnar- andstöðunnar því erfitt um að telja fólki trú um, að ekkert mark sé takandi á áliti hins norska hag- fræðings og trúnaðarmanns al- þýðusamtakanna norsku. Þau ummæli hagfræðingsins, sem einna verst virðast hafa kom- ið við kaun Þjóðvilja- og Tíma- manna, eru þessi: ..Skoðun mín er sú, að samtök launþega geri meðlimum sínum bjarnargreiða, ef þau taka ekki tiilit til þess, hvað slíkt viðreisn- arvandamál felur í sér. Ef ekki tekst að leysa það nú, mun það von bráðar koma aftur eins og kastvopn Ástralíunegra og með auknum styrkleika. Ef lausnin brýzt fram gegnum hrun og kreppu, veröa afleiðingarnar miklu geigvænlegri fyrir laun- þega heldur en ef viðreisnin fer fram eftir fyrirfrain gerðri áætl- un. Það er heldur ekki í samræmi við raunveruleikann að ætla, að vandann sé unnt að Ieysa án þess að skerða lífskjör launþega. Það sem ber að athuga og krefjast er, að byrðunum sé skipt af réttlæti á allar stéttir og að líkur séu á, að lausnin veiti meira öryggi framvegis. Reynslan af hinum mörgu og dreifðu ráðstöfunum eftir stríðið hefir verið slæm, og ekki er hægt að lá launþegum eða samtökum þeirra, þótt þeir séu farnir að mæta nýjum ráðstöfun- um með nokkurri tortryggni. Engu að síður er það lífsnauð- syn fyrir þá að takast megi að koma fastari fótum undir efnahag landsins og losna við það ástand, sem hefir auðsjáanlega í mörg ár komið í veg fyrir, að fórnir þjóð- arinnar í vinnu og fjármagni hafi borið viðunandi ávöxt í aukinni framleiðslu og bættum lífskjör- um.“ Og síðar segir hann svo: „Það eru fáein atriði, sem ég hefði viljað hafa öðruvísi. Það er verzlunarfrelsið, hin mikla toll- vernd og hluti af vaxtastefnunni. En í aðalatriðum eru ráðstafan- irnar réttar og nauðsynlegar eins og ástandið var orðið í landinu. Mér er ljóst, að það hlýtur að vera örðugt fyrir launþega að sætta sig við þessar ráðstafanir, eftir alla þá miklu og vondu reynslu, sem þeir hafa af fyrri að- gerðum. Þegar ég álít samt sem áður, að rétt sé að bíða og sjá, hvernig þessar ráðstafanir reyn- ast, þá er það vegna þeirrar skoð- unar minnar, að þær geti borið árangur, ef þær fá að standa um hríð. Áætlunin var .... lögð fyr- ir sérfræðinga hjá 0. E. E. C. og rædd af þeim, og eftir þeirra með- mælum fékk ísland þann gjald- eyri, sem með þurfti. Ég tel einn- ig, að staða launþega hljóti að verða ólíkt verri, ef allt fer í mola. Það er með öðrum orðum ekki um það að ræða að velja milli fyrrverandi ástands og efnahags- aðgerðanna, heldur milli aðgerð- anna og einhvers annars, sem eng- inn þekkir takmörk á.“ Þótt Þjóðviljinn og Tíminn víki sér undan birtingu framan- greindrar álitsgerðar, mun hún komast fyrir augu flestra hugs- andi íslendinga, þar sem hún hef- ir birzt í heild í lang-stærsta og útbreiddasta blaði landsins. Skrílmennskan á Kolviðarhóli. — Aldamótaveðrið 20. sept. 1900. KOLVIÐARIIÓLL við Hellisheiði er sögufrægur staður. Þar var fyrst byggt sæluhús en síðar gistihús, og þangað kom margur maðurinn hrakinn og kaldur á árum áður eftir að hafa brotizt yfir Hellisheiði í hrið og oft náttmyrkri. Margir eru þeir orðnir, ver- mennirnir og lestamennimir, er þann stað hafa gist og notið þar umönnunar og aðhlynningar góðra gestgjafa. En eftir að bílaöldin fækkaði fótgangend- um og ríðandi ferðamönnum á þessari leið, urðu viðkomur færri á Kolviðar- hóli, og lauk svo, að staðurinn lagðist í eyði. REYK J AVÍKURBÆR er eigandi Kolviðarhóls, og hefir staðið til að jafna byggingar þar við jörðu. En menn, sem bundið höfðu tryggð við staðinn á ferðalögum yfir Hellisheiði, vildu ekki til þess hugsa og hafa mynd- að með sér félagsskap, er hefir að markmiði uppbyggingu staðarins og varðveizlu hans. Meðal þeirra eru nokkrir af alþingismönnum Suður- landskjördæmis og fleiri þekktir menn austan og vestan Hellisheiðar, einkum í Reykjavík. HIN YFIRGEFNU HÚS staðarins hafa ekki farið varhluta af hinu rót- gróna skemmdaræði manna, sem aldrei geta farið fram hjá mannlausum hús- um, án þess að þjóna sjúklegri eyði- leggingarfýsn sinni. í Vísi 16. þ.m. gef- ur Skúli Helgason safnvörður m.a. eft- irfarandi lýsingu af meðferðinni á bygggingu hins gamal-vinsæla gisti- húss: „Þar sem áður voru nærri 200 rúður í gluggum, er hver einasta brotin. Og ekki aðeins rúðurnar, heldur hafa póst- arnir verið brotnir úr körmum á öllum hæðum, en fyrir innan liggur út um öll gólf grjótið, sem gluggar voru brotnir með. Útidyrahurðir voru sterkbyggðar. Þær hafa allar verið sprengdar upp, svo og karmstykki....... og reyndar þarf hvergi að opna hurð í húsinu. Þær eru allar af hjörum og flestar horfnar með öllu. Þó stóð enn ein eftir í for- stofunni og hallaðist skáhallt fyrir stofudyr á fyrstu hæð. Húsgögn öll liggja mölbrotin út um gólf. Mið- stöðvarofnar eru frá veggjum, því að þeir hafa verið snúnir sundur á lögn- um. Ilin stóra og matarlega eldavél staðarins hefir verið mölvuð eftir beztu getu, og sama er að segja um baðker (Framh. á 7. síðu.) \ Föstudagur 23. september 1960 N. N. Uudir (júfu Eagi Sól og vor er enn á Akureyri og ungu laujin spretta jleiri og fleiri. Þar er sem öll sín forlóg heimur heyri er hljómur sjafnarstrengs um drauma fer. Sunnanvindar bylgjast yjir bœnum, bláan himin opna fjöllum grœnum, í geisladansinn létta vonum vœnum vœngjatök, svo flugið hærra ber. Blóm á grundum, hljóm í lundum, sól á sundum, og syngjandi, yngjandi vor! Blóm á grundum, hljóm í lundum, sól á sundum, og svífandi œskuleikja spor! Þá spretta úr spori jálkar, sprœkir sem himnajálkar. Þá hlaupa horaðir dálkar í hajinu strax í spik. Og heilmikill hœnuslagur hefst, þegar Ijómar dagur, svo að haninn hleypur ragur í háttinn — bcint upp á prik. Þá leikur allt í lyndi langt uppi á Súlutindi, og ojan — í óskavindi — átján þá detta mýs. Ó, blikandi sól á sœnum, seg oss — í guðanna bœnum —, ef hárið á höfðum grœnum í hrijningu sœlli rís! Við munum það œvina alla, unz örlögin kalla í langjör til lífsins jjalla, j>ar sem Ijóma á tinda slœr. Og þökk fyrir leiðslu Ijúja látum við brimhljóð rjúja í söng yjir öldu-úja ])á eilíjðar dunar sœr. Blóm á grundum, hljóm í lundum, sól á sundum, og syngjandi, yngjandi vor! Blóm á grundum, liljóm í lundum, sól á sundum! Vér setjumst í hvers annars spor. SMYRILL í ELD- HÚSI Fyrir nokkrum dögum kom smyrill fljúgandi inn um opnar útidyr að Helga-magra-stræti 27. Eldhúshurðin, sem er andspænis útidyrum, var einnig opin, og flaug smyrillinn rakleitt þangað inn og á gluggann. Heyrði hús- ráðandi skellinn, er fuglinn flaug á rúðuna og kom á vettvang. Gerði smyrillinn aðra tilraun til að komast út um glerið, en flaug síðan sömu leið út og hann kom. --------o-------

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.