Íslendingur - 21.10.1960, Qupperneq 1
ENDURVÍGSLA
GRENIVÍKURKIRKJU
Undaníarið hafa staðið yfir
margvíslegar umbætur á kirkj-
unni í Grenivík, Höfðahverfi, og
fer endurvígsla hennar fram nk.
sunnudag kl. 13.30. Vígslubiskup-
inn, sr. Sigurður Stefánsson, ann-
ast vígsluna.
TdpoDi ekki d útgerðinni
Þó hneigðari fyrir biiskap en útgerð
Lauslegf rabb við Jakob Kristinsson sjötugan.
Jakob Kristinsson fyrrv. út-
gerðarmaður, Lækjargötu 4 hér í
bæ, varð sjötugur 2. þ. m. í til-
efni af því fór fréttamaður blaðs-
ins á fund hans hérna á dögunum
og bað hann að segja lesendum
eitthvað undan og ofan af bví,
seni á daga hans hefði drifið. —
Fyrst er að sjálfsögðu spurt ura
uppruna.
-— Eg er fæddur að Stóra-Eyr-
Jakob Kristinsson.
arlandi hér í bæ, segir Jakob, —
og voru foreldrar mínir Ingibjörg
Helgadóttir og Kristinn Jónsson
vegaverkstjóri.
.— Og hefir þú alltaf verið bú-
settur á Akureyri?
— Nei, daginn eftir að ég var
fermdur, fór ég í vist til Hríseyj-
ar. Það var ekki verið að draga
það í þá daga, að unglingarnir
færu að vinna fyrir sér. Ég fór
með ÞRÁNI út eftir, fyrsta vél-
bátnum, sem kom til Eyjafjarðar.
Það var 6—7 smálesta bátur, er
Björn Jörundsson og Óli Björns-
son í Hrísey áttu. Ég fór til Þor-
steins Jörundssonar hálfbróður
míns og vann hjá honum fram
undir tvítugt. Fyrst í landi, við
smalamennsku og fiskaðgerð. Fór
svo að róa á bát lians, Stíganda,
16 ára gamall sem háseti. Varð
svo formaður á bátnum á 19. ald-
ursáii.
Úfgerð hafirt.
— Og hvenær fórstu sjálfur að
gera út báta?
— Það var nokkru síðar, að
við Helgi Pálsson hófum félags-
útgerð á gamla SVAN, er Þor-
steinn á Dalvík hafði átt. Síðar
létum við byggja bátinn SVAN ÍI
og gerðum þá báða út um tíma,
frá 1924—32, en þá keypti ég út-
gerÖina einn, ög voru þá synir
mínir komnir á legg. Tók Viktor
sonur minn þá bráðlega við Svan
II, eða þegar hann hafði aldur
til, og síðar Kristinn, en ég varð
sjálfur landmaður.
— Ilvernig gekk svo útgerð-
in?
— Ég tel hana hafa gengið vel.
Við urðum aldrei fyrir töpum,
sem talizt geta, enda öfluðum við
alltaf vel, ef einhvers staðar var
fisk að fá. Síðustu árin, eftir að
Kristinn sonur minn tók við
Svaninum, varð nokkur hagnaÖ-
ur af útgerðinni, enda var hann
heppinn aflamaður. Við geröum
alltaf út frá Hrísey og höfðum
skapað okkur þar tiltölulega góða
aðstöðu til útgerðar.
Hneigðari fyrir búskap.
— Þú hefir verið fæddur út-
gerðarmaður?
— Nei, ég hafði meiri hug á
landbúnaöi, og frá því ég var
unglingur liefi ég alltaf átt nokkr-
ar kindur. Ég tók þær jafnvel með
mér til Hríseyjar. Og síÖan ég
settist að aflur í fæðingarbæ mín-
um, hefir hirðingin á ánum mín-
um verið mín ánægjulegasta
dægradvöl. En þetta er nú búið.
Síðustu kindurnar mínar voru
lagðar að velli í fyrrahaust. En
þegar ég frekar af tilviljun en
fyrirframgeröri ákvörðun leriti í
útgerðinni, þá liföi ég mig að
sjálfsögðu inn í hana og hef ekki
ástæðu til að sjá eftir því.
Framhald á 2. síðu.
Hýtt skip til Úlafsfjoriar
Á mánudaginn bættist skipa-
flota Ólafsfjarðar nýtt og glæsi-
legt skip, sem ber heitið „Ólafur
bekkur“ eftir landnámsmanni Ól-
afsfjarðar. Ber það einkennisstaf-
ina ÓF 2. Þetta er 154 lesta stál-
skip, knúið 580 ha Alfa-dieselvél
og ganghraði þess 10—11 mílur.
Skipið er smíðaö í Risör í Suöur-
Noregi, og er það keypt á vegum
Ólafsfjarðarbæjar, en ekki er
ráðið ennþá, hvort bærinn gerir
það út, eða það veröur selt ein-
staklingum. SkipiÖ var 4,Vo sólar-
hring frá Noregi til Ólafsfjarðar
og reyndist hið bezta á allan hátt.
Það er búið öllum nýtízku sigl-
ingatækjum þ. á. m. japanskri
miðunarstöð, mj ög fullkominni
og nákvæmri, og er það fyrsta
skipið í Ólafsfirði, sem svo full-
ÖKUSLYS
Eitt ökuslysið varð enn hér í
bæ sl. föstudagskvöld, á mótum
Geislagötu og Gránufélagsgötu.
Fólksbíll og sendiferðabíll óku
þar saman, og roskin kona, er sat
í framsæti fólksbílsins, hlaut all-
mikinn skurð á höfði og var flutt
í sjúkrahúsið til aðgerðar á sár-
um hennar en síöan heim. Báðir
bílarnir skemmdust, og fólksbíll-
inn svo, að hann var óökufær á
eftir.
komnu tæki er búið. Frágangur
allur er stórvandaður ofan þilja
sem neðan. Skipstjóri var Kristj-
án Ásgeirsson en 1. vélstjóri
Bjarni Sigmarsson, og var hann
um tíma úti í Noregi til að fylgj-
ast með niðursetningu vélanna og
einnig sem fulltrúi kaupanda.
Er skipið kom til Ólafsfjarðar
var bærinn allur fánum skreyttur
og því fagnað með ræðuhöldum
og söng á bryggju. Mörg hundr-
uð bæjarbúar skoðuöu skipið, og
á eftir var öllum barnaskólabörn-
um og nemendum gagnfræðaskól-
ans boðið í stutta ferð út í fjarð-
armynni með skipinu. Skipið
mun kosta um 6 millj. króna.
BLÓMLEGT
ATVINNULÍF
Ólafsfirði í gær.
Mikið hefir verið róið hér und-
anfarið, en afli er tregari en í
fyrra, þótt hitzt hafi á allt að 11
tonn í róðri.
Atvinnulíf er hér með miklurn
blóma, og má telja liina einstöku
haustveðráttu hafa að því stutt.
Hafa allir vinnu, sem unnið geta.
Verið er að leggja jarðsíma um
bæinn og talsvert unnið að bygg-
ingum.
S. M.