Íslendingur - 21.10.1960, Síða 2
2
1 SLENDINGUR
Föstudagur 21. október 1960
Jarðarför eiginmanns míns
Jóhannesar Arnar Jónssonar
frá Steðja, sem anaaðist 15. okt., fer fram frá Akureyrar-
kirkju laugardaginn 22. þ. m. kl. 2 e. h.
Sigríður Agústsdóttir og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við and-
lát og jarðarför
Herdísar Finnbogadóttur
frá Fögrubrekku.
Gísli R. Magnússon,
börn, tengdabörn og barnabörn.
ÉG ÞAKKA hjartanlega rausnarlegar gjafir.
árnaðaróskir og hlýjar kveðjur, sem mér bár-
ust á fimmtugsafmæli mínu.
JÓN G. SÓLNES.
Hjartans kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim mörgu
fjær og nær, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur sam-
úð og veitt okkur margs konar hjálp, vegna hins sviplega frá-
falls eiginmanna okkar og feðra
Kristjóns Stefóns Jónssonar
og
Aðalsteins Árna Baldurssonar,
sem fórust með vélbátnum Maí frá Húsavík 21. október síðastl.
Síðast en ekki síst ber að þakka þá rausnarlegu fjársöfnun,
sem hafin var okkur til styrktar og nú er að ljúka.
Guð blessi ykkur fyrir drengskap og hlýhug.
Ingibjörg Jósejsdóttir Anna Sigmundsdóttir
og dœtur. og sonur.
61.7% KUSU
í prestkosningunum sl. sunnu-
dag voru 4454 á kjörskrá í Akur-
eyrarsókn, og neyttu 2726 at-
kvæðisréttar, eða 61.2%. I Lög-
mannshlíðarsókn voru 371 á
kjörskrá. Atkvæði greiddu 249,
eða full 67%. Meðaltal í báðum
sóknum ca. 61.7%. Var kosning
því lögmæt. Atkvæði verða vænt-
anlega talin í dag eða á morgun.
Topoijj tW\ d útgerðinni
Framh. af 1. síðu.
Varð fyrir slysi.
— Komu nokkur óhöpp fyrir
þig í útgerðinni?
— Nei, engin slys á mönnum á
sjó. En sjálfur varð ég fyrir slysi
í sambandi við útgerðina fyrir 16
árum. Ég var að vinna um borð í
Svan við Torfunefsbryggjuna,
þegar allt í einu gaus upp eldur í
lúkarnum, þar sem ég var þá
staddur. Er ég komst upp, loguðu
ytri buxur mínar upp á læri. Ég
hlaut allmikil brunasár á höndum
og andliti og lá lengi í sjúkrahús-
inu. Þegar Guðmundur Karl
hafði gert að sárum mínum og
vafið mig allan reifum, vildi ég
fara heim. En við það var ekki
komandi. „Ég er nú skipstjóri á
þessari skútu,“ sagði Guðmund-
ur, og þá vissi ég, að mér bar að
hlýða.
Deyfa móforskellirnir
heyrnina?
Meðan við sitjum að kaffi-
drykkju og pönnukökuáti hjá
þeim hjónum Filippíu Valdi-
marsdóttur og Jakob, hefir hann
orð á því, að aðalmeinsemd sín
sé heyrnardeyfa, einkum á öðru
eyra. Við spyrjum, hvort hann
þekki nokkra ástæðu til hennar.
Hann segir: — Ég hef grun um,
að mótorskellirnir í gömlu vél-
'bátunum hafi ekki verið hollir
fyrir eyrun. Það lét leiðinlega
hátt í þeim. — Og er við kveðj-
um hjónin, segir Jakob okkur, að
ef við minnumst eitthvað á þessa
heimsókn megi hafa það eftir sér,
að án sinnar ágætu konu mundi
hann ekki vera eins vel á vegi
staddur og hann hafi hér látið í
veðri vaka við okkur.
Jakob Kristinsson fluttist
hingað í bæinn með fjölskyldu
sinni frá Hrísey árið 1926, og
keypti þá húseignina Lækjargötu
4, þar sem hann hefir búið æ síð-
an. Þau hjón eiga 5 syni og 1
dóttur, og hafa þrír synirnir haft
skipstjórn með höndum. Jakob er
enn vel ern og leynir aldri sínum,
þótt við höfum nú orðið til þess
að ljósta honum upp. Megi hon-
um og heimili hans vel farnast
hér eftir sem hingað til.
J. Ó. P.
Pétar Hannesson
frá Skíðastöðum.
Man eg þig Pétur
rniklii betur
mörgum öðrum
á jornum jöðrum,
garpinn liraustan,
sem gullið traustan
og góðhugs skraf,
— rauðan með Kvasis rúnastaj.
Beimi mörgum
svo bragajjörgum
barst þú aj. —
Mig setur hljóðan
og sáramóðan
að sjá þig, bróður
minn hugumgóða,
hverja líjs í huliðshaf.
29. ágúst 1960.
Örn frá Steðja.
Smvglað tóbak á
veitingastað
Síðastliðið laugardagskvöld
varð þess vart á kvöldskemmtun
að Hótel KEA, að vindlingar voru
seldir þar, sem ekki báru merki
Tóbakseinkasölunnar. Var toll-
gæzlunni gert aðvart, og fundust
í hótelinu nokkrar lengjur af
vindlingapökkum, er sýnilega
voru ekki keyptar af Tóbakseinka-
sölunni. Voru vindlingar þessir
gerðir upptækir.
Um mál þetta segir svo í grein-
argerð, er blaðinu hefir borizt frá
rannsóknarlögreglunni:
Við rannsókn út af 6 vindlinga-
lengjum, sem munu vera ólöglega
| innfluttar og löggæzlumenn fundu
og tóku í Hótel K. E. A. aðfara-
nótt sl. sunnudags, eins og getið
hefir verið um í blöðum, hefir
það komið fram með skýrslu hót-
elstjórans, að vindlingar þessir
hafi verið einkaeign hans. Vindl-
ingana kveður hótelstjórinn sig
hafa fengið í skipi, er var hér í
höfn í sl. viku. Vindlingalengjur
þessar, sem hótelstjórinn kveðst
hafa ætlað til heimilisnotkunar,
sagðist hann hafa sett í birgða-
skáp hótelsins, en á laugardags-
eftirmiðdaginn hafi hann tekið
þessar vindlingalengjur af óað-
gæzlu ásamt fleiri til afgreiðslu
við veitingasalinn. Rannsókn
málsins er að mestu lokið.
Vegna blaðaskrifa um málið
skal það fram tekið, að löggæzlu-
mönnum hér er eigi kunnugt um,
að grunur hafi verið um að ólög-
lega innfluttir vindlingar eða
annar varningur væri seldur í
nefndu hóteli.
Bornoverodordagor
Barnaverndarfélögin hafa val-
ið fyrsta vetrardag til að vekja
athygli á starfsemi sinni og afla
sér fjár. Barnaverndarfélag Ak-
ureyrar hefir fjársöfnun fyrir
starfsemi sína næstkomandi laug-
ardag. Fer þá fram merkjasala fé-
lagsins, einnig verður þá seld hin
vinsæla barnabók, Sólhvörf. Þess
er vænst að bæjarbúar muni nú
eins og jafnan áður taka vel á
móti sölubörnunum. Þá verða
kvikmyndasýningar á vegum fé-
lagsins í Borgarbíó á sunnudag
klukkan 3 og í Nýja Bíó á laug-
ardag klukkan 5 og 9.
Allur ágóði barnaverndardags-
ins gengur til leikskóla félagsins
— Iðavallar. Þar eru nú 45 börn.
— Forstöðukona leikskólans er
Dóróthea Daníelsdóttir.
Enn skuldar félagið mikið eftir
hið myndarlega átak að byggja
hinn smekklega leikskóla á Odd-
eyri. En það er trú forráðamanna
félagsins, að bæjarbúar muni
með velvild sinni hjálpa félaginu
yfir þá erfiðleika.
NÝKOMIÐ
Kvenskór
með lágum-, kvart- og
háum hælum.
Nýjar vörur
daglega.
Hvannbergsbræður