Íslendingur - 29.09.1961, Qupperneq 4
4
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 29. september 1961
iiiimiiiiiiiiMiiiiitiiiimiiiiiiiM
IMMMMMMMMMMMMIM
$ Kemvr út hvern föstudag. I
Útgefandi: Útgáfufélag ís- |
_ ^ lendings. — Ritstjóri og \
| ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, Sími 1375. E
I Fréttir og auglýsingar: Stefán E. Sigurðsson, Krabbastíg 2, \
I sími 1947. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta É
| hæð), sími 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardög- =
1 um kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. j
vMIMMMIMMIMIMIIIIIIIIMIIIMIMIIIMIIMMIIIMIIIMIIIIIIIIIIIMIIMIIIIlllMIIMIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMM*
Helsprengjur Rússa
ógna heimslriðnum
MARGIR munu telja, að friðar-
horfur hafi farið versnandi í
heiminum undanfarnar vikur, og
liggja til þess tvær ástæður:
Hinar öru sprengingar Rússa á
kjarnorku- og vetnissprengjum,
sem eru meiri og tíðari en dæmi
finnast fyrir áður, — og hið
skyndilega fi'áfall Dag Hammar-
skjölds framkvæmdastjói’a Sam-
einuðu þjóðanna, sem unnið hafði
öllum einstaklingum meira við að
sætta þjóðir og setja niður deil-
ur og þannig háð óhvikula bar-
áttu fyrir varðveizlu heimsfrið-
arins. Enn hefur ekki verið fund-
inn eftirmaður Hammai’skjölds,
enda er skarðið eftir hann vand-
fyllt.
Það tiltæki Rússa að hefja hel-
sprengjutilraunir á nýjan leik
hefur hvarvetna vakið ugg og
andúð, jafnvel meðal þjóða, sem
-voru þeim vinveittar, enda hafa
þeir ekki getað bent á tilefnið.
Hinsvegar fer það ekki fram hjá
neinum hugsandi manni, að
verknaðurinn er ögrun, — og
ógnun við heimsfriðinn. Allt frið-
arhjalið er hræsniskjaftæði, sem
enginn tekur mark á. Svo er
meira að segja komið, að bróður-
blað Þjóðviljans, Tíminn, er tek-
inn að fara þungum orðum um
sprengingar Rússa. Segir m. a. í
íorustugrein sl. föstudag:
„Rússar hófu kjarnorkuspreng-
ingar á nýjan leik, gersamlega að
ástæðulausu, og létu fylgja hót-
anir um útrýmingarstyrjöld tii
þess að koma fram vilja sínum í
kalda stríðinu. — Með þessu hafa
Rússar eyðilagt vonir manna um
afvopnun og öruggan frið um ó-
fyrirsjáanlegan tíma og efnt til
nýs kapphlaups um kjarnorku-
sprengingar. Eða hver ætlast til
þess, að aðrar þjóðir bíði með
hendur í skauti, þangað til Rúss-
ar einir eiga kjai’noi’kusprengjur
og geta án áhættu fyrir sig fram-
kvæmt hótanir sínar?“
Aðalmálgagn Ki-emlklíkunnar
á íslandi hefur ekki séð ástæðu
til að mótmæla spi’engingum
Rússa. Hinsvegar hefur það hið
sama blað fordæmt tilraunir
Bandaríkjamanna með slíkar
sprengingar, sem teknar voru
upp eftir að Rússar hófu spreng-
ingamir á ný. Þó er munui’inn
sá, að Rússar gera tilraunir sínar
ofanjarðar, þar sem helrykið frá
spi’engjunum bei’st um gufu-
hvolfið og rignir síðan yfir fjar-
læg lönd, en Bandai’íkjamenn
gei’a tilraunirnar neðanjarðar,
svo að þær valdi ekki tjóni á lif-
andi verum.
Það hefur ekki hingað til stað-
ið á félagssamtökum kommún-
ista hér á landi að mótmæla til-
raunum með kjarnorkuvopn, hafi
þær farið fram í vesti-ænum lönd
um, og gildir það jafnt um hin
opinberu félög þeii-ra og hin dul-
búnu. En nú er þögn. Ekkert bofs
frá Menningar- og friðarsamtök-
um kvenna. (Kannske undir lok
liðin?). Samtök hernámsandstæð
inga hafa að vísu samþykkt mót-
mæli gegn hvers konar tilraunum
með kjarnorkuvopn, en ekkert
kemur þar fram um, hvort
sprengingar Rússa hafa komið
þeim af stað eða svar Bandaríkj-
anna við þeim með neðanjarðar-
sprengingum sínum. Nei, þessum
handbendum kommúnismans hér
á landi er engin þörf að tala um
friðarþörf mannkynsins, þótt odd
vitar alheimskommúnismans oti
stríðsgeiri sínum froðufellandi af
mannhatri gegn frjálsum og frið-
elskum þjóðum heims.
Stundum hafa Rússar látizt
vera fylgjandi allsherjarafvopn-
un. En fagurmæli þeirra, er flátt
hyggja, verða ætíð tekin með fyr
irvara. Hinsvegar munu allar
frjálsar þjóðir taka undir það
með Kennedy Bandaríkjafoi’seta,
er hann leggur áhei’zlu á,
að við verðum að eyða vopn-
unum, áður en þau eyða
okkur.
Leikaraskapur eða leiftrandi bjartsýni
SUNNUDAGINN 24. sept. s.l. var
all fjölmennur fundur haldinn
hér á Húsavík. Þangað komu,
eftir boði bæjarfógeta, Jóhanns
Skaptasonar, hreppsnefndir Þing
eyjarsýslna og bæjarstjórn
Húsavíkur og voru fundarmenn
rúmlega 60 að tölu.
Verkefni fundarins var, að
sögn fundarboðanda, að fjalla um
hugsanlega Jökulsárvjirkjun og
með stóriðnað fyrir augum.
Bæjarfógeti J. S. setti fundinn
með stuttri ræðu og gaf síðan
Rögnvaldi Þorvaldssyni vei’k-
fræðingi oi’ðið, en hann var
mættur samkv. beiðni fundar-
boðenda í þeim tilgangi að gefa
fundai’mönnum yfirlit yfir þær
undirbúningsathuganir, sem þeg-
ar hafa farið fram og yfir standa
viðvíkjandi þessai’i hugsanlegu
stórfi-amkvæmd. Verkfræðingur-
inn drap á ýmsa merkilega
punkta í sambandi við þessa hug-
sjón, en kvaðst ekki geta gefið
ýtarlegt yfirlit yfir málið, þar eð
fundur þessi hefði borið svo
bi’áðan að, að honum hefði ekki
unnizt nokkur tími til undii’bún-
ings.
Rögnvaldur s agði, að samkv.
vatnsmælingum, sem fi’am hefðu
farið í Jökulsá, hefði minnsta
vatnsmagn reynst um 90 ten.m. á
sekúndu. Þá gat hann þess, að
helzt væri ráð fyi’ir gert að vii'kja
ána í 2 föllum, og væri efri vii’kj-
unin mun hagstæðari, en út úr
henni mundu fást um 104 þús.
kw. Samkv. kostnaðaryfii’liti, sem
gert var um þá virkjun 1958,
hefði hún þá átt að kosta ca. 800
millj. króna. Rögnvaldur gaf
fundinum ýmsar fleiri upplýsing-
ar, sem hér yrði of langt mál að
rekja, og flutti hann mál sitt af
hinni mestu hógværð og án allra
fullyrðinga.
Ymsir fleiri tóku til máls, og
þar á meðal alþingism. Bjai’tmar
Guðmundsson og Karl Kristjáns-
son.
Hinn síðarnefndi kvaðst hafa
verið beðinn að gera di’ög að til-
lögu eða ályktun, sem leggjast
skyldi fyrir fundinn til sam-
þykktar.
Þessi tillaga, sem var all-orð-
mörg, fór í þá átt, að skora á Raf-
orkumálastjóm og aðra viðkom-
andi aðila að láta virkjun Jökuls
ár á Fjöllum ganga fyrir öðrum
stórvii’kjunai’fi’amkvæmdum, s. s.
vii’kjun Þjórsár.
Eftir ábendingu B. G. var gerð
nokkur orðalagsbreyting á tillög
unni og hún síðan samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
Það kom ljóslega fram á fund-
inum, að menn gerðu sér fulla
grein fyrir því, að í slíkar stór-
fi-amkvæmdir, sem hér um ræð-
ir, yrði ekki hægt að í’áðast án
tilkomu ei’lends fjái’magns.
í ljósi þeirra staðreynda gerði
fundui’inn sína samþykkt mótat-
kvæðalaust og mótmælti þannig
fyrir sitt leyti þeim röddum, sem
fram hafa komið að undanförnu,
bæði í Tímanum og Þjóðviljan-
um gegn erlendu fjármagni til
stóriðju hér á landi.
Lesendur munu minnast þess,
að ekki er langt um liðið síðan
fréttir bárust af öðrum fundi
Þingeyinga. Þar var fjallað um
aðra tegund stóriðju, þ. e. kísil-
gúrinn við Mývatn.
Naumast fer hjá því, að ein-
hverjir fari að þenkja um þing-
eyskan vind og fer það að von-
um, því að slíkt náttúrufyrirbæri
er ekki með öllu óþekkt. En til að
fyrirbyggja allan misskilning, má
benda lesendum á aði’a skýringu,
og verður sú að teljast nær sanni.
Afkoma fólks hér um slóðir
hefur, samkvæmt opinberum
gögnum, aldrei verið beti-i en ár-
ið sem leið. Allar líkur benda til,
að enn betur gangi í ár, þi’átt
fyrir stii’ða heyskapartíð. Þetta
skapar stói’hug og bjartsýni. Að
vísu er það rétt, að til er eiim
Þingeyingui’, svo sem öllum lands
mönnum er kunnugt, sem til
þessa hefur ekki séð í gegn um
sín eigin móðuharðindi. En öllum
til mikils hugarléttis skal nú bent
á, að jafnvel hann er þess fullviss
að nú „ári á Alþingi" svo vel, að
vænlegt sé að hreyfa stærri mál-
um.
Búi eitthvað annað að baki öll-
um þessum tilburðum, getur ekki
hjá því fai’ið, að um leikai-askap
án listar sé að í-æða.
Þingeyingar og aðrir Nox-ðlend
ingar ei’U þó ekki almennt óbæt-
anlega ánetjaðir slikum loddai’a-
skap. Þeii’i’a skoðun mun í raun
og sannleika vera sú, að allt þetta
tal undangenginna ára um jafn-
vægi í byggð landsins er ekkert
nema orðagjálfur, ef ekki fylgja
raunhæfar framkvæmdir. Og nú
telja Þingeyingar að „ári á Al-
þingi“ þannig, að jafnvel hug-
sjónir geti oi’ðið að veruleika.
Alþingismönnum skal því sér-
staklega bent á, að staðbundin
stóriðja er líklegri en flest annað
til að skapa jafnvægi í byggð
landsins, og Jökulsá á Fjöllum
bíður þess að leggja fi-am sitt
jötunafl til raunhæfra fram-
kvæmda. Þórhallur B. Snædal.