Íslendingur


Íslendingur - 01.12.1961, Blaðsíða 8

Íslendingur - 01.12.1961, Blaðsíða 8
V atnstruf lanir í Laxá Versta veður var og dimmt, svo að ekki var hægt að at'huga frekar um rennslistruflunina og sama veður var á föstudag. Var þá leitað upplýsinga hjá bænd- um í Laxárdal efra. Kom í ljós, að miklar stíflur höfðu, myndazt við Kasthvamm og Árhvamm og stöðvað eðlilegt rennsli. Mik ið vatn hafði safnazt fyrir ofan stíffuna, og bættist alltaf við, svo að á sunnudaginn var uppi- staðan um 3 km. löng og eru í henni milljónir teningsmetra af vatni, sem ekki hefur útrás. Það vatn, sem kemur niður í orku- verið, rennur fram hjá árbakk- anum austanverðum og gerði ekki betur en að vera nægilegt fyrir 5500—6000 kw. á sunnu- dag, en í dag, mánudag fram- leiðir orkuverið 7000 kw. og er því skömmtun hætt, meðan svo 'helzt, en annars gildir sú skömmtun, sem auglýst er á öðrum stað í blaðinu. Það eru nú mörg ár síðan, að áin stíflaðist á svipuðum stað, en sú stífla stóð ekki lengi, og var búizt við, að eins mundi fara núna. Varastöðin hefur verið starf- rækt síðan skömmtun hófst. Hún getur framleitt 2000 kw. og hefur verið full'hlaðin, þegar álagið 'hefur verið mest. 27. nóvember. (Frá Rafveitu Akureyrar.) TOGARARNIR SOLUR Akureyrartogaranna er lendis í nóvember: Norðlendingur seldi í Grims- by 7. nóv. 139 tn. f. £14075. Sval bakur 13. nóv. í Grimsby 180 tonn f. £13744. — Kaldbakur 17. nóv. í Cuxhaven 124 tonn f. 67 þús. DM. — Sléttbakur 18. nóv. í Bremerhaven 112 tonn f. 70 þús. DM. — Harðbakur 23. nóv. í Grimsby 166 tonn f. £10904. Allir togararnir nú á veiðum fyrir erlendan markað. r'í? IÁT Ar MFÍR A f'R IÁT Norðurgarðurinn í Ólafsfjarðarhöfn. Til hægri sjást björgin, fjtlJUl i/Vr ItÍHiIuA l/ilJvJl. er jjia{5izt hafa upp að skjólveggnum, en grjótið er jafnhátt veggnum fyrir handan. Þá eru bryggjur fullar af grjóti, er fleyttist yfir skjólvegginn. Lengst til v. sézt á Guðbjörgu, sem andæfði í höfninni. — Ljósmynd: Hákon Hertervig. Oskjuvaka Ferðafélags Akur- eyrar á simnudaginn Níu skemmtiferðir farnar á sumrinu SÍÐASTLIÐINN sunnudag boðaði stjórn Ferðaíélags Akureyrar fréttamcnn blaðanna á fund sinn í Rotarysal Hótel KEA, og skýrði formaður félagsins, Kári Sigurjónsson, frá störfum félags- ins á liðnu sumri, meðan setið var að kaffidrykkju. var athugað um brúarstæði á Jökulsá sunnan Upptyppinga. Öskjuvaka. F. A. hefur undanfarna vet- ur reynt að halda uppi nokk- (Framhald á bls. 2) UNDANFARIN ÁR hafa trufl- anir á rennsli Laxár stafað af því, að þær þrjár kvíslar, sem koma frá Mývatni, hafa stíflazt meira eða minna í stórhríðum og frosti. Þegar rennslið minnk- aði snögglega seinni hluta fimmtudagsins, var fyrst gengið úr skugga um, hvort rennslið úr Mývatni gegnum Geirastaða- kvíslina, en það er nú aðalkvísl Laxár úr vatninu, væri eðlilegt. Engin breyting hafði orðið á því svo að auðséð var, að trufl- unina var að finna neðar í ánni. Óhemju framburður af krapi var í ánni, og hafði krap safn- azt fyrir í efra lóni virkjunar- innar og að nokkru leyti lokað fyrir innrennslið til efra orku- versins og einnig fyllt neðra lónið og dregið úr rennslinu að orkuverinu þar. Um leið hafði vatnsborðið hækkað svo mikið, að útrennslið frá efra orkuver- inu hafði lokazt, svo að það varð alveg óstarfhæft. Vegalagnir. Félagið vann að vegagerð á tveim stöðum: yfir hraunið í Herðubreiðarlindum innan Þor steinsskála og hrauninu norðan við skálann, — svo og á Hóla- fjalli í Eyjafirði. Verkinu fyrir austan stjórnaði Pétur í Reyni- hlíð, en Guðmundur Benedikts- son yfirverkstjóri hafði umsjón með vegalagningunni á Hóla- fjalli, en til hennar hefur verið veitt fé úr fjallvegasjóði, auk þess sem Akureyrarbær og sýslusjóður hafa lagt fram nokkurt fjárframlag til verks- ins. Fram-Eyfirðingar hafa lagt talsvert af mörkum í fé og vinnu til vegarins undir forustu Angantýs Hjálmarssonar kenn- ara frá Villingadal. Ný leið merkt. í júlímánuði sl. var valin og merkt ný leið frá hrauninu við Herðubreiðarlir.dar innan Þor- ■steinsskála að Oskjuopi í Dyngjufjöllum. En nú hefur hraun frá Öskjugosi runnið yfir nokkuð af hinni merktu leið. Gert hafði verið ráð fyrir, að Sigurjón Rist vatnamælinga- maður mældi Öskjuvatn í haust, og átti að koma báti inn á vatnið, en þar sem snjóar voru óvenju miklir í sumar, varð ekki af því. Sumarstarfið. Formaður sagði, að farnar hefðu verið í sumar 9 skemmti- ferðir með 145 þátttakendum. Tuttugasti árgangur ársrits fé- lagsins, Ferðir, hefði komið út og verið helgað 25 ára afmæli Ferðafélags Akureyrar. í byrjun október var sett ný útihurð fyrir Þorsteinsskála, er Vilhj. H. Vilhjálmsson stór- kaupmaður gaf. í sömu ferð Myndin er tekin sjávarmegin við hafnargarðinn í Olafsfirði í ofviðrinu um daginn. Brimið gekk allt upp fyrir ljósastaurana á garðinum. Ljósmynd: Har. Þórðarson. BRIMIÐ SVARRAR. Fullveldið 43 ára Hinn 1. des- ember 1918 var íslenzki fáninn dreginn að hún á Stjómarráðs- húsinu í Reykjavík í fyrsta sinni. Þá var fullveldi íslands viðurkennt af Dönum eftir alda langa baráttu. Stundin var há- tíðleg, og víða blikuðu tár í auga. En hópurinn, sem við- staddur var hina þýðingarmiklu athöfn, næsta fámennur. Drep- sótt hafði gengið yfir höfuð- borgina undanfarnur vikur og lagt marga í gröfina, fólk á öll- um aldri. Fjöldi manna hafði HER OG ÞAR ekki náð sér eftir veikindin, aðrir örþreyttir eftir næturvök- ur yfir dauðvona samborgurum. 21 fall- byssuskot fslendingur segir svo frá hinum merka degi 6. des. 1918: „Um hálíðahaldið hér er fátt að segja. Fánar vorou dregnir upp um allan bæinn árla dags. Vígslubiskup minntist merkis- dagsins á predikunarstólnum á mjög snotran liátt. Bæjarfógeti sendi stjórnarráði fslands snjallt heillaóskaskeyti fyrir hönd sýslu- og bæjarbúa. í Reykjavík voru hátíðahöld- in miklu tilþrifameiri, sem von- lcgt var. Kl. 11% f. h. hélt Sig. Eggerz ræðu, á stjórnarráðs- blettinum. Snerist hún mest- megnis um stjórnmálahliðina — ísland fyrr og nú. f lok ræð- unnar var hinn nýi, kloíni fáni fslands (,,SpIitfIag“) dreginn að hún, og kvað þá við 21 fall- byssuskot íslands Falk. Er sú fallbyssuskothríð venjuleg, þeg- ar heiðra á fána fullvalda ríkis. Siðan hélt foringinn á Islands Falk ræðu fyrir konungi, og þriðju ræðuna hélt Jóliannes Jóhannesson hæjarfógeti fyrir Danmörku. Meðan á þessari viðhöfn stóð, héldu um 20 liðs- menn af Islands Falk heiðurs- vörð, og sýndu þeir ýms virð- ingarmerki. Um kvöldið liélt Bjarni Jónsson frá Vogi fyrir- lcstur í „Bárubúð“.“ Og síðan er sagt frá heiðurs- merkjum, er rignt haíi niður þann dag. Skáldin fögn uðu þessum , . frelsisdegi í nyrn tiö ijóði, þar á meðal Páll J. Árdal, cr komst svo að orði: Þú, guð, sem ræður lands og lýða högum og leitt oss liefur gegnum alda stríð, ó, lát oss gleyma liorfnum harmadögum, en horfa glaða móti nýrri tíð. Og láttu beztu vonir vorar rætast og vorrar þjóðar mein að fullu bætast! Horft móti

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.