Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 28.09.1962, Qupperneq 2

Íslendingur - 28.09.1962, Qupperneq 2
I ÚR GRENNDINNI I • "111111111 ii mmmiiiiimmmmmiii Miklar hafnarbætur Siglufirði, miðvikudag. Síðast- liðinn sunnudag snjóaði hér nokkuð og kom nokkurt föl á götur bæjarins. Siglufjarðar- skarð lokaðist, en hefur nú ver- ið opnað að nýju, og komu bíl- ar yfir það í dag. Svo til allt að- komufólk er farið héðan, en mikið er enn eftir af síld, síldar- mjöli og lýsi. Nokkuð hefur verið unnið við hafnaibryggjuna, m.a. lagð- ar í hana vatns- og frárennslis- leiðslur. Bryggjan er um 7 þús- und fermetrar að flatarmáli og áætlað kostnaðarverð var 10 milljónir kr. Þegar eru komnar í þetta mannvirki 7—8 milljón- ir, enda er því að verða lokið. Þá hefur einnig verið unnið við flóðvarnargarðinn, norðan eyr- arinnar. Gamli garðurinn var orðinn mjög lélegur, og hefur nú verið byggður nýr garður innan við hann, en síðan verður stórgrýti ekið að gamla garðin- um honum til trausts. Hafin er vinna við innri höfnina, og er ætlunin að gera þar uppfyll- ingu, með því að dæla leðju af sjávarbotni inn fyrir stálþil, sem þegar er búið að koma fyrir. Við verkið mun verða notuð sanddæla frá Flugmálastjórn- inni, og er dælan þegar komin. Nokkuð hefur verið unnið í Strákaveginum í sumar, og er talið að það, sem af er, hafi verkið gengið vel, en mun þó vera seinunnið. Fjögurra km. kafli hefur verið ruddur Skaga- fjarðarmegin, en alls er vega- lengdin, sem ryðja þarf, 13 km. í sumar hefur verið unnið fyrir um eina milljón kr. í veginum. Nokkuð er um nýbyggingar hér. Verið er að reisa mjólkur- dreifingarstöð og standa að því KEA og Kaupfélag Skagfirð- inga. Þá hefur Póst- og síma- málastjórnin sótt um lóð og lagt fram teikningar að nýju húsi fyrir starfsemi sína. Bærinp hefur nýlega fengið stóra jarðýtu, og kostar hún 1.2 millj. kr. Nokkrir ungir menn eru að kaupa vélbátinn Pál Pálsson fi'á Hnífsdal, og mun bærinn eitthvað aðstoða þá við kaupin. í vetur munu verða gerðir út héðan 4 stórir bátar auk togar- ans Hafliða. S. F. Mannekla á Raufar- höfn Kaufarhöfn í fyrradag. Hér er nú lokið síldarbræðslu fyrir nokkru. Alls voru brædd 2G3 þúsund mál, en það er um 90 þús. málum meira en mest hef- ur verið brætt áður. Úr þessu magni fengust 9900 tonn af lýsi og 1025Q tonn af mjöli. Útflutningur á afurðunum hefur gengið vel. Er fast að helmingi lýsisins farið og tals- vert af mjöli. Reykjafoss er hér í dag að lesta mjöl. Hreppsnefndin hefur miklar framkvæmdir á prjónunum. Undirbýr m. a. samtímis tvær stói byggingar: Félagsheimili og barnaskóla. — Byggingafram- kvæmdir liafa þó ekki getað hafizt vegna manneklu. Aug- lýsti hreppsnefndin nýlega eftir mönnum og lofaði langri vinnu, en lítijl árangur mun hafa af orðið. Mislingar eru á slæðingi hér um sveith', en fara ekki hart yf- ir. Þeir leggjast nokkuð þungt á, jafnvel börn, sem venjulega eru betur við þeim búin en full- orðið eða roskið fólk. 1 fyrrinótt dó bóndinn á Iióli í Keldu- hverfi, Indriði Sigurgeirsson, úr mislingunum. Var hann nær miðjum aldri. Skömmu áður hafði ung stúlka dáið úr þeim að Brekku í Núpasveit. Hér hefur verið svalt og vot- viðrasamt undanfarna daga og snjóað í næstu fjöll. Sæmilega fiskast hér á línu, þegar gefur á sjó. Sn. Tíu þús. sláturf jar Dalvík, miðvikudag. Hér hefur snjóað niður í miðjar hlíðar og er að verða haustlegt. Allir bát- ar eru hættir síldveiðum, en ekki eru þorskveiðar hafnar enn. Þó er búizt við, að margir bátar verði gerðh' út héðan í haust og vetur. Sláturtíð stendur yfir, og mun verða slátrað nær 10 þús- und fjár. Hin nýja viðbót við frystihúsið, sem unnið hefur verið að í alllangan tíma, mun væntanlega taka til starfa eftir mánaðamótin. T. J. HEIMA ER BEZT septemberhefti, flytur grein um Guttorm Pálsson skógarvörð e. Þórarin Þórarinsson skólastj., og er forsíðumyndin af skógar- verðinum og forustugreinin um skógrækt. Þá má nefna skóla- minningar eftir Magnús Björns- son á Syðra-Hóli, slysfarafrá- sögn „Segir fátt af einum“ e. Þorstein Josefsson, Mannlýsing- ar í nýjum stíl e. Guðm. Jósa- fatsson, Upphaf að framhalds- sögu (Þorkell á Bakka) e. Ingi- björgu Ólafsson, fiamhaldssög- urnar Carlsen stýrimaður og Eftir eld, unglingaþáttur o. fl. Stjórn B.S.Þ. óánægð með trúnaðarmenn FRÁ stjórn Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga hefur blaðinu borizt svo hljóðandi samþykkt: Vegna nýafstaðinna samninga milli fulltrúa framleiðenda og neytenda í „Sexmannanefnd" um búvöruverð fyrir næst.p verðlagsár, viljum við undirrit- aðir lýsa yfir því, að við teljum þá óviðunandi fyrir bændur og óeðlilega eins og málin lágu fyr- ir. Með samkomulagi þessu eru rökstuddai' lágmarkskröfur full- trúafundar bænda á Laugum 13. ágúst sl. og síðasta aðalfund- ar Stéttarsambands bænda, um leiðréttingu á afurðaverði, snið- gengnar í höfuðatriðum. Teljum við þetta svo alvar- legt, að ekki verði hjá því kom- izt að mótmæla þessu samkomu- lagi, því sitt er hvað að lúta ranglátum dómi, sem hægt er að áfrýja, eða leggja okið á eig- in herðar eins og nú hefur ver- ið gert. Trúnaðarmenn framleiðenda í „Sexmannanefnd“ virðast hafa litið á þessar kröfur bænda sem toppkröfur, sem heimilt væri að slá af til samkomulags, eins og oft tíðkast í vinnudeilum. Sú aðferð er í beinni mótsögn við afgreiðslu síðasta stéttar- sambandsfundar, enda andstæð hugsunarhætti bænda, sem gera yfirleitt ekki hærri kröfur en hægt er að rökstyðja sem brýna nauðsyn fyrir atvinnurekstur þeirra og hljóta því að halda til streytu. Viljum við skora á alla bænd- ur og búnaðarsamtök í landinu, að þrýsta sér sem fastast sam- an um réttindi stéttarinnar — og viðurkenna í engu gerða samninga um hinn nýja verð- grundvöll, nema sem bráða- birgða lausn — þar til viðun- andi niðurstaða er fengin á verðlagningu landbúnaðaraf- urða og láta engin annarleg sjónarmið villa sér sýn í þeirri baráttu. Árnesi, 18. sept. 1962. Stjórn Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga. Hermóður Guðmundsson. Baldur Baldvinsson. Teitur Björnsson. Frá Hafnarbúðimii: STRÁSYKUR, grófiu, kr. 5.90 kg. STRÁSYKUR, hv. og fínn, kr. 6.25 kg. Odýrari í heilum sekkjum. Sendum lreim. (S HAFNAR SKtPAGOFU SIHI 1094 skýrt frá úrslitum leikja í Knattspyrnumóti Norðurlands, en bar sigraði K.A. með yfirburðum og er vel að sigrinum komið. Á mynd- inni er kapplið K.A. sumarið 19G2 ásamt formanni félagsins. Aftari röð frá vinstri: Halldór Kristjánsson, Haukur Jakobsson, Sigurður Víglundsson, Þór Þorvaldsson, Hermann Sigtryggsson, Árni Sigur- bjarnarson, Jón Stefánsson, Stefán Tryggvason og Birgir Her- mannsson. Fremri röð frá vinstri: Siguróli Sigurðsson, Þormóður Einarsson, Skúli Ágústsson, Einar Helgason, Jakob Jakobsson,, Kári Árnason og Friðrik Jónsson. (Ljósm.: G. P. K.) Leigubílstjórar í 35. tölublaði Vikunnar 30. ág- úst þessa árs er grein eftir H. H. H. um leigubílstjóra. f grein þessari er fullyrt, að í starfi leigubílstjóra sé hyorki um andlega né líkamlega á- reynslu að ræða. Ég tel, að hin andlega áreynsla þessara manna sé öllu meiri en sú líkamlega, þótt hún sé og mikil. Er ég nota bifreið, þá er það að langmestu leyti leigubifreið. Með öðrum leigubifreiðastjór- um en á Akureyri og Reykjavík hef ég ekki farið, en ég er þess fullyiss, að hið sama megi segja um alla leigubifreiðastjóra þessa lands, að þeir vekja traust far- þegans, eru prúðmannlegir í alla staði — og bera það með sér að þeir eru þess meðvitandi, að er þeir eru komnir af stað í bíl sínum, þá taka þeir á sig á- byrgð, ekki aðeins gagnvart þeim sem þeir hafa í bifreið sinni heldur og þeim, sem á vegi þeirra verða. Þeirra verða þeir einnig að gæta, því oft er álpast út á götu jafnt af full- orðnum, unglingum og börnum, án þess horft sé að bílaferðum. Og mörgum slysum hefur verið afstýrt vegna athygli og árvekni leigubifreiðastjóra. Má nærri geta, hvílík andleg áreynsla það er bifreiðastjórum öllum, og ekki sízt leigubifi'eiðastjórum, að þuxfa alltaf að vera á varð- bex-gi jafnt á beinum vegi sem fyrir horn að gæta þess, að eng- inn skjótist í veg fyrir þá, og ár- vekni og snarhug þarf til þess, að stíga á hemil í tæka tíð, svo gálaus vegfai'andi vei'ði ekki fyrir slysi eða bana, ef til vill má þai-na ekki augnabliki muna. Svo verða þessir menn að vera á verði gagnvart öðrum bifreið- um, sem þeir mæta, hvort sem það eru nú leigubifreiðar eða einkabifreiðar. Ef farið væri í það, að spyi'ja leigubifreiða- stjóra, hve oft þeir með árvekni sinni og snilli hafi foi'ðað slys- um, myndi margt koma fram,. sem okkur leigubifreiðafarþeg- um er dulið — einmitt um þá andlegu áreynslu, sem þessi at- vinnustétt leggur á sig og verð- ur að leggja á sig svo vel farn- ist. í þessa atvinnustétteiga þeir einir að ráðast, sem hraustir em til líkama og sálar. Hin líkamlega áreynsla er mikil. Þó leigubifreiðastjóx-ar sitji í hægu sæti, þá verða þeir oft og tíðum að þi'ýsta á allar taugar sínar til þess ítrasta, er þeir mæta hættu alls óviðbúnir. Ég hefi aldrei komið í leigu- bifreið nema að mæta fyllstu kurteisi bifreiðastjórans - aldrei mætt nema smekklega klædd- um bifreiðastjórum og þægileg- um í alla staði. Þetta, sem hér hefur verið sagt á jafnt við um innanbæjar- leigubifi-eiðastjóra sem við lang- ferðabifreiðastjóra, sendibíla- og vörubifreiðastjóra, sem ég: hefi skipt við, og ég hygg að öll atvinnustéttin eigi sama vitnis- burð. Atvinnustétt leigubifreiða- stjóra á skilið fulla virðingu al- þjóðar. Menn ganga öruggir í bifreið þeirra og eru þess full- vissir, að þeir með hug sínum, liand- og fótleikni skili þeim farsællega á leiðarenda, - hvox-t sem leiðin er lengri eða skemmri. Páll Einarsson. KAUPENDUR blaðsins eru vin- samlegast beðnir að athuga, að 14. þ.m. kom út 34. tbl. en ekki 33. eins og stóð í blað- hausnum. Hátíðablaðið 29. ág- úst var nr. 33. ÍSLENDINGU&

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.