Íslendingur


Íslendingur - 28.09.1962, Síða 4

Íslendingur - 28.09.1962, Síða 4
ÍSLENDINGUR Kemur út hvern íöstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 1375. Fréttir og aug- lýsingar: STEFÁN E. SIGURÐSSON, Krabbastíg 2, sími 1947. Skrifstofa og af- greiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30— 17.30. Á laugardögum kl. 10—12. — Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Að lokinni vertíð UM fátt liefur verið meira talað að undanförnu en hina geypilegu síldveiði á sumarvertíðinni fyrir Norður- og Aust- urlandi og hina ævintýralegu aflahiuti, sem skipstjórar og skipshafnir á aflahæstu skipunum báru úr býtum á þeim 10 — 12 vikum, er vertíðin stóð yfir. IJað er raunar ekki óeðli- legt, að slíkt ævintýri veki urntal og furðu, svo vonsviknir og svartsýnir sem menn voru orðnir á síldarliappdrættið eftir Ihinar mörgu og samfelldu misheppnuðu vertíðir allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Og menn velta því fyrir sér, hvort síldin hafi nú aukizt og margfaldazt skyndilega í sjónum eða að til hins óvenjulega uppmoksturs í sumar liggi aðrar orsakir. Þeir, sem gjörst mega vita og kunna skil á síldarfræðum, telja þrjár meginástæður fyrir hinni góðu veiði í sumar: 1. .Óvenjulega hagstæð tíð og því lítið um landlegur. 2. Síldarleitin var öflugri, þar sem skipurn hafði verið fjölgað í þeirri þjónustu, en þó ekki dregið úr síldarleit úr Gofti. 3. Flotinn búinn betri tækjum til síldarleitar og síldveiða en nokkru sinni áður. Þá má telja fjórðu ástæðuna, síldarflutningaskipin, er tóku síld úr veiðiskipum til flutnings á fjarlægari vinnslu- staði, en sú ráðstöfun hefur flýtt fyrir mörgum skipum, er löndunar biðu, að komast aftur út á miðin, og loks hafa nýj- ar síldarbræðslur austanlands, þótt ekki væru allar afkasta- miklar, dreift flotanum nokkuð og þannig orðið til að stytta löndunarbið skipanna og þá jafnframt aukið heildarafköst- in við bræðsluna, en sumar þessar bræðsluverksmiðjur höfðu óslitið verkefni alla vertíðina. Talið er, að framlag síldarinnar, sem veiddist fyrir Norð- ur- og Austurlandi í sumar muni afla þjóðarbúinu um 800 mil'lj. kr. tekna, iþrátt fyrir það að mikill meiri hluti aflans fór í mjöl- og lýsisvinnslu, sem aldrei gefur jafn-mikið af sér og saltsíldin, en þar voru öll ráð reynd til að auka söluna. Að vísu var saltað nokkru meira magn en á sl. ári, en söltun- in byggist ætíð á því, hve mikið magn er unnt að selja á íhverjum tíma. Hvað getum við svo gert til þess að halda uppi góðri síld- veiði, ef síidargöngur bregðast ekki og sæmilega viðrar til veiðanna? er spurning, sem mörgum er ofarlega í huga. Og þá eru ýmis svör tiltæk. Blöðin hafa spurt aflahæstu skip- stjórana um álit þeirra. Skipstjórinn á Víði II þakkar síldar- leitinni að verulegu leyti árangurinn í sumar, er hann telur nú fyfst hafa verið í góðu lagi. Þá telur hann smásíldarveiði inni á fjörðum porðan- og austanlands geta haft hættuleg áhrif á sumarsíldveiðina og leggur til að hún sé með öllu bönnuð og eftirlit liaft með, að banninu sé framfylgt. Skip- stjórinn á Ólafi Magnússyni, þriðja aflahæsta skipinu, segir meðal annars: ,,Það eru fyrst og fremst hin öflugu asdic-síldarleitartæki, sem hafa gert okkur kleift að fá þá síld, sem veiðzt hefur í sumar. Og svo ber ekki að gleyma því, að síldarleitarskipin hafa veitt okkur rnikinn stuðning. Sú þjónusta þarf að auk- ast. Það þarf að gera út íleiri leitar- og rannsóknarskip, og þá munu síldveiðarnar ganga vel á næstu árum.“ Þá er loks nauðsynlegt að auka enn afköst þeirra síldar- verksmiðja, sem fyrir eru á Norður- og Austurlandi og helzt að koma upp litlum síldarbræðslum í sjóþorpum austan- lands, sem engar hafa fyrir. Er það mikið hagræði fyrir hin minni sjávarpláss, er komið hafa upp síldarsöltun, að hafa einnig litla síldarbræðslu til að geta brætt afganginn úr þeim skipum, er leggja upp síld til söltunar þar. Mundi þetta hafa mjög örvandi áhrif á atvinnulíf staðarins og hefta broltflutning heimamanna. „Spurull“ spyr: „Ú'G HEF verið að spyrja menn L-l að því undanfarið án þess að fá glögg svör við, livert verðhækk- un fyrirliggjandi landbúnaðaraf- urða á sölumarkaði renni, þegar VlSNA BÁLKUR SÆNSKA leikkonan Mai Zett- erling var hér á ferð í haust og flaug m.a. til Grímseyjar héðan. í Vísi var haft eftir henni,*að hún vilji „kynnast Þingeying- um, sem hefðu orð á sér fyrir að vera fyrirmyndarfólk“. Um þetta var kveðið: Maja telur Þingeyinga fyrirmyndarfólk og fýsir mjög að sækja þá og gista, er leggja til, að framleiðendur fleygi sinni mjólk í fljótin þau, sem renna í hafið yzta. Sómakonan Zetterling sveimar landið kringum er með þéttings ástarsting út af Þingeyingum. Peli kvað: Víst er langri lífstíð á Ijúft að eiga vini, en hafa vit að henda frá hundum af mannakyni. Og enn eru nokkrar stökur eftir Magnús Jónsson frá Skógi: Lítill er á legg að sjá, litlum skila arfi, lítils metinn leggst ég frá litlu ævistarfi. Sækja speki aðra í aumur reynist háttur, eigin vizku verð ég því við að una — sáttur. Leita ráða ríkum hjá rika gerir meiri, en á snauða skellt á ská skuldaböggum fleiri. Lífsins tafli gefðu gát, gerðu rétta leikinn, orðið hefir margur mát maður flysjungshreykinn. Lífið heimtar lagna hönd, Iipurð, gætni, hlýju. — Fyrr en alveg bresta bönd binda þarf að nýju. Svo að lokum: Menn, sem standa í stórræð- um og þurfa á lánsfé að halda, kvarta gjarnan yfir lánatregðu bankanna og telja viðtökur sumra bankastjóra líkastar því, að lánbeiðendur séu eins konar ölmusumenn. Svo mun Pétri frá Hallgilsstöðum hafa fundizt, er hann kvað: Um ölmusu biðjum við allir, en okkur er vísað á dyr. Svo byggja þeir háreistar hallir helv.... bankamir. verðhækkanir verða á þeim. á haustin, þ. e. hvort framleiðcnd- ur fái*þessa hækkun eða millilið- urinn, sem selur neytandanum hana í sölubúð. A ég hér við þær birgðir, sem fyrir eru af smjöri og ostum, kjöti, kjötvörum og jarðávöxtum, þegar verðhækkan- ir verða á haustin að afstöðnu „samkomulagi" sex-mannanefnd- ar eða úrskurði verðlagsdóms. Allir muna, að jtegar Verðlags- stjóri auglýsir nýtt hámarksverð á innfluttum yörutegundum vegna verðbreytinga af völduni gengisbreytingar, tollahækkunar eða verðhækkunar erlendis, fylgir jafnan sá varnagli, að OHEIM- ILT SÉ AÐ HÆKKA VERÐ Á ELDRl VÖRUBIRGÐUM, m. ö. o.: Hið nýja verð nær aðeins til nýrra vara, sem inn eru fluttar eftir ákvæðin um hið nýja verð. Þess minnist ég þó ekki, að slík ÞlHKABtOT • HVERT RENNUR VERÐ- HÆKKUNIN? • FYRSTA LJÓÐABÓKIN VAR SEX ARUM ELDRI slíkum tilfellum er sökudólgurinn venjulégast karlmaður. Þó virðist sem út af því geti brugðið. ’ Ég var nýlega að lesa 3. bindi sjálfsævisögu eins okkar jiekktasta rithöfundar, og er jrar hrollvekj- andi lýsing á Jtví, er gift kona reyndi að taka hann með valdi og hann hafði nær beðið bana fyrir jrað eitt að verja sóma sinn. En þar segir svo: „Þannig var mál með vexti, að dag einn liafði ég verið á undan- lialdi um stund en frúin clt mig, og kom Jrar, að leikurinn barst niður á bryggjuna. Vildi húu TAKA MIG ÞAR (lbr. hér) og sýna mér blíðuhót nokkur, en ég stökk ofan í bát, er bundinn var við stólpa, og leysti landfestar. Gætti ég þess helzt til seint, að cngar árar voru í fleytunni. Jón sat uppi við húsið okkar og horfði á viðureignina. Heyrði ég trölla- hlátur hans á eftir mér, er straum- urinn bar mig óðfluga út á sund- ið í átt til O....... Ivom hann jró brátt róandi á eftir mér og bjargaði mér frá því að reka á haf út.“ Má nokkuð af jressu marka, að karlmenn eru ekki einir unt of- beldishneigðina og að hér mun- aði rnjóu að hörmulega tækist til. Ætti jressi atburður að vera ung- um og gervilegum mönnum að- vörun urn að vera ekki einir síns liðs á ferð, a. m. k. ekki eftir að skyggja tekur. BLÖÐIN tala nú mikið um það, að kennaraskortur í landinu sé tilfinnanlegur, svo að ráða verði „réttindalausa" kennara til barnakennslu, sem í sjálfu sér er ekkert neyðarúrræði, ef um góða • ÆTLAÐI AÐ TAKA HANN MEÐ VALDI • KENNARA- OG SKÓLA- HÚSASKORTUR • VAGN EÐA RÚTA „klásúla" hafi fylgt tilkynningum um verðlag á landbúnaðarvörum, og því er ég að spyrjast fyrir um þetta.“ Ég tel mig ekki nægilega kunn- ugan jressu til að svara, og sendi jrví spurninguna áfram til þeirra, er gjör mega um jjctta vita. IBRÉFADÁLKUM FÁLKANS, 18. sept. er spurzt fyrir um text- ann „Setztu hérna hjá mér“ (Aloha Oe) og svarar blaðið Jrví rétt, að hann sé eftir Jón lrá Ljár- skógum, en bætir síðan við: „Ein ljóðabók er til eftir Jón frá Ljárskógum „Gamlar syndir og nýjar“ og kom út hjá forlagi Helgafells 1947“. Hér er ekki rétt frá skýrt, Fyrsta ljóðabók Jóns kom út 6 árum áð- ur: Svngið Strengir — (1941) frá Fjallkonuútgáfunni, að mig rninn- ir. Með henni settist Jón heitinn á skáldabekk, og lilaut bókin j>ær vinsældir, að hún varð ófáanleg eftir skamman tírna. Þess mætti og geta, að Jón gaf út söngvasafn- ið Hörpuljóð ntilli áðurnefndra bóka, en það hafði að geyma söngtexta við lög, er MA-kvartett- inn hafði æft og sungið, en rneðal annarra kvæða og söngtexta í Hörpuljóðum voru frumgerð ljóð eítir Jón og textar við lög í jrýð- ingu hans. FYRIR SKÖMMU hafa blöð á Akureyri og syðra verið að flytja fréttir um meintar nauðg- anir eða tilraunir til jreirra, en í og gegna menn er að ræða. Einn- ig telja þau vanta húsnæði til skólahalds, svo að börnunt hafi verið vísað írá. inngöngu í næsta skóla. Ljótt er,.eí ,satt, er, en væri Jrá ekki athugándi að stytta náms- tímann eitthvað og leyfa t. d. ung lingum, sem enga hneigð ha£a til bóknáms, að stunda framleiðslu- störf íyrir gott kaup, ef jreir kjósa jtað fremur? T EINU DAGBLAÐANNA s. 1. J- þriðjudag, var frétt um lang- ferðabifreið, sem fór út af vegi, og segir svo í fréttinni: „Liðsmenn lögðu af stað með stórri RÚTU.... Vegkanturinn brotnaði undan RÚTUNNI og liún seig næstum á hliðina." (lbr. hér). Þótt leiðinlegt og ástæðulaust sé að nota jretta erlenda orð „rúta“ í íslenzku máli, jrá er þó verra að nota Jrað um allt annað en það táknar. Rúta þýðir leið. Norður- eða Suður-rúta er Norð- urleið eða Suðurleið. En leiðin getur aldrei hrokkið út af vegi. Hún er óhagganleg. Það er unnt að tala um rútuvagna og rútubíla, svo og rútubílstjóra, ef við viljum endilega burðast með jretta orð- skrípi, en alls ekki rútustjóra eins og ýtustjóra. En Jrví ekki að nota vagninn, þegar átt er við stóru bílana, svo sem Suðurvagninn, Norðurvagninn, Dalvíkurvagn- inn eða Húsavíkurvagninn? BERJATÍNSLA hefur verið með minnsta móti í sumar. Spruttu ber seint, en frost komu snemma, er ollu skemmdum á þeim og stöðvuðu frekari sprettu. 4 ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.