Íslendingur


Íslendingur - 28.09.1962, Blaðsíða 5

Íslendingur - 28.09.1962, Blaðsíða 5
Nær 6 þúsund fjár á fjalli (Framhald af bls. 1.) ingur þeirra með tveim dilkum. Ég get ímyndað mér, að með veturgömlu og hrútum hafi hópurinn numið allt að 6 þús- undum, og gengur langmestur hluti þess hóps á Glerárdal og fjallinu. — Er þetta ekki of margt fé á ekki stærra landi? — Jú, landið er hvorki nógu stórt né gott, og má sjá það á haustvigtinni. En margir taka fé sitt strax í 1. göngum og beita því á ræktað land, og það bjarg- ar miklu, að flestir fjáreigendur fóðra vel að vetrinum, svo að féð er betur búið undir takmark- aða sumarhaga. Hins vegar eru alltaf einstakir menn innanum, sem ekki ættu að fást við sauð- fjárrækt vegna skorts á kunn- BYGGINGAR í BÆNUM FRÁ byggingafulltrúa, Jóni G. Ágústssyni, hefur blaðinu bor- izt eftirfarandi yfirlit um bygg- ingar í bænum um þessar mundir: Hafin er bygging 22ja íbúðarhúsa á þessu ári. f þessum húsum eru 30 íbúðir. f byggingu eru nú á Akureyri 45 íbúðarhús með samtals 54 í- búðum. Unnið er við ýmsar stærri byggingar félaga, svo sem Til- raunastöð S.N.E. að Rangárvöll- um, samkomu- og verzlunarhús Akurs hf. við Glerárgötu, stækkun á húsnæði Pósts og síma við Hafnarstræti, Útvegs- bankann og hafin er bygging nýs bifreiðaverkstæðis við Norðurgötu. Á lóðinni Glerár- gata 36 byggir Kaupfélag Ey- firðinga verzlunarhúsnæði fyrir byggingarvörur. — Sjálfsbjörg byggir 2. áfanga við félagsheim- ili sitt við Hvannavelli og Strengj asteypan hf. byggir hús fyrir sína starfsemi. Fataverksmiðj an Hekla hefur tekið í notkun stórbyggingu sína og þá hefur Veganesti hf. reist benzínafgreiðslu. og verzl- un við Hörgárbraut. áttu eða umhyggju fyrir skepn- unum. Skiptist um Glerá. — Það má raunar segja, að Glerárdalur sé tvær afréttir, segir Þórhallur, er markast af Glerá. Hin gamla Akureyri hef- ur Glerárdalinn austanverðan ásamt Súlumýrum og hálsinum hér fyrir ofan, en bújarðirnar í Hlíðinni og Glerárhverfi vestari hlutann ásamt Hlíðarfjalli, og skiptast fjallskil eftir því, svo og skilaréttir. Þær eru tvær, hvor fyrir sinn hluta. Gamli bæjarhlutinn hefur gömlu rétt- ina í Glerárgili, en nýi hlutinn, norðan Glerár, aðra rétt norðan við ána, hér skammt fyrir ofan. — Fer féð ekki á milli? — Jú, það eru talsverð brögð að því, að fé gangi á milli. Áin er ekki það stórfljót, að hún haldi eins og rambyggð girðing mundi gera. Aflögufærir um hey. — Hafa nú sauðfjáreigendur ráð á nægilegu heyfóðri fyrir alla þessa hjörð? — Já, ég geri ráð fyrir, að enda þótt heyskapur sé líklega með minna móti í sumar, séu nægileg hey til. Akureyringar hafa nefnilega löngum heyjað meira en fyrir sjálfa sig. í fyrra seldum við mikið af heyi út um land, því að þá var víða tæpt með hey, en þrátt fyrir það má víða sjá hér fyrningar frá fyrri árum. — Margir fjáreigendur í bæn- um? — Á skýrslum hjá forða- gæzlunni eru þeir um 150, en þó munu þeir raunverulega fleiri. Sumir, sem fáar kindur eiga hafa þær á fóðrum hjá öðr- um, sem þær eru þá taldar hjá í skýrslum, eða fóðra í félagi við annan. Við kvöddum nú forðagæzlu- manninn, en frá Sláturhúsi KEA fengum við þær upplýsingar, að fjáreigendur í Akureyrardeild einni saman (innan Glerár) hefðu beðið um slátrun á 1750 kindum í haust. J. Þeir voru að sækja fé Húnvetninga í Staðarrétt. (Ljósmynd: St. E. Sig.) - Staldrað (Framhald af bls. 1.) arrétt er ekki komið, en í því munu vera um þrjú þúsund fjár. Er fram yfir hádegið kem- ur, fer fólkinu að fjölga, og ber þá nokkuð á Sauðárkróksbúum, einkum ungu fólki. Það á víst ekki margt fé hér, en það kem- ur eins og aðrir til að horfa á réttarlífið. Að þessu sinni er réttarveðr- ið ekki hagstætt. Norðan storm- ur og regnskúrir af og til. Marg- ir af gestum réttarinnar, þeir, sem ekki eru komnir til að sinna réttarstörfum, sitja inni í bílum sínum og láta fara vel um sig. Ég hef áhuga á að finna réttar- stjórann að máli og fer því að spyrjast fyrir um, hver hann sé. — Réttarstjórinn, það er Steindór Benediktsson í Birki- hlíð. Eftir þessar upplýsingar er ég jafnnær, en rétt í þessu rekst ég á gamlan kunningja, Sigurð Jónsson bónda á Reynistað, og hann bendir mér á, hvar Stein- dór er að stjórna í réttinni. Réttarstjóri í 40 ár. Steindór hefur verið gangna- foringi og réttarstjóri í 40 ár, og er öllu hér mjög kunnugur. Hann segir, að þessi rétt sé ekki nema 10 ára, byggð hér á meln- um á árunum 1952 og 53. Áður við hjá Staðarrétt var réttin við ána sunnan og austan við Reynistað. Það var torfrétt og mun hafa verið mjög gömul. Kannske Reynistaða- bræður hefðu rekið fé sitt þar til réttar, ef þeim hefði auðnazt að ná til byggða forðum daga? — Réttin tekur 10—12 þúsund fjár, segir Steinþór, — en um þann fjölda, sem réttaður er hér árlega hef ég ekki nákvæmar tölur. Það fé, sem hingað kem- ur, er að mestu leyti úr þrem hreppum: Staðarhreppi, útparti Seyluhrepps og hluta af Rípur- hreppi. Þá kemur ávallt nokk- uð fé úr Skarðshreppi og tals- vert úr Húnavatnssýslu. Að þessu sinni er féð hér nokkru færra en venjulega, og stafar það af hretinu, sem kom um daginn. Þá kom margt fé niður, og bændur tóku það inn í girð- ingar og á tún. Um vænleik dilka í ár segir Steindór, að þeir séu mjög mis- jafnir, en sennilega ekki lakari en í fyrra. Gróður kom nokkuð seint, en það hefur verið að gróa fram á haust. Skammt frá réttinni sitja þrír menn í móunum og snæða feitt kjöt og fleira, er þeir draga úr malpokum sínum. Er ég tek þá tali, kemur í ljós, að þetta eru Húnvetningar, komnir hingað til að sækja það fé, sem slæðzt hefur í afréttir þeirra Skagfirð- inga. Það er oft æði margt fé að vestan, sem leitar austur yfir fjöllin, en þó mun fleira fé sækja úr Skagafirði véstur. f veitingaskálanum. Rigningin hefur nú aukizt að mun, og ég held inn í veitinga- skálann. Þar sitja menn við tvö langborð og gæða sér á sjóð- heitu kaffi. Ég stenst ekki freist- inguna, og fæ mér einnig kaffi. Menn ræða um ýmsa hluti við borðið. Um fé, búskap, hesta og kvenfólk, og sumir ráðgera að fara á réttarballið, sem verður í Melsgili í kvöld. Einstaka maður sést lauma smáglasi undan borðröndinni og bæta úr því í kaffibollann, enda virðist kaffið ylja sumum furðu 'vel, en kaffið gerir það nú allt- af. Og nú er tími minn við Stað- arrétt á þrotum að þessu sin'ni, því að áætlunarbíllinn fer frá Varmahlíð kl. 5, og þá þarf ég að vera kominn þangað. Er ég lít yfir réttina um leið og ég fer, sé ég, að enn hefur margt fólk bætzt við. Það verður sennilega margmenni um það lýkur, þrátt fyrir storm og rigningu. s. Frjáls þjóð flyt ur þá frétt ný- , . ^lega, að Stranda att við: menn heimti, að Hermann Jónasson verði í framboði fyrir þá í næstu Alþingiskosningum og krefjist þess jafnframt af honum, að hann „sjái örugglega um, að Framsóknarflokkurinn svíki alls ekki í efnahagsbanda- lagsmálinu“. Oss er ekki ljóst, hvað blaðið á hér við, meðan vér höfum ekki fyrir hendi yfirlýsingu Framsóknarfiokksins eða mið- 5stjórnar hans um ákveðna af- stöðu flokksins til EBE. Hefur h£r og þar slík yfirlýsing verið send Þjóð- varnarflokknum sérstaklega? s t sama blaði Frjálsrar þjóð- ar er reynt að gefa skýringu á því tómlæti, er fólk sýndi labbi „hernáms- andstæðinga“ úr Kópavogi til Reykjavíkur nýlega og fundi, er haldinn var á Lækjartorgi eftir rápið. Blaðið segir: „Víst er það rétt, að fleiri Málið skýrist hefðu mátt taka þátt í þessum aðgerðum samtakanna, og í þetta sinn tóku miklu færri þátt í þeim en áður. Kemur þar vafa- laust margt til. Árstíminn er hvergi nærri heppilegur (sumir farnir í fjallgöngur? ath. vor), fólki fannst líka mörgu þessi ganga ekki eins þýðingarmikil og hinar fyrri. ÓSAMKOMU- LAG ÞAÐ, SEM UPP KOM í HERBÚÐUM HERNÁMSAND- STÆÐINGA Á SL. VORI, ER EKKI HELDUR MEÐ ÖLLU ÚR SÖGUNNI“ (lbr. vor). Fjötrað framtak! Dagur segir frá því með feitu letri í vikunni sem leið,að hið „frjálsa fram- tak einstaklingsins“ sé svo „fjötrað síðustu ár“, að leitt hafi til þeirra húsnæðisvandræða hér á Akureyri, að fólk flýi „bæ- inn vegna húsnæðisskorts“. — Ekki bendir hann á dæmi til stuðnings þessari staðhæfingu, þó hann gefi í skyn, að þau séu tiltæk. Hitt vita flestir, sem af einhverjum ástæðum flytja héð- an á aðra staði, hve erfitt er að koma húseignum í verð. Dagur tekur þessa firru að vísu aftur núna í vikunni, þar sem hann upplýsir, að í bygg- ingu séu nú á Akureyri 45 íbúð- arhús með 54 íbúðum. Hafi ver- ið hafin bygging 22 íbúða með 30 íbúðum á þessu ári. Frjálsa framtakið virðist því ekki ganga með neinn lömunar- sjúkdóm, enda veit hvert skóla- barn, að núverandi ríkisstjóm hefur ötullega unnið að því að skera af því þær viðjar, er hafta- stefnuflokkarnir höfðu reyrt það í áður. Því þjóðþrifaverki er þó hvergi nærri lokið, en áfram mun verða haldið á þeirri braut eftir því sem möguleikar leyía. T ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.