Íslendingur


Íslendingur - 28.09.1962, Blaðsíða 8

Íslendingur - 28.09.1962, Blaðsíða 8
sóknir árið um krin; „Þorsteinsskáli eins og luxus-hótel44 Viðtal við Sigurjón L. Rist vatnamælingamann ISÍÐASTLIÐINNI VIKU var Sigurjón L. Rist vatnamælinga- maður á ferð hér í bænum, og náði þá tíðindamaður blaðsins tali af honum og spurði frétta af starfinu. Misjafnir gististaðir. — Hve margir eruð þið við þessar mælingar? — Við erum fjórir við þær núna. — Hvernig ferðaútbúnað haf- ið þið? — Við höfum venjulega með okkur tjöld, en höfum þó oftast næturvist í bílunum. Stundum Framhald á bls. 7. MEÐAL fjölmai'gra Vestur-ís- lendinga, sem komið hafa „heim“ í sumar, er Páll Ingv- arsson tilraunastjóri, og bar hann að tilviljun að garði hjá blaðinu, meðan hann stanzaði nokkra daga hér í bænum. Páll gerði þá grein fyrir sér, að hann væri fæddur að Leysingja- stöðum í Húnaþingi, sem er ná- grannabær Þingeyra, og var hinn þekkti hestamaður, hag- Beztu síldvertíð fyrir Norðurlandi lokið Sigurjón L. Rist við fjallabíl sinn. Rannsóknir á fallvötnum. — Hve lengi hefur þú verið í þessu starfi og á hvers vegum er það rekið? — Ég hef verið samfleytt 15 ár við vatnamælingarnar, en þær eru framkvæmdar á vegum raforkumálastjórnarinnar. — í hvei-ju er starfið einkum fólgið? — í alhliða rannsóknum á fallvötnum: vatnsmagni, aui’- burði og öðrum eiginleikum, svo sem ísalögum á vetrum. Að- alverkefnin eru athuganir fyrir ofan byggð eða inni í dalabotn- um, einkum við stórárnar og allt til upptaka þeirra í jöklum. Og raunar fylgja þessu athug- anir á jöklunum sjálfum, t. d. hafa sameiginlegar rannsóknir Jöklarannsóknafél. íslands og Siglfirðingar sigruðu ringa í bridge BÆJAKEPPNI í bridge var háð milli Siglfirðinga og Akur- eyringa um sl. helgi á Siglu- firði. Þrjár meistaraflokkssveit- ir spiluðu fyrir hvorn bæ og spilaðar voru 3 umferðir. — Keppninni lauk með sigri Sigl- firðinga, 6 vinningar gegn 3. — Auk þessa keppti ein fyrsta flokks sveit Akureyringa við þrjár fyrsta flokks sveitir Sigl- firðinga, og laulc þeirri keppni einnig með sigri Siglfirðinga, 2 gegn 1. Móttökur Siglfirðinga voru í alla staði prýðilegar og ferðin í heild mjög ánægjuleg, þó að illa tækist til við spilamennsk- una hjá sumum. Akurey (Ljósm.: St. E. Sig.) vatnamælinganna verið gerðar til að fá úr því skorið, hvoi't jöklar á íslandi séu „arktiskir“, þ. e. hvort vetrarfrostið helzt í þeim allt árið, — eða hvort þeir eru „tempraðir“, þannig, að frost fari úr að sumrinu. Ur þessu hefur fengizt skorið með því að bora holur í jöklana, ca. 30 metra djúpar og fylgjast þar með hitastigi á ýmsum tímum árs. Og niðurstaðan er sú, að síðla sumars er frostbylgja fyrri vetrar horfin, og þá kemst leys- ingavatn niður gegnum jökul- inn, og er þetta m.a. ástæða fyr- ir vexti í jökulsám seinni hluta júlí og í ágústmánuði. Verða því jöklar hér á landi að flokk- ast undir tempraða jökla á því hlýja skeiði, sem nú er ríkj- andi. Þjórsá og Jökulsá. — Hvar hefurðu einkum starfað í sumar? — Mest við Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum, auk dýptarmælinga á vötnum á Vestfjörðum. M. a. settum við upp í sambandi við rannsóknir á Jökulsá regnmæli vio vegamotin sunnan Upptypp- inga og Miðfells, en hann mælir úrkomu allt árið. Æskilegt er, að menn, sem þarna verða á ferð, lesi á mælinn og skrifi í gestabók Þorsteinsskála niður- stöður aflesturs, enda er þar að finna nauðsynlegar leiðbeining- ar. — Aðalverkefnið? — Það er að skrá vatnshæð þeirra vatnsfalla, er við rann- sökum, en þau eru um hundrað að tölu víðs vegar um land. Þar Nokkur skip lmekkja 19 ára gömlu aflameti SÍLDARVERTÍÐINNI fyrir Norður- og Austurlandi er nú lokið, og var aflinn, sem að landi barst á ca. 2V2 mánuði (til jafn- aðar á skip) meh'i en nokkurn tíma áður í sögunni. Fram að þessu sumri átti Eld- borgin frá Borgarnesi aflamet- ið, 30356 mál, en það var sett 1943 og hefur staðið óhaggað síðan, enda komu mörg síldar- leysisár í röð eftir lok heims- styrjaldarinnar, og var það raunar ekki fyrr en í fyrrasum- ar, að síldaraflinn tók að glæð- ast að nýju. Nú í sumar hafa a.m.k. 3 skip hnekkt gamla met- inu: toppskipið Víðir II., með 32399 mál og tunnur, Höfrung- ur II með 31542 og ÓlafurMagn- ússon með 30917. Þó segja þess- ar tölur ekki allan sannleika, því að verðmæti aflans er til- tölulega meiri hjá skipum, er komu verulegu magni í söltun, og er Víðir II. þar langt fyrir of- an hin aflaháu skipin, en 1943 var engin söltun. Aflaverðmæti Víðis II. er í sumar talið rúm- lega 5.5 millj. kr„ en tveggja hinna næstu 4.65 millj. kr. hvors um sig. Heildarafli hinna 224 skipa, er þátt tóku í síldveiðunum var talinn við síðustu athugun Fiski- fél. 1.955.515 mál í bræðslu, '375.429 tunnur í salt og 39122 tunnur í frystingu (beitu), eða samtals 2.370.066 mál og tunnur (í fyrra 1.557.000 mál og tunn- ur). Meðalafli á skip er nú 10600 mál og tunnur, en alls veiddu 28 skip yfir 20 þús. mál, þar af 3 yfir 30 þúsund. er komið fyrir síritandi mælum, sem blöðin eru öðru hverju tek- in úr til aflesturs, en mælingar á rennslinu eru gerðar til að ganga úr skugga um, hvað rennslið er við hverja vatnshæð. Á síðari árum hafa verið tekn- ar í notkun reiknivélar, og hef ég undanfarna vetur unnið að því að koma upp úrvinnslukerfi fyrir þær. yrðingur og stói'bóndi, Jón Ás- geirsson á Þingeyrum, afi Páls. Páll kvaðst liafa farið vestur til Canada fám árum fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og hefði þá áður dvalizt um skeið í Skot- landi. Heim til íslands hefði hann ekki komið fyrr en í sum- ar og væri orðinn stirður í mál- inu, enda mjög lítið umgengist íslendinga vestra. Fám árum eftir vestui'kom- una fluttist Páll til miðríkja Bandaríkjanna, ætlaði til Nýja- Sjálands, sem þó ekki varð af, en lengst hefur hann búið í Cali- forníu. Hann gekk í búnaðar- skóla vestra (í Colorado) og lagði stund á húsdýrafræði, fóð- urfræði og grasrækt. Gerðist síðar leiðbeinandi í þessum greinum víðs vegar vestra, svo sem í Kaliforníu, Utah, Texas, Klettafjallaríkjunum ogMexico, en aðalgreinarnar voru vín- berja- og aldinrækt, fóðurjurta- og grasrækt. Ennfremur baðm- ullarrækt. Nær hálf öld er liðin síðan Páll fór vestur, en hér heima hefur hann einkum ferð- azt um Suðurland, heimsótt til- raunastöðvar þar og dvalið nokkra daga í átthögunum í Húnaþingi. Páll kvaðst kunna vel við gamla fósturlandið og geta vel hugsað til að ílendast hér, ef aðstæður leyfðu. \ Blaðherar óskast | ; Okkur vantar nokkra blað- 1 í bera nú þegar c'ða um mán- i i aðaníót nk. Talið sem fýrst i i við afgréiðslu hlaðsins. i Séð yfir Akureyrarhöfn í lok síldarvertíðarinnar í haust. Sjaldan mun hafa sézt slíkur fjöldi skipa hér í höfninni. (Ljósmynd: St. E. Sig.) XLVIII. ARG. . FÖSTUDAGUR 28. SEPT. 1962 Vesfur-islenzkur tilrauna- stjóri í heimsókn

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.