Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1963, Qupperneq 1

Íslendingur - 14.06.1963, Qupperneq 1
49. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ . 26. TÖLUBLAÐ Jónas G. Rafnar. Magnús Jónsson. Bjartmar Guðmundsson. UNGA FÓLKIÐ VILL TREYSTA ÖRYGGI FRAMTÍÐARINNAR ISLENDINGUR BIAI) SJÁLF STÆÐISMANNA í NOKÐURL ANÐ SK J Ö R D Æ M I EYSTR.A r Aform framsóknar til að kollvarpa efnahagskerfinu mistókst ÞAKKIR STJÓRN Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra flytur hér með Jjakkir öllum þeim mörgu, sem unnu ósleitilega að sigri flokksins hér í kjördæminu í kosningunum á sunnudaginn var. Þó góður málstaður skipti mestu, dugir hann ekki einn, ef ekki kemur til óhvikul barátta fyrir framgangi hans. Kjósendunum í þessu kjördæmi færir stjórn Kjör- dæmisráðsins þakkir fyrir að taka ábyrga afstöðu og láta óvenjulega ósvífinn áróður andstæðinganna sízt á sér festa. Sigur D-listans í Norðurlandskjördæmi eystra er skýr og ótvíræður, og með honum er veiga- mikill þáttur snúinn til áframhaldandi viðreisnar og aukinnar hagsældar lands og þjóðar. ÞEIR SEGJA ... Alþýðumaðurinn segir í fyrra- dag': „Sigurvegarar kosninganna urðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur“. Og „senni- lega óbreytt stjórn“. Dagur segir: „Síldin hefur undanfarin ár hjálpað þjóðinni til að bera byrðar „viðreisnar- innar“. (Þá er að skeyta skapi sínu á silfurfiskinum!) Og: „Björguðu Alþýðubandalags- kjósendur „viðreisninni“?“ Síð- an er gefið í skyn, að Alþýðu-' bandalagskjósendur í Norður- landskjördæmi eystra hefðu átt að koma til liðs við Framsókn til að fá 4. mann kosinn, en það hefði hinsvegar kostað banda- lagið þingsætið í kjördæminu!) Hljóðið úr „bandalagsblaðinu“ er ekki komið enn. Stjórnarflokkarnir með 32:28 KOSNINGARNAR á sunnudaginn var voru sóttar nieð kezta móti, enda þann dag eitt fegursta veður, sem vænta má í júnímánuði. Áliugi fólksins var meiri en nokkru sinni, og munu flest kjördæmi liafa náð betri kosningaþátttöku en títt var áður. Stjórnarflokk- arnir unnu verulega á í kosningunum, þótt þeir töpuðu einum þingmanni vegna kjördæmaskipunar, og sýna úrslitin þó eindreg- inn vilja nýju kjósendanna til að styrkja efnahagskerfið, horfa til framtíðarinnar og tryggja öllum atvinnu, sem vilja vinna og unnið geta. Einstök úrslit: (svigatölur frá síðustu alþingiskosningum). Reykjavík: A-listi B-listi Kjörnir þingmenn 5730 (5946) 2 6178 (4100) 2 (Framh. á bls. 2). Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokks ins í kjördæminu Framsókn og kommar skiptu þrotabúi Þjóðvarnarflokksins á milli sín Spjallað við formann kjördæmisráðs S j álf stæðisf lokksins BLAÐIÐ átti í gær tal við for- mann kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- Allmargir kjósendur í Norðurlandskjördæmi eystra biðu í spenningi eftir atkvæðatalningu úr kjör- dæminu og þótti hún seint birtast. Hún liófst um 6-Ieytið s.l. mánudag og stóð yfir fram undir óttu. Þó var unnið ósleitilega. Hér á myndinni sér yfir talningamenn, umboðsmenn lista og yfirkjörstjórn, sem er að velta fyrir sér atkvæðaseðli, sem vafi leikur á um, hvort er gildur eða gildur ekki. Ljósmynd: Gunnl. P. Kristinsson. dæmi eystra, Gísla Jónsson menntaskólakennara, og mæltist til að hann léti í ljós álit sitt á úrslitum kosninganna s.l. sunnudag. Átti stjórnin að sitja? — Meginatriðið, sem um var kosið, var það, hvort stjórnin ætti að sitja áfram eða ekki. Eft- ir æsispennandi talningu at- kvæða, liggur nú staðreyndin ljós fyrir, að meira en 55 af hverju hundraði kjósenda vott- aði ríkisstjórninni traust og vill, að viðreisnin haldi áfram. Minna en 45 af hverju hundraði kjós- enda voru á gagnstæðri skoðun. Þetta eru skýr svör. Sjálfstæðisflokkurinn fagnar sigri í þessum kosningum. Hann hefur bætt við sig þúsundum at- kvæða og aukið hlutfallstölu sína verulega. Vegna óhagstæðr ar skiptingar atkvæða andstæð- inganna í Reykjavík nægði það þó ekki til að auka þingmanna- tölu flokksins. En þá verður jafn framt að minna á, að fullur jöfn uður hefur ekki náðst við út- hlutun uppbótarsæta, en ef svo væri, hefði flokkurinn hlotið 27 þingmenn. Kommúnistar á undanhaldi. — En hvað um hina flokk- ana? — Framsóknarflokkurinn hef ur einnig unnið verulega á, eink um á Suðvesturlandi, en at- kvæðaaukning hans í Reykjavík byggist sjáanlega á því, að hann hefur hirt leifar Þjóðvarnar- flokksins, sem kommúnistar ætl- uðu sér að innbyrða. Athyglis- vert er, að sá þingmaður flokks- ins, sem bezta kosningu fékk, var hinn hægri sinnaði Varð- bergsleiðtogi, Jón Skaftason í Kópavogi. (Frh. á bls. 2). HAFNARGERÐINNI MIÐAR VEL il Raufarhöfn 12. júní. Hér stendur nú yfir viðbótar- bygging við síldarverksmiðju SR, þar sem fram á að fara mót- taka á mjöli, og verður það jafn framt mölunar- eða kvarnarhús. Hafnargerðinni miðar vel á- fram, og er orðin gjörbreyting á nálægum vegum, sem endur- bættir hafa verið vegna aðdrátta á efni til hafnargerðarinriar. Skip er hér statt í dag, er los- ar salt handa söltunarstöðinni Óðni. Áður var mikið salt kom- ið til annarra söltunarstöðva. Það óhapp vildi til, er verið var að losa salt á svonefnt Borga- plan, að um 100 tonn af salti fóru í sjóinn. Brast bryggjan undan þunganum, og urðu á henni verulegar skemmdir. Sn.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.