Íslendingur - 16.08.1963, Qupperneq 1
ÍSLENDINGUR
■;-'BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNX í NORÐURLANDSKJÖHDÆMI EYSTRA
49. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 16. ÁGUST . 31. TÖLUBLAÐ
MARGAR STÓRBYGGINGAR
I SMlÐUM Á AKUREYRI
121 íbúð er nú í byggingu
Rætt við Jón G. Ágústsson byggingafulltrúa
ÍSLENDINGUR náði í gær tali af byggingafulltrúa Akureyrar-
bæjar, Jóni Geir Ágústssyni, og bað hann að gefa nokkrar upp-
lýsingar um byggingamál bæjarins, og þá einkum nýbyggingar
íbúðarhúsa og annarra.
GAMLI BÆRINN. Þ"si "anf; ,vinvlegi br,er,iftLaiw";l
a Reykjadalsheiði, siðasta bylið í byggo
þar í heiðinni. Þar búa nú hjón. bæði á áttræðisaldri. Hver tekur
við af beim? Ljósm: Bára Aðalsteinsdóttir.
8
ÍHERADSMOT
I
I
I
verður haldið í Skúlagarði laugardaginn 24. ágúst. Ræðu-
menn verða Þorvaldur Gargar Kristjánsson framkv.stjóri
Sjálfstæðisflokksins og Jónas G. Rafnar alþm. Leikaramir
Ámi Tryggvason og Jón Sigurbjömsson skemmta. Enn-
fremur syngur Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari við
undirleik Skúla Halldórssonar píanóleikara. Á eftir verður
dansað. Mótið hefst kl. 9 um kvöldið.
Sjálfstæðismenn halda HÉRAÐSMÓT A AKUREYRI í
Sjálfstæðishúsinu, sunnudaginn 25. ágúst kl. 9 e. h. Ræðu-
menn verða Þorvaldur Garðar Kristjánsson framkv.stjóri
I
^ son bæjargjaldkeri Ólafsfirði. Skemmtiatriði þau sömu og f
í Skúlagarði.
Næstu helgi á eftir verða héraðsmót í Ólafsfirði og á
Dalvík, og verður tilhögun þeirra auglýst í næsta blaði.
1
Úskarsstöð hæst í söltun
Ungur maður skaddast á hendi
— Á þessu ári, segir Jón, —
hefur. verið úthlutað 69 lóðum
fyrir 76 íbúðir. Þar í eru a.m.k.
3 raðhúsalóðir með 5 íbúðum
hver, þar af tvær í Glerár-
hverfi. Flestar eru lóðirnar fyr-
ir einbýlishús við Norðurbyggð,
og þá við Einholt í Glerárhverfi,
en annars eru þær dreifðar víðs
vegar um bæinn. Þá eru enn í
■byggingu frá fyrri árum 34 íbúð
arhús með 43 íbúðum, þannig
að nú eru í byggingu 89 íbúðar-
hús með samtals 121 íbúð.
30 hús í Eyrarlandsholti.
— Þá ,eru nú fyrstu íbúðar-
húsin á Eyrarlandsholti í und-
irbúningi, heldur Jón áfram, —
við Álfabyggð og Suðurbyggð.
Eru þar um 30 einbýlishús, og
í því hverfi er reiknað með lóð
fyrir litla verzlun. Þá er gert
ráð fyrir reit, sem afmarkast af
þessufn tveim götum, þar sem
komið verði fyrir barnaleik-
velli.
Stórhýsi í smíðum.
— Er mikið um stórbygging-
ar?
— Auk raðhúsanna eru all-
mörg iðnaðar- og verzlunarhús,
BLAÐAMANNA-
VERKFALLINU
lauk í fyrradag, og komu dag-
blöðin á ný út í gær eftir hálfs
mánaðar hvíld. Launahækkun
verður 12%% hjá blaðamönn-
um, en auk þess urðu nokkrar
aðrar breytingar á fyrri samn-
ingi.
Lítið eða ekkert miðar í sam-
komulagsátt í verkfalli verk-
fræðinga.
KVÖLDVERÐUR
í kvöld í Sjálfstæðishúsinu '!
klukkan 7.30. Félagar fjöl-
mennið. ;
Vörður F. U. S. í;
svo og opinberar byggingar í
smíðum eða undirbúningi, og er
sumt af því stórbyggingar. Má
þar nefna Bókasafnshúsið
(Matthíasarbókhlöðu) á horni
Brekkugötu og Oddeyrargötu.
Er byrjað að grafa fyrir bygg-
ingunni, sem fullbúin á að
verða um 3 þús. rúmmetrar.
Þá er það bygging Efnagerðar
Akureyrar við enda Norður-
götu vestan Hjalteyrargötu, um
720 fermetrar, viðbygging við
Dúkaverksmiðjuna á Glerár-
eyrum, mikil bygging, verzlun-
arhús KEA á syðri brekkum,
á horni Hrafnagilsstrætis og
Byggðavegar, viðbygging við
Gagnfræðaskólann, sem grunn-
urinn var steyptur að í fyrra,
Yfirbyggingaverkstæði Gríms
Valdimarssonar o. fl. við Norð-
urgötu 55, bygging barnaskól-
ans við Víðivelli, annar áfangi
af þremur, og lögreglustöð
nyrzt við Þórunnarstræti. Þar
ÞRÁTT fyrir óstöðugt tíðarfar
hefur heyskapur gengið sæmi-
lega vel hér í Ólafsfirði. Veldur
mestu, að nú orðið hafa flestir
bændur sláttuvélar og önnur
fljótvirk heyvinnutæki og súg-
þurrkun næstum því á hverjum
bæ. Grasspretta er óvenjulega
góð. Víða er heyskap að mestu
lokið, nema að sumir bændur
slá eitthvað upp af túnum sín-
um og verka það þá yfirleitt í
vothey.
Hér er söltun orðin 11 þús.
tunnur, er skiptast þannig milli
stöðva: Auðbjörg h.f. 3200,
Jökull h.f. 3700 og Stígandi s.f.
4100. Talsvert magn hefur bor-
izt hingað af ufsa, en þó ekki
eins og unnt hefði verið að fá,
og veldur því hörgull á mönn-
um í landi til að verka hann.
Hraðfrystihúsið hefur að und-
anförnu unnið að stækkun og
ýmsum endurbótum á síldar- og
fiskimjölsverksmiðju sinni, og
er nú verið að slá upp fyrir
kjallara byggingarinnar. f hon-
um verður m. a. komið fyrir
fullkomnum jarðskjálftamæl-
um, og einnig verður þar bíla-
geymsla lögreglunnar og
kannske sjúkrabílsins. Þá er
verið að undirbúa byggingu
kjötvinnslustöðvar fyrir KEA
við SjávargÖtu. Verður það
mikil bygging, hluti af henni á
tveim hæðum.
fbúðarþörfin.
— Hvað myndir þú að lokum
vilja segja um árlega íbúðar-
aukningu með tilliti til vaxtar
bæjarins?
— Ég hygg, að lóðaúthlutun-
in á þessu ári fari nærri því að
fullnægja eðlilegri aukningar-
þörf, — segir Jón. — En það er
þá miðað við það, að ekki séu
svo og svo margar íbúðir rifnar
samtímis. En á þessu og s. 1.
arT hafa verið lagðar niður 11
íbúðir, flestar í húsunum Þirtg-
vallastræti 1 og Brekkugötu 2,
sem bæði voru rifin, og þá í
Brekkugötu 5 og Gránufélags-
götu 55. En sjálfsagt verður að
gera ráð fyrir nýjum íbúðum
í stað þeirra auk þeirrar aukn-
ingar, sem stafar af fólksfjölg-
un í bænum.
mun nánar verða sagt frá því
síðar.
í sumar hafa all-margir
skemmtiflokkar komið hingað
með leiki, hljómlist og söng,
S. M.
Raufarhöfn 14. ágúst. Heyskap-
ur gekk hér stirðlega framan af
sumri. Spretta var þó nokkuð
góð en litlir sem engir þurrkar.
En í lok júlí komu nokkrir góð-
ir þurrkdagar, og náðu þá flest-
ir bændur heyjum sínum með
góðri nýtingu.
Síldarverksmiðjan hefur tek-
ið á móti 119 þús. málum, og er
bræðslu lokið á því magni.
Nokkur hluti af lýsinu er þegar
farinn en mjög lítið af mjöli.
Saltaðar hafa verið um 72 þús.
tunnur. Er Óskarsstöð hæst í
söltun með rúml. 17 þús. tn.
Ekkert teljandi er farið héðan
af aðkomufólki nema nokkrar
síldarstúlkur, enda er vinna
allsstaðar mikil.
Skip afgreidd við nýja bryggju.
Hafnarframkvæmdum miðar
vel áfram, og er lokið fyrra
helmingi af nýju hafskipa-
bryggjunni, eða 50 metra kanti.
Voru fyrstu skipin afgreidd þar
í byrjun þessa mánaðar. Unnið
er áfram í hinum áfanganum og
(Framh. á bls. 7)
ÞRÍBURAFÆÐING
S. L. MÁNUDAG ól frú Kristín
Sigurðardóttir húsfreyja að
Nesi í Fnjóskadal tvö meybörn
og eitt sveinbarn í fæðingar-
deild Fjórðungssjúkrahússins
hér, alls 35 merkur að þyngd.
Áttu þau hjón, hún og Valtýr
Kristjánsson oddviti 5 börn fyr-
ir. Móður og bömum hefur
heilsazt vel.
ÚR SJALFSTÆÐISHÚSINU Á ODDEYRI. Myndin er tekin
kvöldið, sem veitingasalurmn var. fyrst opnaður. Þar hefur verið
góð aðsókn siðan. Ljósm. S. Bjamason.
Góður heyskapur í Ólafsfirði