Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1963, Blaðsíða 4

Íslendingur - 16.08.1963, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLANDMCJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern föstudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRAÐ. — Ritstjóri og ábyrgðar- maður: JAKOB ó. PÉTURSSON. Fjólugötu 1. sími 1375. Auglýsingar og afgreiðsla: BJÖRGVIN JÚLIUSSON, Helga-magra strœti 19, sími 2201. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 1354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.L, Akureyri. VIÐREISN ÁFRAM EINS og kunnugt er, leiddu alþingiskosningarnar í vor í Ijós, að viðreisnarstjórninni hafði aukizt fylgi, en það er eins- eða fádæmi um ríkisstjórn, sem setið hefur heilt kjör- tímabil samfleytt að valdum og orðið að gera miðlungi vin- sælar ráðstafanir til að fylgja fram stefnu sinni. Um þetta segir Frjáls verzlun (3. hefti 1963): „Úrslit alþingiskosninganna, sem fram fóru þann 9. júní s.l. tryggja, að áfram verður haldið umbóta- og viðreisnar- starfi ríkisstjórnarinnar. Því ber að fagna, enda vafasamt, að nokkur íslenzk ríkisstjórn hafi starfað með jafngóðum árangri og viðreisnarstjórnin, þjóðinni til heilla og hags- bóta. Nú mun haldið áfram þeirri stefnu, sem rekin hefur verið í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins. Ætti það-að verða mönnum hvatning til að ávaxta fé sitt í heilbrigðum atvinnurekstri og leiða til enn aukinnar uppbyggingar í at- vinnulífi landsmanna. Þeim sem við verzlun og viðskipti fást er það og ánægjuefni að tryggt skuli áframhald frjáls- ræðis í þessum starfsgreinum. Frelsi í verzlun og viðskiptum manna á milli hefur vissu- lega verið aukið til mikilla muna á undanförnum fjórum árum. Samt eru bein og óbein afskipti opinberra aðila af þessum málum enn of mikil. Ríki og bæjarfélög reka nú margs konar atvinnufyrirtæki, sem betur væru komin í hönd um einstaklinga og ber að stefna að því að svo verði fyrr en seinna. Hin stærstu fyrirtæki í eigu ríkisins eru betur komin í eigu almennings, og ber að stefna að því, að þau verði rekin í formi almenningshlutafélaga". Því verður ekki neitað, að hið aukna verzlunarfrelsi, sem viðreisnarstjórnin hefur beitt sér fyrir, hefur haft stórkost- leg áhrif. Aldrei hefur vöruúrvalið verið meira í verzlun- um, svo að nú er enginn tilneyddur að kaupa lélega vöru af því að’betri vara eða góð vara til sömu nota sé ekki til. En slíkt er einkenni á tímum verzlunarhafta. Þó er það ekki eingöngu vegna þessa, að fólkið vill að viðreisnarstjórnin fari áfram með völd. Undir það renna margar fleiri stoðir. SKIPULAG MIÐBÆJARINS EINS og skýrt var frá í síðasta blaði, efndi Akureyrarbær til hugmyndasamkeppni um skipan miðbæjarins á Akureyri í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins og hét glæsilegum pen- ingaverðlaunum fyrir beztu tillögurnar. Var þátttaka í samkeppninni svo góð, að eigi minna en 15 tillöguuppdrætt- ir bárust. I almennum upplýsingum til keppenda segir: „Samkeppnissvæðið er nálega 45 ha auk væntanlegra upp- fyllinga. Gera má ráð fyrir, að gamla höfnin verði að mestu lögð niður í núverandi formi, og hafnarkvíin jafnvel fyllt upp. Gert er, ráð fyrir, að farþega- og stykkjavöruafgreiðsla verði áfram innan Oddeyrartanga, og jafnvel bátageymslu- kví, en þungavöruafgreiðsla og fiskihöfn verði hinsvegar við togarabryggjuna. Ætlazt er til að gerðar séu tillögur að auknum hafnarmannvirkjum og nýtingu þess svæðis, sem fæst með uppfyllingu og tengingu þess við miðbæinn. Búast má við því, að Akureyri fái aukna þýðingu í framtíðinni sem umhleðsluhöfn fyrir Norðurland." Þá var óskað eftir tillögum um staðsetningu eftirtalinna mannvirkja: 1) Ráðhús Akureyrar, 2) Umferðamiðstöð fyr- ir langferðabíla, fyrir fólks- og vöruflutninga og leigubíla, 3) Leikhús, 4) Félagsheimili, 5)Kvikmyndahús, 6) Hótel, 7) Vörugeymsla og hafnarhús. f greinargerð dómnefndar segir, að hinar 15 innsendu til- lögur varpi á margan hátt „skýru ljósi á skipulagsmöguleika bæjarins“, og margar athyglisverðar tillögur komi þar fram um endurbyggingu og stækkun miðbæjarkjarnans, en þó sé það álit hennar, að „engin einstök tillaga í heild geti óbreytt myndað grundvöll að endanlegri skipulagningu samkeppn- issvæðisins.“ HÚSMÓÐIR í innbænum skrif- ar mér all-harðort bréf um lé- leg vörugæði í „sinni" verzlun. Fái hún þar ósjaldan „súran rjóma, súrt skyr, úldin egg, þráa matarolíu", er hún kaupi sem fyrsta flokks vöru, og þýði ekkert að reyna að endursenda hana. Verði hún af þessum ástæðum oft að taka sér fari með strætisvagni út á Ráðhústorg til að komast að almennilegri neyzluvöru. Þá telur hún vigtina í búðinni ekki sam- dóma eldhúsvigtinni sinni (en raunar mun ekkert opinbert eftir- lit liaft með eldhúsvogum), og loks telur hún sig fá betra ánnars flokks kjöt í kjötbúð, sem hún til- nefnir, en 1. flokks kjöt í sínum búðum. MARGT HEFUR verið rætt og ritað um gæðamat og gæði á neyzluvörum, og þá ekki sízt kjöti og kartöflum. Allir vita, að kjöt- ið er keypt af bændunum í ýnts- um verðflokkum, en í kaupfélágs- kjötbúðum virðist ekki vera um nema 1. flokk að ræða, er neyt- andinn vilf fá sér ódýrari bita. Ættu ]>ví verzlanir, sem selt geta kjiit á 2. flokks verði, að auglýsa það, svo að neytendur séu ekki neyddir til að greiða allt kjöt því verði, er úrvalsflokkar gera ráð fyrir. Þá eru það kartöflurnar. Þær eiga að seljast flokkaðar, en það rusl, sem verið er að selja sem „prima“ vöru, leggja menn sér ekki til rnunns erlendis, nema þar sem hungursneyð ríkir. Þær eru notaðar handa kúm og svínum. Eins er það algjör óhæfa, ef verzl- anir neyta að taka við skemmdri vöru, sem svo fljótt er skilað, að ekki leiki á tveim tungum um, að hún hafi verið skemmd, er hún var keypt í verzluninni. VEGNA ÞESSA og margs íleira, virðist timi til kominn, að stofnuð verði hér í bænum neyt- endasamtök, svo sem gert hefur verið í Reykjavík með góðum ár- angri. Fyrir slíkum félagsskap ættu húsmæðurnar helzt að gang- ast, því að bændur þeirra, sem gefnir eru fyrir góðan mat, snúa geiri sínum beint að þeirn, ef þeim er borinn skemmdur matur. Hvað sem um neytendasamtökin má segja og áhrif þeirra, þá eru þau þó mikilsvert aðhald um vöruvöndun framleiðenda, ekki sízt, jrar sem sala framleiðslunnar er nær einokuð, þ. e. samkeppnis- laus, svo sem gegnir hjá okkur um þýðingarmestu neyzluvöru al- mennings, þ. e. mjólkurvörur, kjötvörur, egg og garðávexti. Eg vona, að húsmóðirin, sem hóf máls á þessu, virði mér á betra veg, þótt ég birti ekki bréf henn- ar í heild (enda sennilega skrifað í nokkrum hita), en leggi stofnun neytendasamtaka lið sitt hér, sem ég efast ekki um, að hún vilji gera. NÝLEGA gaf danska blaðið Ak- tuelt, málgagn danskra sósial- demókrata, út sérstakt aukablað, sem einvörðungu var helgað ís- landi og íslenzkum málefnunt, og var þvert yfir forsíðu þess skýr, litprentaður uppdráttur af Is- landi. Þá var blaðið hlaðið aug- lýsingum frá íslenzkum fyrirtækj- um, svo sem samgöngufélagsskap í lofti og á legi, stærstu útflytjend- um, gististöðum o. s. frv. Forsíðu- greinin er viðtal við forseta Is- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, þar sem haft er eftir honum, að sambúð íslendinga og Dana í dag mætti vera öllum þjóðum heims fyrirmynd. Onnur viðtöl eru þar við framkvæmdastjóra flugfélag- anna og ýmsa fleiri og aragrúi ntynda. Allar greinar blaðsins anda frá sér velvild í garð íslands, og er það allt hin bezta landkynn- ing. EIN GREIN fjallar þar um lest- ur erlendra blaða á íslandi. Segir þIhkaseot ^flfCRÓFINNI • VÖRUGÆÐI OG VÖRUVAL • HVÍ EKKI NEYTENDA- SAMTÖK? • VINSAMLEGT „ÍSLANDS- BLAГ • MIKIL KAUP HÉR Á DÖNSKUM BLÖÐUM • LESIÐ „KVIÐUR“ lestur fornbókmennta, datt mér í hug, að benda líka á erlendar bækur af sama eða líkum toga. Sá sem les Njálu, Eglu og Grettlu, má ekki ganga fram hjá ])ví að lesa Hómerskviður (lllionskviðu og Ódysseifskviðu), í lausmálsþýð- ingu meistarans Sveinbjarnar Eg- ilssonar. Ég las þær eitt sinn báð- ar á einum mánuði, uppi í Gler- árgili, og hafði að aukastarfi dund, á öskuhaugum, sem voru þá, og eru alltaf til skanimar bæjar- stjórninni hér, þrátt fyrir það, að eintómir ágætismenn hafi alltaf skipað hana. Og er það merkilegt íyrirbæri: Ágætir meiin lifðu líka fall Rómaborgar, og — orsökuðu það. Kviður Hómers fást í útgáfu Menningarsjóðs, sem líka hefur gefið út Heimskringlu, Njálu og Eglu, ásamt séð um söl'u á ágætri útgáfu á Sturlungu. Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar gefur út ýmis helztu fornritin íslenzku í smábókabroti, að vísu nokkuð dýrar bækur, miðað við stærð. Fornritafélagið liefur gefið út lúxusútgáfu og er henni enn eigi lokið. Síðast en ekki sízt sér út- gáfan Norðri uni fornritaútgáfu í stórum stíl. Og ættu dagblaða- Jjreyttir lesendur að' hafa sam- band við þessa útgefendur, um heilsusamlegt lestrarefni. Kemur þá svo að lokurn, að höfuð standa upp úr hálsmáli á hverri persónu hérlendis — andlega skoðað, jafn- vel likamlega. S. D. Jrar, að 75% af erlendum blöðum og bókum, sem keypt eru og Iesin á Islandi, komi frá Danmörku. Þar seljist árlega 780 ])ús. diinsk blöð. Mest keyptu blöðin séu Hjemmet, Familic-Journalen og Anders And (Andrés Önd). Tvö hin fyrrtöldu hafi selzt í álika mörgum eintökum fyrir heims- styrjöldina síðari, en Andrés vað- ið uppi síðustu árin og unnið stórlega á. Alt for Damer og Fe- mina segir þar að seljist í um 2 þús. eintökum og Billedbladet og Se og Hiir í tæplega 1000 eintök- um hvort. En hin fjöllesnustu, fyrstnefndu í ca. 3 Jrús. eintökum hvert. Svo að lohum nokkrar línur frá S. D.: NÝLEGA var þess getið á öðr- um stað hér í blaðinu, að vegna ónógrar dagblaða-útkomu sökutn verkfalls blaðamanna, væri nú almennt farið að lesa fornbók- menntir. Þetta var gott að heyra. Og er vonandi að fornbók- menntalesturinn haldi áfram þótt dagblaðaruglið héfjist á ný, að verkfalli loknu, höfundum sínum til skammar og skaða. Væri rétt að bæta Jteirri ósk við vonina, þótt líkindi séu lítil á að rætist, að blaðamenn breyti um tón, að verkfalli loknu. Yrði Jrá kapítula- skipti í íslendingasögunni og ár- ið 1963 frægt, að öðru en slysum og hörmum, sem rædd hafa verið í blöðunum i smeðjulegum róm- skala, santhliða níðinu um lifandi fólk. Látið nú ermar standa frarn af höndum í því efni að ljúga, svíkja og stela mannorðinu af ná- unganum, dagblaðamenn góðir! Vinnið knattspyrnuna við vega- málayfirstjórn Akureyrarbæjar! — Og gefið íslenzkum íþróttamönn- um fordæmi um mýkt, hreyfingar- fegurð og drenglyndi. Virðist Jrað varla vanþörf. En Jregar ég hcyrði getið um Slæmar upp- skeruhorfur í Kelduhverfi Kílakoti 14. ágúst. Tíðarfar hef- ur verið hér óhagstætt og lang- varandi kuldar, sem valda því, m. a., að háarspretta er mjög lítil. Flestir hafa hirt fyrri-slátt- artöðu, en ekki getað byrjað síðari slátt fyrir grasleysi. Hins- vegar er úthagi mjög vel sprott inn, og hafa því sumir bændur tekið upp engjaheyskap á ný. Kartöfluspretta hefur verið mjög hæg vegna kuldanna, og fyrir fáum dögum féll kartöflu- gras hér í hverfinu, svo að uppskeruhorfur eru með lak- asta móti. Hér varð jarðhræringa vart hinn 8. þ. m., en þær voru mjög vægar. Bar meira á þeim í Axar firði og grennd, og munu þær hafa fundist þar nokkra daga á eftir. Hvergi ollu þær skaða. Björg Bjömsdóttir í Lóni varð fimmtug 9. ágúst, en hún hefur um langt skeið verið organisti í Garðs- og Skinna- staðarkirkjum. Var henni í til- efni dagsins haldið samsæti í Skúlagarði. Færðu kirkjukór- arnir henni gjafir, og margir fluttu ræður. í dag er skólastjóraþingið á Laugum á hringferð um Fjöll, Axarfjörð og Kelduhverfi, og hafa fulltrúar kaffisamdrykkju í Skúlagarði. B. Þ. 1 ÍSLENDIN GU®.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.