Íslendingur - 16.08.1963, Qupperneq 7
WjYJ 'JííZSm
1 ' — “
MESSAÐ verður í Akurevrar-
kirkju n.k. sunnudag. Séra
Benjamín Kristjánsson Lauga
landi prédikar. Sálmar: 535,
1 245, 144, 318, 678. Sóknar-
prestur.
Ekið á hlið. Á miðvikudagsnótt-
ina hefur bíll ekið á hlið-
stólpa í mæðiveikigirðingu
■ við Lónsbrú og brotið, án
þess að segja til óhappsins.
Eru þeir, sem kynnu að hafa
' orðið varir við þetta, beðnir
að gera lögreglunni eða varð-
manni við girðinguna, Stefáni
Steinþórssyni, aðvart.
Vegna ónákvæmrar frásagnar
um II verðlaun hugmynda-
| samkeppninnar í síðasta blaði,
1 skal tekið fram, að :þau hlutu
Helgi Hjálmarsson.cand. arch.
I Reykjavík og Haukur Vik-
torsson ,cand. arch. Akúreyri.
■SÖFNIN: Amtsbókasafnið er
opið: Útlán og lestrarsalur
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga kl. 4—7 e. h.
Matthíasarsafn opið á sunnu-
dögum 'frá kl. 1 — 3 e. h.
Náttúrugripasafnið (gengið
frá kirkjutröppunum) sunnu-
daga kl. 1—3 e. h.
Nonnasafnið í Nonnahúsi
1 sunnudaga kl. 2—4 e. h. (Auk
þess sem Nonnahús er opið
! eins og áður segir, geta ferða-
mannahópar fengið að skoða
: það á öðrum tímum, með því
að hringja í síma 1396 eða
1574).
•FRÁ Minjasafninu á Akureyri.
Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 1.30—4 e.h.
Sími safnsins er 1162, en sími
safnvarðar, Þórðar Friðbjarn-
arsonar, er 1272.
RAFHLÖÐUR
fyrir
gripagirðingar
ELEKTRO C0. H.F.
Sími 1158
á
Bændur athugið!
Höfum takmarkaðar
birgðir af
MAKRASÝRb
Fáum ekki fléiri sending-
ar á þessu sumri.
SAITSTEINN
KAUPFÉLAG
VERKAMANNA
kjörbúð
Sími 1075
(Framhald af blaðsíðu 2).
vinna. Hann aðstoðaði þá við
uppskurði á Sjúkrahúsinu, með
an heilsa hans leyfði. Og þeir
hafa litið með þökk og velþókn-
un á framhaldandi læknisstörf
hans, sem mörgum hafa líka
komið vel.
Síðustu missirin var hann oft
illa haldinn og lasinn. Honum
var ljóst að hverju fór. En jafn-
skjótt og líðan hans batnaði
hverju sinni, fór hanli allra
sinna ferða, sótti fundi og stund
aði starf sitt. Dauðann óttaðist
hann ekki. Þegar síðasta þrauta
kastið greip hann, settist hann
fram á rúmstokkinn og sagði
við ástvini sína, með fullri rænu
og geðró: „Þessu er að verða
lökið“. Augnábliki síðar var
hann látinn.
Og nú hljóma klukkur til
kveðju.
Bjöm Jósefsson kveður þetta
líf, ástvini sína og samferða-
menn, með þeirri ástúð og ljúf-
leik, sem sál hans var rík af.
Stórmikið eigum við honum
að þakka. Og við þökkum hon-
um, ástvinir hans og við öll hin.
Hve margir eru þeir, sem blessa
minningu hans og kveðja hann
sem „lækninn elskaða"!
Þegar .andlát hans bar að, rifj
aðist upp fyrir mér hugsun, sem
vaknaði hjá mér fyrir mörgum
árum, einmitt á samleiðinni.með
honum og við athugun á lífi
hans og starfi. í raun og veru .á
sú hugsun við alla lækna, en þó
helzt um þá, er lengi starfa —
og allt upp í hálfa öld —.
í ritningunni er lýst himn-
eskri sýn, sem hinn kunni
sálmur Brorsons er ortur um:
„Sjá þann hinn mikla flokk sem
fjöll.“
Mikill er sá flokkur, sá fjöldi
manna, sem læknir líknar og
græðir á langri starfsævi. Nógu
stór til að hylja.fjöll. ^ }
Ég hreyfði þessari hugsun
einu sinni, þegar safnazt var
heima hjá Birni á afmæli hans.
Ekki vildi hann undir þetta
taka. Hann bað mig að minnast
þess, hve margt sér hefði mis-
tekist, hve mörgum hann hefði
ekki getað hjálpað, hve mörg-
um hann hefði ekki getað bjarg
að frá ótímabærum dauða.
Frammi fyrir slíkri reynzlu var
hugur hans auðmjúkur og
hryggur. Eigi að síður finnst
mér, að þessi hugsun sé rétt og
eftirtektarverð — að fjalli líkur
sé sá flokkur, sem á þakkir að
gjalda þeim manni, sem læknað
hefir í hálfa öld.
Ollum ber oss að birtast f.yrir
dómstóli Krists, segir Ritning
vor. Það eru líkingarfull orð,
og þó án alls efa raunhæfrar
merkingar. Enginn kemur fyrir
þann dómstól með fullkomlega
hreinan -skjöld. ÍEn hver kemur
þar með brot sín svo mörg og
vanmátt sinn svo mikinn, að
hann eigi ekki :góðs að vænta,
þegar þúsundir og tugþúsundir
manna, kvenna ag barna, bera
honum vitni, uppréttum hönd-
um, um ástúðlega veitta líkn og
lækning?
í björtu trúartrausti horfum
við á eftir látnum lækni okkar
inn á hina huldu braut — og
felum upprisinn anda hans
eilífri elsku Gúðs Föður.
Hrakningar á Mý-
(Framhald af blaðsíðu 8)
inn í gang, og var síðan háldið
til byggða.
í sambandi við þessa hrakn-
inga vil ég minna á, að betur
þarf að merkja öræfavegi en
gert er. Vegur sá er þau villt-
ust á, liggur að Selfossi, sem er
nokkru ofar en Dettifoss. Eru
þarna víða hjólspcrr eftir bíla og
því erfitt að átta sig, ekki sízt
fyrir ókunnuga og það í þoku.
K. 5Þ.
FRÆÐSLU- HG KYNNINGARMGT
íSLENZKRA SKÓLASTJÓRA
hið fyrsta í röðinni, stendur
yfir þessa viku, og fer megin-
hluti þess fram að Laugum í
Reýkjadál. Er mótið það fjöl-
mennt, áð ekki er rúm fyrir
aðra gesti í gistihúsinu á Laug-
um, meðan á mótinu stendur.
Skólastjórafélag íslands, sem
stofnað var í 'fyrra, gengst fyrir
mótinu, en formaður þess er
Hans 'Jörgensen. Tveir erlendir
gestir sækja mótið, Ola Laukli,
fræðslustjóri í Drammen
Noregi, og er aðal-leiðb'einandi
mótsins, — og rektor Lindgren
frá Sigtuna í Svíþjóð. Mótið
hófst með guðþjónustu árdegis
á sunnudaginn, þar sem sr. Sig-
urður Stefánsson predikaði, en
eftir hádegið var mótið form-
lega sett, og voru þá flutt ávörp
og kveðjur. Þann dag fluttu og
erindi báðir hinir erlendu gest-
ir og Níels Dungal prófessor.
Aðrir fastir ræðumenn á mót-
inu eru: Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi, Guðmundur G.
Hagálín bókafulltrúi, dr. Broddi
Jóhannesson skólastjóri, Jónas
Pálsson sálfr., Óskar Halldórs-
son cand. mag., Heimir Áskels-
son háskólakennari og Jónas B.
Jónssorú'fræðslustjóri. .'
Á miðvikudaginh fóru móts-
fulltrúar í hringferð um Mý-
vatnssveit, Grímsstaði, Detti-
foss, Ásbyrgi um Tjörnes til
Húsavíkur og sátu þar kvöld-
verðarboð bæjarstjórnar, en um
kvöldið flutti Sigurjón Björns-
son sálfræðingur erindi í sam-
komuhúsi staðarins.
Á mánudag og þriðjudag var
mestu af mótstímanum varið til
námskeiðs hjá hr. Ola Laukli
um ýmsa þætti í starfi skóla-
stjórans, en á kvöldum 'voru
ýmis skemmtiatriði, svo sem
Þingeyingavaka, Vestfirðinga-
vaka og Kvennavaka, þar sem
flutt var ein ræða, síðan sung-
ið, lesið upp og kveðið.
í dag er aðalfundur félags-
ins haldinn, og í kvöld verður
lokafagnaður að Laugum með
kvöldvökusniði. Á morgun verð
ur haldið til Akureyrar með
viðkomu við Goðáfoss. Þá sitja
fulltrúarnir miðdegisverðarboð
menntamálaráðherra í 'Sjálf-
stæðishúsinu og kvöldverðar-
boð í boði baéjarstjórnar á sama
stáð. Þess í milli háfa þeir dag-
inn til frjálsrar ráðstöfunar.
TJm kvöldið verður Eyfirðinga-
váka í Sjálfstæðishúsinu, er
Eiríkur Sigurðsson stjórnar.
Verða það lok mótsins. Á þess-
ari síðustu vöku flytur Þórar-
inn Björnsson skólameistari
ræðu, Jóhann Konráðsson og
Smárakvartettinn syngja, Guð-
mundur Frímann les ljóð og
Einar Kristjánsson gamansögu.
Almennur söngur verður milli
atriða og dans að lokum.
Ekki verður sagt, að veður-
guðirnir hafi verið skólastjór-
unum hliðhollir, en sú er bót í
máli, að sjaldan þarf að kvarta
um kulda í þeim húsakynnum,
er mótið gisti.
Um 300 bílar á söluskrá.
Alls konar skipti mögu-
leg og greiðsluskilmálar.
Túngötu 2, -sími 1909
Tvo menn tekur út af síldar-
bátum og nást ekki :Guðfinn
Marelsson frá Reykjavik af
Erlingi VE 30 og Sigurð Krist-
jánsson frá Reykjavík af Jóni
Oddssyni GK 14.
'Unglingspiltur á Seyðisfirði bíð-
ur bana af rafstraumi frá bor-
vél, -er hann hélt á. Hét Ívar
Ivarsson, frá Raufarhöfn.
TóK ;4ra drengur, Björgvin Vil-
helm Kristjánsson, hrapar til
bana .í Vogastapa. Var fallhæð
um 25 metrar.
Átta ára stúlkubarn úr Reykja-
vik, Margrét Guðmundsdóttir
fellur af hestbaki austur í Flóa,
og andast af byltunni í sjúkra-
húsi skömmu síðar.
Fjórir Vestmannaeyjabátar
•teknir og kærðir fyrir landhelg-
isbrot.
Vísitala framfærslukostnaðar í
ágúst reynist 133 stig, og hefur
þar með hækkað um 1 -stig frá
júlímánúði.
GSKARSSTÖÐ HÆST
ámira
(Framhald af bls. 1.)
búið að aka að honum miklu
grjóti. Þó er ekki búizt við, að
hann verði fullgerður á þessu
ári.
Auk barnaskóla og félags-
heimilis eru nokkur íbúðarhús
í byggingu en miðar hægt
áfram vegna manneklu.
Hér inni hefur fjöldi skipa
legið undanfama daga vegna
veðurs, en í morgun fóru þau
öll út. Þó er enn bræla á mið-
unum og sáralítil veiði.
Það slys varð hér fyrir hádeg-
ið í dag, áð unglingspiltur,
Hjalti Hjaltason, lenti með fing-
ur í reimskífu á rafmagnsmótor
í verksmiðjunni. Skaddaðist
fingurinn .syo- illa, að Tryggvi
líelgáso'n1 vaí ■ kállaður hingað
til að fljúga með piltinn x
F j órðungss j úkr ahúsið.
■St. E. Sig.
BÚNAÐARSAMBAND EYJAFJARDAR
heldur
KJÖRMANNAFUNH
að Hótel KEA, Akiireyri; mánudagmn 19. þ. m.
Eundurinn hefst kl. 14.
STJÓRNIN.
UTGERRARMENN!
Til sölu er 20 smálesta bátur í ágætu standi. Báturinn
er með sem nýrri Caterpillarvél, ganghraði 10 til. 11
mílur. Línuveiðayfæri geta fylgt. — Upplýsingar gef-
ur Jón Guðmundsson, sími 1336. Hagstæð kjör ef
samið er strax.
ISLENDINGUR