Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1963, Page 8

Íslendingur - 16.08.1963, Page 8
Heytjón í Vopnafirði Sæmileg útkoma hjá saltendum Nýlega var 3ja tonna vélbáti hleypt af stokkunum hjá Kristjáni Nóa Kristjánssyni. Er hann með Sab-dieselvél, lúkar og búinn ýmsum tækjum, svo sem dýptarmæli. Eigendur bátsins eru lög- regluþjónamir Kjartan Sigurósson og Sigurður Eiríksson. Bátur- inn er nefndur SELÁ.. Ljósm.. K. Hjaltason. Frá knattspyrnukeppni ÍBA og ÍBK s. I. sunnudag um „fallsætið“ úr I. deild. Markmaður Keflvík- inga grípur knöttinn, en næstur honum er Kári Árnason IBA. Mikið fjölmenni fylgdist með leikn- um, svo sem myndin sýnir. Um úrslit hans getur á öðrum stað. Ljósm. Gunnl. P. Kristinsson. Eru Akureyringar að falla ofan í II. deild? Vopnafirði 13. ágúst. í dag er hér haugasjór og grátt af snjó ofan í mið fjöll. Síldarverksmiðjan hér hefur tekið á móti 56 þús. málum sem mun litlu meira en þriðjungur þess, sem hún hafði fengið á sama tíma í fyrra. Lýkur vinnslu þess, sem komið var, um hádegi í dag. Ekkert útlit fyrir veiði að svo stöddu á nein um miðum. Inni liggja 6 — 8 skip og bíða átekta. Afkoma er sæmilegri hjá saltendum en verksmiðjunni, en saltað hefur verið hér á 17. þús. tunnur á 4 söltunarstöðvum. Jökulleir í neyzluvatni. Búið er að leggja háspennu- línur að borholum fyrir neyzlu- vatni (sem áður hefur verið frá sagt í blaðinu), og er farið að dæla vatninu til hreinsunar. í því er nokkur jökulleir, og telja sérfræðingar, að taka muni um 3ja vikna dælingu að hreinsa leirinn, svo að vatnið verði hæft til neyzlu. Sumarið hefur verið skárra til landsins. Góðir þurrkar og bændur náð heyjum sæmilega verkuðum, en um mánaðamótin varð tjón á heyjum á nokkrum bæjum undir fjallasíðunni vegna roks, og munu hafa fok- ið 50 — 100 hestar sumstaðar. Nokkuð náðist þó saman aftur með ærinni vinnu. Sj. Gömul brú á ferðalagi í DAG verður að forfallalausu stödd hér í bænum gamla brú- in á Öxnadalsá. Er hún á leið- inni suður fjöll, og mun fara hinn nýja veg um Hólafjall. Leiðarendi er Kaldakvísl, en þar á að leggja hana yfir, en hún er 19 metra löng. Hjól eru sett undir brúna, en dráttar- vagn eða bíll dregur hana þessa fyrirhuguðu leið, sem er á 3. hundrað kílómetrar. Búizt var við, að lagt yrði upp i ferðina eftir hádegið í gær, samkv. upplýsingum Guðmund ar Benediktssonar yfirverk- stjóra, en Vegagerðin annast flutninginn. Bjóst hann við, að komið yrði til Akureyrar með brúna undir eða í morgun, ef allt gengi að óskum. Hér verður staldrað við og öll dráttartæki vandlega athuguð, áður en lagt verður á öræfin. vona, að kraftaverk geti gerzt, og dragið nú af ykkur slenið, strákar, þótt seint sé! G. Staðan í 1. deild: 1 u j t mork st. KR 8 5 1 2 20:13 11 Akranes 9 5 1 3 22:16 11 Fram 8 4 1 3 9:12 9 Valur. 8 3 2 3 16:17 8 Keflv.ÍBK 10 3 1 6 15:19 7 Akureyri 9 2 2 5 15:20 6 Reykjahlíðar, enda þurfti hún þegar að komast til Húsavíkur. Var búin að auglýsa komu sína þangað. Sagði hún farir sínar ekki sléttar og burthvarf sam- ferðamannsins. Brá Pétur í Reynihlíð skjótt við, fékk sér bíl og fór norður að leita, og fannst bíllinn skjótt. Einnig öku maðurinn, sem kominn var að bílnum. Hafði hann ekki getað komið honum í gang, vegna þess að rafgeymirinn var tæmd ur. Gekk greiðlega að draga bíl (Framh. á bls. 7) Þing í Hlíðarfjalli Aðalfundur Skógræktarfélags íslands befst þar í dag og lýkur sennilega á sunnudaginn Töpuðu 0:2 fyrir Keflavík sl. sunnudag ÞAÐ er nú að verða all-algengt að félög og stofnanir boði til funda í Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli, enda hefur það upp á rúm góðan og vistlegan fundarsal að S. L. SUNNUDAG léku Akur- eyringar næstsíðasta leik sinn í I. deildarkeppninni á þessu sumri og töpuðu fyrir Keflvík- ingum. Er þetta þriðji leikur- inn í röð, sem lið ÍBA tapar á heimavelli, og eru menn. mjög farnir að undrast, hvað valdi, því fyrr í sumar var frammistað an svo góð, að hinir bjartsýn- ustu gerðu sér jafnvel vonir um, að Akureyringar léku til úrslita um fyrsta sætið. Fram vann Akureyri 2:1 og Akranes 3:1 og frammistaðan nú í leiknum við Keflavík var slík, að Keflvíkingar verðskuld- uðu sigurinn fyllilega. Furðu- legt slen var yfir liði ÍBA. Það vantaði leikgleði og baráttu- vilja, elnkum í fyrri hálfleik. Ekki er það nægileg skýring, þó sumir leikmenn, eins og t. d. Skúli Ágústsson, gengju ekki heilir til leiks, og ekki heldur þó nokkrar breytingar væru gerðar á uppröðun liðsins, sem sízt virtust vera til bóta. Mjög snemma í fyrri hálfleik skoraði Rúnar Júlíusson fyrra mark Keflvíkinga úr þvögu rétt við mark ÍBA, og í síðari hálf- TOGARARNÍR HINN 5. ágúst landaði Hrímbak ur hér 160 tonnum, Svalbakur þ. 8. ág. 110 tonnum og Kald- bakur 12. — 13. ág. 233 tonnum. Aflinn er mestmegnis þorskur og karfi og fenginn á heima- miðum. Harðbakur er að koma úr klössun og fer senn á veiðar Sléttbakur hefur verið í höfn, en er nú undirbúinn til veiða. Afli togaranna á heimamið- um hefur verið öllu betri í sum ar en lengi áður. Erfitt hefur verið að fá fólk til vinnu í hrað- frystihúsi, Ú. A einkum karlm. leik skoraði svo Hólmbert Frið- jónsson, bæði mörkin óverjandi fyrir Einar. Nú þurfa Akureyringar að fá a. m. k. 1 stig í leiknum við KR til þess að vera ekki þá þegar fallnir ofan í II. deild, en eftir hinn ■ glæsilega sigur KR yfir Val s. 1. sunnudag (7:2) eru lík- urnar sannarlega ekki stórfeng- legar. Ert ennþá verðum við að bjóða. í dag verður aðalfundur Skógræktarfélags íslands settur þar, en síðan munu fulltrúar skoða Lystigarðinn og Gróðrar- stöðina. Á morgun mun verða hlé á fundi, meðan fulltrúar fara hringferð um Eyjafjörð, og verður þá væntanlega komið við í skógarreitum í Eyjafirði, svo sem Grundarskógi, Leyn- ingshólum, Vaðlaskógi og Garðs árskógi. Fleiri skógarreitir munu og verða skoðaðir. Fund- inum verður sennilega lokið á sunnudaginn. Hrakningar á Mývatnsfjöilum Björk í gær. Um síðustu helgi lentu tvær manneskjur í hrakn ingum austur á Mývatnsfjöll- um, Eiríkur Ketilsson heildsali í Reykjavík og frönsk kona, fegrunarsérfræðingur. Lögðu þau upp í bíl úr Mývatnssveit á sunnudag og ætluðu að Detti- fossi vestan Jökulsár. Fyrst er farinn þjóðvegurinn austur um 18 km. að Austari-Brekku, en þar þeygt til norðurs. Gekk ferðin vel langleiðina, þar til kom að vegamótum. Fór þá Eiríkur út úr bílnum og hugð- ist kanna leiðina. Gekk hann spölkorn frá, en sú franska sat kyr. Er Eiríkur hafði verið burtu um hríð skall á svört þoka, svo ekki sá út úr augun- um. Er konan hafði setið nokkra stund í bílnum og þeytt flautu bífreiðarinnar án þess að ökumaðurinn kæmi aftur, fór hún að gerast vondauf um end- urkomu hans. Skrifaði hún á miða og skildi eftir í bílnum og kvaðst halda til byggða veg þann, er þau höfðu komið. Segir ekki af ferðum hennar, þar til á mánudagsmorgun, að hún mætti bíl á þjóðveginum á austurleið um 10 kílómetra frá Reykjahlíð. Hafði hún þá verið á gangi alla nóttina. Sneri bif- reiðarstjórinn við með hana til ÍSLENDINGUR 49. ÁRG. . FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1963 . 31. TBL. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ, að upplag blaðs- ins liéfur á fám undanföm- um mánuðum aukizt um 50%. Er það nú sem áður eitt af fjöllesnustu vikublöð- um landsins og því hag- kvæmt að auglýsa í því.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.