Íslendingur


Íslendingur - 10.04.1964, Qupperneq 5

Íslendingur - 10.04.1964, Qupperneq 5
STÓRIÐJA Á ÍSLANDI (Framhald af blaðsíðu 2). raunsæið ofurliði við mat okkar á þessu vandamáli. Það er aug- ljós staðreynd, að án mikillar aðildar erlends fjármagns í ein- hverri mynd, getum við ekki gert nauðsynleg stórátök til hag nýtingar náttúruauðlinda lands- ins, og það er engan veginn víst, nema síður sé, að það væri efnahagslegu sjálfstæði okkar hættuminna að taka allt slíkt fjármagn að láni fremur en veita því beina eignaraðild að vissu marki. Það er líka mikill eðlismunur á því að veita er- lendu einkafjármagni frjálsar hendur, sem ég veit ekki neinn talsmann fyrir, eða veita tiltekn um erlendum aðilum afmörkuð réttindi til atvinnurekstrar eða eignaraðildar í ákveðnum fyrir- tækjum, en það er sú leið, sem talað hefir verið um að fara bæði í sambandi við kísilgúr- verksmiðjuna, aluminiumverk- smiðjuna og olíuhreinsunarstöð- ina, og yrði hin erlenda aðild að hverju þessara fyrirtækja með mismunandi hætti. Það er mikilvægt, :að sem við- tækust samstaða geti orðið um meginstefnuna varðandi erlent fjármagn í atvinnurekstri hér á landi. Þar sem svo stutt er lið- ið síðan þjóðin varð sjálfstæð, erum við af eðlilegum ástæðum viðkvæm fyrir öllu, er skert geti hið dýrmæta sjálfstæði. Þessi viðkvæmni má þó ekki ganga svo langt, að við sjáum draug í hverju horni, þegar minnst er á samstarf eða samn- inga við útlendinga. Nauðugir viljugir verðum við að eiga margvísleg skipti við aðrar þjóðir. Við björgum hvorki menningu okkar né efnahags- legu sjálfstæði með því að stinga höfði í sandinn eða hlaða um okkur Kínamúr, heldur með því að taka okkur einarðlega sæti í samfélagi þjóðanna, reyna aldrei að bjarga okkur á flótta undan vandamálunum, en reyna með skynsamlegum vinnubrögðum að afla okkur þeirrar viðurkenningar, að við séum þjóð, er þorum að horfast í augu við þá ábyrgð, sem sjálf- stæði fylgir, og kunnum að velja og hafna af raunsæi og hleypidómalaust. Vegna hins almenna ímugusts á erlendu peningavaldi, hafa því miður heilir stjórnmálaflokkar fallið í þá freistni að gera þetta viðkvæma og vandasama mál að áróðursmáli í kosningum. Er þar skemmst að minnast síð- ustu kosninga, er Framsóknar- flokkurinn hélt því fram, að stjórnarflokkarnir ætluðu sér að afhenda erlendum auðhring- um yfirráð yfir íslenzkum at- vinnuvegum, Hafði þó aldrei annað komið til tals í því sam- ÍSr ENDINGUR bandi en erlend aðild á sama hátt og forustumenn Framsókn- arflokksins áður höfðu beinlín- is gert sig að talsmönnum fyrir. Sem betur fer hefir þó Fram- sóknarflokkurinn aftur áttað sig, að kosningum loknum. Jafn vel ályktunin um virkjun Jök- ulsár á Fjöllum var látin hverfa af síðum Framsóknarblaðanna fyrir kosningar, af því að þar var beinlínis byggt á aðild er- lends fjármagns. Slíkur leikur með vandasöm stórmál er hættulegur. Um kommúnista þarf ekki að ræða, því að allir vita, að öll samvinna við vest- ræn ríki, hvort sem er á þessu sviði eða öðrum, er eitur í þeirra beinum. Kastar þó tólf- unum þegar það er talin ill sending fyrir Mývatnssveit að fá þangað stórfyrirtæki, aðeins af því að Hollendingar eiga lít- inn hlut í því til þess að tryggja markað fyrir framleiðslu verk- smiðjunnar, og íslendingar eiga að fá stærri eignai'hluta í sölu- fyrirtækinu í Hollandi. Gert ér ráð fyrir, að alumin- iumv-ei'ksmiðja og stórvirkjun kosti hvort um sig 10—12 hundr uð millj. kr. Er því hér um risa- fyrirtæki að ræða á íslenzkan mælikvarða. Er þetta miklu meira fé en hyggilegt væri að taka að láni, þótt við ættum þess kost, sem raunar eru eng- ar líkur til. Hefir þótt eðlileg- ast, að íslendingar ættu einir orkuverið, en erlendir aðilar ættu einir verksmiðjuna. Orku- sölusamningur yrði gerður til langs tíma við verksmiðjuna til þess að standa straum af stofn- kostnaði virkjunarinnai'. Án slíkrar tryggingar á raforku- sölu eru sára litlar líkur til, að alþjóðlegar peningastofnanir myndu vilja lána okkur fé til virkj unarinnar. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um það, hvað verður í sambandi við stórvirkjun eða aluminiumverksmiðju, en þetta tvennt verður væntanlega að fylgjast að, því að án alumin- iumverksmiðjunnar verður naumast ráðist í stórvirkjun. Virðist önnur stóriðja í sam- bandi við stórvirkjun ekki vera okkur heppilegri en aluminum- vinnsla. Þeir, sem hafa með höndum athuganir á öflun erlends fjár- magns til stóriðju og annarra framkvæmda hér á landi, munu fljótt komast að raun um, að það er reginmisskilningur, að við bæjardyr okkar bíði ein- hverjir auðmenn með gullpoka, bíðandi þess að við opnum bæjardyr okkar til þess að geta kæft okkur í gullflóði. Fjárfest- ing á íslandi er því miður alls ekki eins eftirsótt og við hyggj- um, og við erum alls ekki í þeirri hentugu aðstöðu að þurfa ekki annað en setja skilyrði, því að alltaf verði nógir um boðið. Fjármagn í heiminum er miklu minna en fjármagnsþörf- in, og það er því engin tilviljun, að frændur okkar Norðmenn réðu sinn heimskunnasta borg- ara, Tryggve Lie, til þess sér- staka verkefnis að laða erlent fjármagn til Noregs. STAÐSETNING STÓRIÐJU. Stói'iðjufyrirtæki eru aflgjafi margvíslegs annars atvinnu- reksturs. Geta því slík fyrir- tæki haft mikil áhrif á þróun byggðarinnar. í litlum þjóðfé- lögum er því ljós nauðsyn þess að dreifa stóriðjufyrirtækjum um landið svo sem við verður komið til þess að jafnvægi rask- ist ekki um of. Ályktunin um virkjun Dettifoss og stóriðju til nýtingar þeirri raforku byggðist á þessu eðlilega sjónarmiði. Þegar unnið er úr jarðefnum, sem finnast aðeins á afmörkuð- um svæðum, hljóta verksmiðj- urnar að verða staðsettar þar. Þannig varð sementsverksmiðj- an að vera við Faxaflóa og kís- ilgúrverksmiðja hlýtur af .sömu ástæðu að verða við Mývatn. Mun skjótt rísa þorp í sambandi við þá verksmiðju. Líklegt má telja að olíuhreinsunarstöð yrði reist í nánd við Reykjavík eða í Hvalfirði. Staðsetning aluminiumverk- smiðju er meira vafamál. Yrði Dettifoss valinn til fyrstu stór- virkjunar, yrði verksmiðjan sennilega staðsett við Eyjafjörð. Síðustu árin hafa mjög víð- tækar athuganir verið gerðar á virkjunai’skilyrðum bæði norð- anlands og sunnan. Hvað sem stóriðju leið, varð að kanna hagstæðustu úrræði til þess að leysa raforkuþörf orkuveitu- svæða Sogs og Laxár. Hafa því athuganir í senn verið miðaðar við minni virkjanir til þess að fullnægja almennri raforkuþörf þessara orkuveitusvæða og við stórvirkjanir í sambandi við hugsanlega stóriðju. Hafa fram farið ítarlegar rannsóknir á að- stöðu til stórvirkjunar bæði í Jökulsá og Þjórsá. Þótt við Norðlendingar höfum vonað, að Dettifoss yrði fyrir valinu til stórvirkjunar, getur naumast nokkrum í alvöru hafa dulizt það, að forsenda þess væri sú, að sú virkjun reyndist hagstæðust. Þúsund milljón króna virkjun er slíkt átak fyr- ir jafn fámenna og fjármagns- fátæka þjóð og íslendinga, að óhjákvæmilegt verður að velja hagstæðustu virkjunina, nema munur sé tiltölulega lítill. Meg- inhluta fjárins verðum við að reyna að fó að láni hjá Alþjóða- bankanum og hefir þegar kom- ið í ljós, að hann leggur mikla áherzlu á að fá staðfest, að hag- stæðasta virkjunin verði valin. Kemur hér einnig til greina, að fullerfitt mun reynast að fram- leiða raforku fyrir aluminium- verksmiðju við því verði, er aðrar þjóðir bjóða, t. d. Norð- menn. En þótt svo fari, að Búrfells- virkjun reynist það hagstæðari en Dettifossvirkjun, þarf það ekki að ráða endanlega úr- slitum um 'staðsetningu alum- iniumverksmiðjunnar. Að því verður að vinna næstu árin að tengja saman öll helztu orkuver landsins, og tæknilega mun auðið að leiða raforku eftir há- spennulínu yfir hálendið milli Norður- og Suðurlands. Hefir því verið tekinn til rækilegrar athugunar sá möguleiki að stað- setja aluminiumverksmiðjuna við Eyjafjörð, enda þótt virkjað verði viö Búrfell. Gæti jafn- framt komið til greina að sam- eina orkuverin við Sog og Laxá í eitt fyrirtæki, sem stæði að hinni nýju virkjun. Er Ijóst, að slík skipan mála myndi mjög líkleg til þess að greiða fyrir virkjun Dettifoss eða stórvirkj- un í Laxá, því að þá væri hægt að veita orkunni þaðan einnig inn á orkuveitusvæði núverandi Sogsvirkjunar. Niðurstöður þessara athugana liggja ekki fyrir, þegar þetta er ritað, en hér er um svo stórt hags- munamál Norðlendinga eigi síður en Sunnlendinga að ræða, að ég læt mér í léttu rúmi liggja aðdróttanir Framsóknarmál- gagnsins á Akureyri um það, að óhæfa sé af þingmanni Norður- landskjördæmis eystra að ljá sig í að vinna að þessum athug- unum. En þótt viðurkenna verði nauðsyn þess að velja hinar hag stæðustu leiðir, þegar um slík stórfyrirtæki er að ræða og auðveldari sé eftirleikurinn, þegar komið er yfir erfiðasta hjallann, þá verðum við að hafa í huga, að hið hagstæðasta fyrir einstök fyrirtæki þarf ekki ætíð að vera hagstæðast fyrir þjóðarheildina. Það er hætt við því, að æði oft sé tölulega hægt að sanna, að hagstæðast sé að staðsetja fyrirtæki í þéttbýl- inu, þar sem öll þjónustufyrir- tæki eru á næstu grösum og starfsskilyrðin því oft betri en í strjálbýli. Það verður einnig að viðurkenna, að stóratvinnu- rekstur krefst viss þéttbýlis. En það er jafn ljóst, að því fylg- ir mikil þjóðfélagsleg hætta, ef slíkt þéttbýli myndast á einum stað á landinu. Strjálbýlið eitt er vonlaust í samkeppni við þétt býlið og því verður að leggja áherzlu á það að efla þéttbýlis- stöðvar í öllum fjórðungum landsins, er geti myndað kjöl- festu minni þéttbýlisstöðva og strjálbýlis í nærliggjandi héröð- um. Þetta sjónarmið verður að hafa í huga við staðsetningu stóriðjufyrirtækja, sem ekki beinlínis hráefnis vegna verða að vera staðsett á ákveðnum stöðum. Og þetta er það sjónar- mið, sem veldur því, að ég tel brýna nauðsyn að athuga til hlýtar möguleika á staðsetningu aluminiumverksmiðju við Eyja- fjörð. LOKAORÐ. í sambandi við uppbyggingu stóriðju á íslandi eru ótal mörg vandamál, sem vel verður að íhuga. Erlendis eru ótal stór- iðjufyrirtæki, sem hafa tugþús- undir manna í þjónustu sinni. Það, sem er risastórt á mæli- kvarða íslenzks atvinnulífs, get- ur verið örsmátt á mælikvarða stórþjóða. Við verðum því að fara varlega og gæta þess að raska ekki um of núverandi at- vinnuháttum þjóðarinnar. Við verðum að gæta þess að nota okkar eigin mælikvarða bæði á fjármagn og stærð einstakra fyrirtækja, og þótt við eigum að vera ófeimnir að hagnýta á skynsamlegan hátt erlent fjár- magn, sem kann að vera í boði og sérfræðilega þekkingu, þá verðum við að tryggja það vel, að húsbóndavaldið í landinu sé örugglega í okkar eigin hönd- um. Hyggilega uppbyggð stóriðja verður ekki öðrum atvinnu- greinum þjóðarinnar fjötur um fót heldur getur hún orðið afl- vaki annarra atvinnugreina. Við megum hvorki láta flokkadi'ætti né hreppapólitík verða því til hindrunar að við hagnýtum okkur tækifæri til þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóð- ir og tryggja efnahagslegt ör- yggi þjóðarinnar. F élagsmálanámskeið Á VÉGUM verkalýðsfélaganna á Akureyri hefst námskeið um félagsmál n. k. laugardag kl. 15,30 í Alþýðuhúsinu. Aðalkenn ari námskeiðsins verður Jón Baldvin Hannibalsson hagfræð- ingur og verður lögð áherzla á kennslu í fundarstjórn, fundar- reglum, mælskulist og væntan- lega undirstöðuatriði bókhalds. Þá verða flutt á námskeiðinu þrjú erindi: Þórir Daníelsson ræðir um frumatriði vinnuhag- ræðingar og vinnurannsókna, Rósberg G. Snædal ræðir um einkarekstur og sameignar- stefnu og Jón Baldvin Hanni- balsson ræðir um starfshætti og skipulag verklýðshreyfingarinn- ar á Norðurlöndum. Reynt verður að stilla þátt- tökugjöldum mjög í hóf en væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa samband við Skrifstofu verkalýðsfélaganna, sími 1503 eða Skrifstofu Iðju, sími 1544, sem fyrst.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.