Íslendingur - 10.04.1964, Blaðsíða 8
Frá starfsfræðsludegi 1962. Alltaf var þröngin mest við borðið, þar sem upplýsingar voru gefnar
um flug og flugmál. — Ljósmynd: St. E. Sig.
Starfsfræðsla unglinga á sunnud. kemur
Leiðbeint verður í meira en 100 starfsgreinum
STARFSFRÆÐSLUDAGUR, hinn 4. í röðinni, verður haldinn í
Oddeyrarskólanum sunnudaginn 12. apríl kl. 2—4 e. h. Hefst liann
með opnunarathöfn kl. 13,30 í samkomusal skólans, þar sem for-
maður fræðsluráðs, Brynjólfur Sveinsson, flytur ávarp, og er leið-
beinendum dagsins sérstaklega boðið að vera þar viðstaddir. Að
lokinni starfsfræðslunni verða 4—5 iðnfyrirtæki opin til skoðunar,
kl. 3—5, (Hraðfrystihúsið, Gefjun, Iðunn, Oddi og Valbjörk). Þá
kemur Benedikt Gunnarsson listmálari hingað og kynnir Handíða-
og myndlistarskólann, svo og auglýsingateikningu, og Skúli Norð-
dahl arkitekt, er fræðir um byggingaverkfræði.
ISLENDINGUR
50. ÁRG. . FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1964 . 15. TBL.
Hótel Reynihlíð epiðum páskana
Fjörugur hreppsfunditr um sveitarmálefni
Björk, Mývatnssveit, 4. apríl. Enn er hér sama blessuð blíðan, og
hefur hitinn komizt upp í 11—12 stig á daginn. Er jörð farin að
grænka og byrjað að vinna á túnum.
Á VEGUM I.O.G.T.
Starfsfræðslan er hér nú sem
áður á vegum Æskulýðsheimilis
templara, og eru 5 menn í und-
irbúningsnefnd: Adolf Ingimars
son, Eiríkur Sigurðsson, Guð-
mundur Magnússon, Gústav Júl
íusson og Hörður Adolfsson.
Olafur Gunnarsson sálfræðing-
ur veitir nefndinni allan stuðn-
ing við að koma starfsfræðslu-
deginum í.framkvæmd, og m.
a. að því að reyna að fá hingað
sjóvarútvegssýningu þó, sem
haldin hefur verið í Reykjavík,
og sýnir kvikmyndir úr atvinnu
lífinu eftir starfsfræðsluna.
HVERJIR EIGA ERINDI?
Starfsfræðsla þessi er fyrst
og fremst ætluð unglingum á
aldrinúm 14—20 ára, eða á þeim
aldri er unglingurinn þarf
venjulegast að velja sér fram-
tíðarstarf. Börn innan við 12
ára aldur eiga ekki erindi þang
að, en hinsvegar er æskilegt,
að foreldrar hafi hönd í bagga
KVÖLDVERÐUR í
kvöld kl. 7,15 í Sjálfstæðishús-
inu (Litla sal). Félagar fjöl-
mennið.
VÖRDUR F.U.S.
með því, í hvaða starfsgrein
barnið leitar upplýsinga og
FEGRUN ARFÉL AG Akureyr-
ar efni til garðyrkjunámskeiðs
hér í bæ dagana 6.—8. þ. m. Á
mánudagskvöldið setti formað-
ur félagsins, Jón Kristjánsson;
námskeiðið með ávarpi, en Jón
Rögnvaldsson garðyrkjuráðu-
nautur ræddi um fyrirkomulag
skrúðgarða og lóða og sáningu
sumarblóma. Kristján Rögn-
valdsson sýndi litskuggamyndir
úr Lystigarðinum og fleiri görð-
um í bænum. Einnig frá íslend-
ingabyggð í Grænlandi.
Á þriðjudaginn ræddi Árni
Jónsson tilraunastjóri um eyð-
ingu illgresis og lýsti helztu
lyfjum, sem notuð eru til eyð-
ingarinnar. Þá sýndi hann
skuggamyndir af ýmsum til-
raunum í Tilraunastöð ííkisins
hér og skýrði þær. Að lokum
sýndi Björgvin Júníusson kvik-
HLjÓMAR SKEMMTA
HLJÓMSVEIT þessi leikur í
Sjálfstæðishúsinu á föstudags-
kvöldið, ásamt hljómsveit M. A.,
á dansleik í Laugarborg á laug-
ardag og á árshátíð K. A. á
sunnud. í Sjálfstæðishúsinu.
Það er knattspyrnufélag Ak-
ureyrar, sem fengið hefur
hljómsveitina Hljóma frá Kefla-
vík hingað norður.
fylgist jafnvel með þeim. Nem-
endur úr unglingaskólum í ná-
grenni bæjarins og yfirleitt
unglingar úr nærliggjandi
byggðarlögum eru að sjálfsögðu
velkomnir til að leita sér upp-
lýsinga um starfsval.
Á síðasta starfsfræðsludegi,
veturinn 1962, var leiðbeint í
96 starfsgreinum, en nú munu
þær verða yfir 100. Nefndin
tjáði blöðunum, að bæjarbúar
hefðu tekið því einkar vel að
leiðbeina unglingunum, hver í
sinni sérgrein.
mynd frá baðstöðum í Amer-
íku.
Síðasta kvöldið talaði Ólafur
Jónsson ráðunautur um mat-
jurtarækt og sýndi skuggamynd
ir úr matjurtagörðum. Bezt var
aðsókn fyrsta kvöldið. Væntan-
lega hefur þeim, er námskeiðið
sóttu, orðið það til nokkurs fróð
leiks og gagns.
RÚNINGUR.
Að undanförnu hafa nokkrir
bændur hér verið að klippa fé
sitt. Fyrir nokkru fékk Búnað-
arfélag sveitarinnar rafmagns-
klippur, og hefur lánað þær út.
Aðallega hafa menn þá rúið
gemlinga og veturgamlar ær.
Má gera ráð fyrir, ef þessi
klipping gefur góða raun, þá
verði ekki langt þess að bíða,
að bændur almennt fái sér
sjálfir þessi tæki, sem munu þá
verulega auðvelda mönnum
þetta starf. En eins -og kunnugt
er, hefur rúningur sauðfjár
oft verið erfiður og ekki heigl-
um hentur. \
SÓTT OG VARIZT.
Þann 2. þ. m. var haldinn hér
almennur hreppsfundur. Var
þar rætt um reikninga hrepps-
ins fyrir s.l. ár. Þess má geta,
að kostnaður við eyðingu refa
og minka varð yfir 90 þús. kr.
Af því endurgreiðir ríkið að
sjálfsögðu sinn hluta. Þá var
tekið fyrir framtíðarskipulag
Lestrarfélags Mývetninga. Enn-
fremui' mikið rætt um afrétta-
og fjallskilamál. Var fundur
þessi fjölmennur og umræður
fjörugar á köflum. Var þar
bæði hart sótt og vel varizt.
Á þessu ári er áformað að
hafizt verði handa með stækkun
þarnaskóla hreppsins, þ. e.
fleiri kennslustofur. Fleiri bygg
ingar eru ráðgerðar hér á kom-
anda sumri. í vetur hefur verið
unnið við prestseturshús á
Skútustöðum og íbúðarhús
Arnþórs Björnssonar hótelstj. í
Reynihlíð. Verður flutt í bæði
þessi hús á árinu.
Hjónasamkoma verður haldin.
í Skjólbrekku í kvöld. Er orðin
föst venja að halda slíkar
skemmtanir hér í sveitinni á
hvei'ju ári. Þykja þær fjörugar
og raunar ómissandi.
Sextugsafmæli átti 31. f. m.
Sigríður Sigurgeii'sdóttir Hellu-
vaði, ekkja Gísla Ái'nasonar, er
lézt á s.l. sumri.
I
MÆT KONA LÁTIN.
Nýlátin er Guði'ún Einars-
dóttir Reykjahlíð, tæpl. 88 ára.
Hún var gift Þoi-steini Jónssyni,
og bjuggu þau í Reykjahlíð all-
an sinn búskap. Þorsteinn er
látinn fyrir nokkrum árum.
Eignuðust þau fimm börn, og
(Framhald á blaðsíðu 7).
DALVÍKURHÖFN |
DÝPKUÐ 1
Dalvík, 8. apríl. Togskipið
Björgvin landaði hér í gær 40
smálestum. Hinir minni bátar
hér eru á netjaveiðum en afli
þeirra er hvei'fandi lítill.
Útlit er fyrir, að í sumar
verði hafin bygging 10 einbýlis-
húsa í Dalvíkurkauptúni.
Dýpkunarskipið Grettir er
væntanlegt hingað innan
skamms til að vinna að dýpkun
hafnarinnar. Óvíst ei', að aðrar
hafnarframkvæmdir verði hér í
sumai'. K. S.
ÍBÚÐARHÚSALÓÐIR
AUGLÝSTAR
BÆJARVÖLDIN auglýsa í dag
all-margar lóðii' xindir íbúðai'-
‘ . hús. Er þar um að ræða 14 ein-
býlishúsalóðir í Glerárhverfi og
16 tvíbýlishúsalóðir, þ. e. alls
30 lóðir fyrir 46 íbúðir. Tvíbýl-
ishúsalóðirnar eru 9 í Glerár-
hverfi en 7 við Þórunnarstræti
norðantil.
Síðar í sumar er ráðgert að
úthluta einbýlishúsalóðum vest-
an við Mýx-arveg.
S.U.S. OG VÖRÐUR -
F.U.S. Akureyri
EFNA TIL
helgarráðstefnu
í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli 18.—19. apríl um
efnahagsþrúun á Norðurlandi, þróunar-
svæði og stóriðju.
FRUMMÆLENDUR: JÓHANN IIAFSTEIN
iðnaðarmálaráðherra,
VALDIMAR KRISTINSSON
viðskiptafræðingur.
Ráðstefnan verður sett í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 18.
apríl kl. 2 e. h., og mu'nu frummælendur flytja þar sín
framsöguerindi. — Allt Sjálfstæðisfólk velkomið.
S.U.S. OG VÖRÐUR F.U.S.
2J
Garðyrkj unámskeið