Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1965, Blaðsíða 5

Íslendingur - 26.03.1965, Blaðsíða 5
(Framliald af blaðsíðu 8). liinum ýtarlegu áætlunum og samanburði Kn. Otterstedt raf- veitustjóra um tilhögun Laxár- virkjunar, en allar væru niður- stöðurnar á eina lund: Að ný- virkjun Laxár væri heppilegri en lina frá Búrfellsvirkjun og því hefði ekki verið hrundið á nokkurn hátt. Það væri stefna Akureyrar að halda sem mest við Laxá og það hefði engan veginn verið með gleði, sem stofnað var til þeirrar sam- vinnu, sem nú er um hana við ríkið. Því mundum við síðast af öllu óska eftir aðild að landsvirkjun, svo fremi sem annar kostur væri fær. Eins og sakir stæðu væri meginverk- efnið að tryggja Laxárvirkjun- arsvæðinu nægilegt rafmagn með beztu fáanlegum kjörum. Sagði hann, að nú ríkti meiri vilji en áður til þess að tengja Laxárvirkjunarsvæðið Austur- landi og jafnvel Norð-Vestur- landi, en ef það yrði gert, mundi það styrkja aðstöðu Lax- árvirkjunar gagnvart lands- virkjun síðar. Eins og sakir stæðu mundu tengsl við Aust- urland ekki verða á kostnað Laxárvirkjunar, en ef við yrð- um aðilar að landsvirkjuninni, yrði það á hennar kostnað, svo að það yrði greinilega óhag- stæðara. Þá kvað hann augljóst, að ekki yrði úr virkjun Laxár að svo stöddu, ef við gengjum strax í landsvirkjun, en kvað marga útreikninga liggja fyrir um það, að tenging við Búrfells virkjun væri ekki tímabær. Kvaðst hann því fylgjandi auk- inni Laxárvirkjun, en vildi hafa opið að gerast aðili síðar, þegar það væri tímabært. Það gæti orðið eftir 10 ár, og það gæti orðið seinna. Ingólfur Árnason (K) kvaðst alltaf hafa litið svo á málið, að stefna bæjarstjórnarinnar hefði verið mörkuð með ályktuninni 10. febrúar s.l. og kvað fljót- ræði að taka málið nú upp aft- ur, enda mundi bæjarstjórn halda fast við fyrri samþykktir sínar. LANDIÐ EIN HEILD. Arnþór Þorsteinsson (F) kvað stefnuna í rafmagnsmálunum þá, að gera landið í heild að einu virkjunarsvæði, en hag- LESSTOFA ísl.-ameríska félags ins, Geislagötu 5: Mánudaga og föstudaga lcl. 6—8, þriðju- 5daga og fimmtudaga kl. 7,30 —10, laugardaga kl. 4—7. kvæmara væri riú að halda sig við sjálf- stæða virkjun og þess vegna væri sín af- staða að Ak- ureyri frestaði því um sinn að gerast aðili að landsvirkjun. Tók hann undir með G. J., að það væri styrkur fyrir Akur- eyri að koma fram sem ein heild í þessu merka framtíðar- máli. ÓDÝRT RAFMAGN — HVAÐ- AN SEM ÞAÐ KEMUR. Jón G. Sólnes (S), forseti bæjarstjórnar, tók fram í upp- hafi máls síns, að hann væri ekki að túlka skoðanir Sjálf- stæðisflokksins heldur gerði grein fyi'ir sinni eigin afstöðu. Fyrir tæplega ári liefði sér vei'- ið sýnt uppkast að frumvarpi að landsvii-kjun, sem átti að hafa að meginstoðum ríki, Sogsvii'kjun og Laxárvirkjun, og við skjóta athugun hefði sér fundizt það að mörgu leyti að- gengilegt. Hann hefði verið að bíða eftir því, að bæjarstjórn fengi málið sent til formlegrar afgreiðslu, en slík tilmæli hefðu látið á sér standa. Hann kvaðst ekki líta svo á, að Akui'eyii hefði hafnað aðild að landsvirkj- un, þótt Laxái'- virkjunarstjórn hefði gert þá heppilegu ráð- stöfun fyrir Akureyri, að leita eftir lagaheimild til framhalds- virkjunar við Laxá, þar sem vel væri hugsanlegt, að fram- haldsvirkjun Laxár yi'ði fram- kvæmd á vegum landsvirkjun- ar. Upphaflega tillagan hefði svo mai'ga góða kosti og mögu- leika til að hafa áhrif á stór- kostlega hluti, að það væri ábyrgðarhluti að kasta henni fi-á sér, þar sem væri 8—10% eignahlutdeild, 2 af 15 í stjói-n, einn af 5 mönnum í fram- kvæmdaráði og ekki væri óeðli- legt, að annar fulltrúi í'íkisins yi'ði einnig frá Noi'ðurlandi. Hann tók fram, að hjá sér ríktu fyx-st og fremst kaupsýslu sjónai'mið. Sem Akureyringur, bæjarfullti-úi og neytandi legði hann höfuðáherzlu á að fá næga raforku með sambæri- legu beztu verði. Hvaðan það kæmi, væri ekkert trúaratriði fyrir sig. FYLGJAST MED FRÁ UPP- HAFI. Fjárhagslega yi'ði öll aðstaða léttari og á allan veg fram- kvæmanlegri undir slíkri stjórn sem landsvirkjun, sagði hann. ISLENDINGUR Með því yi'ði ríki og boi'gar- stjói'n Reykjavíkur beinir aðil- ar að framhaldsvii'kjun við Laxá, og þótt við velviljaða að- ila sé að eiga, mundi öll útveg- un fjái-magns verða þægilegi'i með þeim hætti. Af þeim sök- um er vai'hugavert að hafna að- ild að svo stöddu. Hið minnsta er, að við fáum að fylgjast að öllu leyti með umræðum til að geta metið sjálfir, hvort við viljum gerast aðilar nú þegar eða síðai'. Ég sé ekki, sagði hann, að það skaði nokkuð eðlilega, fjái'málalega leið, að stæi'stu virkjunaraðilarnir slái sér saman. Við verðum að tryggja okkur og umbjóðend- um okkar næga raforku með sanngjarnasta verði á hverjum tíma og þess vegna vil ég fylgj- ast með frá upphafi. NÝ LEIÐ. Árni Jónsson (S) sagði í upp- hafi máls síns, að eðlilegt hefði verið að leita eftir lagaheimild til framhaldsvirkjunar Laxár til að búa okk- ur undir fram- tíðina, en með því hefði engin afstaða verið tekin til lands- virkjunar. Síð- an ræddi hann rafmagnsmálin almennt og sagði m. a., að ódýi’- ast vii'tist næstu tíu árin að vii'kja með díselstöðvum. Ýmsir möguleikar opnuðust þó til virkjunar í Laxá, ef ríkisraf- veiturnar legðu línu til Austur- laixds, en ekki væri grundvöll- ur fyrir að Laxá gerði það á eigin kostnað, þar sem það væri of dýrt. Ég hefi litið svo á, sagði hann, að með stói-virkjun sé farið inn á nýja braut og stefnt að því að virkja þau fallvötn, sem gefa ódýrasta rafox-ku, öllum til hags bóta. Kvaðst hann því mjög hlynntur henni og tók undir með J. S., að sér þætti líklegt, að það væi'i óhyggilegt að taka ekki þátt í landsvii'kjun, ef úr henni yi'ði. Með því að stærstu aðilai'nir hér á landi stæðu saman, væri líklegt, að þeir gætu leyst mál- in af meiri hagsæld en hver út af fyrir sig. E. t. v. skipti ekki meginmáli, hvort við gerðumst aðilar strax eða síðar. Hitt væri frumskilyi'ði að fylgjast með málinu fi'á upphafi til að geta komið sjónarmiðum okkar fx’am. Eftii'leikurinn yi'ði ái'eið- anlega erfiðai'i, ef við fyndum einhvern agnúa síðai', sem þyi'fti lagfæi’ingar við. IIÖLDUM ÖLLUM DYRUM OPNUM. Gísli Jónsson (S) kvaðst verða að álykta, að fullur samkomu- lagsgrundvöllur væri 1 bæjai'- stjórn. Hann sagðist ekki sjá, að það væri nein knýjandi nauð syn að taka afstöðu til tnálsins að svo stöddu og benti á, að ef horfið væri fi'á því að leggja línu norðui', væri landsvirkjún meira oi'ðaleikur en sköpuð af raunhæfum aðstæðum, enda hlyti afstaðan að breytast eftir því, hvort línan væri ákveðiri eða ekki. Ekki væri enn ákveðið, hvort ráðizt yrði í Búrféllsvirkjun, svo að við vissum lítið; út í hvað við gengjum. Aðalatriðið væri, að við héldum. öllúm + •/> V' ■í '" möguleikum opnum og 'gætum orðið aðilar að landsvirkjun, þegar okkur þætti henta. Þá sagði hann stjóx’narfrum- vai-p væntanlegt um nývirkjun Laxár og kvaðst hafa ox-ð ráð- hei'ra fyrir því, að litið væri á hana af fulli'i vinsemd og hefði hann heitið fyrirgreiðslu og full um skilningi á útvegun láns- fjár. Bent hefði verið á, að það kynni að koma fram í fx-umvai'p inu, að ráð væri gert fyrir línu til Austurlands og Norð-Vest- urlands frá Laxá. Ég sé ekki betui', sagði hann, en þá standi BRÉF: Um daginn MIG minnir að það væri Jón Eyþói'sson jöklafræðingur, sem gaf þætti útvarpsins nafnið. Síð an eru liðin möi'g ár, því að skírnin átti sér stað á fyi'stu hér lendisárum broadcastings-upp- finningarinnai'. Sjálfur flutti Jón Eyþói-sson marga þætti um daginn og veginn. Og sakna ég þess, að hann er ekki lengur þar á vettvanginum. Svona getur pólitíkin farið illa með höfuðið á sumum, því Jón neitaði allri starfsemi fyi'ir stofnunina, þeg- ar flokksbi'æður hans misstu töglin, eða komu þeim ekki í hagldirnar. Mátti hann þó muna lagsbræðrum sínum illan grikk, þegar hann fékk ekki að koma alskeggjaður inn á Hótel KEA. Nú er síður að safna skeggi og allir borða kampasíðir hvar sem er! Og þau oi'ð sem sögð eru um daginn og veginn eru nú jafngóð frá loðinbörðum sem nauðrökuðum. Einn góðan veðui'dag nú fyrir skömmu, höfðum við íslending ar mætt dönskum manni á veg- inum. Hann talaði heima hjá sér, en noi-ska stórblaðið Aften- posten flutti fregnina, fi'á frétta ritai'a sínum í Kaupmannahöfn. Daninn sagði: „Vi danskere bui'de gi Island fjex-nsyn, sá kan vi beholde handskrifterne!“ Síð an taldi hann upp marga erfið- leika fyrir íslendinga á að eign ast sjónvai-p, bæði kostnað og uppsetningu. Þetta hélt hann að íslendingar mundu telja sér hag kvæm viðskipti. Hlaupa frá handritunum, en þiggja að gjöf fullkomna uppsetningu sjónvarps, sem næði um land allt. Mikið skal til mikils vinna, Laxáx-vii'kjun svo sterk af sér, að við þui-fum ekki fyrii-fram að sækjast eftir landsvirkjun. Ingólfur Árnason (K) lét í ljós mikinn ótta vrið landsvii'kj- un og taldi, að þá mundi ein- sýnt, að hér kæmi díselrafstöð. Að vísu yrði rafmagnsverð hið sama og í Reykjavík, en hins vegar óvíst, hvort við fengjum næga raforku. Sigurður Óli Brynjólfsson (F) benti á, að framkvæmdir við Laxárvirkjun yrðu geysilega mikils virði fyrir Norðui'land, en hins vegar væri ekki óeðli- legt þótt við fylgdumst með um í'æðum um landsvix-kjun, a. m. k. eitthvað framan af. Þegar hér var komið, var gert hlé á fundinum til að ná samkomulagi um ályktun bæj- ai'stjói'nar, er Steindór Stein- dórsson (A) mælti með og fyrr er getið. Gísli Jónsson (S) þakk aði nefndinni síðan fyrir þann samkomulagsvilja, er fram hafði kornið og kvaðst vænta þess, ao tiilagan hlyti sem víð- tækastan stuðning. segja Danir!! Islendingar segja það líka, en með þeirri mein- ingu orðanna, að handritin skuli lieim, en sjónvai'pið bíða. Þessa er hér getið aðeins til gamans. Við íslendingar eigum nefnilega góða vini í Danmöi'ku, sem hafa réttan skilning á handritamál- inu, ágæta menn. Þurfum því ekki að tala við þá landa þeirra, sem enn luma á eðli einokunar- tímanna. Nóg um það. Ollum hafís verri er hjai'tans ís, sem heltekur skyldunnar þor, — sagði Hannes Hafstein. Er gott að minnast þessara oi'ða, taka lærdóma þar af, um leið og gefinn er gaumur að ís raun- veruleikans við strendur lands ins. Það er vel gert af hafísn- um, að minna okkur af og til á skyldurnar, sem hjartans ís má ekki heltaka. Ef meira yrði af hafís við ísland á vorin en ver- ið hefur um ái-abil, gæti hof- móðurinn rokið úr okkur. Við högum okkur oftast núorð- ið, eins og við værum í'ómversk ir kóngar (Cesai's) syðst á ítal- íu-stígvélinu. Og ekki er það rétt, sem íslendingur sagði um daginn, að fimmtíu ár væru lið in síðan hafisinn minnti okkur seinast á skyldui-nar. Að vísu kom hafís 1915, og syntu þá jak arnir alla leið inn á Poll um miðjan júnímánuð. Á ég enn póstkort með mynd eftir Hall- gi'ím heit. myndasmið Einai'sson af júníjökunum það ái'. En það var síðast þrem árum síðar, frostaveturinn 1918 sem hafís- inn sýndi sig við norðurströnd lands vors. Af honum komu frostin miklu, og lagísinn á inn (Framhald á blaðsíðu 7). og veginn

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.