Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1965, Side 8

Íslendingur - 26.03.1965, Side 8
 s ■ í SRi-S2»?v2a» ' * *•&*<*:#í: ^ STERKUR 1S er nú kominn á Pollinn, og leika unglingar sér þar á skautum og sleðum, venjulegum reiðhjólum og þríhjólum. Á myndinni, sem tekin er af hafnarbakkanum sl. sunnu- dag, eru unglingarnir á hjólum. í baksýn Vaðlaskógur og Vaðlaheiði. Ljósm. S. S. Akureyri fylgist með midirbún- ingi landsvirkjunar Möguleika á aðild haldið opnum Á FUNDI bæjarstjórnar s.l. þriðjudag var samþykkt svohljóðandi ályktun með atkvæðum allra bæjarfulltrúa: „í framhaldi fyrri samþykktar sinnar um virkjun Laxár væntir bæjarstjóm Akureyrar þess, að í frumvarpi til laga um lands- virkjun, sem lagt yrði fyrir Alþingi, verði ákvæði um, að Laxár- virkjun geti gerzt aðili að landsvirkjun, þegar Akureyrarbær og stjóra Laxárvirkjunar æskja þess. Jafnframt æskir bæjarstjórn þess að fá að fylgjast með undir- búningi lagasetningar um landsvirkjun.“ ÞRÍR MÖGULEIKAR. Magnús Guðjónsson bæjarstj. fylgdi úr hlaði samþykkt bæj- arráðs, þar.sem lagt var til, að bæjarstjórn tæki afstöðu til að- ildar Akureyrar að væntanlegri landsvirkjun. Rakti hann að- draganda þessa máls og skýrði frá því, að samvinnunefnd um virkjunarmál, er skipuð er að- ilum frá Reykjavík, Akureyri og ríkisstjórn, hafi skilið álykt- un bæjarstjórnar 10. febrúar s.l. svo, að Akur- eyri hefði á kveðið að ger ast ekki aðil að landsvirkj un að sv stöddu, þa sem farið hefc verið fram i nauðsynlegar lagaheimildir til virkjunar Laxár, ef úr yrði, er bæjarstjóri kvað hæpna álykt- un. Síðan skýrði hann frá sam- HÖFRUNGAVAÐA FLÝR ÍSINN Þórshöfn í gær: Þistilfjörður er nú orðinn fullur af hafís til lands. Undan honum flúði stór höfrungavaða, og flutu höfrung- arnir upp gegnum krap eða þunnan ís uppi við land undan Sauðanesi. Náðust um 30 höfr- ungar upp á ísinn í dag, en nokkrir fleiri drepnir til að stytta þjáningar þeirra, en við j þessar aðstæður lá ekki annað j fyrir þeim en bíða dauða síns. i þykkt samvinnunefndarinnar, þar sem mælt er með því að beinar samningaviðræður verði teknar upp um Búrfellsvirkjun, ef yrði, milli Reykjavíkur og ríkisstjórnar. Ennfremur að Ak ureyri geti gerzt aðili að lands- virkjun síðar, ef henta þætti, og loks er mælt með því, að nauðsynlegar lagaheimildir verði veittar til virkjunar Lax- ár. Síðar gerði hánn grein fyrir frumvarpi er samið hafði verið á sínum tíma um landsvirkjun, þar sem m. a. var gert ráð fyr- ir, að Sogsvirkjun, Laxárvirkj- un og væntanlegri Búrfells- virkjun yrði slegið saman, en eignahlutföll yrðu 54—56% hjá ríki, 35—37 hjá Reykjavík og 8—10 hjá Akureyri. Stjórn hennar yrði skipuð 15 mönnum, 8 frá ríki, 5 frá Reykjavík og 2 frá Akureyri, — auk fimm manna framkvæmdastjórnar, 2 frá Reykjavík, 2 frá ríkinu og 1 frá Akurej'ri. Sagði hann, að þrír möguleik ar væru hér fyrir hendi fyrir Akureyri: 1. Að óska ekki aðildar. 2. Að óska aðildar. 3. Að óska ekki aðildar að svo stöddu, en halda þeim möguleika opnum, ef það þætti síðar henta. SAMSTAÐA UM MÁLIÐ. Gísli Jónsson (S) kvaðst ekki á þessu stigi mundu gera málið efnislega að umræðuefni, en lagði hins vegar áherzlu á, að nauðsynlegt væri að ná algjörri samstöðu um málið. Sagðist hann hafa orð- ið var við, að það hefði vak- ið athygli og á- huga, sem ekki væri nema eðlilegt. Það væri skemmst að segja, að þær raddir, sem heyrzt hefðu, væru sammála um efnisatriði málsins og því gerði hann það, að tillögu sinni, að fjórir bæjarfulltrúar, þeir Jón Sólnes, Stpindór Steindórsson, Stefán Reykjalín og Ingólfur Árnason, reyndu að ná heildarsamkomu- lagi, áður en málið yrði tekið til endanlegrar afgreiðslu, en hlé gert á fundinum á meðan. STYRKIR AÐSTÖÐU LAXARVIRKJUNAR. Sieindór Steindórsson (A) tók undir með G. J., að æski- legt væri að ná heildarsam- komulagi. Síðan veik hann að (Framhald á blaðsíðu 5). 5I.ARG. . FOSTUDAGUR 26. MARZ 1965 . 12. TBL. Hafísinn ógnar enn Siglufirði 25. marz. Hér hefur verið mikið frost, 13 gráður árla í morgun og 14 gráður í dag. Hins vegar hefur verið sæmilegt veður þessa daga, og sér til sól ar. — Eg var að tala við Erlend Magnússon bónda á Siglunesi í morgun og sagði hann, að norð ur af nesinu væri ísspöng, er ræki hratt til vesturs og enn- fremur nokkuð um lausa jaka nær. Hins vegar taldi hann vel fært skipum í björtu milli Siglu fjarðar og Eyjafjarðar. Togar- inn Hafliði kom hér inn um há- degi í dag með um 30 tonn fiskj- ar en þurfti að hætta veiðum vegna ísreks á miðunum, en hann var skammt norður af Siglunesi. S. F. Sauðárkróki 25. marz. Hér hefur verið lítið um ís síðustu dagana, en fyrir rúmri viku var allstór ísspöng norður af miðjum Skaga firði, sem nú hefur tvístrast. Nokkuð er þó um íshröngl með Reykjaströnd og Skaga. Sigling ar hafa ekki teppst að neinu verulegu leyti. Ólafsfirði 25. marz. Hér er heið skírt veður og mikið frost, en engan ís að sjá. Raufarhöfn 25. marz. ísinn mun nú orðinn landíastur við Hraun hafnartanga, að því er blaðinu var sagt frá Raufarhöfn í gær, og sér í mikinn ís skammt.und- (Framhald á blaðsíðu 4). ÍUh- Þeir dorga á öllum aldri ÞAÐ hefur verið tregt með fisk metið að undanförnu hér í bæ, og liggja til þess ýmsar ástæð- ur. Fyrst og fremst mjög léleg- Snarráð slúlka bjargar dreng frá drukknun S.L. MÁNUDAG var 3ja ára drengur, Bjarni Hallgrímsson Strandgötu 41, að leika sér á þríhjóli á ísnum framundan því húsi, er hann skyndilega hjól- aði út á svo veikan ís, að hann brast undan drengnum, og fór hann þegar í kaf. Þrettán ára frænka hans, Gíslína Benedikts dóttir Strandgötu 43, kom í sama bili út og sá hvað orðið var. Hafði hún engin umsvif en hljóp fram á ísinn, er brast undan fótum hennar við vök- ina. Náði sjórinn henni í mitti. Tókst henni að seilast til drengs ins og halda honum uppi, en skörin brast jafnan, er hún lyfti drengnum upp á hana. Annað náið skyldmenni drengs- ins, Ottó Snæbjörnsson, ók göt- una í þessum svifum og sá börnin í vökinni. Hljóp hann fram til þeirra, tók drenginn og hljóp með hann í hús hans. Varð börnunum ekkert meint af, þótt 10—12 stiga frost væri þenna dag, en drengurinn hafði sopið nokkuð á sjó. Hin snarráða stálka er nem- andi í GA og heíur mikið starf- að í skátahreyfingunni. ur fiskafli á Eyjafirði og yfir- leitt fyrir Norðurlandi, í öðru lagi eru trillubátar smábáta- eigenda innifrosnir í bátakvínni og í þriðja lagi hefur ágengni hafíssins gert það að verkum, að fiskimenn hafa ekki ýtt báti sínum úr vör, sem ella hefðu gert það. Fisk höfum við fengið sunnan frá Akranesi og eitt- hvað frá Húsavík, þá helzt rauðmaga, en þetta er ekki nema eins og „upp í nös á ketti“ fyrir svo stóran bæ, sem Akureyri er orðin. Síðan manngengur lagís kom á Pollinn, hafa nokkrir menn á öllum aldri gert sér til gamans að höggva göt á ísinn og fara á „dorg,“ og með því getað náð sjálfum sér í soðið, en engan uppgripaafla fá menn með þeirri veiðiaðferð. En eins og myndin sýnir, eru þeir ekki gamlir sumir, er dorgveiðina stunda. — Ljósmynd: Karl Hjaltason.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.