Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1965, Blaðsíða 4

Íslendingur - 25.06.1965, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern íöstudag. — Útgeíandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri og ábyrgðar- inaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 11375. Auglýsingar og afgreiðsla: BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími 12201. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Egilsstaiasamþykktir „FRJÁLS LJÓГ skýrir frá því nýlega, aÖ Sveinn á Egils- stöðum hafa borið fram á aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa, sennilega höldnum að Egilsstöðum, þótt þess sé ekki getið, nefndarályktun um dóm Hæstaréttar í máli bænda vegna „stofnlánasjóðsskattsins“, en þar með er átt við samþykkt Alþingis á eflingu landbúnaðarsjóða, með 1% skatti á fram leiðslu bænda og %% skatti af kaupum neytenda, sem þeir liafa aldrei gert að blaðamáli. Allir, sem með málum fylgjast á opinberum vettvangi, vita, að við tilkomu núverandi ríkisstjórnar voru sjóðir þeir, er styrkja áttu landbúnaðinn að þrotum komnir. Alþingi tók þá þann kost, að leggja nokkra kvöð á framleiðendur land- búnaðarafurða og þó jafnframt neytendur Jieirra til að efla þessa sjóði, og brugðust þá Framsóknarmenn reiðir við, enda höfðu þeir áður haft forgöngu um að skattleggja bænd ur til að koma upp 130 millj. kr. gistihúsi í Reykjavík fyrir erlenda ferðamenn, með hárgreiðslu- og rakarastofum, 3—4 vínbörum m.m. og hafa engar Egilsstaðasamjaykktir sézt þar um. Þess mun enginn minnast, að neytendur landbúnaðar- vara liaf i kvartað undan sínu álagi, í sambandi við stofnlána sjóðinn og virðist Jró eftir eðli málsins eðlilegt, að uppsteit liefði komið frá Jreim og þeir farið í mál út af skattinum fremur en Hermóður í Árnesi. Hvort Jrað heyrir undir sambandskaupfélögin í landinu að gera slíkar ályktanir, sem Sveinn bóndi á F.gilsstöðum hefur fengið samþykkta 8. júní, skal ekkert fullyrt um. Kannske er Kaupfélag Héraðsbúa aðeins framleiðendafyrirtæki og neytendur, sem greiða sín framlög í stofnlánasjóð landbún- aðarins nokkurnveginn til jafns við þá, hafi jrar engan full- trúa eða atkvæðisrétt. Það vitum við ekkert um. En Jressi nýútsprungna „Egilsstaðasamþykkt“ gefur í skyn, eða segir öllu heldur, að Hæstiréttur þjóðarinnar noti „hneykslanleg sýndarriik til að komast fram hjá ákvæðum stjórnarskrárinn ar um friðhelgi eignarréttarins . . .“ og „fundurinn telur al- varlega liorfa með réttarfarið í J)jóðfélaginu, ef trúnaðurinn við stjórnarskrána er ekki haldinn". Víst hefur það áður komið fyrir, að ráðizt hafi verið á Hæstarétt fyrir dóma hans, einkum á velmektarárum Fram- sóknarmanna í ríkisstjórn, en slíkar aðfarir að dóminum hafa aldrei fengið hljómgrunn, enda hafa til hans valizt menn, sem dæma eftir undangengnum málflutningi með lifiðsjón af íslenzkri löggjöf og Stjórnarskrá íslands, sem Sveinn á Egilsstöðum fær fulltrúa á einum kaupfélagsfundi til að samþykkja, að „trúnaðurinn við“ hafi ekki verið haldinn. En þetta er svo sem ekki eina „Egilsstaðasamþykktin“. Á dögum klíkustjórnar Framsóknar á blómaskeiði hennar fyrir hálfum mannsaldri eða meir, var kallaður saman fundur á Egilsstöðum, Jrar sem samjiykkt var, að ríkissjóður væri skuld laus! Og enn í vor koma verkalýðsfélög neðan af Fjörðum á fund að Egilsstöðum og mótmæla samþykkt um kaup og kjör, sem öll verkalýðsfélög á Norðurlandi höfðu gert með samþykki velflestra verkalýðsfélaga á Austurlandi. Og svo hafa þrjú verkalýðsfélög fyrir austan tekið upp stefnu héraðs höfðingjans, Sveins á Egilsstöðum, og auglýst sjálf sinn kaup taxta, sem gildir Jrað eitt, að síldarskipin sigla framhjá Jress- um stöðum, þar sem vinuveitendur yfirleitt munu ekki fall- ast á, að verkalýðsfélögin auglýsi sjálf einhverja taxta, eftir að búið er að eyða vinnu og tíma fjölda manna í að ná samn- ingum um kaup og kjör. V'era má, að miklu fleiri „F.gilsstaðasamþykktir" séu til, en hér verða ekki fleiri taldar. Við eigum góðar minning- ar um ÁSHILDARMÝRARSAMÞYKKT“ frá eldri tímum, en hinum erum við þegar búnir að fá nóg af. MÉR HEFUR borizt brcf um knattspyrniileik blaðamatina og leikara 17. júní, sem höt. telur lþróttasíðuna hafa neitað scr ttm birtingu á vegna Jjrengsla, og sé ég ekki ástæðu til að neita mann- inum unr að fá inni í Jjessum pistlum mínum. Og kemur hér bréfið: „EINN af helztu íþróttaviðburð- um á þjóðhátíðardaginn var knattspyrnukeppni blaðamanna og leikara, setn fram fór á íþrótta- leikvanginum í hagstæðu veðri. Dómarinn, Níels Halldórsson. hafði gleymt klukkunni heima, svo að ekki er fullvíst, hve lengi leikurinn stóð, en seinni hálfleik- ur var nokkuð lengri en hinri fvrri, en það gerði ekkert til, þar sem heita mátti blæjalogn. Dt'ttn- arinn sýndi talsverða röggsemi og vann sér í jressum leik óviður- kennd réttindi til aljjjóðadóm- aratignar og að verða heiðursfé- lagi í hinu gamla og gróna knatt- spyrnudómaralélagi bæjarins. I fyrri hálfleik gerðist fátt sögulegt. Marktækifæri voru hverfandi lá og nýttust ekki sem skyldi. Leik- urinn l'remur þófkenndur, og var eins og leikmenn væru eitthvað að jjrcifa fyrir sér, sem Jjó mis- tókst með öllu. í síðari hálfleiknum (jr. e. jjeim lengri) færðist nokkuð fjör í mannskapinn. Var ntjög hörð hríð halin að marki leikara, svo að Eggert markvörður varð að standa upp, en hann hafði setið lengst af fyrri hálfleik. A 2. mínútu hófu sóknarmenn blaðanna harða lotu, með frábærri sendingu Árna Hjarnarsonar yfir til Þorsteins Jónatanssonar, sem átti að leika á vinstri kanti (en leitaði of mik- ið til hægri), og jjaðan gekk knött- urinn milli Jreirra með innígrip- um Blöndals, Vilhjálms og Sverris Pálssonar allt upp undir mark- teig, scm cnclaði með hiirkuskoti Guttorms Bergs, sem var fjarver- andi, en Bragi Hjartarson tók að sér hlutverkið og var einn bezti maður vallarins, en jró er ég ekki alveg viss um, hver markið skor- aði, en það var áreiðanlega ein- hver úr sóknarliðinu. Þá liafði góð samvinna Tírnans og Vísis (Ingólfur og Sigurbjörn) sín áhrif, og munu báðir hafa verið rétt staðsettir. Vörn blaðamanna var lika vel upp byggð. Eftir „gróf mistök" Munkanna á Möðruvöllum hrökk boltinn út af, og dæmcli dómar- inn tvær samfelldar vítaspyrnur á mark blaðamanna. I>ar komu í Ijós hin teknisku grip markvarð- arins, Jakobs Ó., jrví hann varði báðar af mikilli fimi. Fór fyrra skotið 6 mctra ylir slá (sem mark- vörður nær ekki upp í), en hitt í stöng, og var Jrar að verki Oddur ráðhúsbyggingameistari. — Hefði hann skotið 5 tommum meir til hægri varð úr J>ví óverjandi mark. Aftasta vörnin í blaðamannalið- inu var sívinnandi, þeir Jón Samú- elsson, Gísli Jónsson og Jón OI sen og áttu erfiðan dag. 1 liði leikaranna voru ]>eir Kristján Kristjánsson og Jón Ingimarsson langsamlega ágeng- astir auk Oclds, sem áður er getið. Að öðru leyti var erfitt að gera upp á milli leikmanna, en J>að var ósköp gaman að sjá Kjartan og Jóhann í bakvörninni, j>essar gömlu knattspyrnustjörnur, sem settu allt á annan endann í gamla daga á knattspyrnuvellinum. Mér bíður í grun, að með 5 framan- nefndum leikurum og 6—7 beztu mönnum blaðamanna, megi koma upp liði, sem íslandsmeisturum vorum kvnni að stafa ógn af. Tvö mörk voru gerð í leiknum (ajjk eins ógilds vegna „rang- stöðu"), og skipti dómarinn j>eim á milli liðanna, svo að ]>au gætu skilið.jöfn og færu ekki að rífast. Áhorfendum ber að J>akka, að S»1hKA8«öT JÓttS‘G*0 F,NMI • LEIKUR ARSINS • NÝR ALÞJÓÐADÓMARI f KNATTSPYRNU • SAMRÆMING EINKUNN- ARSTIGA f SKÓLUM. ]>eir kiilluðu engin ókvæðisorð að liðinu, enda flestir farnir inn á Ráðhústorg, er leikurinn hófst eftir dúk og disk. Sem betur fer, urðu ekki alvarlegar meiðingar á liðsmönnum, enda hafði fyrirhug- aður læknir, Guðmundur Knut- sen, allt öðrum hniippum að hneppa, annað hvort við hinn „dýragarðinn", er starfaði sunnan við í[>róttasvæðið, eða kannske fjarverandi úr bænum. Leikmenn voru mjög samhuga í því að reka lappirnar frenuir í boltann en leggina eða fésið liver á öðrum, og mættu sumir ]>jálfaðri knalt- spyrnumenn nokkuð af j>ví læra. Þess má gela, að blaðamenn urðú að grípa til varamanna, en leik- arar ekki — þvi miður. Leikurinn mun ekki verða end- urtekinn, J>ótt Iiðin skilcht „jöfn“. Sjáandi. (Birt án ábyrgðar.) EG LAS nýlega í sunnanblaði, að hæsta einkunn á stúdents- prófi frá Verzlunarskóla Islands hefði verið 7.57, fyrsta ágætiseink- unn, en í flestum iiðrum skólum er 9.00 fyrsta ágætiseinkunn. Hvers vegna er einn og einn skóli að hanga í gamla Örsteds- kerfinu, j>egar flestir hafa tekið upp nýju stigagjiifina með 10 að hámarki? Ég tel sjálfsagt, að liig- gjafinn grípi hér inn í og sam- ræmi einkunnastiga allra skóla í landinu, engu síður cn skatt- og útsvarsstiga. LEIÐRÉTTING: í SÍÐASTA tbl. íslendings, þar sem sagt var frá því, að Ragnar Steinbergsson hefði hlotið rétt- indi til að flytja mál fyrir Hæsta rétti, slæddust inn tvær villur, sem hér leiðréttast. Ragnar Steinbergsson lauk stúdentsprófi frá M.A. 1947 og innritaðist þá um haustið í laga deild Háskólans. Hann lauk lög fræðiprófi 25. jan. 1952. Rétt- indi sem héraðsdómslögmaður hlaut hann í marz 1954, en 1958 hlaut hann réttindi til að vera sækjandi í opinberum málum í héraði. Ragnar er kvæntur Sigur- laugu Ingólfsdóttur Guðmunds- sonar Seyðfjörð og eiga þau þrjár dætur. Tillap um markaðsleitarsjóð ÁNÆGJULEGT er að sjá síld- arskipin sigla drekkhlaðin að landi, og mikil björg er svo færð í bú þjóðarinnar. Hitt er umhugsunarefni, hversu hið dýrmæta hráefni er lítt unnið, __áður en J>að er selt til útlanda. Má þó vera, að ekki sé svo saknæmt, meðan veiðin er yfr- in. Hugsum okkur hins vegar, að síldveiðin sé sáralítil. Þá er þeim mun brýnna að gera það litla, sem veiðist, að sem verðmestri útflutningsvöru, og kemur þar til svokölluð niðurlagning síld ar og niðursuða. Fyrirtæki þau sem þessu sinna, eiga nú við mikla örðugleika að etja, vegna þess hve markaður er ótraust- ur erlendis og sala stopul. Þá er það heldur andkannalegt að sjá hér á markaðnum erlendar sardínur, en það hefur þó sann fært mig um, að innlenda fram- leiðslan er meira en samkeppnis fær um verð og gæði. En aðalatriðið er þetta: Það þarf að verja miklu meira fé til markaðsleitar, auglýsinga og áróðurs erlendis, því að sam- keppnin á markaðnum er ákaf lega hörð og erfitt fyrir nýja aðila að ryðja sér þar til rúms. Þetta mikla fjármagn getur nið ursuðuiðnaðurinn sjálfur auð- vitað ekki látið í té, nema aS litlu leyti. Hér er um að ræða alþjóðar- hagsmuni, en ekki sízt hags- muni síldarútvegsins sjálfs. — Fyrir því er þeirri hugmynd komið hér á framfæri, hvort ekki sé rétt og tiltækt, þegar vel veiðist og skip hefur t.d. fengið 15 þúsund mál, að bæði útgerð og áhöfn greiði upp það- an vissan hluta af tekjum sín- um, segjum Vz—1% í MARK- AÐSLEITARSJÓÐ, svo og út- flytjendur síldarafurða sinn hluta, og mun svo nú í einhverj um mæli. Markaðsleitin þarf að vera sí felld og sleitulaus. Sérstaka erindreka þarf að hafa í förum, kynna vöruna og auglýsa, en slíkt er mjög dýrt, ef myndar- lega á að vinna. Vissulega hefur öll skattlagn ing sína ókosti, enda ærið af slíku fyrir, en hér er til svo mikils að vinna, að ég ætla, að hugmynd þessi sé ekki með öllu fráleit, og þess vænti ég, að þeir sem hér eiga hlut, mundu fúsir láta lítilræði af hendi rakna í þessu skyni, þegar af miklu væri að taka. Gísli Jónsson. ÍSLENDINGUl

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.