Íslendingur - 25.11.1965, Side 5
Jóliann Egilsson bankagjaldkcri í gjaldkerastúku Iðnaðarbankans
á Akureyri. Ljósm.: jíarl Hjaltason.
- íðnáðarbankiiin
Nýr bókaflokkur á vegum Almenna bókafél.
(Framhald af blaðsíðu 1.)
hafa tekizt til með ráðningu
starfsfólks að útibúinu, en þar
yrðu fyrst um sinn þrír starfs-
menn, Sigurður Ringsted útibús
stjóri, áður um 20 ára skeið
starfsmaður Landsbankaútibús-
ins á Akureyri og síðustu árin
aðalgjaldkeri, Jóhann Egilsson
póstfulltrúi, gjaldkeri útibúsins
og Guðrún Sigurðardóttir banka
mær.
Þá kvaddi Magnús E. Guð-
jónsson bæjarstjóri sér hljóðs,
bauð gestina að sunnan vel-
komna og þakkaði þeim fyrir
að hafa komið færandi hendi
norður yfir fjöll, og þar sem
Akureyri væri tiltölulega mest-
ur iðnaðarbær á landinu vonað-
ist hann til, að reynslan leiddi
í ljós, að stofnun útibúsins hér
væri þýðingarmikil og heilla-
vænlegt spor fyrir bæjarfélagið.
Enn fremur tóku til máls Vig-
fús Sigurðsson, forseti Lands-
sambands iðnaðarmanna, Gunn-
(Framhald af blaðsíðu 1.)
fyrir aldurs sakir. Annaðist þó
allt fram á síðasta æviár ýmsa
prestþjónustu, eigi sízt við út-
farir. Sr. Bjarni var prófastur í
Kjalarnesþingi árin 1932—38,
dómprófastur í Reykjavík 1945
—51 og vígslubiskup í Skálholts
stifti frá 1937 pg settur biskup
yfir íslandi um stutt skeið. Var
prófdómari í guðfræði við Há-
skóla íslands í hálfa öld og var
kjörinn heiðursborgari Reykja-
víkur árið 1961, hinn fyrsti og
eini, sem sú virðing hefur hlotn-
azt.
Kona sr. Bjarna var Áslaug
Ágústsdóttir, og lifir hún hann
auk þriggja barna þeirra hjóna.
Árið 1952 var hann í kjöri við
forsetakosningar og hlaut þá
45.5% atkvæða, og sýnir það
mikið traust og álit.
Sr. Bjarni var ástsæll og virt-
ur kennimaður og kirkjuhöfð-
ingi, ekki aðeins meðal safnað-
ar síns heldur um land allt. Oft
JSUEN2JINGUR
ar J. Friðriksson form. Iðnrek-
endafélags Islands, Sveinbjöm
Jónsson iðnrekandi, og af heima
mönnum Jón H. Þervaldsson,
fyrir hönd Iðnaðarmannafél. Ak
ureyrar, og Jóhann Ingimarsson
og Albert Sölvason af hálfu
iðnrekenda á Akureyri.
Þá þakkaði Sigurður Ringsted
útibússtjóri traust það, er hon-
um hefði verið sýnt með því að
ráða hann til þess að veita úti-
búinu forstöðu og las upp heilla
skeyti frá Jóhanni Hafstein iðn
aðarmálaráðherra og Verzlunar-
bankanum, en síðar bárust úti-
búinu og útibússtjóra fleiri
skeyti.
Strax við opnun útibúsins á
laugardaginn komu þar marg-
ir viðskiptavinir, flestir úr hópi
iðnrekenda og iðnaðarmanna.
Afgreioslutími bankaútibús-
ins er kl. 10—12 og 13.30—16.30,
en auk þess á föstudögum kl.
17—19. Lokað frá hádegi á laug-
ardögum.
átti sr. Bjarni þung spor heim
til kvenna í sókn sinni, er al-
varleg sjóslys höfðu orðið, enda
voru alvörustundirnar orðnar
margar á 84 æviárum. Þó var
hann gæddur ríku skopskyni, og
eru hnyttin tilsvör hans og at-
hugasemdir víða í minnum haft.
Með sr. Bjarna Jónssyni er
mikill kennimaður horfinn af
sviðinu, sem sjónarsviftir er að.
- STORF S. Þ.
(Framhald af blaðsíðu 8).
lögðu fundarmenn margar fyrir
spurnir , fyrir hann, er hann
leysti greiðlega úr.
Formaður Varðbergs, Hjört-
ur Eiríksson, ávarpaði fundinn
í upphafi og sleit honum með
þökkum fyrir fróðlega frásögn
og fræðslu Steindórs Steindórs-
sonar.
Var fundur þessi allur lær-
dómsríkur og félögum Varð-
bergs minnisstæður.
Á UNDANFÖRNUM árum hef-
ur Almenna bókafélagið gefið
út bókaflokkinn Lönd og þjóð-
ir, þar sem einstök lönd, íbúar
þeirra og landshættir, hafa ver-
ið kynntir íslenzkum lesendum
með aðgengilegum texta og
fjölda mynda. Hafa þessar bæk
ur verið gefnar út í samvinnu
við 12 bókaútgefendur í ýmsum
Evrópulöndum, en frumútgef-
andi bókanna er Time-Life.
Hefur þessi alþjóðlega sam-
vinna gert kleift að ráðast í
þessa útgáfu á íslenzku, en al-
þjcðleg útgáfusamvinna sem
þessi færist nú mjög í vöxt, þeg
ar um er að ræða vönduð verk
eða bókaflokka, sem einstökum
útgefendum mundi annars um
megn að gefa út í takmörkuðu
upplagi.
Nú þessa dagana er nýr bóka-
flokkur að hefja göngu sína hjá
Almenna bókafélaginu, og nefn
ist hann ALFRÆÐASAFN AB.
Þessar bækur eru gerðar með
sama hætti og Landabækurnar,
en eru þó stærri og efnismeiri
en þær, og farið inn á ný svið
og kynntar ýmsar greinar tækni
og vísinda. Eru allar þessar bæk
ur þannig úr garði gerðar að
hinn almenni lesandi geti haft
af þeim full not, og það jafnvel
þó verið sé að segja frá flókn-
ustu og nýjustu uppfinningum
nútímans.
Þessi nýbreytni, sem hófst
með útgáfu Landabókanna, hef
ur notið óvenjumikilla vin-
sælda, og er nú svo komið, að
þrátt fyrir að upplag þeirra hafi
verið stórt á mælikvarða ís-
lenzkra útgefenda þá eru 6 af
þeim 12 bókum um lönd og
þjóðir, sem út hafa komið þeg-
ar uppseldar og hinar á þrotum.
í hinum nýja bókaflokki, AL-
FRÆÐASAFNI AB, er fjallað
um vísindaleg og tæknileg efni.
Fjallar hver bók um afmarkað
svið, og einkum þau, þar sem
vísindaleg þekking hefur auk-
izt hvað mest á undanförnum
árum, en að sjálfsögðu er ekki
hægt að gera efni af þessu tagi
full skil án þess að jafnframt
sé gerð grein fyrir tengslum við
aðrar fræðigreinar og um þær
fjallað. Er með þessum bókum
stefnt að því, að gefa lesendum
nýja innsýn í þessa þekkingar-
heima á tímum þar sem hver ný
uppgötvun rekur áðra, og að
þeir fái jafnframt tækifæri til
að kynnast starfi og lífi vísinda-
manna sem vinna að þessum
mikilvægu verkefnum. Hefur
einmitt á þessum þekkingarsvið
um verið skortur á aðgengileg-
um ritum á íslenzku, þar sem
leikmönnum gæfist kostur á að
afla sér grundvallarþekkingar
um ýmis atriði, sem fyrir fáum
áratugum eða árum, voru al-
menningi þýðingarlítil og fjar-
læg, en hafa í dag sívaxandi
þýðingu fyrir hvert mannsbarn.
Er það ætlun AB, að AL-
FRÆÐASAFNIÐ bæti hér að
nokkru úr miklum skorti fræði
bóka og gefi íslenzkum lesend-
um tækifæri til að kynnast stór
stígum framförum á ýmsum
sviðum. Má ætla, að þessar bæk
ur séu sérstaklega fengur ungu
fólki, sem mun verða að hag-
nýta sér þessa auknu þekkingu
í sívaxandi mæli í framtíðinni.
Er þegar ráðið að gefa út 10
bækur í þessum bókaflokki og
verða tvær þær fyrstu á ís-
lenzkum bókamarkaði fyrir jól.
Eru það bækurnar FRUMAN
og MANNSLÍKAMINN.
FRUMAN er þýdd af dr.
Sturlu Friðrikssyni, jurtaerfða-
fræðingi. Gerir hún ýtarlega
grein fyrir frumunni, grund-
vallareiningu alls lífs á jörðinni.
Sagt er frá því, hvernig hún
starfar sem sjálfstæð eining, og
einnig hvernig hún með öðrum
frumum myndar vefi og líffæri
og verður hluti af því lífkerfi,
sem við nefnum plöntu eða lík-
ama. Nákvæm athugun á því,
hvernig frumui-nar afla sér nær
ingar, hvernig þeim fjölgar og
hvernig þær verjast árásum fel-
ur í sér hina vísindalegu við-
leitni til að lengja lífið og verj-
ast sjúkdómum.
MANNSLÍKAMINN er þýdd
af læknunum Guðjóni Jóhannes
syni og Páli V. G. Kolka. I þess-
ari bók getur lesandinn kannað
furður mannslíkamans. Hann
kynnist líffærunum, líffæra-
NÝLEGA hefur Bókaforlag
Odds Björnssonar sent 4 bækur
á markaðinn, en þær eru:
Sjúkrahússlæknirinn og Feðg-
arnir á Fremra-Núpi, hvort-
tveggja skáldsögur eftir Ingi-
björgu Sigurðardóttur, sem er
einhver frjóasti kvenrithöfund-
ur okkar í dag og slagar hátt
upp í Guðrúnu frá Lundi.
Þá er barnabók eftir Ingi-
björgu Jónsdóttur, Jóa Gunna,
(ævintýri litlu brúnu bjöllunn-
ar) og Adda í kaupavinnu eftir
Jennu og Hreiðar Stefánsson, í
2. útgáfu. Um margra ára skeið
voru þau
barnabókahöfund^r á landinu,
og seldust Öddubækurnar eftir
hendinni, sem kallað er. Nú hef
kerfum, beinagrindinni, skiln-
ingarvitunum, efnasamsetning-
unni og hvernig þetta allt vinn-
ur saman. Lesandinn kynnist
einnig lögmálum fjölgunarinn-
ar, og erfðanna og svar má finna
við því af hverju við erum ung
og verðum gömul.
Auk þessara tveggja bóka er
ákveðin útgáfa á eftirfarandi
bókum: KÖNNUN GEIMSINS,
M ANN SHU GURINN, VÍS-
INDAMAÐURINN, VEÐUR,
HREYSTI OG SJÚKDÓMAR,
STÆRÐFRÆÐIN, EFNIÐ,
FLUGIÐ.
Hverri bók fylgir ýtarleg
atriðaorðaskrá til að auðvelda
uppflettingu á einstökum atrið-
um.
Ritstjóri hinnar íslenzku út-
gáfu Alfræðasafnsins er Jón Ey-
þórsson, veðurfræðingur.
HÚN ANTÓNÍA MÍN
Almenna bókafélagið hefur
sent frá sér skáldsöguna Hún
Antónía mín og er það septem-
berbók félagsins.
Hún Antónía mín eftir banda-
rísku skáldkonuna Willa Cather
kom fyrst út árið 1918 og vakti
þá þegar mikla athygli, og var
á næstu árum þýdd á fjölmörg
tungumál. Á síðari árum hefur
hún verið endurútgefin í fjölda
landa og öðlast sess meðal
klassiskra skáldsagna — en
kemur nú út í fyrsta sinni í ís-
lenzkri útgáfu.
Viðfangsefni Willa Cather í
þessari bók er saga landnem-
anna í Nebraskaríki í Banda-
ríkjunum, barátta þeirra sigrar
og sorgir. Skeður sagan laust
fyrir síðustu aldamót, einmitt á
svipuðum tíma og fjöldi íslend-
inga flytzt búferlum vestur um
haf. Sögupersónurnar eru inn-
flytjendur frá Norðurlöndum og
frá Bæheimi í Tékkóslóvakíu.
ur BOB gefið út 5 þessara Öddu
bóka í 2. útgáfu, og má líklegt
telja, að allar Öddubækurnar
verði endurprentaðar.
HEIMA ER BEZT,
nóv. 1965. -t- Aðalgreinin er um
Jón Sigurðsson í Yztafelli og
ættir hans eftir Karl Kristjáns-
son alþm. Af öðru efni má
nefna: Fuglaveiðar Mýrdæl-
inga, Gulnuð blöð frá Hawai,
Hjónin á Hærukollsnesi, Afríka
(meginland í fæðingu), Mennta
setur í strjálbýlinu (Laugar-
vatnsskóli), framhaldssagan
stjóragrein er um samstarf þjóð
anna og forsíðumynd af Jóni í
Yztafelli.
- Bjarni Jónsson vígslubiskup látinn
| BÆKUR OG RIT |
• •'(111111111111 iii ii ii iiiimiiiiiimiiiiin iiiiiiuiiiiii,„,iiiiti«i,»iiiin,ii,,,,„,*
FJÓRAR BÆKUR FRÁ BOB
hjónin vinsælustu hennar Ingibjargar o. fl. Rit-