Íslendingur


Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 8

Íslendingur - 25.11.1965, Blaðsíða 8
Landsprófsdeild miðskólans á Blönduósi í heimsókn á Akureyri. Skólastjórinn í aftari röð lengst til vinstri. Ljósm.: Karl Hjaltason. Skólaheimsókn í skammdeginu Mikil aðsókn að miðskóladeild á Blönduósi Á LAUGARDAGINN var leit Þorsteinn Matthíasson skólastjóri á Biönduósi inn í skrifstofu blaðsins, og í för með honum voru þrír piltar og þrjár stúlkur úr landsprófsdeildinni þar, myndarlegir unglingar og vel klæddir. KENNARASKORTUR SEM VÍÐAR Hvernig búið þið með kennaralið? (Framh. á bls. 2.) 51.ÁRG. . FIMMTUDAGUR 25. NOV. 1965 . 41. TBL. Vakfavinna hefsf í Strákavegi Siglufirði 23. nóv. SAMKOMULAG hefur náðzt milli Efrafalls h.f., verktaka við Strákaveg, og. verklýðsfélagsins Þi'óttar um vaktavinnu í vegin- um, en hingað til hefur verið unnið við jarðgöngin á einni vakt. Munu því afköstin við það verk tvöfaldast eða meira. Göngin eru nú orðin á 2. hundr að metra löng, en verða um 800 metrar. Ekki er enn ákveðið, hvort þau verða tvíbreið, þannig að bílar geti mætzt í þeim. Tunnuverksmiðjan tók til starfa eftir éndurbygginguna 10. (Framhald á blaðsíðu 2.) Eingöngu heimamenn við bræBslu Raufarhöfn 23. nóv. vegna vatnsskorts, sem úr tókst HÉR hefur verið nær samfelld bræðsla í verksmiðjunni á 3. viku, en þar sem aðkomumenn voru farnir, er hún hófst að nýju, vinna eingöngu heima- m^nn við hana. Hlé varð á bræðslunni einn dag eða svo Við spyrjum Þorstein um ferð ir þeirra, og kveðst hann hafa komíð með landsprófsdeildina hingað til að sýna henni Akur- eyri, en 8 af 20 unglinga hópi þar hefði sótt um skólavist í Menntaskólanum á Akureyri, ef landsprófið að vori tækist, sem þau hefðu öll fullan hug á. Hefði þá eitt af erindunum ver- ið að skoða menntaskólann og vistarverur hans í bænum, auk þess sem þau hefðu heimsótt mörg iðnfyrirtæki, og í kvöld ætti að sjá Skrúðsbóndann. í deildinni væru 20 nemendur af Blönduósi og næstu héruðum, og hefðu 19 þeirra getað tekið þátt í ferðinni. ÞRENGSLIN MESTA VANDA- MÁLIÐ — Hve marga nemendur haf- ið þið á Blönduósi, og hvað líð- ur húsnæði og kennarakosti? Innbrot og skemmdar- verk upplýst LÖGREGLUNNI hefur tekizt að hafa uppi á þeim, er brutust inn í Efnagerðina Flóru, Kaup- félag verkamanna, Slippstöðina og nokkra báta í höfninni (að undanteknum þjófnaði úr póst- bátnum), og voru þar að verki samtals sex unglingspiltar. Nokkrir þeirra hafa einnig ját- að á sig skemmdarverk þau, sem unnin voru á stöðumælum bifreiða í miðbænum nótt eina fyrir skömmu. — í barnaskólanum eru 100 börn og 60 í miðskólanum, þar af 20 í landsprófsdeild. Skólinn er löngu búinn að sprengja utan af sér húsrýmið, og höfum við orðið að una þeim kosti að vera í fundaherbergjum félagheimil- isins með nokkuð af hópnum 3 undanfarin ár. Aðsókn að mið- skóladeildinni er mjög mikil, enda getur Reykjaskóli í Hrúta- firði ekki tekið nálægt því öll húnvetnsk börn, sem um skóla- vist sækja. í byggingamálum skólans hefur ekkert gerzt enn, þótt að vísu sé lítilsháttar fjár- veiting á fjárlögum til hennar. En aukið skólahúsnæði er mest aðkallandi mál í opinberum framkvæmdum á Blönduósi. Kirkjuafmælis háfíðlega minnzf SLi. SUNNUDAG var hátíðar- guðsþjónusta í Akureyrarkirkju í tilefni af því, að fám dögum áður voru 25 ár liðin frá því að hin nýja kirkjubygging var vígð. Var fjölmennt við þá at- höfn. Sr. Pétur Sigurgeirsson flutti predikun, sr. Birgir Snæ- bjömsson þjónaði fyrir altari og sr. Benjamin Kristjánsson prófastur flutti þætti úr sögu kirkju á Akureyri. Kirkjukór inn söng, og Jakob Tryggvason lék á orgelið. Bæjarstjórn Akureyrar sendi kirkjunni fagra blómaköríu og biskup íslands ámaðaróskir. Þá barst svohljóðandi kveðja frá frú Áslaugu og sr. Bjarna Jóns- syni vígslubiskupi: „DYRÐ DROTTINS FYLLI HELGI- DÓMINN“. Kveðjan barst um sama leyti og andlátsfregn sr. Bjarna, og um leið og þessi fagra kveðja var þökkuð, risu kirkjugestir úr sætum til virð- ingar við minningu hins látna kirkjuhöfðingja. Viðstaddir hátíðarguðsþjón- ustuna voru sr. Sigurður Stefáns son vígslubiskup og sr. Stefán V. Snævarr. Að lokinni guðsþjónustu bauð kvenfélag Akureyrarkirkju kirkjugestum til kaffidrykkju (Framhald á blaðsíðu 2). að bæta með því að tengja sam- an leiðslur. Yfirleitt er nægi- legt vatn hér, eftir að borað var eftir því. Töfin varð nokkru lengri af þeim sökum, að síld fraus á færiböndum, og því ekki unnt að hefja bræðsluna fyrri en böndin höfðu verið hreinsuð. í gær komu hingað nokkur síldarskip að austan, og eru þrær því mikið til fullar á ný. Heilsufar er hér gott, sem betur fer, þar sem Kópaskers- og Raufarhafnarhérað verða að láta sér einn lækni nægja sam- eiginlega, en hann situr á Kópa skeri. Rjúpnaveiði var talsvert stunduð framan af vetri og þá með góðum árangri, en síðan bræðsla á síld hófst aftur, varð að kalla rjúpnaskytturnar til starfa í verksmiðjunni. Hér hefur verið góð tíð und- anfarið, en gert snjóföl síðustu dagana, sem þó er ekki til traf- ala á láglendi, og eru allar sam- göngur í grendinni greiðfærar. Sn. Kynning á störfum S. Þ. VARÐBERG, félag áhuga- manna um vestræna samvinnu hér í bæ, hélt sl. sunnudag kvöldverðarfund í litla sal Sjálfstæðishússins, og mættu þar um 30 félagar. Aðalefni fúndarins var frá- sijgn Steihdórs Steindórssonar yfirkennara frá allsherjarþingi S. Þ., er hann sat sem einn af fulltrúum íslands nokkrar und- anfarnar vikur. Af frásögn Steindórs urðu fé- lagsmenn mikils fróðari um starfshætti allsherjarþingsins og þau mál, er helzt koma til kasta þar, svo sem mannréttindamál, félagsmál og kynþáttamál, sem sú nefnd fjallaði einkum um, er STéindór átti sæti í, og er köll- uð „þriðja nefndin". Bar kyn- þáttavandamálið þar einna hæst. Einn helzti merkisviðburður- inn á starfstíma Steindórs á þinginu var heimsókn Páls páfa þangað, þar sem hann m. a. átti vinsamleg orðaskipti við Gromy kov hinn rússneska og talaði einnig nokkur orð við Hannes Kjartansson, sendiherra íslands í Washington og hjá S. Þ., og lét páfinn í því stutta viðíali í Ijós áhuga sinn fyrir íslandi. Að erindi Steindórs loknu (Framhald á blaðsíðu 5.) Frá kirkjuafmælinu sl. sunnudag. í því tóku 5 prestar þátt. Talið frá vinstri: Sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Sigurður Stefánsson vígslu- biskup, sr. Bcnjamín Kristjánsson prófastur, sr. Stefán V. Snævarr og sr. Pétur Sigurgeirsson. Ljósm.: G. P. Kristinsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.