Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 1
I.INDA H.F. Akureyrl ISLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EVSTRA 52. ÁRG.AKUREYRI, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ I <966 26. TBL. |jdags-, laugardags-o ÁKUREVRI O cl SJÁLFSTÆÐISHÚ SIÐ FJÖLBREYTT OG FJÖLMENN ÞJÓÐHÁTÍÐ Á AKUREYRI ÞjóShátíðin 17. júní var haldin í blíðuveðri á Akureyri að þessu sinni. Hátíðahöldin voru fjölbreytt og stóðu ríflega daglangt, og mikill mannfjöldi tók þátt í þeim. Myndina tók Níels Hansson yfir Ráðhústorg, þegar hluti hátíðalialdanna fór þar fram. „AFTURGÖNGUNUM" VAR VEL TEKIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sendir nú leikflokk um landið með sýn- ingar á „Afturgöngunum“ eftir Ibsen. Var leikritið sýnt í Sam- komuhúsinu á Akureyri á mánudags- og þriðjudagskvöld, bæði kvöldin við hinar beztu móttökur sýningargesta. Er þetta óefað með áhrifamestu og beztu leiksýningum, sem verið hafa hér á Akureyri. Leikflokkurinn sýnir nú víð- ar um Norðurland. HREPPSNEFNDAR- KOSNINGAR Á SUNNUDAGINN Á SÚNNUDAGINN keniur, 26. júní, verða kosnar allar hreppsnefnd- ir í sveitum landsins. Yfir leitt er um óhlutbundnar kosningar að ræða, en þó hafa á einstöku stað kom- ið fram listar, svo sem í Mývatnssveit, þar sem einn listi kom fram og varð því sjálfkjörinn. FYRSTA SÖLTUN SUMAR- SILDAR Á RAUFARHÖFN SEin Raufarhöfn 21. 6. ’66. EINS og kunnugt er af frétt um, var nýlega leyft að salta nokkurt magn af sykursalt- aðri síld. Fjórar söltunar- stöðvar hér brugðu við og hófu söltun á laugardaginn Aar. Mun það Aera fyrsta söltun síldar á þessu sumri. Það var um kvöldmatarleytið á laugardag, sem fyrsta söltun- arsíidin barst. Síldin var sæmi- lega góð, en átumikil og því erfið viðureignar. Það tafði mjög fyrir söltuninni, að lítið var af fólki við hana. Fjölmarg ir heimamenn höfðu farið að heiman um helgina og aðkomu fólk komst ekki hingað með flugvélum, eins og til hafði stað ið, enda veður dimmt og leiðin- legt. f þessari fyistu hiinu voru saltaðar hjá Síldinni 202 tunn- ur, Norðursíld 118 tunnur, (Framhald á blaðsíðu 7) BREZKUR LANDHELGIS- BRJÓTUR FÆRÐUR TIL AKUREYRAR Frá bændafundum í Reykjavík: EINHUGA SAMSTADA UM KJARAMÁL - ítarlegar tillögur um lausn aðsteðjandi vanda samþykktar UM ÞAÐ leyti sem blaðið fór í prentun í gærkvöld, var varðskip á leið hingað til Akureyrar með brezkan tog- ara, sem það tók að meint- um ólöglegum veiðum í gær dag. Voru skipin væntanleg um kl. 20. Reykjavík 21. 6. ’66. UM SÍÐUSTU helgi þinguðu héraðsneíndir bænda hvar- vetna að af landinu hér í Reykjavík, að undanskildum Suð-Vestlendingum, sem ekki voru búnir að kjósa sína nefnd, en halda fund í dag. Til efnið var kjaramálin, eins og þegar hefur verið skýrt frá í blaðinu, en bændur telja þau hafa snúizt sér til verri vegar með aðgerðum í verölagsmál- um landbúnaðarins fyrir skemmstn og samdrætti í end urkaupum Seðlabankans á 5% almennur aísiátlur al útsvörum á Akureyri í stað 15% álags í fyrra - niðurjöfnun lokið - heildarálagning varð læplega 54,5 millj. kr. UTSVARSSKRÁ Akureyrar 1966 var lögð fram á manudag- inn. Við álagningu var 2939 gjaldendum gert að greiða í út- svör til Akureyrarbæjar í ár samials krónur 54.479.006.08, en samkvæmt fjárhagsáætlun hæj arsjóðs voru útsvörin áætluð krónur 49.997.000.00, og er því vanhaldaálag 9%. Utsvarsupphæðin skiptist þannig, að 2843 einstaklingar greiða kr. 49.807.400.00 og 96 fé lög kr. 4.671.600.00. Útsvör fé- laga nema þvi 8,5% af heildar- fjárhæð útsvara. Heildarupphæð titsvaranna í ár er kr. 5.908.900.00 hærri en í fyrra, eða tæplega 12,2%. Gjald endum hefur fjölgað um 155. Útsvörin voru lögð á skv. lög um um tekjustofna sveitarfé- laga, og að þessu sinni var tek- inn til greina allur sá frádrátt- uiysem heimilaður er til tekju- skattsálagningar, en að auki voru frádregnar ýmsar bætur Almannatrygginganna, sjúkra- og veikindakostnaður, útsvör 1965 að fullu greidd fyrir árs- (Framhald á blaðsíðu 7) afurðavíxlum. Einhuga sam- staða ríkti á fundunum meðal bænda, og kom ljóst fram, að til fundanna er hoðað í einu og öllu á stéttarlegum grund- velli, til styrktar bændasam- tökunum í landinu. Á laugardag mættu 47 full- trúar til sameiginlegs fundar , héraðsnefndanna. Á þeim ffundi voru ástand og horfur í ikjaramálunum til umræðu. 'Samþykkt var ályktun og kos |in nefnd til viðræðna við ríkis ,stjórnina ásamt með stjórn f Stéttarsambandsins og Fram- ileiðsluráði. Á sunnudag gengu ' héraðsnefndirnar á fund Fram lleiðsluráðs og kynntu því ályktun sína, en orð fyrir Inefndunum höfðu þeir Lárus I Ág. Gíslason í Miðhúsum og Stefán Valgeirsson í Auð- brekku. í gær hélt nefnd sú, sem héraðsnefndirnar kusu, sinn fyrsta fund. 6 höfðu ver- ið kosnir í nefndina og mættu þeir til fundai'ins, en gert er ráð fyrir að 7. nefndarmaður- inn verði kosinn í dag á fundi Suð-Vestlendinga í Borgar- nesi. Formaður nefndarinnar var kosinn Stefán Valgeirsson í Auðbrekku. Gert er ráð fyr- ir að nefndin fari á fund land búnaðarráðherra á morgun ásamt stjórn Stéttarsambands ins og Framleiðsluráði og síð- ar á fund fjármálaráðherra. ÁLYKTUN HÉRAÐS- NEFNDANNA. Ályktun sú, sem samþykkt var í einu hljóði á fuiidi hér- aðsnefndanna er svohljóð- andi: (Framh. á bls. 7) INNFLUTT HUS RlSA I MYVATNSSVEIT KÞ Björk 17. 6. ’66. MIKLAR framkvæmdlr eru nú vió byggingu kísilgúr- verksmiðjunnar við Mývatn. Um þessar mundir vinna þar yfir 50 manns. Nýlega var tekið í nolkun nýbyggt skrifstofu- og mötuneytis- hús, liið vistlegasta í alla staði. Þar vinna nii 6 stúlk- ur. Byrjað er á grunni gríðar- lega stórrar geymsluskemmu. Þá er einnig byrjað á þremur íbúðarhúsum, tveimur á vegum verksmiðjunnar og einu á veg- um Kaupfélags Þingeyinga, sem byggir það yfir verzlunar- stjórann við útibúið hér í sveit inni. Öll verða þessi íbúðarhús flutt inn frá Noregi. Er það að' vonum nokkur nýlunda hér.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.