Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 4

Íslendingur - 23.06.1966, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í norðurlandskjördæmi eystra. Kemur út hvern fimmtudag. — Útgefandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri: HERBERT. GUÐMUNDSSON (ábyrgðarm.). — Aaglýsingár og afgreiðsla: ÁRNI BÖÐVARSSON. Norðurgötu 49, sími 12182. — Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegs- bankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. — Setning og prentun: PRENTVERI^'ppDS BJÖRNSSONAR h.f., Akureyri. i MENNTUNARffiSTAÐAN í HÖFUÐBORG NORÐURLANDS SKÓLAMEISTARI Memitaskólans á Akureyri vakti máls á því í skóla'slitaræðu á þjóðliátíðar- daginn, að skólanum væri iílsnauðsyn að £á aukið og bætt húsnæði til starfsemi"si.nnar, ella drægist hann aftur úr og þá væri voðimr vís. Hann skýrði einnig frá því. að nú hefði verið tekin inn á fjár- lög ríkisins fjárveiting til nýrrar skólabyggingar, og von sín væri, að framkvæmdir við þá nýbygg- ingu gætu hafizt á næsta-ári^ Mál skólameistara vcliur-enii á ný til umhugs- unar um menntunaraðstöðuna í höfuðborg Norð- urlands. Víða kreppir skórinn í þeim efnum. Um það eru allir samnáála, áð alhliða mennt- unaraðstaða sé einn af hornsteinum hvers byggð- arlags í dag. Það er og ætlað eitt megin verkefni byggðakjarnanna í landshlutunum. að fullnægja menntunarþörfinni í hverjum landshluta af fremsta megni. Því spyrja menn gjarnan, hvert stefni í þessum efnum. Við þeirri spurningu er vandfundið svar í fljótu bragði. Sannleikurinn er sá, að handahófið hefur um langt skeið ríkt um uppbyggingu fyrir hvers kon- ar sérmenntun á landsbyggðinni. Það er fyrst á sfðustu misserum, að stjórnarvöld landsins hafa hrist af sér slenið og hafið að taka til höndum í þessu máli. Því er þó ekki svo langt á veg komið, að heildarstefnan hafi verið mörkuð, enda þótt áfangar hafi vissulega náðst. Það er því ekki til setunnar boðið fyrir forystu- menn hinnar norðlenzku höfuðborgar, að fvlgja því fram að ákveðið markmið verði sett um upp- byggingu á alhliða menntunaraðstöðu á Akur- eyri. Sá hlekkur er ekki minnstur í framfarasókn norðlenzku byggðanna. Hann verður að fylgja Norðurlandsáætluninni í atvinnu- og samgöngu- málum. VANTAR MENNTAMENN VTRK- EFNI Á LANDSBYGGÐINNI? ÖNNUR GREIN á þessum sama meiði er hag- nýting menntunarinnar. Ekki er síður mikilvægt, að landsbyggðin njóti hennar en að hún veiti hana. Það er hins vegar alkunna, að obbinn af þeim sem sækja í háskóla eðæ. tækniskóla staðfestis í mesta þéttbýli landsins, ef ekki erlendis, vegna þess að atvinnutækifæri fyrir þá á landsbyggð- inni eru sárafá. Hér kemur til hin undarlega árátta, sem lifað hefur góðu lífi um langt árabil, að hrúga öllum stjórnarstöðvum hins opinbera og atvinnuveg- anna í kös á einn og sama blettinn. Virðist það sjónarmið í hávegum, að þetta sé svo sjálfsagt og eðlilegt, að ekki þurfi að hugsa um að breyta til. Mörgum sýnist þó, að í fjölmörgum tilfellum sé í lófa lagið að dreifa stjórnarstöðvunum, a. m. k. að einhverju leyti. án aukins kostnaðar, en til margfalds hagræðis fyrir strjálbýlið. Orðum er Nefndir og trúnaðarmenn Nýlega var í blaðinu skýrt frá kosningu forseta bæjar- stjórnar Akureyrar, bæjar- stjóra og bæjarráðs. Hér á éftir verða taldar upp þær iiefndir og trúnaðarstöður, sem kosið var í til viðbótar við sama tækifæri. Bygginganefnd: Innan bæjarstjórnar: Stefán Reykjalín (B), Jón H. Þorvaldsson (D). Utan bæjarstjórnar: Haukur Ámason (B), Bjarni Sveinsson (D). Hafnarnefnd: Innan bæjarstjórnar: Stefán Reykjalín (B), Árni Jónsson (D). Utan bæjarstjórnar: Zophonías Árnason (B), Magnús Bjarnason (D). Framfærslimefnd: Kristbjörg Dúadóttir (A), Jónína Steinþórsdóttir (B), Laufey Stefánsdóttir (B), Ingibjörg Halldórsdóttir (D), Jón Ingimarsson (G). Rafveitustjórn: Þorvaldur Jónsson (A), Sigurður Óli Brynjólfss. (B), Magnús Kristinsson (B) Árni Jónsson (D), Ingólfur Árnason (G). 17. júní-nefnd: Hermann Sigtryggsson (A), Þóroddur Jóhannsson (B), Siguróli Sigurðsson (D), Jón Ingimarsson (G). Kjörstjórn: Sigurður M. Helgason (A), Hallur Sigurbjörnsson (B), Sigurður Ringsted (D). Framangreindar nefndir eru kosnar til eins árs. Nefndir kosnar til fjögurra ára: Elliheimilisstjórn Akureyrar: Bragi Sigurjónssbn (A), Björn Guðmundsson (B), Sigurður Jóhannesson (B), Ingibjörg Magnúsdóttir (D), Jón Ingimarsson (G). Bókasafnsnef nd: Þórvaldur Jónsson (A), Hólmfríður Jónsdóttir (B), Árni Kristjánsson (B), Gísli Jónsson (D), Rósberg G. Snædal (G). Æskulýðsráð: Bragi Hjartarson (A), Svavar Ottesen (B), Haraldur Sigurðsson, banka- gjaldkeri (D). Fræðsluráð: Valgarður Haraldsson (A), Brynjólfur Sveinsson (B), Sigurður Óli Brynjólfss. (B), Aðalstéinn Sigurðsson (D), Jón H. Jónsson (G). Iðnskólanefnd: Steindór Steindórsson (A), Aðalgeir Pálsson (B), Guðmundur Magnússon (B), Bjami Sveinsson (D). S j úkrasamlagsst jórn: Sigurður Halldórsson (A), Jóhann Frímann (B), Arngrímur Bjarnason (B), Árni Jónsson (D). Menningarsjóðsstjórn: Friðjón Skarphéðinsson (A), Arnþór Þorsteinsson (B), Jón G. Sólnes (D), Einar Kristjánsson (G). Forseti bæjarstjórnar er sjálf kjörinn formaður nefndarinnar. Krossanessstjórn: Kolbeinn Helgason (A), Arnþór Þorsteinsson (B), Guðmundur Guðlaugss. (B), Árni Jónsson (D). íþróttaráð: Jens Sumarliðason (A), Haraldur M. Sigurðsson (B), Svavar Ottesen (B), Hermann Stefánsson (D). Fjallskilastjórn: Árni Magnússon (A), Ásgeir Halldórsson (B), Þórhallur Guðmundsson (B), Víkingur Guðmundsson (D), Anton Jónsson (G). F ramtalsnefnd: Sigurður M. Helgason (A), Hallur Sigurbjörnsson (B), Sigurður Jóhannesson (B), Gísli Jónsson (D). Leikvallanefnd: Páll Gunnarsson (B), Elín Bjarnadóttir (B), Ingibjörg Magnúsdóttir (D), Hlín Stefánsdóttir (G). Stjórn FSA: Þórir Björnsson (A), Sigurður O. Björnsson (B),\ Sigurður Jóhannesson (B), Eyþór H. Tómasson (D), Jón Helgason (G). Húsmæðraskólanefnd: Ragnhildur Jónsdóttir (B), Þórunn Sigurbjörnsd. (D). naumast eyðandi að því hvert það hagræði er, svo augljóst sem það er, að það er hverri byggð í senn hugmynda- og framkvæmdaleg lyftistöng, að vera í beinum tengslum við sérmenntun og þekkingu á málefnunum, þótt vitanlega eigi það sín tak- mörk, eins og annað. Þetta er einnig málefni, sem gefa þarf verulega gaum í sambandi við gerð og framkvæmd þeirra landshlutaáætlana, sem hér að framan og áður hefur verið minnzt á. Mennt er máttur, segir mál- tækið. Mestur er máttur hennar þó tvímælalaust, þar sem hún fær að njóta sín beinlínis í lífi og starfi fólksins. Þess vegna á menntunin að öðlast sinn sess hvarvetna á landinu, og að því ber að stefna áð svo verði. bæjarins Lystigarðssíjórn: . Arnói’ Karlsson (B), Jónas Guðmundsson (B), Anna Kvaran. (D). , Botnsnefnd: Richard Þórólfsspn' (B), Gunnar H. Kt'lstjánsson (D). Eftirlaunasjóðsstjórn: Arnþór Þorsteinsson (B), Jón G. Sólnes (D). Umferðarnefnd: Valgarður Frímann (B), Jón H. Þorvaldsson (D). Heilbrigðisnefnd: Stefán Reykjalín (B), Sveinn Tómasson (D). Barnaverndarnefnd: Helga Svanlaugsdóttir (A), Páll Gunnarsson (B), Birgir Snæbjörnsson (B), Pétur Sigurgeit'sson (D), Tryggvi Þorsteinsson (G). Skipulagsnefnd: : Haukur Árnason (B), , Bjarni Sveinsson (D). . Áféngisvarnarnefnd: Stefán Ág. Kristjánsson (A), Jónas Jónsson (B), Sveinn Kristjánsson (B), Bjarni Halldórsson (D), Lýður Bogason (D), Rögnvaldur Rögnvaldss. (G). Náttúruverndarnefnd: Björn Bessason (B), Kristján Rögnvaldsson (D). Kj ar asamninganef nd: Þorvaldur Jónsson (A), Amþór Þorsteinsson (B), Árni Jónsson (D), Baldur Svanlaugsson (G). Sfundið sundíþróífina, syndið 200 metrana | FRÁ 15. maí til 15. septem- , ber fer fram Norræn Sund- keppni. Aðaltilgangur henn- ar er að fá sem flesta til þess I að iðka sund og reyna sund | getu sína með því að synda \ 200 metra án viðstöðu. Iðulega gerast hér þeir ' atburðir, sem sýna nauðsyn [ góðrar sundkunnáttu. Vilduð þér með aðild fé- hags yðar leggja því lið að I sem flestir íslendingar séu ) vel syndir og að þeir full- j vissi sjálfa sig um sundfærni | sína með því að synda „200 [ metrana“? — — Ef svo, fáið félaga yðar ' nú um hásumarið til þess að I iðka sund og synda „200 | metrana". Nú er sá tími, sem allar . sundlaugar eru starfræktar, veður bezt og því hentugast öllum að njóta sunds, loft- I og sólbaða. Takmarkið er að 58 þús. | íslendingar liafi fyrir 15. i september sýnt, að ]ieir hafi , sundfærni til þess að synda | „200 metrana“. Með virðingu og kærri lcveðju, Landsnefnd Sundsambands íslands vegna Norrænu Sundkeppninnar. JÍSLENDINGUR 4

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.